Morgunblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 23
Sunnudagur 21. marz 1965 MORGUNBLAÐIÐ 23 Mamma má ekki hafa hann - en Marlon ekki heldur ustustúlknanna hennar hefur sagt frá gestkomum til hennar fáklæddrar og rú.mliggjandi. Að sjálfsögðu- er fyrrverandi eiginkonu minni frjálst að taka heimsóknum hverra sem henni sýnist, og klæðast hverju sem hún vill, en ég get ekki þolað að sonur minn sé vitni að slíku. — Anna er fram úr hófi tauga- veikluð og um tíma hafði hún alltaf skammbyssu undir ködd- anum og átti það til að fara í eftirlitsferðir um húsið um miðjar nætur með byssuna á lofti. FYRIR nokkru átti litil stúlka í Hollywood fimm ára afmæli, sem varla er í f rásögur færandi, og fékk þá að bjóða heim nokkr um leikfélögum sínum, sem ekki er heldur beinlínis til ný- lundu, hvorki þar um slóðir né annars staðar. En það bar við í gleðskap þessum, að móðir stúlkunnar kom að dóttur sinni í hörkuáflogum við einn gest- anna, ljóshærðan, svipfríðan snáða, ári eldri env hún var sjálf. Sú stutta beit og klóraði, «n strákur hafði betur. Atyrt- ur fy'rir ókurteisi anzaði gest- urinn ungi og var ekki svo l,tið undrandi á uppistandinu, „Nú, við vorum bara að þykjast vera hjón“. Af munni annars barns hefði þetta kannske þótt fyndið en þessum dreng var fyllsta alvara ] •— svona lét fólk þegar það var ( gift, að því er hann bezt vissi. Annað eins hafði hann séð til foreldra sinna oft og mörgum sinnum. Því snáðinn sá arna, j sem svo illa kunni sig í afmæl- í isboði vinkonu sinnar, var Christan Devi, sex ára gamall sonur kvikmyndaleikarans Marl on Brando og hinnar ensk-ind- versku (að sögn) eiginkonu hans, Önnu Kashfi. Þau Marlon og Anna giftust haustið árið 1957 en leituðu skilnaðar þegar næsta ár, fjórum mánuðum eftir að Christian Devi fæddist og byrjuðu þá þegar að deiia um það hvoru þeirra barnið skyldi fylgja. I í>að ber ekki oft við, jafnvel í Hollywood, að báðum foreldr- um barns sé finnanlegt svo mikið til foráttu, að hvorugt þeirra sé talið fært um að ala barnið. En eftir nær sex ára þóf um son þeirra Marlons og Önnu, komust dómarar að í þeirri niðurstöðu, að lengi gæti ur að hafa barnið í þeirra vörzlu til frambúðar. Það varð því úr, að senda skyldi Christ- ian Devi til föðursystur sinnar í Iowa, ef það mætti verða til þess að barnið fengi nokkurn veginn eðlilegt uppeldi. Brando er sagður kunna þeim mála- lokum ekki illa en Anna Kashfi telur sig misrétti beitta og seg- ist ekki munu gefast upp — hún eigi skilyrðislausan rétt á að hafa son sinn hjá sér, hún hafi ein' séð um hann alla tíð og Brando hafi ekkert *um hann hirt annað en reyna að taka hann frá sér. Ásakanir önnu. Réttarhöldin í máli þeirra Marlons og Önnu hafa verið söguleg á stundum og ákærur þær, sem þau hafa borið hvort á annað verið blaðamatur um víða veröld. Anna segir um Marlon: Hann elskaði mig ekki leng- ur, þegar hann giftist mér, gerði það bara vegna þess að ég átti von á barni. Við höfð- um kynnzt tveimur árum áður, þegar ég var alvarlega veik og þá var Marlon mér mjög góður, hlýr og indæll. En við giftum okkur bara vegna Christians, skildum að borði og sæng næsta ár og fullum lögskilnaði tveim- ur árum síðar, 1960. Marlon hefur alltaf verið undarlegur í háttum. í brúð- kaupsferðinni spilaði hann á bogótrommur á nóttunni og tal- aði ósköpin öll við köttinn sinn, Russell, sem hann tók langt fram yfir mig. Þegar' við svo komum heim til Beverly Hills, keypti hann sér gúmmíbát, sem hann hafði í sundlauginni og tók fjlótlega upp á því að láta þar fyrirberast flestar nætur. — Einu sinni, skömmu áður en BrúAhjónia v«ru ekkert sérlega hamingjsom i svipinn . . — Að minnsta kosti þriðja hvern dag fór sonur minn ekki í skóla, ekki af því að hann væri veikur, heidur af því að móðir hans hirti ekki um að senda hann þangað. Anna hefur alltaf notað mikið af svefnlyfj- um, einkum þegar hún var sem verst á taugum og hún hefur líka stundum gefið barninu svefntöflur, þegar hún vildi vera viss um að hann svæfi og truflaði hana ekki. — Anna kom eitt sinn heim til mín að næturlagi og að óvörum. Ég var ekki einn 1 rúminu og Anna réðist að stúlk- unni með þvílíku offorsi að hú,n hljóp á dyr dauðskelkuð, fáklædd og illa til reika. Þá gekk Anna berserksgang í íbúð- inni, braut allt og bramlaði sem hönd á festi. Ég lét hana óáreitta, ég hafði íbúðina á leigu og mér var ósárt um hús- gögnin, þetta var allt saman tryggt — ég hélt hún fengi þá einhverja útrás. En þegar hún svo vildi leika sama leikinn við sjálfan mig var mér nóg boðið og þá hringdi ég á lögregluna. — í desember í fyrra tók Anna of stóran skammt af svefn lyfjum og var í dauðamóki þegar Chritian kom að henni. Hann hafði vit til þess að hringja á lögregluna og bjarg- aði þar með því lífi hennar, en hún var ekki fyrr komin heim af spítalanum en hún rauk af stað heim til mín — því auð- vitað hafði ég tekið drenginn í mína vörzlu — og heimti hann aftur með valdi. Einkaritari minn skarst í leikinn og vildi varna henni þess, en Anna brást reið við og réðist á hana með óbótaskömmum og bar- „Anna er ekki hótinu betri“. Marlön Brando segir aftur á móti: Anna fór á bak við mig allt frá því er við kynntumst fyrst. Hún þóttist vera ind- versk, en var svo bara fædd í Indlandi af írskum foreldrum. og nu virSa þau hvort annað ekki viðtals. Christian Devi, sonur Marl ons Brando og Önnu Kahfi, sem hvorugt foreldranna fær að hafa hjá sér og á nú að alast upp hjá föðursystur sinni í Illinois. miðja nótt við einhvern ókenni- legan hávaða af neðri hæðinni, eins og hófaskelli. Ég fór að gá að því hvað þetta væri, laf- hrædd og illa á mig komin, og viti menn — inn um forstofu- dyrnar hélt Marlon innreið sína á glæstum reiðskjóta með mynd af Cary Cooper í fang- inu. Þegar ég svo ól barnið vildi Marlon að við skírðum hann Russell, í höfuðið á kettinum. — Ég er einfær um að sjá um Christian, ég hef gert það síðan hann var fjögurra mánaða. Marlon hefur haft öðrum hnöpp um að hneppa. Skömmu eftir að hann hafði fengið lögskilnað frá mér gekk hann að eiga (að því er hann segir — ég á nú reyndar bágt með að trúa því að það sé satt) mexikanskri kvikmyndaleikkonu, fimm ár- um eldri, sem heitir Movita. Með henni átti hann son, sem heitir Miko og er nú orðinn fimm ára og Marlon vill að Christian leiki sér við eins og „elskulegan bróður“ sinn. — Marlon hefur oft lagt á mig hendur, hann er skapbráð- ur, harðlyndur og siðlaus. Ef einhver á bágt með að trúa því, er meðferð hans á Movitu nær- tækt dæmi. Það var ekki nóg með að hann skildi við hana nokkrum vikum eftir að hún átti barni.ð (og hafi ekki hitt hana síðan, að því er mér er sagt) heldur tók hann sér um hæl ástkonu unga stúlku frá Tahiti, Taritu, sem lék með hon um í kvikmynd. Tarita ól hon- um innan tíðar þriðja soninn, Tehotu, sem nú er tveggja ára, annan „elskulegan bróður“ handa Christian — jú þetta er þokkaleg fjölskylda, ekki satt? Það er dagsatt, að þegar við giftumst var það ekki til fram- búðar, en það vissum við líka mætavel bæði tvö. Sérlyndi Önnu í háttum er hálfu verra en mitt. Ein þjón-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.