Morgunblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 21. marz 1965
ANN PETRY:
STRÆTIÐ
himlnsægnina var hvít, kringlótt
ábreiða, svo loðin, að hún leit
út eins og loðskinn.
Og allt húsið var álíka glæsi-
legt og svefnherbergi frúarinnar.
Jafnvel hennar eigið herbergi —
vinnukonuherbergið — var full
komið í sinni röð. Meira að segja
var Henry litli Chandler — sem
var tveim árum eldri en Bub,
fullkominn — alls ekki spilltur
af eftirlæti eða neitt þess háttar.
Bara kátur krakki sem hændist
strax að henni og vildi vera með
henni. Hann var þarna. kallaður
litli Henry, af því að faðir hans
bar sama nafn. Henni finnst þetta
skrítið í fyrstunni, vegna þess að
hjá svertingjum var siðurinn,
þegar svona stóð á, að kalla son
inn „yngra“ eða „sonarkindina“.
En hún varð að játa, að þetta
nafn gaf drengnum eins konar
sjálfstæða tilveru, auk þess sem
það tók fyrir allan misskilning
— það var aldrei vafamál, við
hvern var átt.
Já. Þetta var allt upp á það
fullkomnasta. Húsbóndinn var
ungur og aðlaðandi og græddi
bersýnilega vel á atvinnu sinni.
Samt fór svo, að eftir sex mánaða
dvöl þarna, fann hún, að eitthvað
var ekki eins og það átti að vera.
Hún var alls ekki viss um, að
frúnni þætti verulega vænt um
litla Henry — hún sat aldrei und
ir honum eða greip hann til þess
að faðma hann, eins og mæður
gera oftast við börn sín. Hún
var eiginlega alltaf að hrinda
honum frá sér.
Hr. Charndler drakk of mikið.
Flestir hefðu nú alls ekki tekið
eftir því, en hún, sem hafði alla
sína ævi verið hjá pabba sín-
um, sem þjáðist af óslökkvandi
þorsta, þekkti öll einkennin á
miklum drykkjumanni. Hendurn
ar á hr. Chandler skulfu, þegar
hann kom til morgunverðar og
hann varð að fá sér strammara
áður en hann hafði lyst á svo
miklu sem kaffibolla. Og þegar
hann kom heim á kvöldin, var
það hans fyrsta verk að fá sér
vænt glas. Henni var næstum ó-
mögulegt að halda nokkurri
flösku fullri í vínskápnum, því
að innihald þeirra hvarf eins og
dögg fyrir sólu.
— Lutie hefur iíklega gleymt
að setja nýja flösku í skápinn,
var hann vanur að segja, þegar
hún kom inn við hringingu frá
honum.
— Já, herra, var hún vön að
segja og svo fór hún eftir nýrri
flösku.
En það skrítna var, að frúin
tók aldrei eftir þessu. Eftir nokk
urn tíma tók Lutie eftir því, að
ifirúfei tók yfirleitt ekki eftir
neinu, sem manni henna við kom.
Samt var hún afskaplega almenni
leg, alltaf brosandi og hlæjandi
og hún átti margar vinkonur, sem
klæddu sig alveg eins og hún —
og sumar þeirra áttu krakka á
sama aldri og Henry.
En hún var ekkert sérlega
hrifin af þessum vinkonum frúar
innar. Þær komu í hádegisverð
þama í húsið, eða síðdegis til að
spila bridge. Annaðhvort átu þær
eins og skarfar, eða snertu ekki
mat, af því að þær voru hræddar
við að fitna. Og hún gat aldrei
gert það upp við sig, hvort fór
meira í taugarnar á henni að sjá
þær háma í sig þennan indæla
mat, sem hún hafði búið til, og
það svo ótt. að þær gátu ekki
hafa fundið neitt bragð af hon-
um, eða fitla við hann og þveita
honum fram og aftur á diskinum.
Hvenær sem hún kom inn
þarna sem þær voru, horfðu þær
eitthvað svo skrítilega og rann
sakandi á hana. Stundum heyrði
hún glefsur af því, sem þær voru
að segja um hana. „Víst býr hún
til góðan mat. En ég vildi ekki
hafa laglega svertingjastúlku í
mínu húsi. Ekki eins og hann
John er, þið vitið, þær eru alltaf
að viðra sig upp við karlmenn-
ina. Einkum þá hvítu . . . “
SHBBMHaan
6
Eftir þetta hélt hún áfram að
þjóna þeim, þegjandi, en leit
ekki á þær — heldur fram hjá
þeim. Húri fylltist engri reiði í
fyrstunni. Aðeins fyrirlitningu.
Ekki vissu þær að hún átti sjálf
stóran og fallegan mann og lang
aði ekkert í þeirra horuðu og ó-
hamingjusömu eiginmenn. En
hinu fuðraði hún sig á, að þær
skyldu taka það sem sjálfsagðan
hlut, að allar litaðar konur væru
hórur.
Hún komst smám saman að því
að þetta var einkennilegur heim
ur, sem hún var þarna komin í.
Með allt annað verðmætamat en
hún þekkti. Henni fannst rétt
eins og hún væri að kíkja gegn
um gat á vegg, á einhvern töfra-
garð. Hún gat séð og heyrt og
hún skildi málið, sem þar var tal
að, en hún komst ekki yfir vegg
inn. Mannverurnar hinumegin
við hann voru þarna í fullri
stærð og gátu séð hana, en þessi
þunni veggur á milli hindraði öll
frekari samskipti á jafnréttis-
grundvelii. Fólkið handan við
vegginn vissi mjnna um hana en
hún um það.
Hún komst að þeirri niður-
stöðu, að þetta væri ekki af því
einu að hún var vinnukona —
það var vegna þess, að hún var
lituð. Enginn bjóst við, að unga
stúlkan úr þorpinu þarna, sem
kom til að ganga um beina, þegar
stórar kvöldveizlur voru, mundi
taka fegins hendi nærgengni karl
gestanna. Jafnvel maðurinn, sem
sló blettinn og þvoði gluggana og
reitti garðinn, var ekki bak við
neinn vegg, sem skildi hann sjálf
krafa frá öðrum og skipaði hon-
um í einhvern tiltekinn flokk.
Einn daginn, þegar hann þurfti
að fara til New Haven, ók frúin
honum til Saybrook á járnbraut
arstöðina, og þegar hann steig út
úr bílnum, sá Lutie að hún
kvaddi hann með handabandi,
rétt eins og hann hefði verið gam
all vinur hennar, eða helgargest
ur að fara.
Þegar hún var í gagnfræðaskól
anum hafði hún haldið, að flest
fólk vildi láta börnin sín verða
forseta Bandaríkjanna og þræl-
aði til að ná því marki. Og ef
ekki forseti, þá að minnsta kosti
ráðherra í ríkisstjórninni. Jafn
vel dóttir Pizzinihjónanna varð
að gerast skólakennari, og það
sýndi, að þau vildu líka hafa ein
hvern lærdómsmann í fjölskyld-
unni.
En þetta fólk var öðruvísi. Svo
virtist sem háskólamenntun væri
æskileg og virtist jafnvel orðin
að nauðsyn í þessum verzlunar-
stéttum, og daglegt umtalsefni.
En þó ekki neitt mikilvægt. Hr.
Chandler og vinir hans höfðu
gengið gegn um hina og þessa
háskóla, eins og það væri einhver
sjálfsagður hlutur, og af því að
þeir þurftu þess með. En svo
þegar þessir menn voru komnir
í verzlunarstörf, lásu þeir ekkert
annað en tímarit og blöð.
Hún hafði horft á húsbónda
sinn lesa dagblaðið meðan hann.
borðaði morgunmatinn. Hann
þaut gegn um útsíðurnar þar sem
fréttirnar voru, og sneri sér því
næst tafalítið að verzlunarsíðun-
um. Þær var hann góða stund
að lesa, og leit svo kannski á
íþróttasíðurnar ef hann hafði
tima til þess. En svo var líka
búið með það. Hún gat séð, með
því að líta á hann, að þá var
hann orðinn þreyttur, alveg eins
og pabbi og frú Pizzini. Og pabbi
hr. Chandlers var alveg eins. Og
eins voru ungu mennirnir, sem
komu stuudum frá New York um
helgar.
Nei, þetta fólk kærði sig ekk-
ert um, að börnin þeirra yrðu
forsetar eða neitt því líkt. Það
sem það vildi og sóttist eftir var
auðæfi — þessir „skítugu aurar“
eins og hr. Charndler kallaði það.
Þegar hún kom með kaffið inn
í setustofuna, eftir matinn, var
samtalið jafnan sjálfu sér líkt:
— Ríkasta andskotans lands í
heimi .. .
— Það koma alltaf nýir mark-
aðir. Ef ekki hér, þá í Suður-Ame
ríku, Afríku, Indlandi . . . Hvar
og hvar sem er . . .
— Ja, hver skrattinn. Betra að
hafa sig að því meðan maður er
ungur. Þetta getur hver maður
gert . . .
— Snuða náungann. Láta sér
detta eitthvað í hug á undan hin
um. Setjast i helgan stein fertug
ur . . .
Og ef eitthvað hækkaði í kaup
höllinni, komust allir í gott skap
og það gagnstæða ef verðfall
varð.
Eftir að hafa hlustað á svona
tal í heilt ár, var hún ofurlítið
farin að smitast af því. Fór að
trúa trúa því, að allir gætu orðið
ríkir, sem nenntu að þræla fyrir
því. Það höfðu Pizzinihjónin ein
mitt gert, að því er virtist. Hún
sjálf og Jim gætu farið eins að,
og nú þóttist hún sjá, hvað stæði
þeim fyrir þrifum: þau höfðu
ekki lagt nógp hart að sér og ekki
nógu lengi og ekki sparað nóg
saman. Þau höfðu ekki þráð
neitt út yfir þetta venjulegasta.
En þetta fólk þráði ekki nema
eitt: meiri og meiri peninga — og
því eignaðist það þá. Eitthvað af
þessari lífsskoðun var tekið að
læðast inn í bréfin hennar til
Jim.
Þegar Lutie byrjaði að vinna
hjá hjónunum, hafði frúin stung
ið upp á því við hana, að hún
tæki frídagana sína fjóra í einu
í lok hvers mánaðar, og benti Lut
ie á, að með því móti gæti hún
skroppið heim til sín og þyrfti
ekki að spana strax aftur. Og
Lutie varð smámsaman fyrir svo
miklum áhrifum af lífsskoðun
húsbænda sinna, að hún fór að
skreppa heim á tveggja mánaða
fresti og benti Jim á, að með
þessu móti sparaði hún mikið far
gjald, og gæti lagt það til hliðar.
Hún komst brátt að því, að
húsbændur hennar voru ekki sér
lega mikið heima, þrátt fyrir
þetta indæla hús. Þau fóru út á
hverju kvöldi, ef þau höfðu ekki
sjálf gesti. Þegar hún hafði verið
þarna í hálft ár, tók hún líka
eftir því, að frúin gaf sig miklu
meira að eiginmönnum annarra
kvenna en að sínum eigin. Eftir
kvöldboð var hún vön að ganga
þannig út í garðinn með hverj-
um slíkum og sýna honum útsýn
ið út á ána, og tala við hann af
fjöri, sem hún sýndi aldrei lit á
við manninn sinn. Og svo sá
Lutie út um eldhúsgluggann, að
hún hallaði sér óþarflega mikið
upp að honum.
Einu sinni, þegar Lutie fór inn
í stofuna, sat frúin í legubekkn-
um við gluggann ásamt einum
kvöldgestinum, sem vafði hana
örmum og kyssti hana. Húsbónd-
inn kom líka inn, rétt á hælana
á Lutie og sá þetta sama. En
ekki breytti hann svip, aðeins
stríkkaði ofurlítið á vörunum á
honum.
Hálfum mánuði fyrir jól, kom
móðir frúarinnar í heimsókn. Há
vaxin, grönn kona með kulda-
leg, grá augu og hár af næstum
sama lit. Hún leit snöggvast á
Lutie og lofaði henni varla að
komast út úr dyrunum, áður en
hún sagði með hvassri röddu,
sem heyrðist alla leið fram í eld
hús. — Ég veit ekki, hvort þetta
er klógt af þér, góða mín. Þetta
er óvenju lagleg stúlka og karl-
menn eru veikir fyrir. Auk þess
er hún svört og maður veit nú,
hvernig þær eru.
Lutie gekk frá hurðinni og að
eldavélinni, svo að hún heyrði
ekki meira. Einkennilegt, hvem
ig þetta þurfti alltaf að kveða
við. Hér var hún, siðsöm, gift og
átti lítinn dreng og sarnt þurfti
þetta f ólk, sem vissi um allt þetta
að líta hana tortryggniaugum.
Líklega var hvíta fólkinu þetta
alveg ósjálfrátt — ef stúlka var
svört og sæmilega ung, þá leiddi
það af sjálfu sér, að hún væri
vændiskona, eða ef ekki það. þá
væri það að minnsta kosti leikur
að fá að sofa hjá henni, og þyrfti
ekki annað en fara fram á það.
Og meira að .segja þyrftu hvítir ^
menn þess ekki einu sinni, því
að stúlkan yrði fyrri tii.
Og hún varð reið við tilhugs-
unina. Vitanlega gat þetta fólk
ekkert vitað um hana ömmu
hennar, sem hafði alið hana upp,
sagði hún við sjálfa sig. Og síð-
an hún varð uppkomin hafði fólk
sagt við hana í sífellu: — Lutie
litla, láttu aldrei hvítan mann
snerta þig. Þeir geta aldrei látið
svartar stúlkur í friði. Það er eins
og þá kitli eftir að sofa hjá
manni. Láttu þá aldrei ná taki á
þér.
Það sem sagt var af svo mikilli
alvöru og með slíkri áherzlu varð
að lokum hluti af manni sjálf
um, rétt eins og andardrátturinn
svo að maður hefði fyrr sofið hjá
skellinöðru en hvítum manni. En
vinkonur og móðir frú Chandler
vissu auðvitað ekkert um þetta
og gátu því ekki hugsað sér, að
vantraust þitt á hvítum mönnum
væri ennþá djúpstæðara en van
traust hvítra kvenna á þér. Né
heldur hitt, að eftir að hafa heyrt
svona ummæli, gæti ekkert i
heiminum fengið þig til að vera
svo mikið sem vingjarnleg við
nokkurn hvítan mann.
_ Höfn
/ Hornafirði
BRÆÐURNIR Ólafur og
Bragi Ársælssynir á Höfn í
Hornafirði eru umboðsmenn
Morgunblaðsins þar. Þeir
hafa einnig með höndum
blaðadreifinguna til nær-
liggjandi sveita og ættu
bændur, t.d. í Nesjahreppi
að athuga þetta.
Sandur
UMBOÐSMAÐUR Morgun-
blaðsins á Sandi er Herluf
Clausen. Gestum og gang-
andi skal á það bent, að í
Verzl. Bjarg er Morgun-
blaðið selt í lausasölu.
Grundarfjörður
VERZLUN Emils Magnús-
sonar í Grundarfirði hefur
umboð Morgunblaðsins með
höndum, og þar er blaðið
einnig selt í lausasölu, um
söluop eftir lokunartíma.
KALLI KUREKI
Teiknari: J. MORA
Hamingjunni sé lof, svona byssu
menn ættu að reya að öðlast svolitla
reyn&lu áður en þeir fara að taka for
ystuna.
— Þetta mun færa mér orðstíriim.
— Uss, lögreglustjóri stattu kyrr,
þvi ég ætla að reyna að skjóta byss-
una úr höndunum á honum eða þá
drepa hann í næsta skoti