Morgunblaðið - 15.04.1965, Side 10

Morgunblaðið - 15.04.1965, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. apríl 1965 Á úthufi mannlífsins Samtal við Sigurð Kristjánsson, fyrrum alþingismann Þessu næst sagði Sigurður mér frá því, að hann hefði að loknu námi í Kennaraskólan- um verið kennari um 20 ára bil, þar af skólastjóri um eins árs skeið í Bolungarvík, síðan skólastjóri Iðnskólans á Isa- firði, en loks réðst hann að unglinga- og barnaskólanum þar í bæ og starfaði þar til 1930. Þá fluttist hann til Reykjavíkur. „Þegar ég kom til ísafjarð- ar, var ég ákaflega hrifinn af fólkinu sem þar bjó,“ sagði Sigurður. „Það var öndvegis- fólk og héraðið framúrskar- andi gjöfult. Efnaihagur fólks- ins var prýðilegur og áttu flestir fjölskyldumenn á ísa- firði og þorpunum húsin sem þeir bjuggu í. Um nokkurra ára skeið var ég ráðinn til Búnaðarsambands Vestfjarða og kynntist mörgum bændum, og þá einkum bændunum í Norður-ísafjarðarsýslu, sem voru flestallir, að ég held mik ilsháttar menn. Um þetta leyti gerði sósíal- isminn innrás í ísafjörð. Þar eins og annars staðar skildu forystumenn hans bæjarfélag- ið eftir eins og flag, bæði í siðferðilegu og fjárhagslegu tilliti. ísafjörður bíður þess aldrei bætur. Sósíalistarnir einbeittu ofsóknum sínum gegn atvinnurekendum og leíddu þær til þess, að þeir sem gátu losað sig, flúðu kaup staðinn, en inn fluttist í stað- inn fólk úr nærliggjandi sveit- um, sem átti ekki í pokahorn- inu reynslu þeirra sem flúið höfðu. Mjög þótti mér hryggi- legt að slíkur öndvegiskaup- staður skyldi hrynja í rúst á svo fáum árum undir stjórn sósíalistanna. Ég var auðvitað einn þeirra sem ofsóttur var af bolshevik- um, því ég hafði oft orð fyrir andstæðingum þeirra, og því ekki undarlegt í sjálfu sér, þó örvunum væri beint að mér. En oft voru þessar sendingar óprúðmannlegar í hæsta máta, og ég varð þeirri stund fegn- astur þegar ég fór frá ísa- firði. En eigi að síður tel ég það mestu gæfu lífs míns að ég ílentist þar um tíma.“ „Þú varðst fljótlega mikill andstæðingur sósíalistanna." „Já, það varð ég. Ég vissi, að það höfðu aldrei verið til nema tvær þjóðmálastefnur, ríkis- stefnan og lýðstefnan.Égfylgdi hinni síðar nefndu. Ég var andsósíalisti í húð og hár. Síð- ar gekk ég í íhaldsflokkinn og loks í Sj álfstæðisflokkinn og var þingmaður hans á ár-» unum 1934—1950, og þá alltaf fyrir Reykvíkinga. Ég hafði áður verið sendur í framboð til fsafjarðar og vestur á Barðaströnd, en féll á báðum stöðum." ' „Nú ert þú Þingeyingur, Sigurður, hvernig stóð á því að þú varðst ekki Framsókn- armaður? Lá það ekki í loft- inu?“ „Mér var kunnugt um að Framsóknarflokkurinn var sósíalistískur flokkur, þó þeir vissu það ekki sjálfir, sem í honum voru. Og fæstir þeirra virðast vita það enn. Ég vissi hver stofnaði flokkinn og þekkti öll tildrög til stofnun- ar hans. Honum var ætlað frá upphafi að vera sósíalistískur flokkur og veiða atkvæði sveitafólks með aðstoð kaup- félaganna. Á sama tíma var kaupfélögunum breytt í póli- tískar klíkur. Það var í senn samvizku- vitsmuna- og rétt- lætisspursmál fyrir mig, þeg- ar ég ákvað að gerast andstæð ingur þessa flokks. Og það er mín skoðun, reynsla og raun ar vissa, að þessi deild komm únismans á íslandi hafi vald- ið meira böli en nokkur önn- ur plága sem yfir landið hef- ur gengið. Maður hefði getað skilið, að svona plágur hefðu dunið yfir á miðöldum, en á 20. öld — guð minn góður! Ég kom hingað til Reykja- víkur sem blaðamaður, hélt Sigurður áfram. „Ég gaf út blað á ísafirði í 7 ár, sem ég kallaði Vesturland. Þá hringir Ólafur Thors til mín einn góð an veðurdag og segir: „Komdu hingað suður til Reykjavíkur og taktu við ritstjórn ísafold- ar.“ Ég hljóp á agnið og flutt- ist suður. Skrifaði ég síð- an um margra ára skeið leið- ara og pólitískar greinar bæði í Morgunblaðið og ísafold. Þegar ég kom hingað suð- ur var forystumaður Sjálf- stæðisflokksins Jón Þor- láksson, en nánustu sam- starfsmenn hans voru Ól- afur Thors og Magnús Guð- mundsson. Að minni reynd voru " þessir menn allir ekki aðeins frábærir hæfileika- menn, heldur miklir dreng- skaparmenn. Samstarf okkar var með ágætum, en þó var nokkur ágreiningur milli mín og þeirra urn afstöðuna til annarra stjórnmálaflokka. Þeir hneigðust til samstarfs við aðra flokka, en ég vildi aldrei að við ættum stjórnar- samvinnu við neinn flokk. Eg áleit að þeir menn gætu alls ekki orðið samferða, sem ætl- uðu í gagnstæðar áttir. Þess vegna vildi ég að við þreyð- um þorrann, þangað til við fengjum hreinan meiri hluta á þingi. En forystumennirnir töldu aftur á móti, að það væri þjóðfélagsleg nauðsyn að taka þátt í stjórnarmyndun með öðrum flokkum, og sögðu að þátttaka okkar í slíku sam starfi mundi leiða til stjórnar- farslegra umbóta. Stjórnar- samvinnan varð oft öfan á og þá stundum ágreiningur milli mín og forystunnar. Var ég víst talinn nokkuð erf- iður flokksmaður. Ég lagðist t.d. á móti lagasetn- ingunni, sem leiddi til ellefu uppbótarþingsæta og einnig barðist ég gegn hlutfallskosn- ingu í tvímenningskjördæm- um, sem ég áleit að væri kák eitt, enda eru hlutfallskosning ar þar sem á að kjósa 2 menn, hrein hugsanavilla. Ég vildi breyta kjördæmaskipuninni íN 5 eða 6 stór kjördæmimeðhlut fallskosningum svipað og nú er, nema hvað mér finnst ó- þarfi að úthluta uppbótanþing sætum. Eg tel réttlætinu alveg sæmilega borgið með hlutfallskosningu í stórum kjördæmum. Ég taldi einnig að við ætt- um að breyta stjórnskipunar- lögunum á þann veg, að Al- þingi yrði ein málstofa og tala þingmanna ekki fastbundin. Ennfremur vildi ég stuðla að tveggja flokka kerfi á þann hátt að sá flokkur sem hlyti mest fylgi myndaði ríkis- stjórn, og fengi jafnframt eins mörg aukajþingsæti og hann þyrfti til að ná meirihluta í þessari einu málstofu. Þetta taldi ég að mundi óhjákvæmi lega leiða til þess að í næstu kosningum yrðu aðeins tvær fylkingar. En á þess- ar tillögur hefur aldrei verið hlustað, kannski vegna þess, að þingmenn hafa ekki viljað fækka þingmönnum.“ „En tryggir ekki deilda- skiptingin betri vinnubrögð en ella?“ „Deildaskiptingin var upp- haflega eftirherma eftir öðr- um þjóðþingum, uppfundin af Dönum, til að þeir gætu ráð- ið löggjöfinni. Með því að skipa sex konungkjörna þing- menn Efri deildar, gátu Dan- ir fellt hvaða mál sem var. Síðari hluti Sigurður Kristjánsson Nú voru þessar ástæður úr sög unni. Auk þess er á allt ann- an hátt kosið til þingdeilda í öðrum löndum en hér tíðk- ast. Sú mótbára gegn þessum tillögum mínum var einkum höfð í frammi, að málatilbún- ingur væri vandaðri, éf frumvörp fengju meðferð í tveimur þingdeildum. Eg svar aði því til ,að mál málanna, — fjárlagafrumvarpið — væri aðeins lagt fyrir Sameinað þing. Mín reynsla var sú, að mál spilltust af að ganga gegn um Efri deild. Ég er sannfærð- ur um, að einhverntíma rekur að því, að Alþingi verður breytt í eina málstofu.“ „Hvernig féll þér við Sjálf- stæðisflokkinn við fyrstu kynni?“ .e„Mér þótti hann fyrst framan af of langt til hægri, eða öllu heldiur of aftur- haldssamur. Það hefur ekk- ert að segja, þó í flokki séu gáfaðir menn og virtir, ef hann er afturhaldssamur — þá er farið með hann eins og askana gömlu; þeir voru margir listavel gerðir, en samt voru þeir settir upp á hillu. Eins er um aftur- haldsflokka — þeir eru sett- ir upp á hillu eins og hverjir aðrir forngripir. Þess ber að gæta, að Sjálf stæðisflokkurinn átti á þess- um árum í hörðum deilum við sósíalismann, og það var ekki nema eðlilegt að for- ystumenn hans væru var- kárari af þeim söku.m og íhaldssamari en þeir síðar urðu. En mín skoðun var sú, að það væri engin stefnu- röskun, þó flokkurinn væri frjálslyndur og djarfur um- bótaflokkur Það varð hann síðar og hefur verið um langt árabil. Sjálfstæðisflökkurinn bygg- ir á lýðstefnunni. Hún segir: Fólkið á að ráða, en ríkið á að styrkja lífsbaráttu þess. En ríkisstefnan segir: ríkið er allt, fólkið á að þjóna því, sem þegnar eða þrælar. Ríkis stefnan endar ævinlega í ein- ræði. Hún var einræðis- stefna, þegar hún byggðist á þjóðlhöfðingjavaldi, og hún hefur verið það síðan sósíal- istar hlupu í skarðið og tóku hana upp á arma sína. Ríkis- stefnan kallar ævinlega á einhvern hitler eða stalin. Hún færir • löggjafarvaldið, ákæruvaldið, dómsvaldið og framkvæmdavaldið á eins manns hönd. í einræðislönd- unum er þetta vald venju- lega í höndunum á viljasterk astá skúrknum. Þannig er ríkisstefnan afmenningar- stefna, sem á rætur í svört- ustu miðöldum. Hitt er ann- að mál, að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sló ekki alltaf þá skjaldborg um lýð- stefnuna, sem búast hefði mátt við af stefnuskrá hans; þá hefði samvinna við aðra flokka verið gjörsamlega úti lokuð. Fátt er svo gott að galli né fylgi — af lýðstefnunni leiðir óheilbrigt kapphlaup um atkvæði. Og í minni tíð var fjöldi umbótamála gerð- ur að atkvæðaveiðarfærum. Bkki var t. d. við það kom- andi, meðan ég sat á þingi, að vegir væru lagðir eftir ákveðnum, fyrirfram gerðum plönum. Hver þingmaður þurfti að fá sinn vegarspotta til að kría út á hann atkvæði. Það sama gilti um hafnarmál in. Þeir þurftu að kaupa at- kvæði með bryggjuistubbum, sem áttu ekkert skilt við hafn- arbætur. Mér þykir vænt um að nú hefur verið samin vegaáætlun.“ „Þótti þér gaman á þingi, Sigurður?“ „Nei, það þótti mér ekki. Ég fór á þing af því ég átti áhugamál, ég þori ekki að segja hugsjónamál eins út- þvælt og það orð nú er; t. d. langaði mig að stuðla að frjálsri verzlun og leggja til atlögu Við ofstjórn ríkisins. En ég kom ekki áhugamál- um mínum í neina höfn, þó nú hafi sum þeirra komizt að landi. Ég bar fram margar tillögur í landhelgismálinu, en allar voru þær drepnar. Mér finnst það skoplegt í aðra röndina og andstyggi- legt í hina, að hlusta á sósíail istísku flokkana skruma af umhyggju sinni fyrir ís- lenzkri landhelgi. Þeir drápu allar mínar tillögur í land- helgismálinu og mun áistæð- an hafa verið sú, að þeir höt- uðu útgerðarmenn og óttuð- ust, að útvíkkun landhelg- innar mundi verða þeim ein- um að gagni. Ég var oftast í fjórum nefndum, þar af erfiðustu nefnduim þingsins, fjárveit- inganefnd og sjávarútvegs- nefnd og verð að segja eins og er: að þetta var bölvaður þrældómur.“ „Langaði þig tiil að verða ráðherra?“ „Nei, það kom aldrei til tals, enda hefði ég ekki tek- ið það í mál. Ég hef á eng- an verið eins gagnrýninn og sjálfan mig og ekki lagt mig eins eftir að kynnast nein- um og sjálfum mér. Þann mann, sem maður á allt sitt lif undir, verður maður þó, að þekkja — þ. e. sjálfan sig. Sjálfsþekking er dýrmæt og forðar axarsköftum. Ég hef aldrei tekið að mér starf, sem ég hef ekki ráðið nokkurn veginn við. Kunningjar mín- ir segja stundum, að ég sé ofstopamaður. En ég held það sé ekki rétt, þó ég geti reiðzt — og það duglega. Ólafur og Thor Thors sögðu einhverju sinni við mig, að ég væri ósvífnastur aillra þingmanna í ræðum. Ég sagði: „Það er til vitnis um hógværð mína og menningarlegt tungutak í ræðum, að forsetabjallan hef- ur aldrei verið hreyfð, þegar ég hef talað á Alþingi.“ „Þetta er sú mesta fjarstæða sem ég hef heyrt“, sagði Ól- afur Thors — og fór til Jör- undar Brynjólfssonar, forseta Neðri deildar og spurði „hvort hann hefði aldrei hringt Sigurð niður?“ „Nei“, sagði Jörundur, „til þess hefég aldrei haft ástæðu.“ Þá hristi Ólafúr höfuðið. — Það lengsta sem ég gekk í ósvífni á Al- þingi var sú ósk min, að £or- seti deildarinnar skipaði éin- um þingvini mínum túlk,' því ég skildi ekki það mál, sem hann talaði. Thor sagði, að hún sýndi, að ég væri ósvífn- astur allra þingmanna í ræð- um. Að lokum sagði Sigurður, að hann hefði haft mesta löngun til eins í lífinu: að gleðja aðra. „Lífsgremjan“, sagði hann, „leiðir af sér allt illt. Gleðin er aftur á móti móðir kjærleikans, og maður á að gera allt til að koma í veg fyrir gremjuna, því hún er móðir misgerðanna. Mér Ihefur þótt gaman að fá mér í staupinu; þá er ég glaður. Og ég hef sagt við sjálfan mig: Það er sama hvaðan gleðin kemur, hvort hún kem ur frá áfengi eða einhverju öðru meðlæti. Þetta er engin sjálfsafsökun, því ég geri mér fullkomlega grein fyrir því, að hægt er að misnota áfengi eins og hverja aðra nauð- synjavöru. En það er líka langt síðan ég gerði mér grein fyrir þvi, að vínið get- ur verið uppspretta þarf- legra hluta og djarflegra. En nú ætla ég ekki að tala við' þig lengur um Rakkus koniung. Ég ætla heldur að segja þér dálitla sögu í lok- in. Þorbergur Þorleifsson fró Hólum í Hornafirði var kúnstugur þingmaður, en bezti karl. Hann var mér mjög andstæður á fyrsta þinginu sem ég sat og spratt ævinlega upp til að andmæla ræðum mínum. Og þá kallaði hann mig: „þetta ill- hveli á úthafi mannlífsins.“ Ég vonaðist til að orðatil- tækið festist við mig, en varð ekki að ósk minni. Á næsta þingi sagði Þorbergur þeg- ar við heilsuðumst: „Ætli okkur komi ekki betur saman á þessu þingi en því síðasta." Ég svaraði': „Það fer eftir því, hvernig viðrar á út- hafi mannlífsins." Þorbergi þótti þetta ekkert fyndið, og brosti ekki M.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.