Morgunblaðið - 06.03.1965, Blaðsíða 13
TLaugardagur 6. marz 1965
FáORGUNBLAÐIÐ
13
FYRIR siköommu birti bandaríska
vikuritið Time eftirfarandi ut-
drátt úr skýrslu varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, Robert Mc
Namara, til hermálanefndar full-
trúadeildar þingsins:
1 mörg ár eftir síðustu heims
etyrjöld stjórnuðu tvær risastór-
ar „blokkir“ heimsmálunum. önn
ur var sjálfviljugt bandalag
irjálsra þjóða undir forystu
Bandaríkjanna, hin var sameinað
heimsveldi undir stjórn Sovét-
ríkjanna. í bandalagi hins frjálsa
Iheims höfðu Bandaríkin forystu
vegna yfirburða þeirra á sviði
efnahagsmála og hernaðarlegs
styrkleika. í herbúðum kommún
ista voru Sovétríkin ótvíræður
etjórnandi, ekki aðeins vegna
efnahagslegra og hernaðarlegra
yfirburða, heldur einnig vegna
þess, að þau höfðu með höndum
undir stjórn hinnar alþjóðlegu
kommúnistahreyfingar og voru
reiðubúin að beita hervaldi til
Sjóliðax ganga á land í Suður-Vietnam.
Ef okkur mistekst nú
Ur skýrsfu McNamara til fulltrúadeildarinnar
eð halda áhrifum sínum hvenær
sem nauðsyn krafðL
Einhvern tíma á síðustu fimm
eða tíu árum byrjaði þetta ástand
eð breytast. í hinum frjálsa heimi
fóru lönd Vestur-Evrópu svo og
Japan í Austurlöndum að komast
á legg stjórnmálalega og efna-
hagslega, og í dag eru Banda-
ríkin engan veginn eina þýðingar
mikla stórveldið efnahagslega og
etjórnmálalega. I heimi kommún
ista hefur hið algera vald Sovét-
ríkjantia verið véfengt með þeim
árangri, að r;ú er það ekki ein-
ungis Júgóslavía heldur einnig
Kína, Albanía og að verulegu
leyti líka önnur kommúnistaríki
Austur-Evrópu, sem fylgja stjórn
málastefnu, sem er miðuð við
þeirra eigin þjóðarhagsmuni.
í>íða er komin í langfrosið, ó-
breytt ástand, og í hinum breyti-
legu straumrásum í aliþjóðamál-
nm munu leynast ný tækifæri
lyrir okkur til að auka öryggi
hins frjálsa heims og þar með
ckkar eigið öryggi.
En við munum einnig verða
að standa andspænis nýjum
vandamálum, sérstaklega því,
hvernig samstaða innan hins
írjálsa heims verður bezt varð-
veitt á þessum umbrotatímum,
þegar verið er að endurskoða
gömul sjónarmið, afstöðu og
þjóðatengsl.
Utanríkisstefna okkar hefur
verið sérstaklega staðföst. Sjálf-
ir höfum við ekki löngun til land
vinninga neins staðar í he;min-
um, og við krefjumst þess. að
allar þjóðir virði landamæri ná-
grannaríkja sinna. Við leitumst
ekki eftir að arðræna neina þjóð.
Þvert á móti höfum við eftir
striðslok gefið öðrum þjóðum
meira en 100 billjónir dollara af
okkar þjóðarauði og verðmætum
-— framlag, sem ekki á sinn líka
í mannkynssögunni. Við reynum
ekki að kollvarpa, leyct eða
ljóst, lögmætri ríkisstjórn í neinu
landi, og við erum á moti öllum
tilraunum annarra til slíks. í
stuttu máh við leitum að heimi,
þar setn sérhvert ríki er frjálst
að því að þróast að eigin vild,
óáreitt af grannríkjum sinum og
laust við ótta af vopnaðri árás
voldugri þjóða.
Sérstakir hagsmunir.
Því miður er markmið komm-
únistarikjanna ekki hið sama og
okkar. Ég trúi því. að hinum nýju
leiðtogum Sovétrikjanna, eins og
íyrirrennurum þeirra, séu fylli-
lega Ijósar þær hættur, sem stafa
ítf allslherjar kjarnorkustyrjöld
og smærri styrjöldum, sem leitt
geta til kjarnorkustríðs. Ég er
einnig þeirrar skoðunar, að leið-
togar Rauða-Kína séu tregir til
að skora á hólm allan herstyrk
okkar með fullum þunga. En
bæði Sovétríkin og Rauða-Kína
halda áfram að styðja það sem
Krúsjeff kallaði vægum orðum
„þjóðfrelsisstríð“ eða „þjóðlegar
byltingar,“ sem við könnumst
við sem leynilega vopnum stutt
ofbeldi, uppreisnir og byltingar.
Við verðum að gera okkur þá
staðreynd ljósa, að kommúnistar
hafa mun sterkari aðstöðu í þess
um árekstrum en lýðræðisríkin.
Sú siðferðislega afstaða, sem ein
kennir gerðir okkar og athafnir,
er þeim ekki til neinnar hindr-
unar — pólitísk morð, rán,
íkveikjur, byltingar — allt eru
þetta meðul, sem þeir viður-
kenna til að ná tilgangi sínum.
Þeir eru fljótir til að misnota sér
hvern veikleika laga og réttar,
efnahagsvandræði og náttúruham
farir.
Við eigum enn mikið ógert í
því að hugsa upp og fullkomna
gagnráðstafanir við þessum að-
ferðum. Fyrir okkur er þetta
óhemju erfitt verk. Þetta er sú
tegund baráttu, sem heyja verð-
ur út í yztu æsar ekki aðeins af
hálfu stjórnarvalda, heldur með
beinni þátttöku alls almei'.nings.
Þetta er ekki eingöngu hernaðar-
legt vandamál. Þetta læsist í
gegn um svið sérhverrar mann-
legrar viðleitni og málefna, svið
stjórnmála, félagsmála, efnahags
mála og mannlegra hugsjóna.
Vegurinn fram undan mun reyn-
ast erfiður, og áfram mun verða
krafizt fórna af þjóð okkar, fjár-
magns verður krafizt og manns-
lífa. En þessari áskorun hljótum
við vissulega að mæfa. Ef okkur
mistekst að mæta henni hér og
nú, verðum við óhjákvæmilega
að mæta henni síðar, og þá jafn-
vel við enn óhagstæðari aðstæð-
Robert McNamara,
ur. Þetta er hrein reynsla sög-
unnar, og ef við forsmáum hana,
verður það okkur til tjóns ein-
göngu.
BRIDGE
BEYKJ AVIKURMOTINU í
bridge lauk sl. mið vikudagsk völd
og bar sveit Halls Símonarsonar
sigur úr býtum. Auk Halls eru í
sveitinni, Þórir Sigurðsson, Egg-
ert Benónýsson, Stefán J. Guð-
johnsen, Símon Símonarson og
Þorgeir Sigurðsson.
Úrslit í síðustu umferðinm
urðu þessi:
sveit Halls Símonars. vann sveit
Reimars Sigurðss. 139:52 6-0
sveit Róberts Sigrnundss. vann sv.
Gunnars Guðmundss. 69:58 5-1
sveit Ingibj. Halldórsd. vann sv.
Jóns Asbjörnssonar 101:65 6-0
sveit Jóns Stefánssonar vann sv.
Ólafs Þorsteinss. 95:86 4-2
Lokastaðan í meistaraflokki
varð þá þessi:
1. sveit Halls Símonars. 32 stig
2. — Gunnars Guðm. 27 —
3. — Jóns Stefánss. 26 —
4. — Róberts Sigm.s. 26 —■
•6. — Ólafs Þorsteinss. 22 —
6. — Ingibj. Halldórsd. 15 —■
7. — Jóns Ásbjörnss. 14 —
8. — Reimars Sigurðss. 6 —
Tvær neðstu sveitirnar flytjast
niður í 1. flokk.
f 1. flokki sigraði sveit Egg-
rúnar Arnórsdóttur, en úrslit 1'
síðustu umferðinni urðu þessi:
sveit Elínar Jónsd. vann sveit
Eggrúnar Arnórsd. 85:48 6-0
sveit Júlíönu ísebarn jafnt við
sv. Zóphaníasar Beneds. 91:88 3-3
sveit Jóns Magnúss. vann sv.
Dagbjarts Grímss. 112:54 6-0
sveit Sigurbj. Ásbjörnsd. vann
sv. Péturs Einarss. 69:52 5-1
Lokastaðan varð þá þessi:
1. sveit Eggr. Arnórsd. 30 stig
2. — Elínar Jónsd. 29 —
3. — Dagbj. Grímss. 28 —
4. — Jóns Magnúss. 27 —
5. — Júlíönu ísebarn 20 —
6. — Zoph. Beneds. 16 —.
7. — Péturs Einarss. 13 —
8. — Sigurbj. Ásbj.d. 5 —
Tvær efstu sveitirnar flytjast
upp' í meistaraflokk.
Barometerkeppni Revkjavíkur
mótsins fer fram n.k. sunnudag,
mánudag og þriðjudag. Hefst
keppnin kl. 1.30 á sunnudag og
eru spilarar hvattir til að niæta
að minnsta kosti 15 mínútum áð-
ur en keppni hefst.
Keppt er í tveimur flokkum,
meistaraflokki og 1. flokki og
eru 28 pör í hvorum flokki.
Keppnin fer fram í Tjarnarkaffi
Byrjað á æfinga-
skólabyggingu
Kennaraskólans
Verður 1000 barna skóli byggður
ÁPORM eru um að byrja á nýrri
æfingaskólabyg'gingu við Kenn-
araskóla Islands í vor, þ.e.a.s. að
byggja fyrsta stig fyrsta áfanga
byggingarinnar í sumar, en hún
er teiknuð þannig að skólahús-
ið er þrír samtengdir og eins
hlutar og hagkvæmt að reisa einn
í einu og nota sömu mótin. Æfing
arskólabyggingin á að standa
austan við Kennaraskólann nýja
og er tveggja hæða bygging. Er
gert ráð fyrir 8 kennslustofum í
fyrsta áfaniganum, sem byggður
yrði í sumar, og reynt að hafa
hann tilbúinn sem fyrst fyrir
kennslu næsta vetur. Teikningar
eru gerðar hjá Húsameistara rík-
isins.
Mbl. hafði samband við Guð-
mund í. Guðjónsson, yfirkennara
Æfinga- og tilraunaskólans, sem
staðfesti að undirbúningur væri
í gangi með það fyrir augum að
hægt verði að bjóða út byggingu
þessa fyrsta áfanga skólahússins
sem fyrst. Það væri mjög aðkall-
andi að fá þetta húsnæði. Nú fer
æfingakennslan fram í austur-
enda Kennaraskólahússins, kennt
er í 3 stofum fyrir hádegi og 4
eftir hádegi, en auk þess hefur
deildin aðstöðu vegna kennslu
yngri barna i ísaksskóla og eru
þar tveir æfingakennarar starf-
andi.
Æfinga- og tilraunaskólinn er
upphaflega ætlaður til æfinga-
kennslu og sem kennslufræðileg-
ur tilraunaskóli í sambandi við
sálfræði og uppeldisfræði. Enn
gegnir hann þó aðeins fyrra hlut-
verkinu, þ.e. að veita kennara-
efnum æfingu í kennslu.
Þegar æfingaskólinn nýi er upp
kominn er honum ætlað að vera
skóli fyrir visst hverfi og taka
börn af svæðinu í kring, sem tak-
markast af umferðaræðunum
Snorrabraut að vestan, Suður-
landsbraut að norðan, Miklu-
braut að sunnan og Kringlumýr-
arbraut að austan. Verður þetta
þá skóli fyrir 1000 börn á öllum
stigum skyldunámsins. Nú eru í
æfingaskólanum 153 börn af
eldri árgöngum, auk ungu barn-
anna í ísaksskóla.
Reykjavíkurmeistarar í bridge. Fremri roð frá vinstri: Þórir Sig
urðsson, Hallur Símonarson og Símon Símonarson. Aftari röð:
Eggert Benónísson, Þorgeir Sigur ð'sson og Steián Guðjohnsen.
BSaðberi tapar
nýju reiðhjéli
E I N N af blaðberum Morgun-
blaðsins, drengur, sem heihia á
að Skeiðarvogi 103, hefur síðast-
liðinn hálfan mánuð haldið uppi
árangurslausri leit að reiðhjól-
inu sínu. Að kvöldi föstudagsins
19 febrúar sl. hafði hann farið í
leikfimitíma að Hálogalands-
íþróttahúsi, á hjólinu sínu. Var
það alveg nýtt DBS-hjói, brúnt
og hvítt, með ljósaútbúnaði. —
Þegar hann ætlaði að sækja hjól
ið var það horfið. Drengurinn
hefur leitað þess síðan en ár-
angurslaust, sem fyrr segir. —
Reiðhjólið notaði hann m.a. við
blaðadreifinguna í Skeiðarvogs-
hverfi.
Þeim, sem getur upplýst hvar
hjólið er nú niðurkomið, heitir
drengurinn fundarlaunum, en
hann á sem fyrr segir heima að
Skeiðarvogi 103.