Morgunblaðið - 30.04.1965, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 30. aprH 196\
Þurfum stórátak í
markaðsmáiunum
Viðtal við Richard Björgvins-
son framkvæmdastjóra
Langeyrarverksmiðjunnar
sem hefur byrjað útflutning
niðursoðinna hrogna
RÆKJUVEIÐUM er fyrir nokkru
lokið fyrir vestan og í tilefni þess
hefur Morgunblaðið átt viðtal við
Richard Björgvinsson, viðskipta-
fræðing, annan tveggja fram-
kvæmdastjóra niðursuðuverk-
smiðjunnar á Langeyri við Álfta
fjörð. I>eir feðgar, Björgvin
Bjarnason og Richard sonur hans
hafa byggt upp og rekið þessa
verksmiðju um nokkurra ára
skeið og flytja þeir út 40% af
rækju þeirri, er veiddist við ísa-
fjarðardjúp í vetur.
Richard kvað rækjuveiðarnar
hafa gengið vel og óvenjumikið
magn virtist hafa verið í fsa-
fjarðardjúpi yfir veiðitímann.
Þetta hefði verið stór og góð
ræfcja, sem auðvelt hefði verið
að vinna.
í vetur lögðu 7 bátar upp hjá
niðursuðuverksmiðjunni á Lang-
.eyri af þeim 17, sem stunduðu
veiðamar í Djúpinu. Verksmiðj-
an á Langeyri er afkastamikil,
enda er í henni mjög fullkomin
amerísk skelflettingarvél, sem af
kastar 8 tonnum á sólarhring.
— Að ráði fiskifræðinga hefur
rækjuveiðin verið takmörkuð
nokkur undanfarin ár og var
upphaflega heimilað að veiða
400 tonn á vertíðinni í vetur. En
vegna þess að ljóst var, að rækju
magnið var mjög mikið á miðun-
um fékkst leyfi til veiða á 200
tonnum í viðbót — og var það
fljótunnið verk, sagði Richard.
Við erum að vona, að dregið
verði enn úr þessum hömlum á
næsta ári svo að hægt verði að
auka veiðarnar enn meira. Við
höfum þegar selt alla okkar
rækju, ýmist niðursoðna eða
frysta — til Bretlands, Frakk-
lands, Svíþjóðar, Danmerkur og
Finnlands.
— Við erum hættir að frysta
okkar rækju í blokkum, eins og
hingað til hefur tíðkazt. Við
frystum rækjuna lausa, ef Svo
mætti segja. Hún er það, sem
Bretinn kallar „individually froz-
en“ — þannig að rækjurnar
frjósa ekki saman. Nú orðið Þýð-
ir helzt ekki að bjóða Bretanum
hana öðru vísi og frysting á öðr-
um fiski er stöðugt að færast
meira og meira í þetta form.
— Við munum vera einu fram-
leiðendurnir, sem frystum rækj-
una þannig hérlendis. Við höfum
einnig gert tilraunir með niður-
soðna þorsklifur — og erum
reyndar komnir af tilraunastig-
inu. Getum selt hana, e.t.v. í stór
um stíl, til Frakklands. Nothæf
lifur til þessarar framleiðslu hef-
ur bara ekki fengizt í vetur. Línu
veiðarnar brugðust að mestu og
ekki getum við notað lifur úr
netafiski til niðursuðu vegna
blóðinnihaldsins, sagði Richard.
— Þá má e.t.v. geta þess, að
vifr hófum fyrir alllöngu tilraun-
ir með að sjóða niður þorsk-
hrogn og höfum við þegar náð
góðum árangrL Norðmenn og
Danir hafa unnið upp markað
fyrir þessa framleiðslu í Bret-
landi, en sjálfir afla þeir ekki
meiri hrogna en það, að þessi
útflutningsgrein þeirra er háð
því að þeir geti fengið keypt
hraðfryst hrogn hér á landi til
þess að sjóða niður ytra.
— Þessi niðursuða er töluvert
vandasöm og hafa Norðmenn og
Danir haldið aðferðum sínum
leyndum. Það tók því nokkum
tíma og kostaði töluvert fé að
þreifa sig áfram þar til góður
árangur náðist, en með því að
vinna hrognin á þennan hátt er
hægt að stórauka útflutningsverð
mæti þeirra, þegar miðað er við
útflutning hraðfiystra hrogna.
— Höfuðvandinn er að ná fót-
festu á hinum erlenda markaði.
Við erum með nýtt vörumerki á
markaðnum í mjög harðri sam-
keppni við hin íslenzku hrogn í
dósum þeirra Norðmannanna.
— En við erum með jafngóða
vöru og þeir norsku — og þess
vegna höfum við trú á að þetta
geti tekizt með tímanum. Vegna
smæðar okkar í samkeppninni
við öfluga erlenda framleíðend-
ur hefur það oftar en einu sinni
hvarflað að okkur, að sendiráð
okkar gætu e.t.v. gert meira til
þess að aðstoða íslenzka útflytj-
endur. Mér er kunnugt um að
verzlunarfulltrúar við norsku
sendiráðin eru t.d. góðir banda-
menn norskra útflytjenda og
veita þeim margháttaða fyrir-
greiðslu.
— Það hefur m.a. borið einu
sinni við, að ég hef leitað til
dansks sendiráðs eftir upplýsing-
um — í borg þar sem ísland hef-
ur einnig sendiráð.
— Eitt sinn báðum við íslenzkt
sendiráð í erlendri borg að út-
vega okkur heimilisfang nafn-
greinds fyrixrtækis, sem við töld-
um að gæti selt afurðir okkar.
Fengum við svar þess efnis, að
slíkt væri ekki í verkahring
sendiráðsins og var þess óskað
að við snerum okkur beint tii
utanríkisráðxxneytisins í Reykja-
vík. Þessu þarf að breyta.
— Nauðsynlegt vseri að utan-
ríkisþjónustan gæti veitt útflytj-
endum betri fyrirgreiðslu en hing
að til. Við þurfum að skóla marga
unga menn í markaðsleitinni,
senda þá út af örkinni — og þeir
þyrftu að hafa aðstöðu við sendi-
ráð okkar erlendis. Slíkt gera
aðrar þjóðir — og við lifum ekki
án utanríkisverzlunar fremur en
þær.
— Nú hafa eigendur niðursuðu
verksmiðja hér á landi stofnað
með sér samtök og við vonum,
að þau samtök skapi í framtíð-
inni grundvöll fyrir stærri átök
á þessum vettvangi. Niðursuðu-
iðnaður eflist stöðugt um allan
heim-------og það er sama hvar
komið er inn í matvöruverzlanir:
Niðursuðuvörurnar taka æ meira
rúm og stöðugt fleiri neytendur
snúa sér að niðursuðunni. Við ís-
lendingar höfum mjög góða að-
stöðu til þess að láta til okkar
taka á þessu sviði, ef rétt verður
að farið. En niðursuðuiðnaður er
ekki grein, sem hægt verður að
byggja upp á einu eða tveimur
árum. Þetta er atvinnuvegur sem
þarfnast langrar þróunar —
bæði hvað framleiðsluna snertir
og markaðsöflunina. En með nið-
ursuðunni getum við margfaldað
verðmæti afurðanna — og hér
höfum við hráefnið, sennilega
jafnbetra hráefni en nokkur önn
ur fiskveiðiþjóð í Evrópu. -
— Enginn einn lyftir Grettis-
taki á þessu sviði og vonandi
verða samtök okkar til þess a3
við sameinum kraftana. f vetur
tókum við þátt í matvælasýningu
í París, vorum eina islenzka nið-
ursuðuverksmiðjan, sem þar
sýndi vörur sínar. Þessi sýning
bar allgóðan árangur, sem óneit-
anlega var uppörvandi.
— Mér dettur ekki í hug a3
halda því fram, að við ættum að
leggja meiri áherzlu á niðursuðu
en frystingu í framtíðinni. En ég
held að mikilvægt sé að auka og
þróa niðursuðuiðnaðinn með út-
flutning fyrir augum — og reyna
að selja stærra brot af fram-
leiðslunni niðursoðið en nú er.
Þannig gætum við aukið verð-
mæti útflutningsafurða töluvert
— smátt og smátt, sagði Richard
Björgvinsson að lokum.
Iðnskólo Keflo-
víkor slitið
Keflavík, 28. apríl.
NÝLEGA var Iðnskóla Keflavík-
ur slitið og var þetta þrítugasta
skólaárið, því skólinn var stofn-
aður 1935. Á þessu tímabili hefur
skólinn útskrifað 230 nemendur í
nær öllum iðngreinum. Að þessu
sinni voru 81 nemandi við skól-
arm og luku 38 þeirra fullnaðar-
prófi. Hæstu einkunn við burt-
faraipróf hlaut Ólafur Þorgils
Guðmundsson, málaranemi, 8,89.
Hæstu einkunn í framhaldsbekkn
um hlaut Sigurður V. Egilsson,
9,18. —
Þorbergur Friðriksson, formað
ur Iðnaðarmannafélags Keflavík
ur og nágrennis afhenti Þorgila
verðlaun frá félaginu og ræddi
nokkuð í því sambandi um nauð-
syn menntunar iðnaðarmanna og
gildi skólans í því sambandi.
Við skólana störfuðu 9 kenn-
arar auk skólastjórans Hermanna
Eiríkssonar. Iðnskóli Keflavíkur
hefur enn ekki sitt eigið hús-
næði og háir það nokkuð starf-
semi skólans, en eftir því sem
skólastjóri ræddi um, er nú unn-
ið að því að bæta úr húsnæðis-
vandræðum skólans, því aðsókn
fer vaxandi með hverju ári.
— hsj —
* Fiskriti
Ég sá það í blaðinu í gær,
að Halldór Halldórsson er bú-
inn að gefa asdic-tækjunum
margfrægu íslenzkt heiti. Hann
nefnir þau fiskrita og má með
sanni segja, að það sé ekki illa
til fundið. — Fæstir vita senni-
lega hvað asdic þýðir í raun og
veru og flestir setja það óhjá-
kvæmilega í samband við síld-
veiðar og fiskleit yfirleitt.
ASDIC er, ef ég man rétt,
skammstöfun á ensku orðun-
um: Anti Submarine Defence
Investigation Committee, sem
þýðir lauslega rannsóknarnefnd
varna gegn kafbátum.
Sama máli gegnir með asdic,
ratsjá (Radar — Radio Detec-
tion and Rancing) og annan
tækniútbúnað, sem komizt hef-
ur í almenna notkun á síðari
árum. Flest á þetta upptök sín
í hemaði, en síðar hefur reynzt
unnt að framleiða tækin í stór-
um stíl til almennra nota.
Jeppinn
Og einhvern tíma heyrði
ég, að íslenzka orðið jeppi, sem
hvert mannsbarn á íslandi
þekkir, eigi allundarlega sögu.
Þetta er í rauninni íslenzkun á
orðinu jeep, sem Bandaríkja-
menn nota xxm sömu tegund
bifreiðar.
Upphaflega var bifreiðin köll-
uð „General Purpose Vehicle“,
eða farartæki til allra nota. —
Bandaríkjamennirnir fóru síð-
an að stytta þetta heiti, og kalla
„jeppann“ GP, eða tveimur upp
hafsstöfum tveggja fyrstu orð-
anna. í framburði varð GP dsí-
pí, síðan var báðum stöfunum
slegið saman í dsíp, sem síðan
má rita: Jeep. Framburðurinn
er sá sami. Þannig varð GP að
jeppa.
Ef ég fer ekki með rétt mál
er ég reiðubúinn að leiðrétta
það, en þetta er a.m.k. ein sag-
an um tilkomu orðsins jeppi.
„Dagar víns og rósa“
Og hér kemur stutt bréf frá
frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur,
skrifað í tilefni ummæla minna
og fleiri um kvikmynd þá, sem
nú er sýnd í Austurbæjarbíói,
en frú Aðalbjörg starfar við
kvikmyndaeftirlit, eins og flest-
um er kunnugt:
„Vegna skrifa í Morgunblað-
inu um það, að ekki hefði átt
að banna unglingum aðgang að
kvikmyndinni „Dagur víns og
rósa“ langar mig til að gera
ofurlitla grein fyrir því hvað
fyrir mér vakti, er ég bannaði
hana unglingum innan 16 ára
aldurs.
Myndin er ákaflega sterk og
átakanleg í hinni vonlausu bar-
áttu við að bjarga ungu kon-
unni úr klóm áfengisástríðunn-
ar. Ég var sjálf blátt áfram
miður min á eftir. Og ég spurði
sjálfa mig: Hvernig verkar þessi
mynd á ungling, sem býr við
einhverjar líkar aðstæður á eig-
in heimili, horfir á foreldra eða
nána vandamenn ofurselda
þessari skelfingu, sem engin ráð
sýnast duga við? Vekur hún
ekki fyrst og fremst vonleysi og
þjáningu, ef engar skýringar
fylgja með? Þetta var ástæðan
til bannsins.
All-t öðruvísi horfir málið við
ef myndin væri sýnd sem skóla-
mynd fyrir unglingaskólana þar
sem kennarar fylgdust með
unglingunum og notuðu síðan
myndina til aðstoðar við
fræðslu um áfengismálið. Sama
máli er að gegna um fleiri teg-
undir mynda, sem hér hafa kom
ið. Þær eru góðar ef kennari
notar þær til uppistöðu við
kennslu sína, en vafasamar ella.
Væri ágætt, að skólayfirvöld
tækju þetta til athugunar.
Aðalbjörg Sigurðardóttir.** ,
B O SC H
flautur, 1 og 2ja tóna.
BRÆÐURNIR ORMSSON hf
Vesturgötu 3. — Sími 11467.
0