Morgunblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Jöklarit Þórðar Vídalíns Þórður Þorkelsson Vídalín: JÖKLARIT. Ferðafélag ís- f lands. Reykjavík, 1965. Jöklarit Þórðar Vídalíns er nú komið fyrir almennings sjónir á íslenzku í vandaðri og glæsilegri útgáfu Ferðafélags íslands. Er út- igáfa þessi tileinkuð Jóni Eyþórs- syni veðurfræðingi vegna sjö- tugsafmælis hans. j. Þórður Vídalín var talinn með lærðustu og skarpáfuðustu mönnum sinnar tíðar á íslandi. Hann „stúderaði við Kaupin- hafnar Academie í 3 ár, og á þeim tíma lagði sig sérdeilis eftir Theolagia, Cymia, Medicina og Anatomia, kom svo hingað eftir afstaðið Examen Theologic- um með góðum lofstír.“ Okkur nútímamönnum kann að þykja skrítið, að maður, sem ætl- aði sér að verða guðfræðingur, •kyldi jafnframt leggja stund á •vo fjarskyldar greinar sem efna- íræði og læknisfræði. En slíkt var ekki óalgengt á sautjándu öld. Sérhæfingin var ekki orðin boðorð á þeirri tíð; meira latgt upp úr alhliða menntun. Þórður Vídal.n varð heyrari _ við Skálholtsskóla, síðar rektor •ama skóla og gegndi því embætti um tveggja ára skeið. „En skólaþénustan er stundar- glögg, líður hvorki frátafir, öl- brest né annað þess háttar, með- •n hún yfirstendur." Þórður sagði af sér rektors- starfi og lifði eftir það langa ævi, embættislaus. Hann fékkst mikið við lækningar og var talinn bezti læknir hérlendis á sinni tíð. Til dæmis var saigt hann læknaði skyrbjúg á háu stigi. Er ekki fjarri lagi að segja, að hann hafi verið praktíserandi læknir, ef tal- •ð er á nútímamáli. Þórður Vídalín var sem sagt fjölfræðingur. Jöklaritgerð sú, sem nú hefur verið gefin út í íslenzkri þýðingu Gísla Ásmunds- •onar er talin hans merkasta verk. Ritgerð þessa samdi hann á latínu, þegar hann var rektor í Skálholti. Nokkrum árum eftir dauða hans barst ritgerðin í hendur Páli Bjarnasyni Vídalín, frænda hans. Páll þýddi hana á þýzku, og birtist hún á prenti árið 1754 í tímaritinu Hambungisches Magazin ásamt viðaukum og skýringum Páls. Það er hin þýzka þýðing Páls, sem nú hefur verið snúið á íslenzku. Dr. Sigurður Þórarinsson fylgir þessari útgáfu úr hlaði með nokkrum formálsorðum, rekur æviágrip Þórðar, segir frá örlög- um ritgerðarinnar og drepur á gildi hennar frá vísindalegu sjónarmiði. Þá tekur við íslenzk þýðing rit- gerðarinnar ásamt fyrrnefndum viðaukum og síðan ljósprentun hennar allrar eftir hinu þýzka tímariti. Ekki þarf að lesa mörg orð í jöklaritgerð Þórðar Vídalíns til að komast að raun um, að hún er samin á tímum hugspekinnar, áð- ur en raunvísindi urðu til í nú- tímaskilningi. Ritgerðin er að hálfu gagnsýrð náttúruspeki mið- alda. Höfundurinn styðst jöfnum hondum við Bibliuna og classicos og vitnar óspart í þau fræði máli sínu til sönnunar. Að hinu leyt- inu hefur hann svo hliðsjón af kenningum lærðra samtíðar- manna, sem rugla hann í ríminu, samkvæmt því, sem dr. Sigurður segir í formálsorðum sínum. Minna byggir hann á alþýðleg- um skoðunum landa sinna, „sem höfðu lært miklu meira um nátt- úru jökla af átta alda nábýli við þá, en læra mátti í erlendum kennslubókum þeirra tíma.“ Ekki er hægt að segja, að höf- undur hafi stundað rannsóknir á jöklum, en hann hefur gefið þeim gætur. Ritgerðin ber í aðra röndina vott um glöggar at- huganir, þó álykíanirnar, sem dregnar eru af þeim athugunum, standist illa. Jón Eyþórsson. Meginhluti ritgerðarinnar fjallar um myndun jökla. Þar segir meðal annars: „Alþýðlegasta skoðunin á upp- runa þessara ísfjalla og sú, sem flestir aðhyllast, er á þá lund, að þau hafi orðið til úr snjónum, sem fellur á vetrum, en leysir ekki á sumrum, af því að fjöllin eru alltaf kaldari en láglendið, og þar festir fyrr snjó á haustin og leysir seinfta á vorin, og þannig hafi þessi vá breiðzt frá þeim einnig út yfir láglendið án enda. Vér munum samt brátt sjá, hversu þessi skoðun er fjarri sannleikanum, svo likleg sem hún þó má virðast." Tekur nú höfundur með næsta lærðum tilburðum að hrekja þessa skoðun landa sinna. „Vér föllumst sem sagt á.“ seg- ir hann, ,,að kaldara sé á fjöllum en á láglendi, en hitt ekki, að þessi kuldi geti breytt óbráðn- um snjó í ís.“ Þá útlistar höfundur, hvernig ís geti myndazt fyrir áhrif til- tekinnar efnablöndunar, og seg- ir síðan: „Þar eð nú hefur verið sýnt fram á, að salt eða saltpét- ur og snjór, og sérstaklega ef kuldi kemur til líka, getur breytt vatni í slikan is, sem mjög erfitt er að láta bráðna aftur, þá þykj- umst vér hafa gildar ástæður til að álykta, að með þessum sama hætti séu ísfjöll vor til orðin.“ Sú er niðurstaða höfundarins, studd kenningum útlendra spek- inga, að vatnið, sem jöklarnir myndast af, sé sjór, sem streymi í iðrum jarðar eftir holrúmum. Jarðhitinn breyti þessum sjó í gufu og spenni hann um leið upp á yfirborð jarðar. Þar breytist hann úr gufu í jökulís fyrir áorkan salts og saltpóturs. — — „Og þannig hefur jörðin með hjálp vatns, lofts og sinna eigin steinefna að vorri ætlan framleitt þennan skel filaga ávöxt, svo sem staðfest virðist í guðs- orði sjálfu: Af hvers kviði er ís- inn út genginn?" En Þórður Vídalín hefur haft fleira en útlendar hégiljur fram að telja. Dr. Sigurður segir í for- málsorðum, að Þórður sé í raun- inni fyrsti höfundur svo kall- aðrar frostþenslukenningar, sem éignuð er öðrum og frægari manni. Annars hefur ritgerð þessi varla mikið raunvísindagildi. Hins vegar hefur hún ótvírætt mennimgarsögulegt gildi. Hún sýnir okkur, hvar lærður ís- lendingur á sautjándu öld var á vegi staddur í náttúrufræði- þekkingu. Augljóst er einnig, að alþýða manna hefur þá velt' fyrir sér óráðnum gátum náttúrunnar ekki síður en lærðu mennirnir. Og stundum hefur hún komizt öllu nær sannleikanum en þeir, þar sem hún hafði brjóstvit eitt og reynslu við að styðjast. Ferðafélag fslands hefur sýnt Jóni Eyþórssyni verðugan heið- ur með útgáfu þessa rits. Jón er, sem kunnugt er, allt í senn, ferðamaður, jöklafræðingur og rithöfundur. Og sú var tíðin, að rödd hans heyrðist ósjaldan í Ríkisútvarpinu. Hafi íslendingar Sunnudagur 21. mar'z Í965 nú meiri áhuga á jöklum en þeir þeir höfðu fyrir fjörutíu árum — þá hefur Jón ábyrgilega átt mestan þátt í að vekja þann áhuga. Fremst í Jöklaritinu er tabula gratulatoria með nöfnum sjö félagsdeilda og hundrað fjöru- tíu og sjö einstaklinga. Útgáfu- nefnd ritsins skipuðu þeir Einar Þ. Guðjohnsen, Páll Jónssón og Þorsteinn Jósepsson. Bókin er prentuð sem handrit, upplag tvö hundruð eintök. Ölík- legt er, að hún verði gefin út aftur í fyrirsjáanlegri framtíð. Peningaverð hennar getur þvi orðið verulegt, þegar stundir líða. Erlendur Jónsson. Byggmp; Hjúkr- unarskólans verði fullgerð Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundi hj úkrunarkvenna s.l. fimmtudag: Fjölmennur fundur hjúkrun- arkvenna, haldinn að Hótel Sögu 18. marz 1965, skorar á hæst- virta ríkisstjórn að hlutast til um að ekki dragist lengur að fullgera byggingu Hjúkxunar- skóla íslands, og að ekki verði á neinn hátt skert fjárframlag það, sem samþykkt hefir verið að veita til byggingarinnar á þessu ári. Áskorun þessi er ítrekuð vegna umræðna á Alþingi, þar sem kom fram þekkingarskortur á gangi þessa nauðsynjamáls og áratuga baráttu hjúkrunar- kvenna fyrir því. Hjúkrunarmenntun er hagnýt skólamenntun, og þótt fjöldi hjúkrunarkvenna giftist og hverfi frá hjúkrun sem aðal- starfi um árabil, hlýtur sérþekk- ing þeirra alltaf að koma að góðum nsotum, t.d. við sjálf- boðahjúkrun í heimahúsuim, sem vegna skorts á sjúkrarúmum mun vera meiri en almennt er vitað. •/MTAMH- GðBAR FERMINGARGJAFIR FRA KODAK KODAK VECTA myndavél I gjafakassa, með tösku og tveim filmum, KR. 367,— Þér gefið freysf Kodak filmum — mest seldu filmum i heimi — KODAK INSTAMATIC 100 með innbyggðum flashlampa.er alveg sjálfvirk. 1 gjafakassa með filmu, 4 flashperum og batteríum, KR. 983,— An gjafakassa, KR. 864,— Ftlman kemur í hylki... Sett i vélina á 1 sekúndu Vélin tilbúin tii notkunar KODAK BROWNIE 44A .... ódýr en góð vél. í tösku, KR. 436,— Flashlampi KR. 193,— Það eru til 4 mismunandi filmur í KODAK INSTAMATIC : SÍMÍ 2 0313 d: [NjH [RJf BANKASTR/ETI 4 VERICHROME PAN fyrir svart/hvítt. KODACHROME-X fyrir lit-skuggamyndir og KODACOLOR-X fyrir litmyndir. — Myndastærðin er 9x9 sm. Filmurnar eru I Ijósþéttum KODAK-hylkjum sem sett eru f vélina á augnabliki, engin þræðing, og vélin er tilbúin til myndatöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.