Morgunblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 3
Sunnu.clagur 21. marz 1965 MORGUNBLAÐiÐ Mynd þessi var tekin á síðasta landsfundi Flugrbjörgunarsveitanna. Talið frá vínstri: Hall- dór Eyjólfsson, Rauðalæk, Rúdolf Stolzewald, Hellu, Brandur Stefánsson, Vík, Crd T. Ray, Keflavíkurflugvelli, Sigurður M. Þorsteinsson, Reykjavík, Þórhailur Friðriksson, Skógum, Ilall- dór Ólafsson, Akureyri og- Bragi Svanlaugsson, AkureyrL Flugbiörgunarsveitin eykur farartækjakost sinn Fær nýtt félagsheimili á þessu ári ÞANN 26. jan. sl. var haídinn aðalfundur Flugbjörgunarsveit- erinnar, Sigurður M. Þorsteins- son formaður F.B.S. setti fundinn en Baldvin Jónsson, hrl., var fundarstjóri. 20 nýir meðlimir höf ðu sótt um inngöngu í sveitina og voru þeir eamþykktir, enda voru þeir búnir eð starfa seín nýliðar í eitt ár og Cúnir að kynnast starfseminni. 'Á árinu voru fimmtíu æfin.gar Úti og inni, þar áð auki var 10 daga æfing í Kerlingafjöllum. í Ibyrjun starfsársins var haldinn landsfundur í Reykjavík þar sem lílættir voru fulltrúar fré öllum Flugbjörgunarsveitunum á ís- landL Þar sem faratækjakostur F.B.S. hafði aukist um tvo snjó- beltabíla frá síðasta landsfundi var samþykkt að einn bíll yrði Btaðsettur að Skógum og var Ihann fluttur þangað í okt. sl., og er hann undir umsjá Þórhalls Friðrikssonar og Baldurs Sigurðs isonar, Eyvindaiihólum. Fundur- inn samþykkti að landsfundur yrði haldinn næst 1966. Á árinu var aðeins eitt útkall hjá sveitinni vegna flugslyss. Sveitin veitti ýmsa aðra að- stoð eins og t.d. með að lána menn, ljós og farartæki til að leita að týndu fólki. Þá má geta þess, að björgunar- sveit varnarliðsins hefur veitt mikla hjálp með því að lána þyrlu til flutninigs á sjúku og slösúðu fólki og var þyrlan köll- uð út 11 sinnum, þar á meðal í Þórsmörk, Landmannalaugar, Kerlingafjöll og Borgarfjörð. Á árinu tókust samningar við Landssíma íslands, um að F.B.S. fengi efni í 10 talstöðvar, sem talstöðvarmaður sveitarinnar, Gunnar Jóhannsson, mua setja saman. Verið er að bygigja yfir snjóbíl sem mun verða tilbúinn með vorinu. Auk talstöðva hefur ver- ið aflað ieitarljósa, varahluta í bifreiðamar og nú nýlega keypti sveitin vélknúinn sleða, sem bæði getur dregið menn á skíðum og sjúkrasleða og mun sveitin fá sér fleiri þannig sleða þegar reynsla er fengin á þessum sleða. Sr. Eiríkur J. Tiriksson: ireint skapa hjarta Á þessu ári mun sveitin fa nýtt félagsheimili, sem flugmálastjórn er að láta útbúa. Rauði Kross íslands bauð F.B.S., að senda menn frá sveitinni á Rauða Krossnámsskeið, sem haldið var í Finse í Noregi, og var Árni Edwinsson sendur til að sækja þetta námskeið. Stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa: Formaður Sig. M. Þorsteinsson, og aðrir í stjórn eru Sigur’ður Waage, Stefán Bjarnason, Magnús Þórarinsson, Árni Edwinsson, Halidór Gísla- son og Karl Eiríksson. Skipulagsnefnd leita: Agnar Kofoed Hansen, Örn Johnson, Alfreð Elíasson, Leifur Magnús- son, Arnór Hjálmarsson og Sig- urður Jónsson. Pormaður þakkaði öllum þeim aðilum, sem veitt höfðu sveitinni aðstoð á einn eða annan hátt. Þótt ekíki kæmi til meiri hátt- ar leitar varð rekstrarkostnaður um 113.000.00 kr., þó er allt starf mé'ðlima F.B.S. sjálíboðastarf. m. sunnudagur í föstu. Guðspjallið. Lúk. 11, 14—28. MAN N RÉTTIN DABARÁTTA er ofarlega á dagskrá nú. Kjarni hennar er, að maðurinn sé met- inn mest og meira en það, sem hann býr til eða á. Við tölum um margvísleg réttindi, en ofar þeim öllum' er skylda mannsins við sjálfs síns innsta eðli og frummynd sína og fyrirheit, sem er, að hann verði barn Guðs og gangi á hans vegum með mynd hans í hjarta sér. George Du Maurier (1834— 1896) var rithöfundur, sem fékkst við skáldsagnagerð um hríð. Kunnastur er hann fyrir myndir, er hann teiknaði með enskt samkvæmislíf slðustu ára- tuga 19. aldar á Englandi að fyr- irmynd. Hagsældartímabil var í sögu Breta og gætti mjög íburð- ar víða og meira litið á velmeg- un en manngildi og rétt. Listamaðurinn lét texta fylgja myndum sínum. Ein þeirra er úr veizlu, er ungur heldrimaður heldur jafningjum sínum að ytri kjörum. Húsbóndinn og einn gest anna ræðast við: Tom: Nú hefur þú, vinur minn, komið þér upp veglegu heimili. Vantar þig ein- ungis þér samboðna eiginkonu. Rudolphus: Rétt er það. Mér hef- ur dottið í hug önnur Gibsons- systirin þarna. Tom: Já, ég mæli með þeirri hávaxnari. Hún verður fyrirmyndar húsfreyja. Rudolphus: Alveg rétt, en ég held ég taki þó þá lágvaxnari. Hún er meira í stíl við húsgögnin mín. Þetta húsgagnasjónarmið er ekki einungis fyndni. Þegar einn mesti mannvinur Englendinga barðist fyrir, að ungir drengir væru ekki látnir leysa af hendi sótarastörf, andmæltu ensku lávarðarnir með þeim rökum m. a., að vélar, sem sótuðu, óhreink- uðu húsgögn fólks. Ef ryk tómleikans fellur á myndina í hjörtum okkar, er hætta á að okkur standi á sama Leynifundur sendiherra Kinverja i V-Evrópu haldinn í Stokkhólmi Stokkhólmi 19. marz (NTB-AP) ★ Skýrt var frá því í dag, að háttsettir embættismenn kín- verska utanríkísráðuneyisins og sendiherrar Pekingstjórnarinnar i V.-Evrópu sætu nú á leynileg- um fundi í Stokkhólmi. ★ Það var Stokkhóimsblaðið „Expressen", sem frá þessu ekýrði og segir, að fundurinn hafi hafizt 10. marz og honum Ijúki ekki fyrr en eftir viku. Stjórn Lögmanna- ísins endur- Blaðið segir, að flundur þessi hafi vakið mikla athygli og vangaveltux meðal erliendra sendimanna í Stokkhólmi. Sé talið, að til fundarins hafi verið boðað vegna ágreiningsins milli Wommúnistaflokka heimsins og þar sé rætt um aðgierðir, sem geti orðið til þess að vinna mál- stað Kínverja auikið fylgi. Meðal embættismannanna frá utanríkisráðuneytinu í Peking, sem fundinn sitja, eru Lo Kuei- Po, aðstoðarutanríkisráðherra, og Hsieh Li yfirmaðuir þeirrar deild ar ráðuneytisins, sem fjallar um mál er varða V.-Evrópu. Einnig eru á fundinum sendiherrar Pek ingstjórnarinnar í Osló, Londion, Bem, Kaupmannahiöfn og Hels- ingfors. SÞ áfram á Kýpur New York, 19. marz (NTB) ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjúð- anna samþykkti í dag, að gæzlu- lið á vegum samtakanna skyldi vera á Kýpur þrjá mánuði í við- bót. í gæzluliðinu eru 6000 menn og hefur það verið á eyjunni eitt ár. féla^e kjörin AÐALFUNDUR Lögmannafélags Islands var haldinn í fyrrakvöld og var öll stjórn félagsins endur- fcjörin. Hana skipa: Ágúst Fjelsted, hrl. formaður, Egill Sigurgeirsson, Jón N. Sigurðsson, Gunnar Jóns- 6on og Axel Einarsson. Lögð var fram- skýrsla stjórn- erinnar og reikningar féiagsins, sem voru samþykktir. Fundar- Btjóri hrl. var Magnús Thorlacius, Tregurfiskur Akramesi, 19. marz. NÚNA í augnablikinu virðist helzt sem fiskur sé orðinn nauða tregiur í öllum Faxatflóa og jafn- vel á miðum Ólafsvíkinga. Hef- ur dregið mikið úr aflasældinni Bem þar hefur verið undanfarna daga. Sjálfur Lenin stendur vörð um bækistöð Rússa á Suðurskautinu STYTTA af Nikolai Lenin stendur vörð um bækistöð Rússa á Suðurskautslandinu, á þeim stað sem fjærst er sjó og erfiðast til að komast. Fyrir skömmu voru banda- riskir visindamenn á ferð um „Hvítu eyðimörkina" svoköll- uðu. að kanna áður óþekkt landssvæði þar syðra. Eftir langa mæðu komu þeir þar að bækistöð rússneskra vís- indamanna í „eyðimörkinni" og báru kennsl á hana langa- vegu frá. Það var ekki um að villast, því uppi á rúmlega sex metra háum turni ofan á skála vísindamannanna stóð brjóstmynd af sjálfum Niko- lai Lenin í fullri stærð. Ekki voru þar aðrir fyrir en hann, rússnesku vísindamennirnir höfðu lokið sínu ætlunarverki í bili og voru famir heim að vinna úr söfnuðum gögnum. En þeir vskildu eftir orðsend- ingu til hinna vestrænu koll- ega sinna, sögðu þeim hvar væri að finna eldspýtur, tóbak, matvæli og eldsneyti, sem þeir höfðu geymt í skúr þar nærri — og báðu þá loks bless- aða og muna nú að loka vel og læsa á eftir sér þegar þeir héldu brott. Leiðangursmennimir banda- rísku, sem fóru yfir „eyði- mörkina" frá bækistöð sinni á Suðurpólnum sögðu að iand- svæði það sem þeir hefðu far- ið yfir á leið sinni að bæki- stöð Rússa hefði verið óskap- leg flatneskja eins og annars- staðar á suðurskautinu, en þó hefðu þeir komizt að raun um undir isnum var töluvert hæðótt land og staðfesti þetta þá tilgátu sovézkra vísinda- manna að undir ísnum væri fjallahryggur. Könnuðirnir fóru ferð þessa á þrem stórum beltisbílum og voru marga mánuði á leiðinni. Oftast nær var 15 stiga frost og loft svo þurrt að jafnaðist á við sjálfa Sahara. Vistir fengu leiðang- ursmenn frá flugvélum sjó- hersins. Sögðust þeir hafa safnað fjölda gagna um is- þekjuna sem nái yfir allt suð- urskautsmeginlandið, um land- ið sem undir henni sé, um veðurfar á þessum slóðum og um segulsvið jarðar. um, hvernig myndirnar á veggj- úm híbýla okkar eru fengnar og verða, ef til vill fyrr en varir efnahag okkar ofurefli og það sem verra er, varpa skuggum inn í sálir okkar og áfeilast okk- ur og ræna innra friði og ein- ingu hið innra og við umhverfið. Er við lítum yfir farinn veg og íhugum, hvar okkur hefur verið bezt gert, koma húsgögnin ekki fyrst og fremst í hugann, heldur manneskjurnar. Móðirin, sem flest átti börnin, tók með mestri gleði á móti okkur og bezt þótti okkur þar að koma, hjartahlýjan þar gerði allan við- urgjörning eftirminnilegastan og varpaði meiri birtu á hugi, en ekki gljáfægð húsgögnin í ríku- legra umhverfi, þótt einnig þar sé oft hugarhöndin hlý og án manngreinarálits. Því fer fjarri að hægt sé að flokka fólk eftir efnahag. Kon- ungslund fer stundum, þar sem kotungskjör ríkja og smásálin þar sem hátt er til lofts og hús- gögnin hin prýðilegustu. Mestu uppbyggjendur ytra hags með þjóðum, þeir, sem reist hafa hæst hús og gert breiðastar brautir, hafa fært þeim verstan innri hag og ömurlegust þroska- skilyrði. Hin veglegustu musteri hafa einatt risið á grunni þræl- dómsanda og verið þannig rústir og tákn hruns frá upphafi. Mynd ina sjálfa hins innra lífs og anda hefur skort og allt þannig um- gjörðin fánýt og tóm. Ekki er allt öruggt um Lög- berg, en löggjöf okkar gnæfir yfir samtímarétt í ýmsum atrið- um. Dómkirkja Guðbrands Þor- lákssonar fyrirfinnst ekki, en á ölturum torfkirknanna loguðu á myrkum öldum ljós Heilagrar ritningar á móðurmálinu. Á ytri uppbyggingu hefur skort með þjóð okkar, en menn er vilja varðveita norræna menn ingu og anda finna grunninn ör- uggastan í Skálholti og í höfuð- borg íslands, þar sem norrænt hús rís. Hólar munu heldur ekki gleymast. Mörg voður mæða á okkur ís- lendingum í dag, en mynd mannsins hefur varðveitzt hér í Guðs birtu á köldum hjara, þar sem hjörtun eru að vísu hlý landsins barna og barmur þess innst inni. Menn koma hingað til lands og sjá framfarir á alþjóðavísu, en margir fara héðan trúaðri en áð- ur á manninn og sigur myndar hans. Mannréttindabaráttan er mik- ið viðfangsefni. Gleymum þá ekki mynd Guðs í mannshjart- anu. Við ættum engan kristindóm án Jesú sjálfs. Páll reisti veglega kirkju með kenningakerfi sínu, en hjartans myndin sjálf er að- eins, þar sem Jesús Kristur er. í guðspjalli dagsins er talað um, að Jesús rekur út illan anda. Þeirri athöfn mætti líkja við hreingerningu. Það er og í guð- spjallinu talað um hin hreinu hí- býli sálarinnar. Áður fyrr, er ytra hreinlæti var’ minna en nú, höfðu menn trú á hreinsunum og þvotti: Pílatus þvær hendur sínar. Það er ekki aðeins táknleg athöfn. Þéss gætir í fornum fræðuni, að menn, töldu sig geta þvegið af sér innri óhreinindi með vatni. Ytri velmegun skapar ekki rétt. Velgengni eykur einatt á ó- réttinn. Fátækt er vissulega böl, auðsæld ekki einhlít lækning. Fá- fræði ber að útrýma, en þekking- in ein skapar ekki persónuleik- ann alhliða þannig, að viljinn eflist og siðgæðisþrekið. Mynd Guðs 1 mannshjartanu, andi Jesú Krists gagntaki okkur og varpi blessaðri birtu sinni á híbýli hugans og veg okkar alian um tíma og eilífð. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.