Morgunblaðið - 15.04.1965, Page 28

Morgunblaðið - 15.04.1965, Page 28
I DAG hefur Forseta fslands jþóknast, samkvæmt tillögu dóms- málaráðherra, að veita almenna uppgjöf saka vegna brota skip- stjórnarmanna íslenzkra veiði- skipa gegn reglugerð um fisk- veiðiiandhelgi íslands, sbr. lög um bann gegn botnvörpuveiðum og lög um takmarkað leyfi til dragnótaveiða í fiskiveiðiland- heigi íslands undir vísindalegu eftiriiti. Útgerð íslenzkra fikveiðiskipa, stærri og minni, á botnvörpu- veiðar og að nokkru á dragnóta- veiðar hefur átt í miklum erfið- ieikum á síðustu árum, einkum vegna missis fyrri veiðisvæða, og útgerð minni fiskibáta jafnframt vegna þess, að þeir geta ekki, sökum smæðar og aldurs, tekið þátt í samkeppni við nýjar og stærri gerðir fiskibáta með miklu margháttaðri veiðitæki og nýja en kostnaðarsama veiðitækni, sem mótað hefur þróun fiskibáta flota landsmanna síðari árin. Með því að afkoma og greiðslu- geta þeirrar útgerðar er af þess- um sökum bágborn hefur þótt rétt að veitt verði almenn upp- gjöf saka vegna fiskveiðibrota islenzkra aðila eftir 11. marz 1961. L.A. sýnir Nitouche Akureyri 12. apríl. L.EIKFÉLAG Akureyrar frum- sýnir óperettuna Nitouche eftir Florimond Hervér á 2. í páskum kl. 20. Leikstjóri er Jón.as Jónas- son, en aðalhlutverk leika frú Fórunn ólafsdóttir (Nitouche) og Ólafur Axelsson (Celstin, söng kennara). Þessar upplýsingar og ýmsar fleiri komu fram á fréttamanna- fundi, sem stjórn L. A. efndi til „Erfilt að stoppa bílinn“ EINS og sagt var frá í blaðinu í gær, handtók lögreglan að- faranótt þriðjudags fjóra unga pilta, sem verið höfðu í ökuferð ölvaðir um bæinn. Við yfirheyrslur í málinu kom það fram, að ökumaður hafði átt i miklum erfiðleikum við aksturinn, því að „það var bara svo erfitt að stoppa bíl- inn.“ Ástæðan tii þessara erf- iðleika var sú, að bifreiðin var bæði hemlaiaus og kúpl- iingin einnig í mjög slæmu lagi. Var því engin furða, ' þótt hinum ölvaða ökuþör reyndist erfitt að stöðva bif- reiðina við rauð ljós og þegar aðrar bifreiðar urðu á leið þeirra félaga. í dag. Formaður félagsins, Jó- hann Ögmundsson, gat þess, að Nitouche væri 3. verkefni L. A. á þessum vetri. Tangarsókn tengdamömmu var sýnd 10 sinn- um og Munkarnir á Möðruvöllum 14 sinnum og voru þar að auki fluttir í útvarp. Áður hefur fé- lagið sýnt 2 óperettur, Meyjar- skemmuna og Bláu kápuna. Nitouche var fyrst sýnd hér á landi af Leikfélagi Reykjavíkur árið 1940 undir stjórn Haralds Björnssonar. Voru sýningar þá 109 og má af því nokkuð marka vinsældir hennar. Þjóðleikhúsið sýndi hana svo 1953 með sama leikstjóra og aðalleikkonu, Sig- rúnu Magnúsdóttur. Nitouche er mjög skemmtileg óperetta, full af fjöri og gáska og lögin létt og falleg. Jónas Jónasson þreytti frum- raun sína sem leikstjóri hjá leik- félagi Akureyrar með sjónleikn- um þrír eiginmenn og setti auk þess á sig sjónleikinn Pabba fyrir félagið. Þar að auki hefur hann Framhald á bls. 27 Afli net.abáta hefur verið að glæðast síðustu dagana og i fyrrinótt streymdu bátarnir inn til Vest- mannaeyja með 35—50 lesta afla og allt upp undir 70 lestir. Þessi mynd var tekin um borð í einum netabátnum. Sjá blaðsiðu 3. Minnisblað lesenda Útvarpið um páskana: sjá bls.J Læknavakt, slysavarðstofa, j bilanir er hægt að tilkynna í 26. lyfjaverzlanir og tannlæknava.kt: síma 15359. Sjá dagbók bls. 4—5. Páskamessur, sjá dagbók, bls. 4—5. Hitaveitubilanir: Alvarlegar Símabilanir tilkynnist í síma 05 að venju. Reykjanesvegur veröur steyptur segir Ingólfur Jónsson, samgöngumálaráðherra MORGUNBLAÐIÐ átti í gær' «amtal vift Ingólf Jónsson, samgöngumálaráðherra, og heindi þeirri spurningu til hans, hvort ákvörðun hefði verið tekin um það, hvort slítlag Reykjanesvegar (Kefla víkurvegar) yrði malbikað eða steinsteypt. Eins og ráð- berrann lýsti yfir við af- greiðslu vegaáætlunarinnar á Alþingi, hefði þá ekki enn verið ákveðið hvor leiðin yrði valin. Samgöngumálaráðherra upplýsti, að nú hefði verið ákveðið að steypa það, sem eftir er vegarins. Eftir eru 19 km vegalengd og er fyrirhug- að að þeirri vegargerð verði lokið í sumar. Auk þess verð- ur malbikaður 3 km kafli um Njarðvíkur. Ríkisstjórnin mun afla sér heimildar til lántöku vegna Reykjanesvegar, Strákavegar og Múlavegar, eins og alltaf hefur verið gert ráð fyrir. — Reykjanesvegur hefur að því leyti sérstöðu, að talsverður hluti hans hefur þegar verið steyptur. Þá verður tekið á honum umferðargjald til að standa að verulegu leyti und- ir kostnaði við vegagerðina. Vitað er, að meira fé þarf til að steinsteypa slitlag vega en malbika það, en umferðar- gjaldið mun jafna þann mis- mun, sagði samgöngumála- ráðherra að lokum. í tilefni af þessu hafð: Morgunblaðið tal af þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi ©g lýstu þcir vfir ánægju sinni með þessa ákvörðun. Fuli- yrtu þeir, að íbúar á Suður- nesjum myndu mjög fagna þessum málalokum. Verzlanir verða opnar á laug- ardag kl. 9 til 13, en lokaðar bæna dagana og páskadagana. Söluturnar verða lokaðir föstu- daiginn langa og páskada.g, en opnir hina dagana eins og venju- lega. Mjólkurbúðir, þ.e. samsölubúð- ir og brauðbúðir, sem selja mjólk, eru opnar á skírdag frá kl. 9 til 13, lokaðar föstudaginn langa, oþnar á laugardag frá kl. 8 til 13, lokaðar á páskadag og opnar á annan í páskum frá kl» 9 til 12. Benzínstöðvar verða opnar, sem hér segir: Skírdag kl. 9.30- 11.30 og 13 til 18. Föstudaginn langa 9.30 til 11.30 og 13 til 15. Laugardag frá kl. 8 til 22.30. Páskadag kl 9.30 til 11.30 og kL 13 til 15. Annan páskadag frá M. 9.30 til 11.30 og kl. 13 til 18. Framhald á bls. 27 Margir flugfar- þegar fepptir AKUREYRJ, 14. apríl. — Hér bíða um 100 manns eftir flug- farj til Reykjavíkur og 200—300 manns í Reykjavík eftir flúg- fari no'rður, en fró því um hádegi hefur verið hér bleytuhríð og dimmviðri, og því ekkert flug- veður. Ein flugvéJ, fulJskipuð farþegum, kom hér í naorgun, og er hér veðurteppt. Skipstjórum veitt almenn uppgjöf saka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.