Morgunblaðið - 06.03.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.03.1965, Blaðsíða 5
kaugardagur 6. 'Jfiarz 1965 MORGUNBLAÐIÐ 5 FRÉTTIR Sunnudaginn þann 7. marz n.k. verður haldinn fundur í Ungnwnna- félaginu Víkverja. Fundurinn verður að Freyjugötu 27. og hefst kl. 3 eJk. Dagskrá fundarins: 1. Skýrt frá störfum félagsstjórnar. 2. Merki félagsins (till. Skúla Nor- dahl, ark. tekts). 3. Opnun skrifstofu. 4. Sýnd kvikmynd frá síðasta lands móti U.M.F.Í. að Laugum. 5. Kosning starfsnefndar. Breiðfirðingafélagið heldur félags- vist og dans í Breiðfirðingabúð mið- Vikudaginn 10. marz kl. 8:30. Góð ▼erðlaun. Allir velkomnir. Stjórnin. Reykvíkingar- Munið Góukaffið f Slysavarnarhúsinu á Grandagarði á tunnudag, sem hefst kl. 2. Hlaðborð. Félagskonur vinsamlegast minntar á nð gefa kökur. Sími 24720. Kvenna- deild Slysavarnarfélagsins í Reykja- Vík. Kvenfélag Grensássóknar heldur fund í Breiðagerðisskóla mánudaginn S. marz kl. 8:30. Surtseyjarkvikmynd verður sýnd. Konur fjölmennið. — Stjórnin. Hraunprýðiskonur, Hafnarfirði. Marzfun-durinn fellur niður sökum •nna við kvöldvökuna, sem verður •unnudaginn 14. þm. Næsti fundur er f apríl. Uangholtssöfnuður. Munið spila- kvöldið f Safnaðarheimilinu sunnu- daginn 7. þm. kl. 8:30. Vetrarstarfs- nefnd. Kvenfélag Bangholtssafnaðar. Fund- lir þriðjudaginn 9. þm. kl. 8:30 eJi. Fjölbreytt dagskrá f tilefni af af- mæli félagsins. Takið með ykkur gesti. Stjórnin. K.F.U.M. og K. í Hafnarfirði. Al- menn samkoma kl. 8:30 á sunnudags- kvöld. Gunnar Sigurjónsson cand. theol. talar. Æskulýðsfélag Bústaðasókna/r býð- lir foreXdrum félagsmanna og öðru •eskufóliki til samikomu í Réttarholts- •kóla sunnudaigskvöld kil. 8:30. Stjórm- in. S|álfstæðisikvonnafélagið HVÖT heldur aðalfund mánudaginn 8 marz i Sjálfstæðishúsinu kl. 8:30. Venju- ieg aðalfundarstörf, og ef tími vimnst til segir Auður Auðuns alþingismaður þingfréttir. Kaffidrykkja. Konur mæt tð stundvíslega. Stjórnin. Kvenfélag Ásprestakalls. Fundur verður haldinn í félaginu mánudags- kvöld 8. marz kl. 8:30 í Safnaðarheim- llinu Sólheimum 13. Venjuleg fundar- •törf. Frú Guðrún Erlendsdófctir lögfræð- ingur fíytur erindi. Karlakvartett ■yngur. Kaffidrykkja. Stjómin. Kvenfélags Fríkirkjueafnaðarins í Reykjavík heldur aðalifund sinn þriðju daginn 9, marz kl. 8:30 í Aðalstræti 12 uppi. Konur beðnar að fjölmenna. Kvenfélag Óháða safnaðarins. Aðal- fundur félagsins verður haldinn mánu daginn 8. marz kl. 8:30 í Kirkjubæ. Fjöimennið. Kvenfélag Neskirkju vill minna fé- lagskonur og aðra velunnara félags- ins, á bazarinn, sem verður 6. marz n.k. Nánar tilkynnt síðar. Kvenfélag Neskirkju heldur sinn árlega basar laugardaginn 6. marz kl. 3 í Félagsheimilinu. Gjöfum veitt móttaka fimmtudag kl. 3—6 og föstu dag frá kl. 3 í Félagsheimilinu. Basar nefndin. VÍ8UKORN ÚT . :iu>ik Illt er norðurs frera að fá ]>á ferðast ísinn vítt um sjá Lang-anesið teigir tá til að verja og ýta frá. Kristján Helgason. STEVE REEVES Um daginn birtist mynd frá nýrri rakarastofu í Skjólbraut 10 í Kópavogi, sem Jón Geir Árna- son rekur. Úr myndatextanum, 6em þá birtist féll niður, að hárskerinn var að klippa skóla pilt úr Kópavogi, sem heitir Þór- ir Örn Lindbergsson, og klipp- ingin var tízkuklipping karl manna, sem kölluð er Steve Beeves. Birtist hér aftur mynd af klippingunni. Skátaheitið „Eg lofa að gera skyldu mína við Gu'ð og ættjörðina, að hjápa öðrum að halda skátalögin.“ Skótadrengur, Vignir Jóhannsson fyrir framan Kjartan Sigurð- son, deildarforingja á Akranesi. Myndin var tekin við vígslu samkomusals skátaheimilisins á Akranesi. Skátar sýndu þai foreldrum skátastörf. (Ljósmynd: Þrá- inn Þorvaldsson). Spakmœli dagsins Svo oft getur maður endurtek ið lygina, að hann trúi henni sjálfur að síðustu. — St. St. Blicher Ur ríki náttúrunnsar Hæfileiki fugla til að rata hef- ur valdið undrun vísindarmanna í meira en heila öld. Nú þegar eru til margar skrifaðar og skjal- festar sannanir um hina furðu- legu hæfileika fuglanna. Þjóð- verjinn Werner Rúppel var í fremstu röð þeirra manna, sem rannsökuðu ferðir farfugla, hann komst að því, að starar, sem Stari (Stumus vulgaris) Haust og vetrargestur hér. teknir voru á hreiðrum sínum nálægt Berlín og fluttir til ým- issa staða og sfðan sleppt laus- um, rötuðu aftur til varpstöðv- anna, allt að 1250 mílna langa leið. Stormfuglinn frá Manx hef- ur þó valdið furðu vísindamanna með enn meiri afrekum. Einn slíkur fugl var handsamaður á vesturströnd Englands, þaðan ver hann fluttur í flugvél til Boston og sleppt þar. Tólf dögurn ssinna var hann aftur kominn á hreið- ur sitt í Vestur-Englandi. Hann hafði flogi'ð 3067 milur yfir Norð- ur-Atlantshafið. GAMALT oi! gott Tíkur tvær um eitt bein og pikur tvær um einn svein verða sjaldan samlyndar í þeirri grein. Gjafa- hluta- bréf Ilallgrímskirkju • - fást hjá prestum ■ landsins Og í Reykjavík hjá: Békaverzlun Sigf. Eymundsson ar Bókabúð Braga Brynjólfsson- ar Samvinnubankanum, Banka- stræti Húsvörðum KFUM og K og hjá Kirkjuverði og kirkju- smiðum HALLGRÍMSKIRKJU á Skólavörðuhæð. Gjafir til kirkj unnar eru dregnar frá tekjum við framtöl til skatts. Stakur strengur Um það, sem kemur, ófætt er, svo oft er spurt. Menn dvelja hér um hverful ár, og hverfa burt, Hvað verður, þegar visnar deyr, hin veika jurt? Hver stund er hröð, og skín svo skammt, í skuggsjá hljóms. Því varir æskan augnablik, sem ilmur blóms. Og hjartað verður brunnin borg, sem biður dóms. Hið liðna er farið, aldrei eins, það aftur snýr. Því reikar hugur, ráð vort alt, er reynsla dýr. f eigin barmi, góði Guð, vor gæfa býr. Kjartan Ólafsson Smóvarningur Jarðolía ex nær eingöngu sam bland af föstum, fljótandi og loft kendum kolvetnum. Hún finnst í jörðu víða um heim, og eru efni, sem úr henni eru unnin, notuð, sem aflgjafi véla og farartækja. Húsnæði óskast fyrir tannlæknastofu. Uppl. í simum 12236 og 17113. Kjallarapláss í Hátúni 6, 50 ferm., ein- angrað, málað og upphitað með laugarvatni, fæst leigt til iðnaðar eða geymslu. — Uppl. í síma 17866. Vil kaupa Volkswagen bifreið. Eldri árgerð en 1960 kemur ekki til greina. Uppl. í sima 13972. Bfll til sölu Opel Reckord 1056 1 gótfn standi til sölu. UppL i sima 35768. Hitablásari Nýr hitablásari til sölu, einnig lítið eitt af móta- timbri. Uppl. í síma 18878. Til sölu vel með faxinn Fiat Station 1100, árgerð 1957. Til sýnis kl. 20—21 e.h. Upplýsingar í síma 36098. PRENTNEMAR — PRENTNEMAR Stjórnmála- og stjórnunarnámskeið INSÍ og Félagsmálastofnunarinnar hefst á morgun, sunnud. A þessum námskeiðum er veitt, í fyrsta sinn, algjör- lega hlutlaus kennsla og upplýsingar um stjórnmála stefnur íslenzku stjórnmálaflokkanna, svo og um öll atriði íslenzks stjórnarfars. Þeir prentnemar, sem áhuga hafa á þessu, geta látið innrita sig á skrifstofu félagsins, Hverfisgötu 21, í dag frá kl. 1—6. — Þátttökugjald er kr. 150,00 en þeir prentnemar, sem láta innrita sig á námskeið in, á skrifstofu félagsins, fá kr. 50,00 afslátt af því gjaldi. — Prentnemar eru hvattir til þess að nota þetta einstæða tækifæri. STJÓRNIN. ■öí /Vkureyringar - Akureyringar Herranótt 1965 sýnir GRÍMUDANS eftir L. Holberg í samkomu- húsinu í dag kl. 4 og 20:30. Aðgöngumiðasala í dag frá kl. 2. Leiknefnd. uorur Karftöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó — Ommilettur. Steinnes, Melabraut Afgreiðslustarf Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í snyrtivöruverzl un í Miðbænum. Málakunnátta nauðsynleg. Tilboð með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 10. marz, merkt: „Áhugasöm - 9915“ IMauðungaruppboð sem auglýst var í 107., 109. og 111. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1964 á hluta í húseigninni nr. 10 við Hagamel, hér í borg, þingl. eign Lárusar G. Lúðvígssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 9.' marz 1965, kl. 3:30 e.h. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. IMauðungaruppboð sem auglýst var í 116., 118. og 121. tbl. Lögbrtingablaðs- ins 1964 á hluta í húseigninni nr. 7 við Hólmgarð, hér í borg, talinn eign Hrefnu Svövu Þorsteinsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eign- inni sjálfri miðvikudaginn 10. marz 1965 kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.