Morgunblaðið - 18.03.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.03.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 18. marz 1963 Rikisábyrgðir lækkandi Halldór E. Sigurðsson þakkaði ráðherranum svör hans og sagði það gleðilegt, að í rétta átt stefndi með rikisábyrgðir, enda þótt hann áliti þær enn uggvæn- lega háar. * A Nær engar einfaldar ríkisábyrgðir fallið á ríkissjóð á 3!4 ári Á FUNDI Sameinaðst þings í gær svaraði Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra fyrirspurn frá Halldóri E. Sigurðssyni og Helga Bergs um ríkisábyrgðir. í svar- ræðu ráðherrans kom það m. a. fram, að frá því á árinu 1961, er sett voru lög um ríkisábyrgðir og til síðustu áramóta þ. e. á 3V£ ári hafa svo að segja engar einfaldar ábyrgðir fallið á ríkis- sjóð eða ríkisábyrgðasjóð eða ekki nema 1 millj. og 700 þús. kr. alls. Vanskilin vegna áfallinna ríkisábyrgða, sem veittar höfðu verið, áður en framangreind lög nm ríkisábyrgðir voru sett, náðu hins vegar hámarki árið 1962 og nrðu þá 129.4 millj. kr. Árið 1963 var upphæðin lægri eða 107.7 millj. kr. og á s.l. ári lækka& hún enn og var þá 101.3 millj. kró Sýnir þetta, að í stað þess að fram að árinu 1963 fóru áfalln ar ríkisábyrgðir hækkandi, fara þær nú lækkandi ár frá ári. f upphafi ræðu sinnar benti ráðherrann á það, að skýrslur um ríkisábyrgðir hefðu undan- farin ár verið lagðar fram fyrr en áður hefði tíðkast. Vék hann síðan að fyrirspurnun- um og gat þess að þar væri spurt um það, hve mikið ríkis- ábyrgðasjóður hafi greitt vegna ríkisábyrgða á árinu 1964 og væri auðvelt að svara því með heildartölu í stuttu máli. Spurt væri fyrir hverja og hve mikið fyrir hvern aðila. Ráð- herrann kvaðst ætla, að hér væri um að ræða a.m.k. 200 aðila og þá álíka margar greiðslur. I öðr- um lið væri spurt um, hvaða ein- staklingar og fyrirtæki skuldi ríkisábyrgðasjóði í árslok 1964 og hver væri skuld hvers um sig. Sagðist ráðherrann ætla, að það væru a. m. k. 200 aðilar, sem þar væri um að ræða. Þá skýrði ráðherrann frá því, að hann hefði látið útbúa lista, sem hann hefði látið útbýta á meðal þingmanna með öllum upp lýsingum um framangreind atriði, með því að ekki væri hægt að svara þessum fyrirspurnum í stuttu máli eins og þingsköp ætluðust til. Þessi listi eða yfir- lit væri í tveimur meginköflum, annars vegar um vanskil á ábyrgðarlánum 1964 en hins veg- ar um vanskil á endurlánum rík- issjóðs 1964, þ.e.a.s. þeim lánum, sem ríkissjóður er sjálfur lán- takandi að, en hefur svo endur- lánað ýmsum aðilum. Ráðherrann gat þess, í sam- bandi við afskriftir og eftirgjöf á skuldum, að samkv. ríkis- ábyrgðalögunum má engin van- skil gefa eftir nema með einróma samþykki fjárveitinganefndar. Að visu leggur það i hlutarins eðli, að ef fyrirtæki, sem lent hefur í vanskilum, verður t. d. gjaldþrota og það er sannreynt með gjaldþrotaskiptum, að ekki sé hægt að fá skuldirnar greidd, ar, leiðir það af lögum og eðli máls, að slík skuld afskrifast þá af sjálfu sér. Ráðherrann minntist síðan á það, að á árunum 1961 og 1962 voru gerðar ýmsar ráðstafanir til þess að reyna að koma ríkis- ábyrgðum í betra horf heldur en áður. Tilgangurinn var sá, að betur yrðu skoðaðir málavextir, áður en ríkisábyrgðir yrðu veitt ar og að haft yrði sem bezt eftir- lit með skilvisri greiðslu aðila á þeim lánum, sem ríkissjóður væri í ábyrgð fyrir. Gerði ráð- herrann síðan frekari grein fyrir þessum málum og sagði, að um margra ára skeið fóru greiðslur ríkissjóðs og kostnaður vegna áfallinna ríkisábyrgða sívaxandi ár frá ári. Og þessar greiðslur náðu hámarki á árinu 1962, urðu þá mjög háar eða 129.4 millj. kr. Á árinu 1961 höfðu verið sett lög um ríkisábyrgðir, sem höfðu það markmið að koma fastari skipan á þessi mál. Meðal annarra ný- mæla í þeim lögum var það, að almenna reglan skyldi verða sú, að þegar ríkissjóður veitti ábyrgð ir, skyldi það vera einföld ábyrgð en ekki sjálfsskuldarábyrgð, sem merkir það, að ef lántakandi stendur ekki í skilum, verði lán- veitandi fyrst að reyna til þraut- ar að fá greiðslu frá honum, áður en hann snýr sér til ríkissjóðs í staðinn fyrir að áður hafði meg- inreglan undantekningarlítið ver ið sú, að ábyrgð ríkissjóðs var sjálfsskuldarábyrgð, þannig að þegar ekki var staðið í skil- um, gat lánveitandi, jafn- vel án þess að gera til- raun til innheimtu hjá skuld- aranum farið beint í ríkissjóð og sótt greiðsluna þangað. Því var spáð þá af þeim, sem að þessu stjómarfrumvarpi stóðu, að þetta mundi með tíð og tíma verða þýð ingarmikil breyting og reynslan hefur þegar skorið úr um það. Það eru nú komin 314 ár frá því að þessi lög tóku gildi á miðju ári 1961 og til síðustu áramóta og á þessum 314 ári hafa, þó að ábyrgðir eða greiðslur ríkissjóðs eða kostnaður vegna áfallinna ábyrgða hafi verið yfir 100 millj. Frumvarp um Myndlista- og Handíðaskóla íslands Útbýtt var í gær stjórnarfrum- varpi um Myndlista- og Handíða skóla íslands. í frumvarpinu segir m.a., að tilgangur skólans sé: 1) að veita kennslu og þjálf- un í myndlistum, 2) listi'ðnum og 3) búa nemendur undir kennara störf í vefnaði, teiknun og öðrum greinum myndrænna lista, sem kenndar eru í skólum landsins. í skólum verði þessar deildir: 1) Myndlistadeild, en til henn- ar teljast forskóli og námsflokkar til framhaldsnáms í þessum greinum: frjálsri myndlist, rít- list, mótlist og veggmyndalist. Ennfremur námsflokkar til und- irbúnings að námi í tæknifræð- um og húsgerðarlist. 2) Kennaradeild, er greinist í teiknikennaradeild og vefnaðar- kennaradeild. 3) Listiðnadeild. 4) Námskeið. Frumvarpið er samið af þeim Kurt Zier, skólastjóra Handíða- og myndlistaskólans. bæði árin 1962, 1963 og 1964, hafa svo að segja engar einfald- ar ábyrgðir fallið á ríkissjóð eða ríkisábyrgðasjóð, jvrð eru samtals 1 millj. 700 þús. kr., sem orðið hefur að greiða vegna einfaldra ábyrgða á þessu 314 ári og þeg- ar miðað er við heildargreiðslurn ar má sjá, hversu þetta er hverf- andj lítill hluti og þó er rétt .að hafa í huga, að af þessari 1 millj. 700 þús. eru um 744 þús. vegna rafvæðingarinnar eða vegna naf- orkusjóðs og 925 þús. vegna fisk- vinnslustöðvar, sem varð gjald- þrota, þannig að reynslan hefur þegar skorið úr um, að þetta var rétt leið. Ráðherrann sagðist nefna þetta eina dæmi af mörgum öðrum ný mælum ríkisábyrgðalaganna vegna þess að hér hefur tíminn skorið svo glöggt úr. Árið eftir 1962 voru svo sett lög um ríkis- ábyrgðasjóð, sem losuðu þessi mál úr tengslum við sjálfan ríkis sjóðinn og stjórn Seðlabankans falin yfirstjórn og umsjá ríkis- ábyrgðarsjóðs og hefur verið unn ið að mikilli samvizkusemi ig fyrirhyggju að þeim málum og afleiðingarnar af þessu eru þegar komnar í ljós. Árið 1962, þ.e.a.s. árið eftir að fyrri lög um ríkis- ábyrgðir voru sett, náðu ríkis- ábyrgðirnar þ.e.a.s. vanskilin vegna rikisábyrgða hámarki, urðu 129,4 millj. kr. Árið eftir, 1963, varð upphæðin lægri, 107,7 millj. og á s.l. ári, 1964, lækkaði hún enn, varð 101,3 millj. kr, — Vissulega eru þetta geysilega há- ar upphæðir og allt of háar, en það sýnir þó, að þssi starfsemi miðar í rétta átt og í stað þess að fram að árinu 1963 fóru þess- ar ábyrgðir síhækkandi ár frá ári, hefur þessi tvennskonar lög- gjöf og sú starfsemi, sem höfð hefur- verið með höndum í fram- haldj af henni þegar borið nokk- urn ávöxt, og við væntum þess að þessar tölur hinna þriggja síð ustu ára sýni vissa þróun, þann ig, að við skulum vona það í lengstu lög, að hún haldi áfram, svo að kostnaður ríkissjóðs vagna vanskila fyrir ríkisábyrgðir eða endurlán fari minnkandi. I STUTTÖ MALI Skúli Guðmundsson (F) mælti í igær fyrir þingsályktunartillögu um raforkumál. Eggert Þorsteinsson_ (Alþfl.) mælti fyrir þingsályktunartillögu um tækniaðstoð við nýjungar í vinnslu og veiði sjávarafla. Hannibal Valdimarsson (Alþbl.) mælti fyrir þingsályktunartillögu um útfærslu fiskveiðilandhelg- innar fyrir Vestfjörðum. Fræðslunám- skeið kvenna í Valhöll NÆSTI fundur á fræðslunám- skeiði kvenna verður haldinn í Valhöll í kvöld, fimmtudags- kvöld kl. 8,30. Magnús Jónsson, alþingismaður, flytur fyrirlest- ur um ræðu- mennsku. Að fyrirlestrinum loknum verður málfundur. Leið beinandi frú Ragnhildur Helga- dóttir. Þátttakendur eru beðnir að mæta vel og stundvíslega. Ilalldór Gröndal Halldór Gröndal forstjóri lceland Food Center Nýr veitingamaður hefur enn ekki verið ráðinn fyrir Naust í VIÐTALI við Morgunblaðið i gær skýrði Halldór Gröndal, veit ingamaður í Nausti, frá því, að hann hefði verið ráðinn forstjóri Matvælastöðvarinnar h.f., eða Iceland Food Center, sem á að selja og kynna íslenzkar fram- leiðsluvörur í London, einkum þó landbúnaðarvörur. Halldór sagði, að fyrirtækið hefði augastað á húsnæði í Low- er Regent Street og myndi hann og Jón Haraldsson, arkitekt, sem á að annast innréttingar, fara n.k. þriðjudag til London til að kynna sér þetta húsnæði og að- stæður. Jón teiknaði innrétting- ar fyrir lcecraft í New York. Halidór sagði, að ætlunin væri að reyna að opna Iceland Food Center í haust, en þar yrði veit- ingastofa, sem ætti að kynna og selja mat úr íslenzku hráefni, auk þess sem fólk gæti tekið matinn með sér, þá yrði þarna lítil sölubúð, þar sem íslenzkar framleiðsluvörur yrðu seldar og kynntar. Ætlunin væri sem sé, að þarna yrði nokkurs konar upp lýsingamiðstöð fyrir ísland og íslenzkar framleiðsluvörur. Halldór sagði, að enn væri óráðið hver tæki við starfi hans í Nausti, en því yrði væntanlega ráðstafað innan tíðar. Hann sagðist líta björtum aug- um á hið nýja starf sitt og væri mjög freistandi að fást við það verkefni að reyna að selja og kynna íslenzkar afurðir. Ýmsar aðrar þjóðir hefðu kom- ið sér upp slíkum miðstöðvum í London og víða um heim, sagði hann, m. a. Norðmenn, sem hefðu boðizt til að aðstoða ís- lendinga í sambandi við þetta nýja fyrirtæki. Halldór Gröndal kvaðst mundu hafa fjölskyldu sína með sér til Englands og myndi hún flytjast þangað síðari hluta sumars. 300-400 manns við vöru- afgreiðsluna í MORGUNBLAÐINU í gær var viðtal við Sigurlaug Þorkelsson, fulltrúa hjá Eimskip, um vöru- afgreiðslu félagsins. Sagði hann þar m. a., að 690—700 manna ynnu við vöruafgreiðsluna þegar mestar annir væru. Sigurlaugur hefur beðið blaðið geta þess, að þetta væru ekki réttar upplýsingar. Allt starfs- fólk E. f. væri liðlega 700 manns, en um 300—400 manns ynnu a3 staðaldri við vöruafgreiðsluna. Þrjú nöfn féllu niður í FRÁSÖGN blaðsins í gær af aðalfundi Hvatar féllu niður nöfn þriggja stjórnarmeðlima. Auk þeirra, sem frá er skýrt í blað- inu voru kosnar í stjórn félags- ins: Ragnhildur Helgadóttir, Sig- ríður Björnsdóttir og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir. — Afvopnunar- ráðstefnan Framhald af bls. 1 jarðar. 9. Griðasáttmáli milli NATO og Varsjárbandalagsins. 10. Ráðstafanir til að hindra skyndiárásir. 11. Fækkað verði 1 herjum austurs og vesturs. Fregnir herma að Stewart hafi beðið Gromyko um að tiltaka hvaða dag hann óskaði eftir að Genfarráðstefnan kæmi saman, en hún hefur ekki setið á funduin síðan í september í fyrra. Gromy ko lét í ljós vantrú sína á starfi ráðstefnunnar sem slíkrar, en sagði að það væri áigætt ef samn- ingaviðræður héldu áfram, og hann væri í meginatriðum sam- þykkur því að svo yrði. Sovézki utanríkisráðherrann gagnrýndi tillögur Breta um kjarnorkuvopnaflota á Atlants- hafi. Stewart lagði áherzlu á að þær áætlanir myndu ekki hafa í för með sér frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna, og benti á að I tillögunum væri ráð fyrir þvi gert að lönd, sem ekki ættu kjarn orkuvopn, geti ekki fengið þau. Varðandi SÞ laigði Gromyko áherzlu á að Sovétríkin krefðust þess að öll ríki innan SÞ héldu sáttmála samtakanna, og að að- eins Öryggisráðið geti tekið á- kvarðanir um fjárveitingar til friðargæzlu. Gromyko undirstrikaði einnig að tilboð Sovétstjórnarinnar um að leggja fé af mörkum í sérstak an sjóð til þess að standa straum af kostnaði við friðargæzlu i framtíðinni, stæði enn opið, Um Þýzkalandsmálin sagði Gromyko að Sovétstjórnin liti svo á að tvenns konar þjóðfélaga — og efnahagsskipulag ríktu i Austur- og Vestur-Þýzkalandi og að kjarnorkufloti NATO gæti orðið til þess að breikka bilið milli landshlutanna enn meir. Stewart svaraði að auðvelt væri að leysa Þýzkalandsvandamálið með því að leyfa frjálsar kosn- ingar og sameiningu landsins á ný. Áherzla er á það lögð í London að vinsamlegt andrúmsloft hafi ríkt á fundum utanríkisráðherr- anna. Gromyko lét túlka sína víkja, og mælti sjálfur á ensku allan tímann. Viet Nam, sem utanríkisráð- herrana greindi mjög á um á fundi sínum í gær, var ekki til umræðu í daig. Gromyko mun á morgun, fimmtudag, heimsækja Harold Wilson, forsætisráðherra í Down- ing Street 10, en á laugardag lýkur hinni opinberu heimssókn sovézka utanríkisráðherrans tii Bretlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.