Morgunblaðið - 06.03.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.03.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ r Laugar’dagur 6. marz 1965 Victoria Holt Höfðingjasetrið s. KAFLI. Nokkrum vikum eftir hið dul arfulla hvarf Johnny, kom lög- fræðingur fjölskyldunnar í heim- sókn til mín. Hann sagði mér, að nokkur síð ustu árin hefði efnahagnum farið hrakandi. Judith Derrise hafði bætt nokkuð úr skák um skeið, með heimamundi sínum, en hann var nú uppgenginn. Johnny hafði veðsett ýmsar eignir eins og hægt var, til þess að greiða spilaskuld ir sínar og innan fárra mánaða yrði að útvega fé. En í millitíð- inni yrði að grípa til einhverra ráða. Hvaða ráða? langaði mig til að spyrja. Lögfræðingurinn vor- kenndi mér. Maðurinn minn var horfinn. Miklar upphæðir af tekj unum af eigninni komu hvergi fram, en þær höfðu farið um hendur Johnnys og þá sennilega tapazt í spilum. Justin var í þann veginn að sleppa öliu tilkalli til eignarinnar og ganga í klaustur í Ítalíu, fyrir fullt og allt. Svo kom til minna kasta að bjarga því, sem bjargað yrði handa syni mínum. — Ég held, frú Lamston, að þér ættuð að flytja- úr Klaustr- inu og í Ekkjuhúsið, sagði lög- fræðingurinn. — Ef þér byggj- uð þar, gætuð þér stórum dregið úr útgjöldum yðar. — En Klaustrið þá? — Þér kynnuð að finna ein- hvern leigjanda. En ég efast um, að það mundi nægja til þess að koma yður ú.r klípunni. Það gæti orðið nauðsynlegt að selja Klaustrið . . . — Selja Klaustrið?- Það sem hefur verið í ættinni kynslóð eft ir kynslóð! Hann yppti öxlum. Margar eignir á borð við þessa ganga nú kaupum og sölum. — En hann sonur minn þá . . ? — Nú, hann er nú barn og það er ekki eins og hann hafi lifað hér langa ævi . . . En þegar hann sá, hvað mér leið illa, linað ist hann nokkuð. — Það fer nú kannski ekki svo illa . . . sagði hann. — En náman? sagði ég. — Tin- ið úr þeirri námu hefur einu sinni bjargað Klaustrinu og það gæti það enn gert. Næsta morgun gerði ég Saul Cundy boð og bað hann að finna mig. Það sem fyrst var og mest áríðandi var að komast að því, hvort nokkurgt gagn mundi vera í námunni. — Þér vitið, hr. Cundy, sagði ég, — að það hefur ekkert frétzt til mannsins míns og að Sir Just in er langt í burtu og getur engu stjórnað hér. Þér voruð nýlega fyrir nefnd, sem fór fram á, að náman yrði opnuð aftur og ég gerði það, sem ég gat til að telja manninn minn á það. Nú vil ég gefa leyfi til þess, að rann sókn verði gerð. Ef tin reynist vera í Larnstonnámunni, verður næg atvinna handa þeim, sem hennar þurfa. 33 Saul Cundy hringsneri hattin um sínum og starði niður á tærn ar á sér. — Það verður ekki hægt, frú, sagði hann loksins. Ég varð skelfingu lostin. Þessi málstirði risi var að eyðileggja allar fyrirætlanir mínar um að bjarga Klaustrinu. — Af því, frú, að við höfum þegar rannsakað þetta. Við gerð- um það áður en hr. Johnny . . . áður en hr. Larnston hvarf. — Gerðuð þér þessa rannsókn — Já, frú. Við urðum að hugsa um lifibrauðið okkar. Við fórum því nokkrir að fást við þetta á nóttunni og ég fór sjálfur niður og sannfærðist um, að það er ekk ert tin í Larnstonnámunni. — Fóruð þér einn niður? — Já, mér fannst það réttast, enda þótt hætta væri á, að nám an hryndi saman. Því að þetta var fyrst og fremst mín eigin hugmynd. — Já . . . en . . . ég ætla að fá sérfræðinga til að rannsaka þetta? — Það kostar nú drjúgan skild ing, frú, og við tinkallarnir þekkjum nú tinið í sjón, sem höf um unnið við þetta alla okkar ævi, og það er ekki hægt að plata okur. — Nú, það er þessvegna sem engin hreyfing hefur verið um að opna námuna, — Rétt er það. Og tinkallarnir eru að flytjast til St. Agnes. Þar er hægt að fá vinnu. Blaðburðarffólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi — Ég skil. Þá er ekki meira um þetta að ræða. Hann leit á mig og mér fund- ust augun í honum vera eins og í hundi. Það var eins og hann væri að biðja mig fyrirgefningar. Auðvitað mundi hann vita, að ég hefði fulla þörf á tininu, því að vafalaust mundu allir vita, hvern ig ástatt væri í Klaustrinu. — Mér þykir þetta leitt, frú, sagði Saul. Það var ekki fyrr en hann var farinn, sem mér datt í hug þessi tvöfalda merking þess, sem hann hafði sagt mér. Ég vissi, að mennirnir, sem ég hafði séð um nóttina út um glugg ann minn, voru námumenn. Þeir höfðu farið niður í námuna, ein- mitt þá nótt og vissu, að hún var tóm. En þá datt mér 1 hug: Þetta var áður en Johnny dó. Svo að þeir vissu þá þegar, að ekkert varð fyrir þá gert. Til hvers fóru þeir þá að myrða Johnny? Hver gat tilgangurinn verið? Með öðrum orðum voru það ekki þessir menn, sem höfðu ráð ið Johnny bana. Hver þá? Eða gat það verið, að Johnny væri alls ekki dauður? Ég ráðgaðist við Mellyoru um, hvað gera skyldi. Við ákváðum, að við yrðum að flytjast í Ekkju húsið. Haggety og Salt fengu sér vist annarsstaðar. Tom Pengaster hafði loksins gifzt Doll, en Daisy flutti með okkur í Ekkjuhúsið. Lögfræðingarnir tóku að sér stjórnina á eigninni og frú Rolt varð kyrr í Klaustrinu, sem hús vörður. Það átti að leigja Klaustrið með húsgögnum og væri öll var kárni viðhöfð, var það hugsan- legt, að Carlyon gæti flutt þang að þegar hann yrði myndugur, og jafnvel haft efni á að búa þar. Þetta var eins gott og hægt var við að búast, eftir atvikum. En við sáum fljótt, að svona hús var ekki auðvelt að leigja út. Við höfðum ekki von í nema tveim tilvonandi leigjendum. Öðrum þeirra fannst Klaustrið alltof stórt, hinum fannst það draugalegt. Mér datt í hug, að lík lega mundi húsið alltaf standa tómt og bíða eftir, að við kæmum aftur í það. Það hafði oft verið mér undr- unarefni, hve mikilvægir viðburð ir koma stundum alls óvænt. Mér finnst það ætti að vara mann við, en slíkt skeður sjaldan. Einn daginn fékk ég bréf frá umboðsmönnunum, þar sem sagði, að þeir væru að senda okk ur hugsanlegan leigjanda, sem mundi koma sama dag að líta á húsið, og hvort hann mætti koma klukkan þrjú, okkar vegna. Ég WÍMfllif i .M. r Skúlagata Sími 22-4-80 — Er þér kalt mamma? Það situr á ísnum mínum. er áreiðanlega vegna þess að þú sagði Mellyoru þetta við morg unverðinn. — Mér þætti gaman að vita, hvað verður að húsinu 1 þetta skiptið? sagði hún. — Stundum finnst mér eins og Larnston fái aldrei neinn leigjanda. Ég gekk yfir í Klaustrið klukk an þrjú og hugsaði til þess, hve aum ég mundi verða í skapinu, þegar ég gæti ekki lengur gengið þar út og inn að vild. En kannski yrðum við kunningjar leigjand- ans. Kannski yrði okkur boðið þangað til kvöldverðar? Það yrði skrítið — að borða í Klaustrinu, sem gestur! Það yrði bara næst- um eins og þegar ég fór á dans- leikinn forðum! Skömmu eftir þrjú var barið hart að dyrum. Ég beið í bóka- stofunni, en frú Rolt fór að taka á móti gestinum. Þegar hún kom inn aftur, var hún steinhissa á svipinn. Eg heyrði rödd. Frú Rolt veik til hliðar til að hleypa gestinum inn. Mér fannst þetta vera eins og draumur — draumur, sem ég hafði alltaf þráð, að rættist. Kim gekki til mín! Ég á bágt með að muna, hvað næst gerðist. Ég man bara, að Kim tók mig í fangið og andlit okkar komu næstum saman, og það var hlátur í augnaráðinu. — Ég vildi ekki láta hana segja nafnið mitt, sagði hann. — Ég vildi koma ykkur að óvörum. Ég man, að frú Rolt stóð úti við dyrnar og tautaði: — Æ, guð minn góður! og að mig langaði til að herma eftir henni og segja: Æ, Kim minn góður! því að allt í einu fann ég hve dýrmætur hann var mér. Ég sagði honum, að hann hefði ekki breytzt mikið. Hann leit_ á mig. — En það hefur þú. Ég sagði hér áður fyrr, að þú værir að verða töfrandi kona. En nú ertu orðin það. Hvernig get ég lýst Kim? Hann var kátur og fullur lífsgleði, stríðinn og hæðinn, en um leið viðkvæmur. Hann fékk mig til að halda, að ég væri sér mikilvæg . . . alveg eins og hann var mér. Ef til vill hef ég séð hann í þessum rósrauða ljóma, af því að KALLI KÚREKI •-*- -K- Teiknari: J. MORA „Kalli, ég veit ekki hvers konar sjónarspil það er, sem þú ætlar að setja á svið, en eitt get ég sagt þér, að það verður ekki hleypt af skoti“. „Ég ætla mér að hengja upp þenn- an dúk hérna og setja flöskuna þar þak við, þannig að strákurinn getur ekki séð hvað fer fram þar bak við. Síðan mun Skröggur sýna eina af sín- um snöggu hreyfingum með byssuna og hitta flöskuna af fimmtíu metra færi“. „Kalli. Þú ert orðinn vitlaus. Ég get ekki.... “ „Ég hlóð byssu þína aðeins með púðri en ekki kúlu. Ég mun standa bak við dúkinn í felum. Þegar þú hleypir af mun ég brjóta flöskuna með byssuskeftinu“. ég var ástfangin af honum. Ég vissi undir eins og hann kom aftur, að ég elskaði hann og hafði gert það alla stund síðan hann bjargaði Jóa úr gildrunni. Hann sagði mér, að faðir sinn væri dáinn. Þegar hann hafði hætt við sjóinn höfðu þeir tekið sér bólfestu í Ástralíu, keypt þar jörð og þeim hafði græðzt fé á nautgriparækt. En nú hafði hann selt búið fyrir hátt verð og komið heim með allar eigurnar. Fyndist mér ekki honum hafa gengið sæmilega? Mér fannst þetta dásamlegt. Mér fannst allt dásamlegt, aí því að hann var kominn heim. Við töluðum svo mikið, að tím inr. flaug frá okkur. Ég sagði honum frá öllu, sem gerzt hafði síðan hann fór — hvernig við Mellyora höfðum vistazt í Klaustrinu og ég svo gifzt Johnny. Hann tók í hendurnar á mér og leit á mig með athygli. — Svo að þú giftist þá, Kerensa? Ég sagði honum af hvarfi Johnnys, hvernig Justin hefði farið að heiman þegar Judith dó, hvemig við hefðum lent í erfið- leikum, og þessvegna væri Klaustrið til leigu. Hugsa sér, hvað margt hefur gerzt hér heima án þess að ég hefði hugmynd um það, sagði hann. — En þú hlýtur að hafa hugsað til okkar. Annars hefði þig ekki langað að koma heim. — Ég hef alltaf hugsað til ykk ar. Ég hef oft sagt við sjálfan mig, að gaman væri nú að vita, hvernig gengur heima, og ein- hverntíma skyldi ég athuga það sjálfur . . . Og Kerensa giftist Johnny . . . og Mellyora . . . hún er ógift eins og ég. Ég verð að fá að sjá hana. Og soninn þinn, hann verð ég að sjá. Ker- ensa með son! Og þú kallaðir hann Carlyon! Jú, ætli ég muni ekki ungfrú Carlyon á dansleikn um? Jæja, Kerensa . . . ef þetta er ekki þér líkt . . . Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.