Morgunblaðið - 06.03.1965, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐKÐ
Laugardagur C. marz 1S*65
}
Er þjóðin viðbúin?
1 ANNÁL nítjándu aldar segir
svo m.a. um árferði á áratugn-
um 1880—90: „í desember 1882,
árið, sem nú er að líða, hefur
tvímælalaust verið eitt hið erfið-
asta, sem yfir ísland hefur geng-
ið á þessari öld, sumarið var
líkast vetri“. Og enn segir svo:
„Á annan í páskum tók að frysta
(áður hafði tíð verið góð nokk-
■um tíma) og gerði norðanátt
með illviðrum. Frá 20. til 29.
apríl var ofsaveður nyrðra svo
atnikið, að þessa tíu daga mátti
heita, að ekki væri út komandi.
■— Þá fyllti með hafís fyrir Norð-
ur og Austurlandi. Á Vestfjörð-
um stóð hríðarveðrið lengst, það
var hvíldarlaus hríð frá 10. apríl
til 6. maí, en slotaði þá í bili, en
brast aftur á 23. maí, og var frost
og fannkoma til 15. júní. Talið
var, að alsnjóað hefði tíu sinn-
um þetta sumar frá Jónsmessu
til höfuðdags. Meðalhiti í ágúst
var 0 gráður. í skýrslum var
talið að þetta ár hafi fallið bú-
peningur í Borgarfirði og Norð-
urlandi: 26 þús. fjár, 16400 ung-
lömb og 1300 hross“. Eru Vest-
firðir og Austfirðir, sem þó
guldu afhroð í harðinum þessum,
ekki meðtaldir. Eru þessar tölur
gífuriegar, ekki sízt þegar haft er
í huga, að búfé landsmanna,
þ.e.a.s sauðfé og hross, náði
ekki helmingi þess, sem nú er.
Hafís rak að landinu seinni part
Fyrri histi
vetrar, varð samfrosta um alia
firði frá Straumnesi áð vestan
og austur um land og var ísröst
suður með landi allt að Dyrhóla-
ey. Næstu árin eru hvert öðru
harðara. í júní 1887 segir svo:
„Víðsvegar að berast fréttir um
stórversnandi afkomu fólks og í
sumum sveitum almennt biargar-
leysi. Aðal orsökin er gifurlegur
fjárfenir í vetur, er var einkum
norðaniands og vestan. í apríl
voru hey víða algerlega búin
fyrir sumarmála-kastið, varð
fénaður þá sumstaðar nyrðra og
vestra að svelta í húsunum.
Eeynt var að fóðra kýr á hrísi
og lekanum úr sjálfum þeim. Þó
versnaði enn er hretið gerði á
uppstigningardag. Féll þá fénað-
ur unnvörpum vestra, nyðra og
jafnvel eystra. Mest mun fjár-
tjónið hafa orðið í Skagafjarðar-
og Húnavatnssýslu, en þar næst
Strandasýslu og Dalasýslu. Sagt
er og frá, að fólk hafi liðið og
veikst af bjangarskorti og heimili
flosnað upp“.
Næsta ár, 1888, er engu betra.
1. j-úli það ár segir svo: „Hafiss
varð vart nyrðra þegar í janúar-
tnánuði í vetur. Var hann síðan á
slæðingi unz hann lagðist að
landi og inn á firði um páska,
bæði á Norður og Austurlandi.
Inn á ísafjarðardjúp rak hann í
maí, og í júní sást hann suð-
vestur af Vestmannaeyjum, enda
lá íshrönn þaðan austur og íshella i
að Dyrhólaey. Af Húnaflóa fór
ísinn ekki fyrr en seint í síðasta
mánuði, júní. Á Skagafjörð hef-
ur engin siglinig komið sökum
íss allt til þessa. Á Þistilíirði og
víða eystra er enn (1. júlí) allt
fullt af hafís“. Það mun mest
hafa bjargað bástöddu fólki frá
hungurdauða, að gjafir bárust
skjótt að. Landsstjórnin veitti
nokkra hjálp af landsfé, en litiu
var þá af að taka. Samskot bárust
erlendis frá. í Danmörk safn-
aðist 150 þús. kr. William Moris,
skáld, og Eiríkur meistari Magn-
ússon söfnuðu í Englandi um 90
þús. kr. Frá Noregi, Þýzkalandi
og víðar að komu og gjafir.
Þessar gjafir, þó miklar væru,
voru einungis til að bjarga lífi
fólksins, en fjöldi manna á harð-
indasvæðunum átti engan bú-
stofn lengur og aðrir lítinn.
Flest þessi ár var algjör afla-
brestur fyrir Norður- og Austur-
landi mestan hluta ársins, og
jafnvel þar sem ís lagðist ekki að
brást afli að mestu.
Þegar svo áraði, er ekki af
réttdæmi hægt að áfellast þá, er
flýðu land á þessum áratug, fyrst
þeim var boðin aðstoð til að
fiytja burt til lands, er betra
hafði að bjóða. Fólkið var lamað,
kjarklaust og vonlaust, eftir
margra ára sult og seiru og öllum
eignum rúið.
Eftir harðindahrinuna síðustu,
1888, fer veðurfar að batna og
er mjög sæmilegt flest árin til
aldamóta, og sum árin mjög gott.
Þannig segir t.d. um tíðarfar hér
á suðvesturlandi veturinn 1891:
„Það ber vott um frábært vetrar-
far, og í frásögur færandi, að frá
því um veturnætur og nú fram í
Þorrabyrjun var gerður nýr veg-
ur frá rótum yfir mýri milli
Reykjavíkur og fiskimannahverf-
is þess í landi bæjarins suður við
Skerjafjörð, er Kaplaskjól nefn-
ist“.
1902, síðari hluta vetrar rak
hafís að Vestur- og Norðurlandi
og lá samfeld íshella á öllum
fjörðum nyrðra. Lá ísinn sam-
frosinn fram um sumarmál, en fór
þá nokkuð að greiðast, en tor-
veldaði siglingar fram eftir vori.
Á góu var gengið frá Blönduósi
yfir á Vatnsnes. Freistað var að
ganga frá Skagaströnd vestur á
Standir, en borgarísinn var svo
þéttur að áhættusamt var og erf-
itt að halda réttri stefnu. Jarð-
bönn voru óvíða um veturinn og
vorið fremur hagstætt, þó kalt
væri, svo fellir varð ekki að ráði.
Eftir að ísinn varð samfrosta
voru stillur oft lengri tíma. Þá
hópuðu menn sig saman, hjuggu
vakir í ísinn og báru niður fyrir
hákarli, stóð veiðin nokkrar
vikur. Barst á land feikn af há-
karli í flestum fjörðum norðan
lands og vestan. Lifrin var seld
í verzlanir. Hákarlinn bætti
nokkuð úr matarskorti um vorið,
því matur var víða genginn til
þurrðar, þegar skip komust loks
til hafna.
Alla tvo fyrstu áratugi aldar-
innar skiptust á góð ár og hörð.
1906 var vorið sérstaka hart
nyrðra. Stórhríð var 14. maí,
fórst þá fé sumstaðar. Hélzt
snjór á láglendi fram í júní.
Lambadauði varð mikill.
Veturinn 1910 var sérstaklega
harður nyrðra, jarðbönn og frost-
hörkur langt fram á vor. Féll þá
margt búpenings þrátt "fyrir
matangjafir.
Veturinn 1914 var hafísslæð-
ingur fyrir Norðurlandi og 1916—
17 var snjóþungt mjög á Norður
og Austurlandi og vorin köld, en
ekki stóráfellasamt. Skepnuhöld
í betra lagi.
Veturinn 1918, þann 5. janúar,
gerði hörku norðanhríð með
fannburði og miklu frosti. Rak
þá hafís að landi um Vestfjörðu,
að Norðurlandi öllu og um Aust-
firði allt til Gerpis. Svo var
frostharkan mikil, að þann sama
sólarhring er ísinn fyllti alla
firði nyrðra var hann þegar sam-
frosinn svo hvergi sást í sjó,
nema þar sem hvalir, er flægst
höfðu með ísnum héldu auðum
vökum. Aallan þann tíma er ís-
inn lá hreyfingarlaus, rúmlega 7
vikur, voru frost gífurleg. Flesta
daga var frosið nyrðra, vestra og
eystra 20 til 30 stig og suma daga
nyrðra komst það í 36 til 38 stig.
í Reykjavík varð yfir 20 stiga
frost langan tíma. Kollafjörður
var ein íshella oig gengt til Eng-
eyjar og Viðeyjar. Frá Skólavörð-
unni sást aðeins blána fyrir auð-
um sjó út af Seltjarnarnesi. Þeg-
ar frostið var mest á Norður-
landi, en veður kyrrt, heyrðust
tíðum hvellir miklir, sem fall-
byssuskot, var þá jörðin að
sprynga sundur vegna þennslu.
Mátti víða, þar sem snjóbert var,
sjá langar jarðsprungur, 1-3 fet
í þvermál.
Hross varð að taka á hús þó
hagi væri víða nægur, því ann-
ars var hætt við að þau frysu
í hel eða kælu.
Síðustu vikur vetrarins var tíð
allgóð og vorið fremur gott. Jörð
spratt þó ekki vegna kals frá
vetrarfrostunum og varð því eitt
hið mesta grasleysis sumar, er
menn mundu.
Veturinn 1919-20 voru algjör
jarðbönn á Norður- og Austur-
landi að heita frá miðjum nóv-
ember og fram yfir sumarmál og
í sumum sveitum fram í maí. Frá
því ótíðin byrjaði í nóvember,
skiptust á norðanhríðar og spilli-
blotar allan veturinn svo fönn-
in hljóp í gadd. Svipaða sögu var
að segja úr öðrum landshlut-
um. Skepnum flestum var bjarg-
að frá felli með gífurlegum matar
gjöfum. Mest var gefið rúgmjöl
enda nær það eina, er fékkst af
tiltæku skepnufóðri. Var verðlag
komið í hámark eftir stríðið og
bændur komust í svo miklar
skuldir, að þeir urðu gjaldþrota,
þegar verð á búvörum féll stór-
lega næsta haust.
Eftir 1920 snöggskipti svo um
veðurfar hér á landi, að næstu
vetur voru hver öðrum mildari.
Og hefur svo verið allt til þessa,
að tíðarfar hefur jafnan verið
milt og hagstætt, þó nokkra vet-
ur hafi brugðið til harðrar veðr-
áttu í sumum landshlutum og þó
stuttan tíma hvert sinn.
Öllum er veðurblíðan sl. vet-
ur í fersku minni, þegar tún voru
algræn á þorra, blóm sprunigu út
á góu og hélzt sama veðurblíðan
fram úr. Slíkt veðurfar var og
LINDARBÆR
GÖMLUDANSA
KLIÍBBURINN
Gömlu dansarnir
Garðar, Guðmundur,
Rútur og Svavar leika.
DANSSTJÓRI:
Sigurður Runólfsson.
Húsið opnað kl. 8,30.
Lindarbær er að Lindar-
götu 9, gengið inn frá
Skuggasundi. Simi 21971.
Ath.; Aðgöngumiðar seld-
ir kl. 5—6.
1962-63, nema hvað páskahretið
eyðilagði allan gróður. Menp,
muna vel, og jafnvel of vel, þetta
síðasta hlýviðrisskeið svo þeir
miða allar sínar verkiegar gerð-
ir við það að svo verði um allan
aldur, og þó betra.
Fáir eru þeir orðnir núlifandi
menn, er muna harðindin fyrir
síðustu aldamót, sem á er drepið
hér að framan, en fleiri eru þeir,
sem muna tíðarfar á tveim fyrstu
tugum aldar vorrar.
Vegna þess að hnattstaða lands
vors er sú sama og verið hefur,
igetur veðurfarssagan endurtekið
sig. Hlýindaskeið hafa komið á
öllum öldum. Ef svo kynni illa
að fara, að áminnst saga endur-
takist, verða nokkrar hugleiðing-
ar um, hvernig þjóðin er við
harðindum búin, sett á „þrikk" í
síðari greininni.
17.1. 1965,
Stgr. Davíðsson.
N'iræð / dag:
Jóhanna ^ Eyjéif sdéf !'*•
frá Á á Síðu
LJÚFT er það og skylt að geta
þess, að í dag er níræð ein elzta
kona núlifandi meðal Vestur-
Skaftfellinga, —■ Jóhanna Eyjólfs
dóttir frá Á á Síðu. Foreldrar
hennar voru Eyjólfur Guðmunds-
son og Guðlaug Jónsdóttir Björns
sonar frá Búlandi í Skaftártungu.
Hún var systir Runólfs hrepp-
stjóra í Holti. Þau Eyjólfur og
Guðlaug eignuðust 14 börn, en
af þeim komust aðeins 4 til full-
orðinsára. Hin hrundu niður í
barnaveiki og öðrum landplágum.
Af þessum fjórum er, auk Jó-
hönnu, nú á lífi Margrét á Lyng-
um í Meðallandi. Bræðurnir Jón
síðast bóndi í Skálmarbæjar-
hraunum og Guðmundur á Steig
í Mýrdal, eru látnir.
Ung missti Jóhanna móður
sína, en ólst upp hjá föður sín-
um, sem hélt áfram búskap á
Á með ráðskonu. Frá Á fór Jó-
hanna í vist á næsta bæ, Skál,
til systkinanna Odds Sigurðsson-
ar og Guðrúnar, sem lengi
bjuggu þar mikið snotru búi og
gagnsömu á þessari víðlendu
sauðjorð.
Eftir Kötlu fluttist Jóhanna
vestur í Rangárþing að Vestri-
Garðsauka til Einars hreppstjóra
Einarssonar og Þorgerðar Jóns-
dóttur frá Hemru. Þar var hún
í 8 ár og vann heimili þeirra af
mikilli alúð og trúmennsku. Þá
lá leiðin aftur austur að Á, þar
sem hún var ráðskona hjá Vig-
fúsi hálfbróður sínum meðan
hann lifði. Frekar skal svo ekki
rakinn ferill Jóhönnu. Seinustu
áratugina tvo, þar til nú í haust,
dvaldi hún næstum óslitið á
Fossi á Síðu, hjá þeim hjónum
Guðrúnu Björnsdóttur og Helga
Eiríkssyni. Sköpuðust þar náin
tengsl milli húsbænda og barna
annarsvegar og þessara natin-
virku konu hinsvegar, eins og
eðlilegt var eftir svo langa sam-
vist.
Á sl. hausti lá leið Jóhönnu
I svo hingað suður. Hefur hún síð-
an dvalið á heimili bróðursonar
síns Odds Jonssonar og konu
hans, Ágústu á Hlíðarvegi 146 í
Kópavogi. Þar unir hún sér vel
hjá kærum vinum. Hún er mjög
ern og heldur svo líttskertum
líkams- og sálarkröftum sínum
að mjög er það óvenjulegt um
jafn háaldraða manneskju. Þang-
að er gott að koma og gaman að
endurnýja gömul kynni frá mörg
um samveruárum á Síðu.
Starfsdagur Jóhönnu Eyjólfs-
dóttur er orðinn óvenju langur
og strangur hefur hann verið,
því að bæði hefur hún gengið
heilsuveil og fötluð að verki. En
glatt geð veitir góða heilsubót,
segir í heilögu orði. Sannast það
á Jóhönnu eins og fleirum, því
létt lund hefur henni verið gefin
í ríkum mæli og oft hafa vinir
hennar séð gleðina ljóma á von-
arhýrri brá. Og það veit ég, að
verður í dag er hún fagnar tí-
unda tugnum í hópi kærra vina.
Guð blessi hana á þessum henn
ar heiðursdegi. Guð blessi hana
á ævikvöldi.
u. Br.
Landkynningarrtf
í fjjórðu útgáfu
NÝLEGA kom út í Danmörku
bæklingur Flugfélags íslands um
ísland. Þessi bæklingur er fram-
leiddur 'hjá Anders Nyborg, er
um þessar mundir staddur hér
á landi og var blaðamönnum
boði'ð að ræða við hann í gær á
Hótel Borg.
Sagði Nyborg m.a., að þetta
væri í fjórða skipti, sem bækling
ur þessi kæmi út, en hann hefði
komið út árlega síðan 1961. Hann
hefði nýlega undirritað samning
við Flugfélagið um að halda á-
fram útgáfu bæklingsins til árs-
ins 1972.
Bæklingurinn er nú gefinn út
í 26 þús. eintökum og fær Flug-
félagið af því 16:000 eintök til
dreifingar í flugvélum sínum.
Hefur bæklingurinn þótt góð
landkynriing og margir þekktir
menn skrifað í hann.
Meðal þeir^a, sem skrifað hafa
í bækling þann er nú er kominn
út, má telja Davíð Ólafsson
fiskimálastjóra, Guðmund Þor-
láksson cand. mag., Gunnar
Bjarnason kennara og Chr. Bönd
ing.
Margs konar upplýsingar eru
í ritinu, sem kunna að koma sér
vel fyrir útlendinga á ferðalagi
hér.
Anders Nyborg, forstjóri út-
gáfufyrirtækisins, sagði í gær,
að hann vildi koma því á fram-
færi, að til þess að geta gert rit
þetta sem veglegast úr garði,
þyrfti að fá fyrirtæki til þess að
auglýsa í ritinu. Fyrir hverja
auglýsingasíðu væri hægt að
skrifa eina og hálfa síðu til við-
bótar. Sagði hann, að auglýsing-
ar í bæklingi Flugfélagsins hefðu
meira gildi en aðrar auglýsing-
ar, því þær kynntu einnig út-
lendingum framleiðslu fslend-
inga. Sagði hann áð þeir, sem
áhuga kynnu að hafa á því að
auglýsa í ritinu, gætu haft tal
af sér á Hótel Borg næstu viku.
Sveinn Sæmundsson, blaða
fulltrúi Flugféiagsins, var á þess
um fundi.
Lét hann þess getið til gamans,
að hann væri nýkominn aí fundi
með blaðafulltrúum IATA. Sagð
ist hanrí hafa sýnt öðrum full-
trúum bæklinga Flugfélagsins
oig hefðu þeir hvarvetna valkið
mikia hrifnimgu.