Morgunblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 30
30 MQRGUNBLADID Sunnudagur 21. marz 1965 Erlendir styrkir til ísl. stúdenta eriendis EINS og að undanförnu hafa all- margir íslendingar hlotið erlenda styrki til háskólanáms og rann- sóknarstarfa- utanlands á þessu námsári. Fer hér á eftir yfirlit um þær styrkveitingar, sem menntamálaráðuneytið hefur haft einhvers konar milligöngu um, m. a. í sambandi við aug- lýsingu styrkjanna og tillögur um val styrkþega. Styrkirnir hafa verið boðnir fram af stjóm- arvöldum viðkomandi landa, nema annart" sé getið. Danmörk. Jóni Bjömssyni og Ingolf Jóns Petersen voru veittir styrkir til að Ijúka síðari hluta námi í lyfjafræði lyfsala *við Lyfjafræði- háskólann 1 Kaupmannahöfn. Finnland. Hjalti Kristgeirsson, hagfræð- ingur, hlaut styrk til að leggja stund á finnska tungu, bókmennt ir og menningarsögu við háskól- ann í Helsingfors. Frakkland. Anna S. Ólafsdóttir hlaut styrk til að nema franska tungu og bókmenntir við Parísarháskóla og Huldar Smári Ásmundsson til að nema sálarfræði (aukagr. heimspeki) við sama háskóla. ftalía. Eins og undanfarin ár voru nokkrir styrkir veittir til að sækja sumarnámskeið í ítalskri tungu. Noregnr. Jóni Gunnarssyni var veittur styrkur til að leggja stund á samanburðarmálfræði við Oslóar háskóla. Ráðstjórnarríkin. Eyvindur Erlendsson hlaut styrk til að halda áfram leiklist- arnámL Sambandslýðveldið Þýzkaland. Axel Wilheim Carlquist Theo- dórs hlaut styrk til að leggja stund á eðlisfræði við háskólann í Giessen, Helga Kress til náms i þýzkum fræðum, Hróbjartur Hróbjartsson til náms í húsagerð- arlist við Tækniháskólann i Stutt gart, Örn Ólafsson til náms í þýzkum fræðum og Helga Ing- ólfsdóttir til tónlistarnáms. Auk þess fengu eftirtaldir námsmenn framlengda fyrri styrki: Davið Atli Ásbergs, Jón- as Bjarnason, Guðmundur Guð- mundsson og Sverrir Schopka í efnafræðL Gylfi ísaksson, Pétur Stefánsson og Guðjón Guðmunds son í byggingaverkfræði, Hörður Kristinsson í grasafræði, dr. Bjarki Magnússon til framhalds- háms í meinafræði, Guðmundur Ólafsson í rafmagnsverkfræði og Jón Þórhallsson í eðlisfræði. Jafnframt hlutu Björn Þ. Jó- hannesson, kennaraskólakennari, og Friðrik Þorvaldsson, mennta- skólakennari, styrki til að sækja sumarnámskeið við háskóla í Þýzkalandi. Sviss. Árni Ólafsson, læknir, hlaut styrk til að halda áfram sér- námi í barnasjúkdómum. Svíþjóð. Valgarður Stefánsson, fil. kand., hlaut styrk til framhalds- náms í eðlisfræði við Stokkhólms háskóla. Stefán Guðjohnsen, sem stund- ar nám í radiotæknifræði og raf- tæknifræði við Oslo tekniske skole hlaut ferðastyrk, er dr. Bo Ákerrén, héraðslæknir í Visby á Gotlandi, bauð fram og ís- lenzka menntamálaráðuneytið ráðstafaði. Námsstyrkir þeir, sem getið er hér að framan, eru yfirleitt veitt- ir til eins skólaárs og nemur fjár hæð þeirra samanlagt um kr. 1 millj. Sumir þeirrá voru boðnir fram gegn samskonar styrkveit- ingu af hálfu íslands og enn aðra má telja endurgjald fyrir styrkþ er menntamálaráðuneytið hefur áður veitt námsmönnum frá við- komandi löndum. Á þessu skóla- ári hefur ráðuneytið veitt eftir- töldum erlendum námsmönnum styrk til náms við Háskóla fs- lands í íslenzkri tungu, sögu ís- lands og bókmenntum: Frá Ástralíu: Philip E. Niland. Frá Bandaríkjum Ameríku: Pat- ricia Le Conroy. Frá Bretlandi: Rory McTurk. Frá Danmörku: Lene Ra vn. Frá Finnlandi: Inge- gerd Nyström. Frá Noregi: Arne Torp. Frá Sviss: Urs Wagner. Frá Svíþjóð: Lennart Waliander, Frá Tékkóslóvakíu: Helena Kadec- kova. Nema 9 framangreindir styrk- ir samtals kr. 263.500.—■ Áður hefur verið birt frétta- tilkynning um ráðstöfun vísinda- styrkja Atlanshafsbandalagsins („Nato Science Fellowships“). Hlutu þá 8 menn, og nam hver styrkur kr. 40 þús. Af fé því, sem menntamála- ráðuneytið hafði til ráðstöfunar á vegum Efnahags- og framfara- stofunarinnar í París fyrir vís- inda- og tæknistofnanir til utan- ferða sérfræðinga, hlaut dr. Sig- urður Þórarinsson, jarðfræðing- ur, styrk að fjáhæð kr. 82.572.00 til Janpansfarar í því skyni að kynna sér eldfjalla- og jarð- skjálftarannsóknir Japana og flytja fyrirlestra um eldfjalla- fræði íslands. (Menntamálaráðuney tið,) Urarar Sclsram formaur Thor- valdsensfélagsins AÐALFUNDUR Thorvaldsensfé- lagsins var haldinn 17. marz að Hótel Borg. * Frú Svanfríður Hjartardóttir lét af formennsku að eigin ósk eftir mjög farsæla stjórn. Hún var í stjórn Barnauppeldissjóðs- ins frá 1923—1943 og formaður félagsins frá 1943 að undanskild- um þrem árum er hún dvaldi ér- lendis. Formaður var kjörinn frú Unnur Schram. Aðrar konur í stjórninni eru: Frú Svanlaug Bjarnadóttir, frú Sigurlaug Eggertsdóttir, frú Júlí- ana Oddsdóttir og frú Bjarnþóra Benediktsdóttir. Thorfvaldsensfélagið hefur unnið sleitulaust að mannúðar og menningarmálum frá stofnun þess. Fyrir tveim árum afhenti það Reykj a víkurborg Vöggustofuna að Hlíðarenda, sem mun vera ein hin fullkomnasta á Norður- löndum. Félagið verður 90 ára þann ÍS'. nóvember n.k. — Skogræktin - Framh. af bls. 2 hafa á móti þessari lúpínu og talið hana eitraða fýrir sauð- fé. En hún er svo eftirsótt af fénu, að það er vita tilgangs- laust að reyna að rækta hana nema þar sem friðunar nýtur. Sleppi fé inn á lönd, þar sern lúpínan er, er hún étin fyrst allra plantna. Og ekki er enn vitað um neina kind, sem hef- ur étið meira af henni en henni varð gott af. í kjölfar lúpínunnar er auð- velt að planta ýmiskonar trjám. Með því er nokkur reynsla fengin. En það ætti heldur ekki að vera erfitt að fá margskonar aðrar plöntur til þess að fylgja í fótspor hennar. Skógræktin hefur líka flutt inn melgresi frá Alaska. Er það tegund, sem er náskyld hinu íslenzka. Við vitum enn of lítið um vöxt þess til að geta sagt nokkuð um nytjar þess í framtíðinni. En það virðist breiðblaðaðra og mýkra en hið íslenzka, og sennilega gefur það meiri upp skeru af sér á flatareiningu. Skal ekki fjölyrt um það sinni, en þetta bendir til þess, að bæði í Alaska og víðar á norðlægum slóðum heims mætti finna plöntur til upp- græðslu er yxu mun hraðar en innlendur gróður, alveg á sama hátt og skógræktin hef- ur flutt inn margar tegundir trjáa og runna, sem vaxa margfalt á við birkið. í sambandi við síðustu grein mína, þar sem rætt var um vandamál í sambandi við hópferðir unglinga, vildi ég taka fram, að þegar ég var að tala um þá drykki og vistir, sem unglingar ættu kost á i slíkum ferðum og nefndi vatn með ölbragði, þá var það ekki til -að kosta rýrð á íslenzka pilsnerinn sem slíkan. Hann er ágætur miðað við þær skorður, sem honum eru sett- ar. Hákon Bjarnason. — Utan úr heimi Framh. af bls. 16 en að vísu var húa talsvert rækilega förðuð. — Frú Rischmann er tvígift, — skildi við fyrri manninn fyrir mörgum árum, en giftist svo aftur. Það er mjög senni- legt, að seinni maðurinn hafi ekki vitað um afglöp hennar fyrr en nú, því að hún mun hafa logið að honum sömu sögunum um „stórgjafirnar'* og „vinningana“, sem hún reyndi að Ijúga að réttinum. En hann vissi vel að konan hafði mikil fjárráð, því að stundum geymdi hún tugi þúsunda af krónum heima hjá sér í rósamálaðri trékistu, en keypti þó siðar annað eld- tryggara „ílát“ til öryggis. Hún keypti igamlan bústað úti. í Svartskog við Bundefjorden (ekki langt frá húsinu sem Roald Amundsen átti heima 1 á síðari árum) og lét endur- byggja það fyrir á 2. hundrað þúsund krónur. Hún hélt dýr samkvæmi, bæði heima og að heiman, og átti meira úrv'al af loðkápum en flestar Oslóar- frúr leyfa sér, jafnvel þó þær eigi rika menn og geti keypt skartið utan á sig fyrir óstolna fjármuni. Hún var mikill skiptavinur gimsteinasala. Otg þrjár bifreiðar varð hún að eiga, til þess að geta fullnægt kröfunum til lífsins. En í ekki stærra borgarfélagi en Osló er, fór þetta að vekja athygli og grun. Og loks fór svo að lögreglan fór að reka „hornauiga“ í þetta. Og svo húsbóndinn — Mehren. Þetta er að vísu ein stærsta karlmannafataverzlunin í Osló og veltir vafalaust tug- um milljóna á hverju ári. En samt þykir mörgum það dá- lítið furðulegt, að hægt skuli vera að stela „úr kassanum“ 700 þúsund n.kr. á fáeinum árum, án þess að alvarlega sé tekið eftir því fyrr en um seinan, er lögreglan kemur og segir við kaupmanninn: „Svona miklu hefur verið stolið frá yður. Þér ráðið hvort þér trúið þvi.“ — Annas sér maður oft núna fréttir um þjófnaði starfsfólks frá húsbændum sínum. Nýlega voru t.d. marg- ir menn settir í tuigthúsið sam- tímis, fyrir ' að hafa stolið málningu, vélum og fleiru, frá fyrirtæki sem þeir unnu í. Og tilfellin eru mörg af þessu tagi. í annari grein hef ég minnzt á sprengjuþjófnaðinn á Trandum, sem enn veldur ugg og ótta. Og fyrir möngum mánuðum hef ég sagt frá skrif stofustjóranum í iðnmála- ráðuneytinu, Harry Lind- ström, sem nú hefur setið all- lengi „undir lás“, en hefur það sér til dægrastyttingar að stefna mönnum fyrir meið- yrði, og í öðru lagi að meið- yrða hálfgerðan yfirmann sinn otg gefa í skyn, að sá mað- ur hafi gert sig sekan um svo mikinn fjárdrátt í iðnmála- ráðuneytinu, að Lindströma sök sé ekki nema barnamatur í samanburði við sök hins. SK. SK. 16: marz 1965. Bifreiðarstjóri Reglusamur og gætinn bifreiðarstjóri óskast til að aka sérleyfisbifreiðum. Þeir, sem hafa áhuga á starfi þessu sendi upplýsingar er greini aldur og fyrri störf til afgr. Mbl. fyrir nk. mánudagskvöld, merkt: „Sérleyfisakstur — 9984“. Sælgætisverzlun — Húsnæði Óska að kaupa sælgætisverzlun strax — eða síðar. Einnig kemur til greina leiga húsnæðis fyrir sæl- gætisverzlun, mætti vera í nýju hverfunum. Tilboð merkt: „Húsnæði — 7009“ sendist afgr. Morgunbl. fyrir 25. þessa mánaðar. Sölumaður Iðnfyrirtæki óskar eftir duglegum sölumanni. — Umsækj endur leggi inn á afgr. Mbl. nafn ásamt upplýsingum um fyrri störf, merkt: „Sölumaður — 7000“ — Fullri þagmælsku heitið. Járnrennibekkur lítill ca 4”, 50 cm milli odda (eða líkur) og transari fyrir 3mm vír óskast. Upplýsingar gefur Gunnar Gunnarsson. Véladeild S.Í.S. Sími 38-900. Aðalfundur SKAFTFELLINGAFÉLAGSINS verður haldinn mánudaginn 29. marz kl. 8:30 e.h. að Freyjugötu 27, gengið inn frá Njarðargötu. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN Sölumaður Eitt af eldri fyrirtækjum bæjarins óskar eftir að ráða ungan, reglusaman sölumann. Verksvið við- komandi krefst áhuga á tæknilegum efnum, ásamt málakunnáttu. Starfið er sjálfstætt framtíðarstarf við ákjósanlegustu vinnuskilyrði. Tilboð merkt: „Sölustarf — 7010“ sendist afgreiðslu blaðsins ekki seinna en 25. þ. m. Nýkomið Sænskar gips ÞILPLÖTUR Stærð 260x120 cm. ASBEST PLÖTUR fyrir utan og innanhúss- klæðningu. RÚÐUGLER 4 mm. þykkt. A og B gæðaflokkar margar stærðir. Mars Trading Company hf. Klapparstíg 20. — Sími 17373.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.