Morgunblaðið - 15.04.1965, Side 15
Fímmtudagur 15. apríi 1965
MORGUMBLABIB
15
Skállioltsnefnfl leStar eftir fjár
framflögum tII kaupa á bóka-
safni og tIII endurreisnar
menntasetuirs þar
Biskupinn á íslandi. herra Sigur björn Einarsson, messar í Skál
holtskirkju.
En það er fyrst og fremst hlutverk íslenzku þjóðarinnar, hlutverk
hvers einasta Islendings, að vinna að þessari endurreisn.
Skálholt er dýrmæt sameign allrar þjóðarinnar. í>ví leitum vér
nú til allra landsmanna um fjárframlög til Skálholtsstaðar, til
kaupa á bókasafni og til endurreisnar menntaseturs þar. Frænd-
þjóðir vorar á Norðurlöndum hafa nú efnt til fjársöfnunar til bygg-
ingar lýðháskóla í Skálholti. Vér ætlumst nú tii þess af Dönum, að
þeir láti oss fá handritin. Vér viljum að þjóðin ætiist einnig til mik-
ils af sjálfri sér. Bókagjöfin til Skálholts er vottur þakklætishugar
til þeirra, sem þar ræktuðu fræga bókmenningu.
Vér skírskotum til metnaðar íslendinga varðandi þetta mál og
væntum þess að þjóðin sýni í verki að vér viljum öll að Skálholts-
staður verði endurreistur og honum sýnd sú virðing, sem honum
er samboðin í vitund manna, í fullri vissu þess, að Skálholt muni
auðga og treysta heilbrigt þjóðlíf. Sérhverri þjóð er nauðsyn og
skylda að varðveita menningararfleifð sína og tengja sögu og afrek
genginha kynslóða traustum böndum við nútíð og framtíð. í sögu
sína og forna mennt sækir þjóðin styrk, sjálfstraust og afl til nýrra
átaka og framfara. Vér lítum svo á ,að hin öra fólksfjölgun og
vöxtur atvinnulífsins muni skapa ríka þörf fyrir myndun byggðar
í Skálholti, kringum þær mennta- og menningarstofnanir, sem þar
eiga að rísa, enda mundi sú byggðarmyndun studd af Legu staðarins,
svo og jarðhita og rafmagni. Vér viljum þess vegna beina öflum,
sem eru að verki með þjóðinni, inn á brautir, þar sem þau þjóni
sem bezt í senn eðlilegum tilgangi sínum og heilbrigðum þjóðar-
metnaði. Með framlagi sínu greiðir hver íslendingur gamla skuld
og leggur um leið stein í byggingu musteris og menntaseturs, er
verða mun þjóðinni til blessunar á ókomnum tímum.
Reykjavík, i marz og apríl 1965.
f BYRJUN desembermánaðar
1964 birtist í blöðunum augtýs-
ing frá Kára B. Helgasyni, kaup-
manni, þess efnis að til sölu væri
bókasafn hans, er að stofni til
væri hið mikla bókasafn í>or-
steins sýslumánns Þorsteinsson-
ar, er Kári hafði keypt. Tilboðs-
frestur var auglýstur til 1. febr.
1965.
Hinn 29. jan. 1965 birtist ávarp
I blöðunum frá biskupi, herra
Sigurbirni Einarssyni, er hann
nefndi: Bókasafn handa Skál-
íholfi. Avarpið var svohljóðandi:
„Hvað verður um bókasafn
Kára Helgasonar? Ýmsir hafa
spurt svo að undanförnu og er
full ástæða til. Mörgum er ljóst,
að það út af fyrir sig að láta safn
þetta sundrast, væri menningar-
leg slysni, eða öllu heldur hand-
vömm í stórum stíl. Fleiri geta
ef til vill gert sér grein fyrir því,
að það væri þjóðarhneisa að láta
það fara úr landi. Hvorugt þetta
:má gerast. Hvorugt þarf að ger-
ast.
Hvað á að verða um þetta
mikla og góða bókasafn? Það
hefur mér verið Ijóst í mörg ár:
Þetta bókasafn á að fá sinn
varanlegan samastað í Skálholti.
Gott bókasafn er lífsnauðsyn
fyrir staðinn, ef hann á að verða
menningarlegt höfuðból. Og
þetta safn er svo vaxið, að hvergi
væri þjóðinni meira gagn og
sæmd að því en þar.
Tilraunir til þess að koma
þessu safni í eigu Skálholts hafa
ekki borið árangur hingað til.
Staðurinn á ekki fjárráð til slíks
og vantar mikið á. En þjóðin
getur bjargað þessu máli. Vill
þún ekki géra það?
Fyrir fáum árum var bóka-
safn, allverðmætt, til sölu í
Skagafirði. Gerð var tilraun til
þess að fá það keypt til Hóla-
staðar. Það tókst ekki. Hvorugur
þeirra staða, sem um aldirnar
voru í forystu um bókagerð og
menningu hér á landi, eiga nýti-
lega bók að talist geti. Er það
eðlilegt og vansalaust? Vilja
ekki góðir menn hlaupa undir
bagga og skjóta saman í fé handa
Skálholtsstað til kaupa á bóka-
safni Kára Helgasonar?**
Eftir birtingu ávarpsins hafði
biskup samráð við kirkjuráðs-
menn og fleiri um kaup á bóka-
safni Kára Helgasonar handa
Skálholti. Og 2. febr. gerði hann
formlegt tilboð f. h. Kirkjuráðs
um kaup á safninu. Hljóðaði til-
boðið upp á 3.5 milljónir króna
fyrir safnið óskert, og hinn 13.
febr., var undirritaður kaupsamn
ingur, er hljóðaði upp á fyrr-
nefnda upphæð. Seljandi: Kári D.
Helgason, kaupmaður; kaupandi:
biskup og Kirkjuráð vegna Skál-
holts.
Jafnhliða og til undirbúnings
þessari samningsgerð hafði það
gerzt, að stjórn Skálholtsfélags-
ins, en hana skipa Sigurbjörn
Einarsson biskup, formaður, Ol-
afur Jónsson verzlm. gjaldkeri,
Jóp Gunnlaugsson fulltrúi, ritari
og meðstjórnendur þeir Hróbjart
ur Bjarnason, kaupmaður og
Sveinbjörn Finnsson, kennari,
kom saman á fund í skrifstofu
biskups hinn 4. febr. Auk stjórn-
arnefndarmanna voru boðaðir
sem áheyrnarfulltrúar á fund
þennan, þeir dr. Benjamín Ei-
ríksson, bankastjóri, formaður í
tekjuöflunarnefnd fyrir þjóð-
kirkjuna, er skipuð var á síðasta
kirkjuþingi og Þórarinn Þórar-
insson, skólastjóri, kirkjuráðs-
maður.
A fundi þessum samþykkti
stjórnin að gefa til söfnunarinn-
ar kr. 600.000,— og jafnframt
beita sér fyrir landssöfnun í
sama skyni.
Jat'nframt var ákveðið að
kveðja til ýmsa menn í væntan-
lega söfnunarnefnd, auk stjórnar
Skálholtsfélagsins. Hefur sú
nefnd unnið að undirbúningi söfn
unarinnar.
Skálholtsnefnd skipa:
Benjamín Eiríksson, formaður
Þórarinn Þórarinsson, ritari
Ólafur Jónsson, gjaídkeri
Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Erlendur Einarsson, varaform.
Gunnar Friðriksson
Hróbjartur Bjarnason
Jóhanna Guðmundsdóttir
Jón Gunnlaugsson
Magnús Z. Sigurðsson
Magnús Víglundsson
Ottó A. Michelsen, varagjaldk.
Páll H. Jónsson, vararitari
Pætur Sæmundsen
Stefán Hilmarsson
Unnar Stefánsson
Framkvæmdastjóri nefndarinn
ar er Sveinbjörn Finnsson.
Hefur nefndin opnað skrifstofu
að Hafnarstræti 22, símar 18354
og 18105. Gerð verður sérstök
bók, sem geyma á nöfn allra, sem
þátt taka í söfnuninni, en gert er
ráð fyrir að henni ljúki á þessu
ári. Gjafir eru skattfrjálsar.
Þessa daga berast gjafir til söfn
unarinnar, þeirra á meðal frá
stúdentum guðfræðideildar, og
frá stúdentum norrænu deildar,
sem jafnframt birtu ávarp í blöð-
unum um málið.
Skálholtsnefnd hefur samið
sérstakt Ávarp til þjóðarinnar,
sem undirritað hefur verið af
ýmsum stuðningsmönnum máls-
ins, og fer það hér á eftir:
Ásgeir Ásgeirsson
forseti Islands
Séra Árelius Níelsson
formaður Bandalags Æskulýðs-
félaga i Reykjavík
Axel Tulinius
sýslumaður Sunnmýlinga
Dr. theol. Bjarni Jónsson
vigslubiskup
Björn Fr. Björnsson
sýslumaður Rangæinga
Björn Sigurbjörnsson
gjaldkeri Stúdentafélags
Suðurlands
Einar Haukur Eiríksson
skattstjóri, Vestmannaeyjum
Séra Eirikur Þ. Stefánsson
fyrrv. prófastur
Eysteinn Jónsson
formaður Framsóknarflokksins
Gisli Halldórsson
forseti íþróttasambands fslands
Séra Gunnar Árnason
formaður Prestafélags íslands
Sigurbjörn Einarsson
biskup íslands
Gunnar Guðbjartsson
formaður Stéttarsambands
bænda
Hannibal Valdimarsson
forseti Alþýðusambands
Islands
Hilmar Stefánsson
formaður fyrri Skálholts-
nefndar
Hörður Bjarnason
húsameistari rikisins
Ingólfur Jónsson
landbúnaðarráðherra
Jóhann Hafstein
kirkjumátaráðherra
Jóhann S. Hannesson
skólameistari, Laugarvatni
Jón Sigurðsson
formaður Sjómannasambands
íslands
Séra Jón Þorvarðarson
kirkjuráðsmaður
SKÁLHOLT er einn frægasti og virðulegasti sögustaður á fslandi.
Um aldaraðir var Skálholt — ásamt Hólum — miðstöð menntunar
og trúarlífs, kirkju og skólahalds. Þjóðlífið átti þar sína háborg í
andlegum og veraldlegum efnum. f nágrannalöndunum urðu sam-
svarandi staðir að grónum og frægum háskólaborgum, sem eru afl-
gjafar í lífi þjóðanna. En á neyðar- og niðurlægingartímum var
biskupsstóllinn í Skálholti lagður niður og skólinn settur á flæking.
Sú ráðstöfun að leggja niður aldagamlar menningarstofnanir sam-
bærilegar, á sér vart hliðstæðu í sögu nálægra þjóða. Vér lítum svo
á, að brýna nauðsyn beri til að bæta fyrir þetta með því að endur-
reisa hin fornu biskupssetur á þann hátt, að sæmi fornum menn-
ingar- og menntasetrum íslenzku þjóðarinnar.
Endurreisn Skálholtsstaðar ér mikið átak. Áhugamenn, íslenzk-
Ir og erlendir, hafa gefið til Skálholts. íslenzka ríkið, ríkisstjórn og
alþingi, hafa þegar lagt fram verðmætan og mikilvægan skerf.
Frændþjóðir vorar á Norðurlöhdum hafa sýnt Skálholti mikla
ræktarsemi og stutt endurreisn staðarins með verðmætum gjöfum.
Kristima Ármaiaiiissoa
rekfeor Meantaskólauas
í Reykjavík
Lára Sigurbjörmsdóttir
formaður HCvenfélagasauaiþaruls
íslands
Ólafur Þ. Kristjáimssoia
stórtemplar
I)r. Páll ísólfsson
organleikari Dómkirkjunima*
Séra Sigurður Einarsson
skáid í Holti
Séra Sigurður Pálsson
prófastur, Selfossi
Sigurður Stefáusson
vígslubiskup, Möðruvöllnm
Séra Sveinbjörn Högnason
fyrrv. prófastur
Vilhjálmur Þ. Gíslason
útvarpsstjóri
Þórarinn Þórarinsson
kirkjuráðsmaður
Þórður Tómasson
safnvörður, Skógumn
Örn Steinsson
formaður Farmanna- »g fiskl-
mannasambands íslands
Ásmundur Guðmuadsson
biskup
Bjarni Guðbjörnsson
forseti bæjarstjörnar ísafjarðar
Birgir Kjaran
formaður stjórnar Seðlabankn
Íslands
Björn Sigfússom
háskólabókavörður
Björn Teitsson
formaður stúdentaráðs Háskóla
fslands
Eiríkur Eiríksson
formaður Ungmennafélags
íslands
Séra Erlendur Sigmundsson
prófastur, Seyðisfirði
Geir Hallgrímsson
borgarstjóri
Guðmundur Halldórsson
forseti Landssambands Iðnaðaf-
manna
Gunnar J. Friðriksson
formaður Félags íslenzkra
iðnrekenda
Gunnar Gunnarsson
skáld
Helgi Elíasson
fræðslumálastjóri
Hrefna Tynes
kvenskátahöfðingi
Séra Ingólfur Guðmundsson
formaður Stúdentafélags Suðtif-
lands
Jakob Frimannsson
formaður stjórnar Sambanda
íslenzkra samvinnufélaga
Jóhann Hannesson
prófessor, forseti Guðfræði-
deildar
Séra Jón M. Guðjónssoa
Akranesi
Jón Þórarinsson
formaður Bandalags isleoikn
listamanna
Jónas B. Jónsson
skátahöfðingi
Dr. Kristján Eldjára
þjóðmin javörður
Ludvig Storr
aðalræðismaður
Páll Hallgrímsson
sýslumaður Árnesinga
Páll V. G. Kolka
kirkjuráðsmaður
Séra Sigurður Kristjánssom
prófastur, ísafirði
Dr. Sigurður Sigurðssoa
landlæknir
Stefán Júliusson
formaður Rithöfundasamhandk
fslands
Sverrir Júliusson
formaður Landssamhands
íslenzkra útvegsmanna
Þórarinn Björnsson
skólameistari, Akureyri
Séra Þorgrimur Y. Sigurðsson
kirk juráðsmaður
Þorsteinn Sigurðsson
formaður Búnaðarfélags íslands
Istanbul, 12. apríl AP
BÖNNUÐ hefur verið sata í
Tyrklandi á 9. apríl-hefti
bandaríska vikuritsins ,TIME‘,
þar sem það hafi farið óvirðu
legu orðum um Kemal Ata-
turk.
£ -if blaðsins, sem urðu or-
sök bannsins, voru gagnrým
á bókina „Ataturk“ eftir
brezka rithöfundinn Kinross
lávarð. En fréttamenn í Istan-
bul benda á að bók þessi hef-
ur verið' til sölu á ensku í
bókaverzlunum þar í borg.