Morgunblaðið - 18.03.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.03.1965, Blaðsíða 24
24 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 18. marz 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ En svo hinsvegar: kæmi þessi svipur á karlmann, þó aldrei nema hann langaði að hlusta á útvarp? Hún neyddi sig til að athuga eldhúsið betur og lét Ijós ið skína fyrst á þennan vegg og síðan á hinn. Þetta var hvorki betra né verra en hún hafði búizt við. Vaskurinn var beyglaður og gasofninn dálítið ryðgaður. Dauf ur gasþefur gaf til kynna ein- hvern ólæknandi leka einhvers- staðar á samskeytum. Þegar hún leit inn í baðherberg ið, sá hún, að þar var allt úr sér gengið og- dældað. Henni datt í hug, að sjálfur Methúsalem hefði vel gert að nota þetta baðker. Að minnsta kosti var það nægilega gamalt til þess, en hann hefði nú samt þurft að teygja skeggið út úr klefanum, til þess að koma því fyrir, meðan hann var að þvo sér, því að klefinn var allt of lít ill fyrir alskeggjaðan mann að snúa sér við í. Hún bjóst við að vegna þess að þarna var enginn gluggi, þá ætti niðurfallspipan líklega að duga til að veita hreinu lofti í klefann. Þó var sá kostur á þessu öllu, að leigan gat aldrei orðið mjög há. Það gæti hún ekki orðið fyr ir svona íbúð. Örlítil forstofa, baðklefi til hægri, eldhús beint fram undan og setustofa til vinstri og svo varð að ganga gegn um hana til þess að komast inn í svefnherbergið. Öll íbúðin var að flatarmáli á við sæmilega stóra stofu. Hún fann, að í öllum þessum kompum var sami þefurinn. Það var blanda af þrálátum gasþef, óþef af gömlum veggjum og ryk ugu kalki og gegn um þetta allt smaug svo súr sorpþefur — sem kom upp um sorprennuna. Hún tók að raula fyrir munni sér, án þess að vita af því sjálf. Þetta var gömul vísa, sem amma henn ar hafði jafnan haft á hraðbergi: „Engin hvíld fyrir syndara eins og mig — eins og mig — eins og mig“. Það var sungið með þess ari skemmtilegu endurtekningu: „Eins og mig — eins og mig“. Og raulið hjá henni færðist í auk- ana, þar sem hún stóð þarna og hugsaði um íbúðina. Það heyrðist eitthvað hálfkæft hljóð frá húsverðinum inni í stof unni. Henni varð svo hverft við, að hún var nærri búin að missa vasaljósið. — Hvað var þetta? spurði hún hvasst, upp úr hugsun um sínum. Guð minn góður, hugs aði hún, ef ég hefði nú misst það niður og staðið svo alein í myrkr inu, og hann hefði svo slökkt sitt ljós. Ef hann hefði nú farið að færa sig nær mér smátt og smátt í myrkrinu. Og ég hefði bara heyrt fótatakið hans án þess að geta séð hann, en getað heyrt hann nálgaðist mig, þangað til ég hefði rétt út hendurnar til þess að ýta honum frá mér og þá . . . og þá hefðu hendurnar á mér fundið hann beint fyrir framan mig . . . Við þessa hugsun herti hún takið á vasaljósinu og langi geislinn frá því fór að titra og dansaði yfir veggina, svo að skuggarnir fóru á kreik — skugg inn af ljósastæðinu í loftinu, skugginn af beðkerinu, jafnvel skugginn af sjálfum dyrunum — iðandi fram og aftur. — Ég var bara að ræskja mig, sagði húsvörðurinn. Röddin var kæfð og óeðlileg, rétt eins og and ardrátturinn væri í einhverju ólagi. Hún gekk fram í ganginn, án þess að líta á hann, opnaði dyrn ar að íbúðinni, steig yfir þrösk- uldinn, og enn án þess að líta á hann, og sagði: — Ég er búin að skoða þetta. Hann kom fram og aflæsti. Hann sneri að henni baki, svo að hún hefði ekki getað séð á honum svipinn jafnvel þótt hún hefði reynt.. Skráin læstist hljóð laust og mjúklega. Hún stóð þarna hreifingarlaus, og beið þess, að hann legði af stað á undan henni niður stigann, hugs andi með sjálfri sér: Aldrei skal ég láta hann ganga niður þennan stiga á eftir mér. Þegar hann hreyfði sig ekki, sagði hún: — Þér gangið á undan. Þá hreyfði hann vasaljósið, til bendingar um, að hún færi á und an, en hún hristi höfuðið einbeitt lega. — Ætlið þér að taka það? spurði hann. — Ég veit ekki. Ég ætla að hugsa um það á leiðinni niður. Þegar hann loksins dragnaðist af stað niður stigann, fannst henni hún hafa staðið þarna við hliðina á honum vikum og mán- uðum saman og hann hefði verið að reyna að láta hana fara á undan sér. Hún elti hann og hugsaði með sér: Það var nú ekki eintóm ímyndun, þegar ég fékk þessa tilfinningu við að sjá hann standa þarna inni í stofunni — því að annars hefði hann ekki þurft alla þessa romsu um að ég færi á undan honum? Þetta var eins og í danskennslu: þú fyrst . . . nei . . . þú fyrst . . . þú sérð, að þú spillir dansinum, en ég vil ekki ganga fyrst . . . það spillir Hún varð þess vör, að þau höfðu verið miklu fljótari upp stigann en niður. Átti hún að taka íbúðina? Hún yrði eftir út1 liti að dæma ekki of dýr, svo að með varkárni mundu þau Bub geta komizt af — mikilli var- kárni. Hvít málning gæti lagað hana mikið til — að minnsta ! kosti yrði hún þá ekki jafn skuggaleg og hún var nú. En svo hugsaði hún: Nei, mörg lög af málningu geta ekki j komið þessari íbúð í lag. Þarna | yrði alltaf sami óþefurinn og | fingraför og gamlir blettir! myndu alltaf sjást gegn um I hana. Og það mundi ekkert duga að skúra þá. Og svo voru þessir dimmu, þröngu gangar og löngu stigar að ógleymdum húsverðin um og þessum kvenmanni á fyrstu hæð. Hinn kosturinn var að halda áfram að búa hjá pabba. Og Lil. Bub mundi komast upp á að drekka gin og læra að reykja og ýmsan fróðleik mundi hann kom ast yfir í sambúðinni við Lil — ýmislegt, sem hún mundi hafa gaman af kenna honum. Átta ára gamall gæti Bub fengið fjöl- breytta menntun hjá Lil, sem var heima allan daginn, hvort sem var, en Bub kom heim úr skólanum klukkan rúmlega þrjú. Annaðhvort væri henni að láta barnið sitt fá þessa geðslegu menntun hjá feitu dræsunni og horfa upp á það, eða þá að taka þessa íbúð. Þessi hávaxni herra, sem hér er húsvörður, á að leigja út herbergi, kynda upp miðstöð- ina og hreinsa gangana, en þá er líka hans hlutverk upptalið. Ef hann reyndir að gerast nær- göngull við kvenleigjendur, þá erum við að minnsta kosti í New York borg á árinu 1944, og enn er ekki farið að spretta gras á göt unum þar og lögreglan er enn í gangi. MaðUr getur alltaf æpt upp, ef herrann ætlar að verða nærgöngull og þá kemur lögreglu þjónn til að bjarga manni . . . Hvað snertir konuna með högg ormsaugun, þá ætla ég að leigja íbúðina á efstu hæðinni og það stendur hvergi, að hún sé neitt fylgifé með þeirri íbúð, — annars væri það fram tekið í upphafi: Þrjú herbergi og slöngutemjara fyrir leigjanda. Ekkert aukalega fyrir slöngutemjarann. Þar sem ekkert var fram um þetta tekið, þá leiddi það af sjálfu sér, að ef slöngutemjarinn reyndi að flytja inn á mann, gat maður gert sínar ráðstafanir. Hvað sem það nú þýddi. Hælaháu skórnir hennar gerðu smelli þegar hún gekk niður stig ann, og hún hugsaði: Já, taktu svona skref. Jú, það var nú lítið gagn í að vera að reyna að oiekkja sjálfan sig meo xæru- leysi — hún losnaði samt ekki við þessa ósjálfráðu hræðslu, sem hún fann til þegar hún sá hús- vörðinn. Amma gamla hefði sagt: „O, þetta er ekkert nema illsk an, barnið gott. Sumt fólk er svo yfirfullt af henni, að maður finn ur hana koma smitandi út úr bjórnum á því“. Ekki trúði hún þessu nema laust, en samt var það svo, að þegar hún horfði á þennan langa, renglulega mann ganga niður síð asta stigann á undan henni, bjóst hún hálft í hvoru við að sjá horn vaxa út úr hausnum á honum, og hún hefði ekkert orðið hissa þótt hún hefði séð, í stað grófu skónna sem hann var í, klauf á annarri löppinni, sem iðaði og stökk, þegar hann gekk niður stigann. Úti fyrir dyrunum að sinni eig in íbúð sneri hann sér við og leit á hana. — Hvað er leigan? spurði hún og leit ekki á hann heldur fram hjá honum og á merkið 1A, sem var málað á hurðina á íbúðinni hans. Gylltu stafirnir voru allir með sprungum og henni datt í hug, að eftir nokkur ár yrðu þeir — Eg fann pípu rr.mnsins yðar — hún var í herberginu minu. ekki greindir á hurðinni, sem var dökkbrún. Hún fór að vona, að leigan yrði svo há, að það kæmi ekki til mála að taka íbúðina. — Tuttugu og níu og fimmtíu. Hann vill láta mig taka hana, hugsaði hún. Hann þráir það svo að hann er alveg að springa. Hún þurfti ekki að líta á hann til þess að verða þess vör — hún fann það alveg á sér. Ætti honum ekki að vera sama? Nei, honum þótti það svo áríðandi, að hún vissi alveg, að ef hún hikaði leng ur, færi hann að skjélfa. Nei, hugsaði hún. En þá datt henni í hug, hvernig Bub mundi líta út þegar hann færi að drekka gin, átta ára gamall. — Ég tek hana, sagði hún kuldalega. — Viltu ekki borga eitthvað upp í? Hún kinkaði kolli og hann opnaði dyrnar hjá sér og veik til hliðar, til þess að hleypa henni inn. Það logaði dauft ljós í litla ganginum inni í íbúðinni og hún sá að þaðan var gengið inn í stofuna. Hundurinn hafði legið hjá útvarpstækinu, sem stóð undir glugganum, hinumegin í stofunni. Hann stóð upp þegar hann sá hana, og gekk til hennar með hangandi höfuð og skottið miili afturlappanna — gekk, rétt eins og eitthvert ósýnilegt afl drægí hann að henni, enda þótt hann vissi, að hann mundi verða stöðvaður, hvenær sem væri. Enda þótt þetta væri lög- regluhundur, var hárið á hon- um eitthvað svo ljótt og úfið, að hann líktist miklu meir úlfi en hundi. Hún sá, að hann var svo magur að beinin stóðu út í skinn ið. Þzgar hann nálgaðist hana, var rétt eins og hann kæmist í æsing og hún gat heyrt andar- dráttinn í honum. — Leggstu niður! sagði hús- vörðurinn. Hundurinn hörfaði aftur út að glugganum og göngulagið var rétt eins og þetta væri mann- vera, sem hörfaði hægt aftur á bak, til þess að verjast höggi, sem hann gæti átt von _ á. Svo lagðist hann rólega niður og horfði á hana, en gat samt ekki ráðið við skjálftakippina í nösun KALLI KUREKI -K- ->f- Teiknari: J. MORA — Skröggur vildi leyfa þér að hætta við allt saman en ég sagði hon- um að svona kaidur karl eins og þú crt, vildir heldur deyja með sæmd. — Þ-það er ekki alveg það ... ah. — Hann er um það bil að hætta öllu sanian en vertu alveg rólegur, því ef hann lyftir bysisunni, þá mun ég sjá fyrir honum. — En segjum að hann sé fljótari en þú! — Er allt tilbúið, lögreglustjóri? um; hann leit líka á húsvörðinn rétt eins og hann væri að reikna út, hvort hann kynni að læðast yfir gólfið óséður. Húsvörðurinn settist niður við gamalt skrifborð, fann kvittana- hefti, tók upp sjálfblekung og lagði þerriblað fyrir framan sig, sneri sér síðan að hennL — Nafn? spurði hann. Hún gat rétt stillt sig um að hlæja. Þetta var allt eitthvað svo hátíðlegt, hvernig hann sett ist og kom sér fyrir, greip penn ann föstum tökum lagaði hefið til svo að það lá nákvæmlega horn rétt, opnaði síðan höfuðbók, skrif aði feitt með bleki, og setti upp svip fjármálamanns, sem ætlar að fara að gera einhvern meiri- háttar samning. — Frú Lutie Johnson, nú bú- and>i 2370 Sjöttutröð. Svo fór hún í veskið sitt og rétti honum tíu dala seðil. Heila tíu dali, sem hafði kostað óratíma að spara saman. Þegar hún væri flutt hing ð og hefði borgað það, sem eftir var af leigunni, væri spariaurarn ir hennar horfnir. En það væri allt til vinnandi að geta búið út af fyrir sig. Hann skrifaði afar hægt og vandlega og einbeitti sér að hverj um staf og átti bágt með númer ið 23701 Hann strikaði það út og beit á vörina. — Hvað var þetta númer? sagði hann. — 2370, endurtók hún, og henni datt i hug, að það yrði einfaldara að skrifa það fyrir hann. Með þessum hraða yrði hann stundarfjórðung að skrifa tíu dali og svo reikna út mismun inn á tíu og tuttuguogníu og fimmtíu. Jæja, hún ætti nú ekki að vera að gera gys að honum, Höfn i Hornafirði BRÆÐURNIR Ólafur og Bragi Ársælssynir á Höfn i Hornafirði eru umboðsmenn Morgunblaðsins þar. Þeir hafa einnig með höndum blaðadreifinguna til nær- liggjandi sveita og ættu bændur, t.d. í Nesjahreppi að athuga þetta. Sandur UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Sandi er Herluf Clausen. Gestum og gang- andi skal á það bent, að í Verzl. Bjarg er Morgun- blaðið selt í Iausasölu. Grundarfjörður VERZLUN Emils Magnús- sonar í Grundarfirði hefur umboð Morgunblaðsins með höndum, og þar er blaðið einnig selt í lausasölu, um söluop eftir lokunartíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.