Morgunblaðið - 06.03.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.03.1965, Blaðsíða 21
Laugardagur 6. marr 19W MORCUNBLAÐIÐ 21 IMiklar umræður um BLR á borgarstjórnarfundi — þegar deilt var um sölu tveggja togara MIKLAR umræður urSu á borg- arstjórnarfundi s.l. fimmtudag, þegar rætt var um heimild til BÚR til þess að leita kauptilboða í tvo af togurum útgerðarinnar, l>á Þorstein Ingólfsson otg Skúla Magnússon, en mikill halli hefur verið á rekstri þessara skipa og verið byrði á útgerðinni og borg- arsjóði. Þá var rætt um það, hvort BÚR •etti að taka við hlutabréfum í Jöklum fyrir farmgjaldaafslætti, eem BÚR á inni hjá Jöklum. Upphæð sú, sem um er að ræða er rúmar 162 þús. kr. Borgar- etjóri taldi rétt að fresta ákvörð- un um hlutabréfin og voru borg- arfulltrúar á einu máli um það. Umræðurnar snérust því að mestu um sölu togaranna, kaup nýrra skipa og vandamál togara- út,gerðar almennt. Mál þessi komu til borgarstjórn ar frá útgerðarráði, sem hafði samþykkt, að ósk framkvæmda- stjóra BÚR, að heimila útgerð- inni að leita kauptilboða í þessa tvo togara. Þessi heimild var sam þykkt í borgarstjórn með 12 atkv. fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins gegn 3 atkv. kommún- ista. FuIItrúar kommúnista kváðust ekki vilja samþykkja heimild um leitun kauptilboða, nema sam- tímis yrðu gerðar ráðstafanir til þess að kaupa ný skip í staðinn togara eða báta. Björgvin Guð- mundsson, . fulltrúi Alþfl. hélt svipuðum sjónarmiðum á lofti, en greiddi heimildinni atkvæði með þeim fyrirvara, að athugað- ir yrðu möguleikar á kaupum nýrra fiskiskipa í stað þeirra, sem seld yrðu. Guðmundur Vigfús- son sagðist óttast, að með sölu þessara tveggja togara væri ver- ið að stíga fyrsta skrefið til þess að leggja bæjarútgerðina niður. Kristján Benediktsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, sagði, að rekstur bæjarútgerðar væri ekk- ert trúaratriði í sínum augum, heldur yðri hagkvæmni reksturs- ins þar að ráða. Hann vildi ekki, að bæjarútgerð keppti við út- gerð einstaklinga um mannafia. Þó sló hann nokkuð úr og í. Flutti hann tillögu þess efnis. að fram færi rannsókn á hag BÚR ©g framtíðaráætlunum, sem síðan yrði rædd í borgarstjórn. Xillögu hans var vísað til útgerðarráðs. í umræðunum benti Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, á tap- rekstur þessara togara 0|g væri nauðsynlegt að létta þeirri byrði af útgerðinni. Væri þetta mál svo augljóst, að hægt væri að af- greiða það sérstaklega, án ákvarð ana um kaup nýrra skipa. í umræðunum tók Guðmundur Vigfússon fyrstur til máls og sagði það veigamikið skref, að minnka flota BUR um tvo togara, án þess að gera um leið ráðstaf- anir til kaupa nýrra togara eða yél'bóta. Hann sagði rök tals- manna á sölu tógaranna vera þau, að með því væri verið að létta á hallarekstri útgerðarinnar. Þá væri ekki tekið tillit til þess, að færri skip þýddu minni afla og minni atvinnu í landi. Þá ræddi Guðmundur vandamál togaraút- gerðarinnar vegna útfærslu land- Ihelginnar, en þá hefðu íslenzkir togarar verið sviftir verulegum hluta veiðisvæða sinna. Þetta hefði aldrei verið ætlunin með útfærslu landhelginnar, heldur hefðu íslendingar verið að heliga eér einum þessi svæði. Ræðumað- ur sagði, að leyfa ætti íslenzkum togurum veiðar innan landhelg- innar á ákveðnum svæðum og tímum. Guðmundur flutti siðan tillögu, þar sem segir, að borgarstjórn telji ekki tímabært að selja tog- arana, nema gerðar séu um leið ráðstafanir til endurnýjunar flot ans. Þá þurfi að afla nýrra veiði- svæða fyrir togarana innan land- helginnar. Fulltrúi Alþýðuflokksins, Björgvin Guðmundsson, talaði næstur Oig sagði rekstur þæjar- útgerða ávallt hafa verið stefnu- mál flokks síns. Hann sagði flokk sinn hafa beitt sér fyrir stofnun Geir Hallgrímsson BÚR 1946 og væri rekstur útgerð arinnar enn á stefnuskrá flokks hans. Björgvin sagði, að sala þessara tveggja togara gæti virzt vera fyrsta skrefið til þess að hætta rekstri BÚR. Hann rakti síðan hve illa rekstur togaranna Þor- steins Ingólfssonar og Skúla Maignússonar hefur gengið og væri rekstrartap á Þorsteini 19.8 miilj. frá kaupum togarans 1951, en á Skúla um 8 millj. frá kaup- um togarans 1948. Með þetta í huga kvaðst Björgvin ekki leggj ast gegn samþykkt heimildar um leitun kauptilboða í togarana. Þá drap Björgvin á það, að tryggja þyrfti að fiskvinslustöð BÚR hefði jafnan nóg hráefni og kvað tímabært að kanna möguleika á kaupum tveggja fiskibáta fyrir BÚR. í trausti þess kvaðst hann mundu styðja sölu togaranna. Borgarstjóri, Geir Hallgríms- son, tók til máls og sagði ástæðu- laust annað en samþykkja heim- ildina um leitun kauptilboða í togarana, án viðauka. Hér væri um það að ræða að selja gömul óhagkvæm fiskiskip. Geir benti m.a. á það, að Skúli Magnússon eigi að fara í kostnaðarsama flokkunarviðgerð á þesu ári. Tap ið á skipunum sýndi, að nauð- synlegt væri að selja þau og draga úr rekstrartapi BÚR. Hægt væri að taka afstöðu til sölu óhag kvæmra skipa, án þess að ákveða jafnframt kaup nýrra. Borgarstjóri ræddi þessu næst um útgerðina frá Reykjavík, sem hefði farið ört vaxandi undan- farin ár, einkum vélbátaútgerð. Á sama tíma hefðu fisklandanir togara BÚR í Reykjavík minnkað ár frá ári vegna sölu aflans óunn ins erlendis í vaxandi mæli. Árið 1958 hefðu 37 bátar róið frá Reykjavík, 1960 50 bátar,, 1962 55 bátar og 1964 76 bátar. Afli þessara báta, sem landað hefði verið í borginni hefði vaxið úr 12.700 tonnum árið 1958 í rúm 57 þús. tonn sl. ár. Landanir 8 togara BÚR í borg- inni hefðu hins vegar verið 18.500 tonn árið 1960, 10.900 tn. 1961, 3200 tn. 1962, 8296 tn. 1963 og að- eins 1000 tonn sl. ár. Þessar tölur sýna glöggt þróunina í útgerðar- málum borgarinnar, sagði borgar stjóri, sala togaranna tveggja mundi því ekki skifta miklu máli um rekstur fiskvinnslu BÚR eða atvinnu í borginni við verkun fiskafla. f borginni hefði aukizt mjög bátaútgerð einstaklinga, m.a. í eigu skipstjórnarmanna og skipshafna og væri það heilbrigð og ánægjuleg þróun. Þetta sýndi m.a., að óraunsætt væri að tengja saman sölu togaranna og kaup BÚR á nýjum fiskiskipum, sem mundu keppa við útigerð einstak- linga um mannafla. Er rétt að BÚR kaupi tvo fiski báta, spurði Geir borgarstjóri, hvað felst í slíkri viljayfirlýsingu borgarstjórnar og hvað mundi hún hafa í för með sér? Borgar- stjóri sagði, að borgarfulltrúar yrðu að gera sér grein fyrir þess um hlutum, áður en þeir legðu slík skipakaup til .Meðalfiskibát- ur kosti nú um 12 milljónir og sé útborgun um 4 milljónir. Kaup tveggja báta þýði því 8 milljón kr. útborgun. BÚR hafi enga möguleika á því að leggja fram það fé og yrði það því að koma frá borginni. Yilja borgarfulltrú- ar leggja þessa upphæð á borgar- búa í hækkuðum útsvörum? Þess ari spurningu sagði bor.garstjóri fulltrúana verða að svara, en sjálfur kvaðst hann hiklaust svara henni neitandi. Borgarstjóri talaði um vanda- mál togaraútgerðar og sagði að heimild til botnvörpuveiða á viss um svæðum og tímum innan land helginnar mundi bæta aðstöðu togaranna, en Reykjavík ætti mikið undir togaraútgerð. Það væri þó mat forráðamanna BÚR, að leyfi til botnvörpuveiða í land helginni mundi ekki hagga rök- unum fyrir sölu togaranna tveggja og ekki væri hæigt að loka augunum fyrir því, að útgerð BÚR hefði verið byrði á borgar- búum undanfarin ár. Borgarstjóri sagði ,að sl. ár hefði orðið að hækka útsvörin um milljónir til þess að BÚR gæti staðið í skrlum. Sala þessara tveggja togara muni vafalaust leiða til skárri afkomu BÚR, sagði borgarstjóri og mælti með samþykkt heimildarinnar. Þá bar hann fram frávísunartil- lögu við tillögu Guðmundar Vig- fússonar. Kristján Benediktsson sagði m.a. ,að bæjarútigerð væri ekki trúaratriði í sinum augum og fyr irtæki, eins og BÚR eigi ekki að fara í samkeppni við aðra aðila, þegar fyrir liggur, að mikil sam- keppni sé um mannafla og fram- lag bongarsjóðs, því að stórar upp hæðir hefðu komið óbeint til baka, En þó mætti ekki hætta rekstri BÚR því að ekki mætti einblína á tapið. Kristján sagði, að BÚR stæði nú að ýmsu leyti á vegamótum, t.d. vegna þess að endurnýja þyrfti skipakostinn. Athuga þyrfti því ýtarlega stöðu og framtíð BÚR og gerði ræðu- maður tillögu um að slík rann- sókn færi fram og yrði síðan rædd í borgarstjórn. Tillögunni var samhljóða vísað til útgerðar- ráðs. Ekki var Kristján hliðhollur undanþágum til veiða íslenzkra botnvörpunga í landhelginni. Nú tók til máls Guðmundur J. Guðmundsson og sagði fyrst, að málflutningur Kristjáns várðandi togaraveiðar í landhelgi væri hættulegur. Því næst ræddi hann þýðingu BÚR fyrir atvinnulífið í Reykjavík. Sagði hann nokkuð hæpið að tala um tap á BÚR, án þess að reikna með greiddum vinnulaunum og útsvarsigreiðsl- um af þeim. Ekki sagði Guðmund ur J. neitt á móti því, að gömul skip væru seld, aðeins ef ný væru keypt í staðinn. Um þetta kvaðst hann vilja fá yfirlýsingu og tryggingu, áður en hann sam- þykkti sölu togaranna, enda kvaðst hann óttast að hér væri hafin þróun um sölu allra skipa BÚR og að útgerð borgarinnar yrði lögð niður. Guðmundur Vigfússon talaði enn og tók undir fyrri orð sín og nafna síns. Ræðumaður gat þess, að taprekstur væri á fleiri togurum BÚR. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, upplýsti, að samtals 80 milljónir hefðu verið greiddar úr borgarsjóði til BÚR þar af 15 millj. sl. ár, Það væriekki eðlileigt að leggja slíka byrði á borgar- sjóð og borgarbúa. Nokkuð kæmi að vísu aftur til skilanna með út- svörum, en sú röksemi ætti þó því aðeins við, ef starfsfólk BÚR væri atvinnulaust ella, en at- vinnuástandið í borginni væri sízt með þeim hætti Borgarstjóri sagði, að það væri ekki eðlilegt, að atvinnulíf borg- arinnar og landsmanna yfirleitt þurfi að lifa á styrkjum og upp- bótum og sízt af öllu, að borgar- sjóður greiddi styrk til hluta til- tekins atvinnureksturs. Grund- völlur atvinnulífsins eigi að vera svo traustur, að atvinnuvegirnir geti staðið á eigin fótum í meðal- árferði. Til þess að svo megi verða þurfi fyrirtækin að geta safnað sjóðum til rekstrarins og endurnýjunar atvinnutækjanna og til þess að standa af sér mögru árin. Þakkarkveðja frá Geðverndar félagi Islands GEÐVERNDARFÉLAG fslands hélt skemmtun í Austurbæjar- bíói sunnudaginn 28. febrúar, og komu þar margir kunnir lista- menn fram endurgjaldslaust. Fé- lagið hefur beðið Mbl. fyrir eftir farandi þakklætiskveðju til listamannanna: Geðverndarfélag fslands flytur listamönnunum hugheilar þakkir fyrnr þá unaðslegu skemmtun, er flutt var í Austurbæjarbíói sunnudaginn 28. febrúar sl. Það- an fór hver og einn ríkari af ánægju heim til sín. Óþarft er að kynna þetta framúrskarandi listafólk; svo vel er það þekkt fyrir sína miklu list, hvert á sínu sviði, og sú fagra framkoma og unaðshlýja, sem það sendi frá sér til áheyrenda, mun seint gleymast þeim, sem þar voru. Aki Jakobsson hæstaréttarlögmaður Austurstræti 12, 3. hæð. Símar 15939 og 34290 Málflutningsskrifstofa Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11 — Sími 19406 Guðlaugur Einarsson, hrl. Kristinn Einarsson, hdl. Freyjugötu 37. Sími 19740. Vegna tillögu Kristjáns Bene- diktssonar, sagði borgarstjóri, að útgerðarráði og framkvæmda- stjórum BÚR hefði þegar verið falið að gera borgarstjórn grein fyrir afkomumöguleikum BÚR og gera tillögur um, hvernig styrkja megi rekstrargrundvöll- inn. Tillagan um leitun kauptil- boða í togarana tvo væri við- leitni í þá átt og svo sjálfsögð tillaga, að hægt væri að afgreiða hana sérstaklega, án ráðagerða um skipakaup. Geir sagði, að ein ráðstöfun, sem gæti orðið BÚR til bjargar væri heimild til botnvörpuveiða innan landhelgislínunnar eftir á- kveðnum reglum. Yrði að leggja áherziu á þetta atriði og hefðu forráðamenn útgerðarinnar unn- ið að þessu máli. Borgarstjóri lagði til, að tillögu Kristjáns yrði vísað til borgarráðs, en bætti því við, að hann þættist vita, að ekki þurfi að hvetja útigerðarráð eða framkvæmdastjóra BÚR til þess að halda ötullega áfram að því að reyna að finna leiðir til úr- bóta fyrir rekstur BÚR. Borgarstjóri kvaðst vilja taka fram að lokum, að engin ástæða væri fyrir BÚR að festa kaup á 2 fiskibátum, sem Guðmundur Vigfússon hefði sagt áður á fund inum, að hver -einstaklingur léki sér að. Ef þetta væri rétt, væri sízt ástæða fyrir BÚR að afla slíkra atvinnutækja til borgarinn ar, enda hefði útgerð einstak- linga gefið mjög góða raun oig hefðu slíkir bátar séð fiskvinnslu BÚR fyrir nægu hráefni þegar fisk væri að fá úr sjó. Geir sagð- ist ekki geta mælt með báta- kaupum BÚR eða togarakaupum á meðan hag fyrirtækisins væri svo komið, sem nú er. Eðlilegast væri, að þessi starfsemi væri þannig, að einstaklinigar sjái sér hag í því að stofnsetja og reka útgerð, öllum til hags. Að loknum þessum umræðum var frávísun borgarstjóra á til- lögu Guðmundar Vigfússonar samþykkt við nafnakall með 11 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins, gegn 3 atkv. kommúnista. Fulltrúi Alþýðuflokksins sat hjá. Síðan var heimildin til fram- kvæmdastjóra BÚR um að leita eftir kauptilboðum í togarana samþykkt með 12 atkv. gegn 3 atkv. kommúnista. — Laganemar Framh. af bls. 3 Bragason, meðdómendur. — Báru þeir allir viðhafnar- miklar skikkjur og voru hin- ir virðulegustu ásýndum. En nú er að segja frá nið- urstöðum málsins. Þær urðu á þá leið, að ábyrgðarmennirnir voru dæmdir til að greiða skulda- bréfið, auk vaxta og máls- kostnaðar. Þá var lögmaður stefndu dæmdur til að greiða 5.000 króna sekt til ríkissjóðs og komi viku varðhald til vara vegna hneykslanlegra ummæla um bæjarfóetann I Óseyrarkaupstað, en hann hafði haldið því fram, að hann hefði verið drukkinn við vitnaleiðslu og hefði vitnið, sem var vinnukona á staðnum sézt skjögra um plássið nótt- ina eftir vitnaleiðsluna með embættishúfu bæjarfógetans á höfði sér. Að málflutningi loknum var laganemum boðið til rúss neska sendiherrans á íslandi, Nikolai Tubitzyn og hlýddu þeir á erindi 1. sendiráðsrit- ara, Shilov, um alþjóðalög og utanríkisstefnu Sovétríkjanna. Um kvöldið efndu laganem- ar til samkvæmis að Hótel Borg og var þar fjölmennL Háskólarektor og aðrir pró- fessorar voru viðstaddir, svo og rússneski sendiherrann, sem hélt ræðu og hvatti mjög til kátínu og kærleika í veizl- um. Veizlustjóri var Ellert B. Schram. Þannig leið kvöldið í góðum fagnaði, og var svo að sjá sem allir hefðu tileink- að sér hvatningarorð sendi- herrans. — a. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.