Morgunblaðið - 06.03.1965, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
f
Laugardagtir 6. marz 1965
WÆWHESm
Hepariítið fótk fái ökuréttind
f GÆR var skýrt frá umræðum
um frumvarp um ný læknaskip-
unarlög, sem fram fóru í fyrra-
dagr. Hér á eftir verður greint
frá öðrum þingmálum, sem voru
á dagskrá Alþingis þennan dag,
en ekki var unnt að segja frá
hér í blaðinu í gær. í báðum
deildum voru mörg mál á dag-
skrá. Þá fylgdi Jóhann Hafstein
dómsmálaráðherra úr hlaði frum
varpi um breytingu á umferðar-
lögum þess efnis, að heyrnarlítið
fólk öðlist heimild til þess að
aka bifreiðum og að tryggingar-
fjáirhæðir vegna bifreiða verði
hækkaðar. >á var frumvarp um
fjárhagslegan stuðning ríkisins
Við leiklistarstarfsemi áhuga
manna samþykkt sem lög.
NEÐRI DEILD
Lífeyrissjóður hjúkrunarfólks
Gunnar Thoroddsen fjármála-
ráðherra mælti fyrir frumvarpi
um lífeyrissjóð hjúkrunarfólks,
sem var til 1. umr. en Efri deild
hefur þegar fjaliað um frum-
varpið. Sagði
ráðherrann, að
stjórn lífeyris-
sjóðs hjúkrunar
kvenna hefði far
ið fram á það á
s.l. ári, að sam-
ið yrði frum-
varp að nýju
um iífeyrissjóð
hjúkrunar-
kvenna til sam-
raemis við gildandi lög um líf-
eyrissjóð starfsmanna ríkisins. Á
árinu 1963 voru sett ný lög um
lífeyrissjóð starfsmanna ríkis-
ins og voru gerðar á lögunum
margra mjög mikilvægar breyt-
ingar. Var Kr. Guðmundi Guð-
mundssyni tryggingafræðingi fal
ið að annast þessa endurskoðun
í samræmi við stjórn lífeyrissjóð
hjúkrunarkvenna og væri þetta
frumvarp árangur þessa starfs.
Væri frumvarpið samið til sam-
ræmingar við lög um lífeyrissjóð
starfsmanna ríkisins. í Efri deild
hefði niðurstaðan orðið sú að
heitinu yrði breytt og sjóðurinn
kallaður lífeyrissjóður hjúkrun-
arfólks. Kvaðst ráðherrann telja
það til bóta. Var frumv. vísað
til 2. umr. og fjárhagsnefndar.
Aðstoð við fatlaða.
Frumvarp um breytingu á lög-
um um áðstoð við fatlaða var
nú til 3. umr. og var samþykkt
og vísað að nýju til Efri deild-
ar, vegna breytingartillagna við
það, sem Efri deild hefur ekki
enn fjallað um.
Umferðarlög.
Jóhann Hafstein dómsmálaráð-
herra gerði grein fyrir frum-
varpi um breyt-
ingu á umferðar
lögum. Gat hann
þess í upphafi,
að sér hefði bor-
izt erindi frá
heyrnarleysingj
um, þar sem þess
var farið á leit,
að breytt yrði
umferðarlöggjöf
inni og þeim með því gefinn
kostur undir vissum kringum-
stæðum að geta fengið ökuskír-
teini og aka bíl eins og aðrir.
Skólastjóri Heyrnleysingjaskól-
ans hefði átt tal um þetta við
ráðherrann og kom þá í ljós, að
í nágrannalöndum okkar er lög-
gjöfin töluvert ö'ðruvísi að þessu
leyti heldur en hjá okkur og
reynsla annarra landa hefur sýnt
að slys við akstur hjá heyrnar-
lausu fólki er töluvert minna
heldur en almennt gengur og
gerist. >að er af þessu tilfel.li,
sem þetta frumvarp væri borið
fram.
Kvaðs ráðherrann hafa fengið
umsögn umferðarlaganefndar um
þetta mál, þar sem mælt var
algerlega með því, að þáð næði
fram að ganga. Nefndin hefði
hins vegar talið rétt, að taka með
í leiðinni einn þátt í hugsanleg-
um breytingum þessara laga í
sambandi við tryggingarnar, en
það væri í 2. gr. frumvarpsins,
sem fjallar um vátryggingarnar
og miðar áð því að breyta upp-
hæðunum en þar er sagt, að eig-
andi skráðs vélknúins ökutækis
sé skylt að kaupa í vátryggingar
félagi, sem viðurkennt er af
dómsmálaráðherra og halda við
vátryggingu fyrir ökutæki sitt,
sem nemur 500 þús. kr. fyrir
reiðhjól með hjálparvél, það var
áður 100 þús kr. 1 millj. fyrir
Gagnrýni á lækna-
deild Háskólans
I UMRÆÐUM á Alþingi í fyrra-
dag um hið nýja frumvarp til
læknaskipunarlaga gagnrýndi
Einar Olgeirsson (K) harkalega
læknadeild Háskólans. Sagðist
hann vilja benda
á, að í lækna-
deildinni ríkti
tremdarástand,
þar eð meira en
helmingui stúd-
enta þar væri
felldur við nám,
og stundum
hindraðir með
skammarlegum
hætti í að halda áfram námi.
>etta miðaði ekki að því að bæta
úr þeirri neyð, eins og ræðumað-
ur komst að orði, sem hér á landi
hefði skapazt, hvað snerti skort
á læknum. Kvaðst hann vilja
skora á heilbrigðismálaráðherra
að láta rannsaka alla stjórn
læknadeildarinnar.
Þá tók Einar Olgeirsson það
íram, að hann áliti rétt að taka
upp námslaunafyrirkomulag hér
við læknanám, því að námið væri
það langt og dýrt, að efnalitlir
stúdentar legðu ekki út í það
þrátt fyrir mikinn vilja og áhuga.
>á gagnrýndi hann einnig lækna-
námið sjálft hér við Háskólann.
Taldi hann það allt of bókstafa-
kennt og úr tengslum við lífið
sjálft.
Kristján Thorlacius (F) tók
einnig til máls í þessum umræð-
um. Kvaðst hann vilja fagna því,
að þetta frumvarp væri fram
komið og sagðist vona, að þær
úrbætur, sem frumvarpið hefði
að geyma, yrðu til þess að bæta
kjör lækna. >á kvaðst hann einn
ig vilja benda á það, að nauðsyn
væri á því að bæta kjör annarra
stétta meðal starfsmanna ríkisins,
ekki hvað sízt kjör hjúkrunar-
kvenna, en á þeim væri mikil
vöntun.
Var frumvarpið að lokum tek-
ið út af dagskrá og umræðum
um það frestað.
dráttarvél. >a’ð var 200 þús. kr.
og 1 millj. fyrir bifhjól sem var
200 þús. kr. og 2 millj. fyrir bif-
reið, sem hámarkið var 500 þús.
kr. í sambandi við þessar skyldu
tryggingar. >etta er vegna þess
að miðað við verðlagsþróunina
hjá okkur hefur gildi vátrygg-
ingarfjárihæða rýrnað svo mikið,
að skyldutryggingin er ekki tal-
in fullnægjandi, hvorki fyrir eig-
endur ökutækjanna né þá, sem
fyrir tjóninu ver’ða. Að mati um-
ferðarlaganefndar væru þetta
eðlilegar breytingar.
Ráðlherrann sagði, að þ'etta
mundi ekki hafa í för með sér
mjög veruiegar hækkanir á ið-
gjöldum en þær væru áætlaðar
um 10—14%. Sagði ráðlherrann
enn fremur, að ef menn yrðu á
anna'ð borð á eitt sáttir um að
breyta þessum upphæðum, þyrfti
þetta mál að ná fram að ganga,
þannig að það gæti orðið að lög-
um fyrir næsta tryggingartíma-
bil, sem hefst 1. maí.
Var frumvarpinu síðan vísað
til 2. umr. og allsherjarnefndar.
Miðhús í Gufudalshreppi.
Gunnar Gislason (S) mælti
fyrir nefndaráliti um frumvarp
um sölu eyðijarðarinnar Mið-
húsa í Gufudalsihreppi, og var
þar mælt með sölunni. Var frum-
varpið síðan sarrlþykkt til 3.
umræðu.
EFRI DEiLD
Búfjárrækt
Frumvarp um búfjárrækt var
til 3. umræ’ðu og var samþykkt
til Neðri deildar.
Leiklistarstarfsemi áhugamanna
>á var frumvarp um fjárhags-
legan stuðning við leilklistarstarf
semi áhugmanna samþykkt sem
lög frá Alþingi, en það var nú
til 3. og þar með síðustu um-
ræðu í Efri deild.
Einkasala ríkisins á tóbaki.
Frumvarp um bann við aug-
lýsingum á tóbaki, sem Magnús
Jónsson er flutningsmaður að var
nú til 3. umræðu og var sam-
þykkt til Neðri deildar.
Síldarverksmiðjur ríkisins
Jón Árnason (S) mælti fyrir
nefndaráliti sjávarútvegsnefndar
um breytingu á lögum um Síld-
arverksmið j ur
ríkisins, en það
frumvarp er til
staðfestingar á
bráðabirgðalög-
um, sem gefin
voru út í fyrra
.... .. ... sumar. Sagði Jón
,4 'WllUr Árnason, að
wlllk bráðabirgðalög-
in hefðu verið
sett samikv. óskum stjórnar Síld-
arverksmiðja ríkisins og LÍÚ.
Efni frumvarpsins væri í því
fólgið að afnema forgangsrétt
sam ningsbundinni viðskipta-
manna fyrir öðrum um móttöku
síldar. Samkv. lögum um Síldar-
verksmiðjur ríkisins frá 1938 hef-
ur alla tíð verið hafður á sá
háttur, að samningsbundin skip
hafa haft forgangsrétt til lönd-
unar í þeirri röð, sem þau koma
áð landi. Gegn þessum forréttind
um hafa svo þessir viðskipta-
menn Síldarverksmiðjanna orðið
að skuldibinda skip sín til þess
að leggja upp allan bræðsluafla
hjá verksmiðjunum. >etta á-
kvæði hefur oft komið sér illa
t.d. á meðan Síldarverksmiðjur
ríkisins höfðu engar verksmiðjur
austar en á Raufarlhöfn. >á urðu
þau skip, sem voru á veiðum fyrir
Austurlandi, að sigla með aflann
í sumum tilfellum alla Xeið til
Siglufjarðar, þar sem móttaka á
Raufarhöfn var af eðlilegum or-
sökum takmörkuð.
>etta hafði það í för með sér,
að skipin töfðust oft um langan
tíma frá veiðum, vegna þess að
það tók miklu lengri tíma að
koma aflanum að landi, þegar
þurfti að fara um svo langan veg
en það var óhjákvæmilegt vegna
þess, að þó að verksmiðjurými
og þróarpláss væri fyrir hendi á
Austurlandi, þá höfðu skipin ekki
leyfi til þess áð afsetja néitt af
aflanum í aðrar síldarverksmiðj-
ur og urðu því að leggja í sum-
um tilfellum í langar siglingar
til þess að afsetja aflann. >etta
ákvæði um forgangsréttinn var
líka komið á í sambandi við
þann rétt, sem viðskiptamena
verksmiðjanna öðlúðust í sam-
bandi við að leggja aflann sinn
upp til vinnslu og máttu þau
skip, sem voru þannig í samning
um við Síldarversmiðjurnar ekki
heldur Leggja aflann sinn upp
annars staðar.
Eins og frumvarpið bœri með
sér, þá er það, sem hér um ræðir
einungis í þá átt áð fella niður
þetta forganigsákvæði og ekki tal
ið nauðsynlégt að halda því leng-
ur. Nefndin var á einu máli um
að mæla með því, að frumvarpið
verði samþykkt óbreytt, eins og
það liggur fyrir.
Var frumvarpinu síðan vísa’ð
til 3. umræðu samhljóða.
Frá Búnaðarþingi í gær:
Þjóönýting Áburöar-
verksmiðjunnar
og aðstoð við dýralæScnishéruð
BúnaSarþing afgreiddi þrjú
mál í gær:
I fyrsta lagi var tekið fyrir
„Erindi Búnaðarsambands Suður
Þingeyinga varðandi þjóðnýtingu
Áburðarverksmiðjunnar h.f.“ og
eftirfarandi ályktun gerð um það
samhljóða, skv. tillögu allsherjar
nefndiar:
„Búnaðarþing mælir með því,
að Alþingi samþykkti „frumvarp
til laga um Áburðarverksmiðju
ríkisins" er nú liggur fyrir neðri
deild þess á þskj. 264“.
Eftirfarandi greinargerð fylgdi
úr allsherjarnefnd:
„Áburðarverksmiðjan h.f. er að
langmestu leyti reist fyrir fé, sem
ríkisvaldið hefur lagt fram úr
ríkissjóði eða útvegað að láni.
Verksmiðjan hefur nú einkasölu
aðstöðu um alla áburðarverzlun
í landinu. >að á jafnt við um
framleiðslu hennar sjálfrar sem
og sölu erlends áburðar, sem
fluttar eru til landsins. Bændur
kaupa meginhluta áburðarins og
leggja verksmiðjunni því til fé
í afskriftir og til endurnýjunar
á vélum og öðru. Bændur hafa á
undanförnum árum kvartað und-
an einhæfni áburðarframleiðsl-
unnar og kornasmæð áburðarins,
án þess að úr því hafi verið bætt
ennþá.
Nú er mikið rætt um stækkun
verksmiðjunnar, til þess að hún
geti mætt stóraukinni áburðar-
þörf landbúnaðarins og aukið
fjölbreytni framleiðslunnar. Eins
og alkunnugt er, hefur bænda-
stéttin engan íhlutunarrétt um
uppbyggingu eða rekstur hennar,
þó slíkt væri eðlilegt, vegna þess
að hún ætti fyrst og fremst að
vera þjónustufyrirtæki landbún-
aðarins. En mjög óeðlilegt er að
leggja í vald hlutafélags, sem
ekki hefur beinna hagsmuna að
gæta gagnvart landbúnaðinúm,
að ákveða gerð verksmiðjunnar
og hvaða tegund áburðar verður
framleidd og láta slíkt fyrirtæki
hafa einkasöluaðstöðu í þessari
g’rein. Allt annað væri, ef inn-
flutningur áburðar væri frjáls.
En með tilvísun til þess, sem
að framan segir um fjárstuðning
ríkisins við stofnun verksmiðj-
unnár, telur Búnaðahþing eðlileg
ast og réttast, að hún verði eign
ríkisins og lúti stjórn, sem er kos
in af Alþingi. >ess vegna mælir
þingið með samþykkt frumvarps
ins.
Gunnar Guðbjartsson,
Sveinn Jónsson,
Jón Gíslason,
Ingimundur Ásgeirsson.
Tveir nefndarmanna, þeir Bene
dikt H. Línlal og Sigurjón Sig-
urðsson voru fjarverandi við af-
greiðslu málsins“.
Þá var í öðru lagi samþykkt
samhljóða að mæla með frum-
varpi til laga um innflutning,
meðhöndlun, framræktun og
verzlun með sáðvörur með á-
kveðnum breytingum.
í þriðja lagi var samþybkt eftir
farandi ályktun um „Erindi Búi»
aðarsambands Suður-Þingeyinga
um ferðakostnað dýralækna og
erindi samia um aðstoð við dýra-
læknishéruð:
„1. Búnaðarþing telur að ennþá
sé langt í land að fullnægjandi
dýralæknisþjónusta sé fyrir
hendi í ýmsum byggðarlögum
landsins, enda þótt mikið hafi
áunnizt í þessu efni hin síðari
ár. Er hér einkum haft í huga,
að ekki hafa fengizt dýralæknar
í sum þau dýralæknaumdæmi,
sem stofnuð hafa verið, og í öðru
lagi þurfa mörg sveitarfélög að
leita til dýralæknis um langan
veg og verður því sú þjónusta
mjög kostnaðarsöm. i
Búnaðarþing telur sanngjarnt
og nauðsyniegt, að hið opinbera
komi þessum afskiptu byggðar-
lögum til hjálpar og felur stjórn
Búnaðarfélags íslands að leita til
yfirdýralæknis og landbúnaðar-
ráðuneytisins um úrræði til úr-
bóta.
2. Búnaðarþing telur, að lyfja-
kostnaður landbúnaðarins hafi
vaxið óeðlilega síðustu árin bæði
vegna hárra tolla og óbilgjarnrar
álagningar. Ennfremur hefur
lyfseðilsskylda margra algengra
dýralyfja skapað í ýmsum tilvik-
um margháttaða erfiðleika.
Búnaðarþing felur því stjórn
Búnaðarfélags íslands að ræða
þessi mál við ábyrga aðila eins
og tollayfirvöld, yfirdýralækni,
lyfjasölunefnd o.fl. og leita eftir
réttmætum lagfæringum.
Greinargerð:
Notkun búfjárlyfja fer nú r ;3
ári hverju ört vaxandi og er orð-
inn hár útgjaldaliður á hverjn
búi. Hefur þetta að sjálfsögðu
meðal annars áhrif til hækkunar
á búvöruverð. Tollur á búfjár-
lyfjum er nú 15—35% eftir teg-
undum lyfja, en var fyrir gildis-
töku tollskrár 1963 7—15%. Toll-
ur á baðlyfjum er nú 20%, en
vörumagnstollur og verðtollur
var áður samtals 4%. Á þetta
bætist svo allt að 300% álagning
lyfsala og auk þess lyfseðilsgjald.
Virðist þinginu full ástæða til
þess, að þessu máli sé gaumur
gefinn og stjórn Búnaðarfélaga
íslands vinni að því í samráði
við þá aðila, sem um getur I
ályktuninni að lækka tolla og á-
lagningu á þessum vörum. Má
t.d. á það benda sérstaklega, að
óeðlilegt er að leggja háan toll
á baðlyf, sem bændur eru lögura
samkvæmt skyldugir að nota“.