Morgunblaðið - 06.03.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.03.1965, Blaðsíða 28
% Isinn færist fjær FLUGVÉLIN SIF fór í ískönn- unarflug í gær, og tjáði Þröstur Sigtryggsson, skipherra, Mbl. við heimkomuna á sjöunda tím- anum í gærkvöldi, að ísinn hefði þokazt norður með Vestfjörðum undan vindinum, en litlar breyt- ingar hefðu orðið á ísrekinu á I Horn var mjp ísræma uppi við land, og ís lá inn á miðjan Húna- flóa. Næst Skaga var ís í 30 sjó- mílur í norður. M.s. Tungufoss beið við Horn í gærdag, en sneri síðan aftur inn á Aðalvík. Ætlunin var að reyna aftur með morgninum. Húnaflóa. Undan Vestfjörðum hafði ísinn þá rekið í u.þ.b. 30 sjómílur í NNA frá því sem var í fyrradag. fsröndin fannst fyrst um 30 sjó- mílur undan Straumnesi, en það an lá ísrek í ASA að Kögri. Við Gott he*.!snlar í borg'nni MBL. spurði dr. Jón Sigurðsson, borgarlækni, að því í gær, hvern ig heilsufar væri í borginni um þessar mundir. Hann sagði, að það virtist yfirleitt vera gott og ágætt, þegar tillit væri tekið til árstímans. Leningrad-inflúenzan hefur ekkert látið á sér kræla hér enn. Febrúor vnr óvenju hlýr SÍÐAST^IÐINN febrúarmánuð- ur var hinn næsthlýjasti hér á landi, sem kunnugt er um síðan hitamælingar hófust hér árið 1845. Meðalhiti í Reykjavík var 4,1 stig og á Akureyri 3,0 stig. Hlýrra var í febrúar 1932, en þá var meðalhitinn 5,4 stig í Rvík og 5,0 st. á Akureyri. í meðal- árferði er meðalhiti í Reykjavík í febrúar mínus 0,1 stig og á Ak- ureyri mínus 1,5 stig. Slys á Akranesi AKRANESI, 75 marz. Um kl. fimm í dag vildi það óhapp til í dráttarbraut hér vest- ur á Grenjum, að járnstykki féll ofan á einn vélvirkjanna. Kom það á ennið og bringspalirnar. Hann var þegar fluttur í sjúkra- hús, og töldu menn, að hér væri um talsverð meiðsli að ræða. Aldrei unnið meira né betur að skipulagsmálum borgarinnar } Þessi mynd var tekin fyrir norðan Kaufarhöfn á fimmtu- dagsmorgun, þegar ms Esja var að fara þaðan. Þá var ís enn landfastur, en um kl. 15 um daginn var hann að miklu leyti horfinn, nema hvað stak- ir jakar lágu í fjörum. (Ljósm. Mbl. St. E. Sig.). BYGGINGARFRAMKVÆMDIR á Fossvogssvæðinu nýja munu hefjast vorið 190G. Borgarráð féilst á tillcgur að skipulagi íbúðahverfisins í Fossvogi í meg- in.atriðum í okt. s.l. og var borg- arverkfræðingi falið að hefja tæknilegan undirbúning í mið- hluta hverfisins. Þá hefur verið gerð frummynd að skipulagi nýja miðbæjarins í Fossvogi. Þessar upplýsingar gaf Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, á borgarstjórnarfundi s.l. fimmtu- dag, en það voru svör við fyrir- spurn Guðmundar Vigfússonar. Guðmundur hafði uppi ýmis stóryrði á fundinum um skipu- lagsmálin og þá starfsmenn, sem að þeim verkefnum hafa unnið. Kastaði hann síðan fram tillögu við umræðurnar um fyrirspurn, sem 'hann hefur væntanlega hrip að niður í skyndingu á fundin- um. Tillagan var um, að borgar- verkfræðingi og borgarráði skuli falið að kanna með hverjum hætti megi styrkja skipuiagsdeild borgarinnar. Við umræðurnar talaði m.a. Gísli Halldórsson, arkitekt. Hann sagði ekki vafa á því, að hérlend is hefði aldrei verið unnið meira né betur að skipulagsmálum, en hér í Reykjavík s.l. fjögur ár. í>essu til stuðnings nefndi hann heildarskipulag borgarinnar og ákvörðun á öllum umferðaræð- um. Unnið hefði verið að skipu- lagi alls gamla bæjarins, mið- og austurbæ. Þá hefði verið gert skipulag í Fossvogsdalnum, skipu lagt hverfi við Sæviðarsúnd og Elliðavog, í Selási hefði verið skipulögð 5 þús. íbúa byggð. Auk þessa væri nú verið að ljúka skipulagi Breiðholtshverfis fyrir 20 þús. manna byggð. Gísli sagði að þessar skipulags framkvæmdir væru til næstu 20 ára. Afbrigði þurfti frá fundarsköp um til afgreiðslu tillögu Guð- mundar, því að hann hafði ekki svo mikið við að láta boða hana með dagskrá, eins og áskilið er í fundarsköpum. Afbrigðið var veitt og var samþykkt með 10 atkv. gegn 3 atkv. kommúnista að vísa tillögunni til borgarráðs. TÍU ára drengur á Hellissandi, Ólafur Rögnvaldsson, slasaðist á höfði kl. 18,30 á fimmtudag. Var talið í fyrstu, að hann hefði Blóðbankanpm berst gjöf BLÓÐBANKANUM hefur borizt peningagjöf til minningar um frú Soffíu Sch. Thorsteinsson frá Lionsklúbbnum Nirði í Reykja- vík. Gjöfin nemur tíu þús. krón- um, og á að verja henni til tækja kaupa fyrir stofnunina. höfuðkúpubrotnað, en svo reynd ist ekki, og er hann nú á góðum batavegi. Slysið vildi til með þeim hætti, að bíll var að aka aftur á bak inn í salthús. Ók hann á stoð í húsinu, „dra-gara", sem féll við það á höfuð Ólafs. Skarst hann mjög á höfði, og höfuðleðrið flettist af ofan á hvirflinum. — Álitu menn fyrst, að höfuðkúpan hefði brotnað, og var Björn Páls- son beðinn um að senda flugvél vestur og sækja piltinn, svo að hann kæmist í sjúkrahús í Reykjavík. Fllugvélin varð hins vegar að snúa við um kvöldið yfir Grundarfirði. Á föstudag kom hins vegar í ljós, að Ólafur hafði ekki slasazt eins mikið og upphaflega var talið. Ráðgert að hœtta við að steypa Keflavíkurveginn NÚ mun vera horfið frá því að steinsteypa það sem eftir er af Keflavíkurvegi, en m.al bika veginn í stað þess. Mun þar ráða mestu kostnaðarmun ur á steypu og malbiki, sem talinn er vera um 48 millj. kr. Undirbyggingu vegarins er að mestu lokið og <allt undir- búið til steypu með vorinu. Steinsteypti vegurinn nær frá Hafnarfirði og í Kúagerði, eða um 23 km. leið. Annað eins er eftir af veginum, sem nú er áformað að malbika en steypa ekki. — Nánari skilgreining og frásögn <af viðbrögðum fólks þar syðra mun birtast hér síðar frá fréttaritara Mbl. í Keflavik. .. Drengur slasast á Hellissandi J>EGAR snjóa leysti í vetur, kom svo mikið leysingavatn á Mýrdalssand, að tvær brýr sem eingöngu voru settar þar ve>gna þessa leysingavatns, reyndust allt of stuttar. Vatns flaumurinn rauf stór skörð í veginn, og eru brýrnar ónot hæfar um þessar mundir, eins og sézt hér á myndinni annarri þeirra. (Ljósm. Páll Pálsson). ns t af l íll / RKRRFLUC — nýtt flugfélag annast ferðir milli Akraness og Akranesi, 5. marz. NÝSTOFNAÐ er flugfélag hér á Akranesi, Akraflug. Helztu forgöngumenn að stofnun þess eru Haraldur Jónasson lögfræð- ingur, hér, og Björgvin Her- mannsson úr Reykjavík. AKRAFLUG hefur þegar um- ráð yfir tveimur tveggja hreyfla fluigvélum, fjögurra til fimm sæta. Hyggjast forráðamenn Akraflugs skipuleggja fimm ferðir daglega fram og til baka milli Reykjavíkur o<g Akraness. Hver ferð tekur sex til sjö mín- útur. Farþegar á Akranesi eiga að mæta á Fólksbílastöðinni, Kirkjubraut 53, tíu mínútum fyr ir brottfarartíma. Flugskólinn Þytur á Reykja- víikurfluigvelli hefur afgreiðslu fyrir Akraflug í Reykjavík. Félagið Akraflug hefur tekið á leigu skeiðvöll hestamanna í Barðanesi, fa»t innan við Berja- dalsá, fjöigux hundruð metra langan, og gerir þar flugvöll, sean mun auðunnið verk, og bæt ir 200 metrum aí landi við Reykjavíkur lengd skeiðvallarins. Verður þá flugvöllurinn 600 metra langur og mjög breiður. Lýsingu vegna næturflugs verður komið fyrir við flugvöll- inn. Flugvélamar verða af gerð- unum Piper Apache og Cessna 310. Oddur. Hvöt heldur aðalfund á mánudags HVÖT Sjálfstæðiskvennafélagið í Reykjavík, heldur aðalfund n.k. mánudagskvöid klukkan 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Venjuleg aðal fundarstörf verða. Verði þau ekki of tímafrek mun frú Auður Auðuns alþingismaður segja þingfréttir. Kaffidrykkja verður og eru félagskonur hvattar til að fjölmenna á fundinn og mæta stundvíslega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.