Morgunblaðið - 30.04.1965, Síða 8
9
MORGUN BLAÐIÐ
Föstudagur 30. apríl 1969
Lausn kjaradeilu flugmanna - Rannsóknir í
þágu atvinnuveganna - Atvinna við siglingar
í GÆR fór m.a. fram í Efri deild
3. umræða um frumv. um lausn
kjaradeiln atvinnuflugmanna og
var frujmarpið afgreitt til NeSri
deildar. Á síðdegisfundí í gaer tók
Neðri deild frumvarpið til 1.
nmræðu ug stóð hún langt fram
eftir kvöldi, en síðan var frum-
varpinu visað til 2. umræðu og
samgöngumálanefndar.
f Neðri deild fór m.a. fram 2.
umræða um frumvarp um rann-
sóknir í þágu atvinnuveganna,
en menntamálanefnd deildarinn
ar hafði haft frumvarpið til með-
ferðar og gert á því ýmsar breyt-
ingar.
NEÐRI DEILD
Rannsóknir í þágu
atvinnuveganna
Benedikt Gröndal (Alþfl.)
gerði grein fyrir áliti mennta-
málar/efndar um frumvarp um
rannsóknir í þágu atvinnuveg-
anna. Sagði Benedikt m.a., að
hér væri um skipulagningu á
rannsóknum í
oágu atvinnuveg
anna að ræða og
væri því ljóst,
að ekki mætti
tefja þetta mál
lengur en orðið
væri. — Gerði
Benedikt síðan
grein fyrir breyt
ingartillögum
menntamálanefndar við frum-
varpið, en þær eru 37 talsins. í
þeim er m.a. lagt til að í rann-
sóknarráði eigi sæti 21 maður í
stað 17, eins og frumvarpið gerði
upphaflega ráð fyrir. Þá leggur
nefndin ennfremur til, að í ráð-
inu verði 7 alþingismenn í stað
5 eins og áætlað hafði verið og
að í stað þriggja fulltrúa fyrir
hagnýtar rannsóknir verði þeir
fimm þ.e.a.s. forstjórar Rann-
sóknastofnunar byggingaiðnað-
aðarins, Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins, Rannsóknastofn-
unar fiskiðnaðarins og Hafrann-
sóknastofnunarinnar. Einnig
leggur menntamálanefnd til að
menntamálaráðherra verði for-
maður Rannsóknaráðs.
Við umræður þessar tóku einn
ig til máls Sigurvin Einarsson
(F) og Einar Olgeirsson (Alþbl.)
og lýstu sig í öllum höfuðatrið-
um samþykka frumvarpinu og
var það síðan afgreitt til 3. umr.
og breytingartillögur mennta-
málanefndar samþykktar.
Loðdýrarækt
Sigurður Ágústsson (S) talaði
fyrstur í umræðum um frum-
varp um loðdýrarækt, en 2. um-
ræðu um það var haldið áfram
í gær. Kvaðst hann vilja þakka
flutningsmönnum frumvarpsins
flutning þess og sagðist ekki trúa
öðru en að frumvarpið yrði sam-
þykkt. Hér væru betri skilyrði
til minkaræktar en víða annars
staðar og væri sjálfsagt að not-
færa sér það.
Bjöm Pálsson (F) gerði grein
íyrir breytingatillögum, sem
hann og Jón Skaftason eru flutn-
ingsmenn að, að ríkisstjórnin
skuli, áður en leyfi er veitt til
minkaeldis, senda hæfan mann
til Noregs, Danmerkur og Sví-
þjóðar til að kynna sér allt, sem
við kemur minkaeldi og minka-
rækt. Að fenginni jákvæðri
greinargerð frá þeim manni,
þannig að sterkar líkur bendi til,
að minkaeldi hér á landi muni
reynast arðbær atvinnuvegur,
verði landbúnaðarráðherra heim-
ilt að veita leyfi til að reisa og
reka allt að 20 minkabú.
Sagði Björn, að tillaga sín ætti
ekki að tefja málið, enda þyrfti
hvort sem er margs konar und-
irbúnings með við að koma
minkabúunum upp. Björn sagði
ennfremur, að ástæðan fyrir því,
að tillögu sinni um, að ef til
kæmi yrðu heimiluð 20 minkabú,
að ef þau yrðu aðeins 5, þá
myndu fleiri sækja um heimild
fyrir því að starfrækja minkabú,
en hana gætu fengið.
Hannibal Valdimarsson (Albl.)
gerði grein fyrir afstöðu sinni
til frumvarpsins og sagðist hann
mundu greiða atkvæði igegn frum
varpinu. Kvaðst hann telja marg-
víslega hættu á því, að minkur-
inn myndi sleppa úr búum og
valda hér enn tjóni, en um ábata
aí honum væri borin von.
Jónas Pétursson (S) sagði, að
unnt ætti að vera að ljúka þessari
umræðu án þess að álit náttúru-
verndarráðs lægi fyrir, en tals-
verð gagnrýni hefur komið fram
á því af hálfu sumra þingmanna,
að hún hefur ekki verið fengin.
Sagði Jónas ennfremur, að þessa
álits væri bráðlega von og myndi
það þá geta legið fyrir við 3. um-
ræðu. >á saigði Jónas einnig, að
umræðumar hefðu sýnt, að hér
væri um mikið tilfinningamál að
ræða. Taldi hann ekki bót að
breytingartillögu Björns Pálsson-
ar. í>að yrði áreiðanlega fylgzt
með því, hvernig til tækist með
minkaræktina, ef hún yrði leyfð
nú og í því væri vissulega fólg-
ið mikið aðhald.
Benedikt Gröndal (Alþfl.) skýrði
frá því, að landbúnaðarnefnd
hefði samþykkt að leita náttúru-
verndarráðs og kvaðst hann ein-
dregið vilja mælast til þess, að
frumvarpinu yrði ekki vísað til
3. umræðu fyrr en álit náttúru-
verndarráðs lægi fyrir. Einnig
tók Skúli Guðmundsson til máls
og tók undir með Benedikt Grön
dal um að bíða álits Náttúru-
verndarráðs.
Frumvarpið var síðan tekið út
af dagskrá oig umræðum um það
enn frestað. Mæltist deildarfor-
seti, Sigurður Bjarnason, til þess
að því yrði hraðað að fá álit
Náttúruvemdarráðs, þannig að
það lægi fyrir, 'er umræðunni
yrði áfram haldið, sem yrði að
öllum líkindum í dag.
• •
Onnur mál
í gær voru enn fremur á dag-
skná Neðri. deildar frumvarp um
breytingu á lögum um bruna-
tryggingar í Reykjavík, sem sam-
þykkt var til 3. umræðu. Einnig
var frumv. um breytingu á lög-
um um hundahald samþykkt til
3. umræðu.
EFRI DEILD
Umferðarlög.
Eggert G. borsteinsson mæltl
fyrir samhljóða áliti allsiherjar-
nefndar á frv. um breytingu á
umferðarlögum. Kvað hann
breytinguna fela aðeins í sér tvö
atriði. Annars vegar er gert réð
fyrir að rýmkuð verði áikvæði
um heyrn bifreiðarstjóra, og
væri það gert að fenginni reynslu
erlendis, m.a. á hinum Norður-
löndum. Hitt atriðið fæli í sér
hækkun á skyldutryggingarupip-
hæð bifreiða ,og væri sízt van-
þörf á því, miðað við þau um-
ferðarslys, sem orðið hafa og
vegna hækkandi verðlags í land-
inu.
Erv. var samþykkt samhiljóða
til 3. umræðu.
Atvinna við siglingar
Jón Árnason mælti fyrir áliti
meirihluta sjávarútvegsnefndar
á frum-varpi um atvinnu við sigl-
ingar. Kvað hann frv. fela í
sér, að heimilt yrði að fæikka í
áhöfn M/s Akraborgar. Kvað
hann farþega-
flutninga skips-
ins vera mjög
mikla, og flytti
það nú 39 þús.
farþega á ári.
Styrkur til
skipsins væri
1,600 þús., sem
væri hæsta
styrkiveiting,
sem veitt væri til reksturs
flóabáta, en auk þess fengi út-
— Fjárskuld-
bindingar
Framhald af bls. 1.
upp og í hvaða formi. Mundi þá
verða hægt að láta reynsluna
skera úr því, hve hratt skuli
farið og hvaða fyrirkomulag end-
anlega valið.
Almenn verðtrygging
Grundvallarákvæði verðtrygg-
ingarinnar er að finna í 1. gr.
frumvarpsins, sem er þannig:
Eigi er heimilt frekar en leyft
er í lögum þessum að stofna til
fjárskuldbindinga í íslenzkum
krónum eða öðrum verðmæli
með ákvæðum þess efnis, að
greiðslur, þar með taldir vextir,
skuli breytast í hlutfalli við breyt
ingar á vísitölum, vöruverði,
gengi erlends gjaldeyris, verð-
mæti gulls, silfurs eða annars
verðmælis.
Ákvæði í fjárskuldbindingum,
sem brjóta í bága við ákvæði 1.
máisgreinar, eru ógild.
Ákvæði 1. c»g 2. málsgreinar
eiga þó ekki við þær lögmaetu
fjárskuldbindingar, sem innlend-
ir aðilar taka á sig gagnvart er-
lendum aðilum.
í athugasemdum með frum-
varpinu segir svo um 1. gr.
Hér er að finna' grundvallar-
ákvæði hinnar almennu verð-
tryggingar. Verðtrygigingará-
kvæði í hvers konar fjárskuld-
bindingum, sem brjóta 1 bága
við ákvæði laganna, eru ógild eft
ir gildistöku þeirra. Með fjár-
skuldbindingu er átt við 'hvers
konar greiðsluskyldu, hvort sem
hún er ákveðin í peningum, þjón-
ustu, fríðu eða annarri mynd..
Hugtakið verðtrygiging er tekið
í víðri merkinguu og á við hvers
konar tilvik, þar sem um er að
ræða, að greiðsla eða fullnæging
er tengd breytingu á vísitölu,
vöruverði, gegni gjaldeyris eða
annarri viðmiðun.
Framkvæmd
verðtryiggingarinnar
Grundvallaratriðin varðandi
framkvæmd verðtryggingar eru
í 4. gr. frumvarpsins, þar sem
segir:
Almenn skilyrði verðtrygging-
ar samkvæmt lögum þessum
skulu vera þessi:
a) Verðtrygging skal yfirleitt
miðuð við vísitölu framfærslu-
kostnaðar, eins og hún er reikn-
uð á hverjum tíma. Seðlabank-.
gerðin 100 þús. kr. aukastyrk
vegna klössunar skipsins á þessu
ári. Þrátt fyrir þetta væri hagur
útgerðarinnar mjög tæpur og
hefði jafnvel komið til álita að
hætta siglingum skipsins. Staf-
aði þetta m.a. af því að vöru-
flutningar væru sáralitir með
skipinu, þeir færu nú að mestu
fram á landi.
Var frumvarpinu síðan vísað
til 3. umræðu.
Ólafur Bjömsson mælti fyrir
áliti fjárhagsnefndar á frv. um
Alþjóð'agjaldeyrissjóð. Kvað
hann nefndina sammála um, að
með því að auka hluta íslands í
sjóðnum, gæfi það okkur rétt
til aukinna lána úr sjóðmum án
þess að það hefði xnikil fjárút-
lát fyrir okkur.
Var fi-v. síðan vísað til 3. um-
ræðu.
Þá var einnig vísað til 3. um-
ræðu frv. um ríkisborgararétt.
anum skal þó heimilt að leyfa, að
verðtryggiug sé miðuð við aðra
vísitölu eða við breytingar til-
tekins vöruverðs, enda sé sú við-
miðun betri mælikvarði á
greiðslugetu þess aðila, sem tekst
á hendur verðtryggingu skuld-
bindinga. Sé ekki um opinbera,
skráða vísitölu eöa verðlag að
ræða, skal Seðlabankinn, í sam-
ráði við Hagstofu Islands, setja
sérstakar reglur um þann verð-
tryggingangrundvöll, sem miðað
sé við.
b) Verðtrygging skal fyrst og
fremst heimiluð í fjárskuldbind-
ingum, sem eru tengdar öflun
fasteigna eða annarra fjármuna,
sem ætla má að hækki í verði
með almennum verðlagsbreyting
um. Skulu verðtryggð lán ætíð
vera trygigð með veði í slíkum
eignum eða öðrum verðtryggðum
kröfum.
c) Fjárskuldbindingin skal
vera gerð til eigi skemmri tíma
en þriggja ára, og er þá miðað
við greiðslu í einu lagi eftir á.
Sé samið svo um, að greiðslur
hefjist áður en þrjú ár eru liðin,
skal fjárskuldbindingin vera gerð
til leingri tíma, eða sem því nem-
ur, að hún standi eigi skemur
en þrjú ár að meðaltali. Þannig
sé lán með jöfnum árlegum af-
borgunum skemmst til 5 ára.
Skal ekki miðað við samnings-
tíma heldur þann tíma, sem skuld
bindingin raunverulega stendur,
nema hún sé eindöguð innan
samningstímans vegna verulegra
vanefnda. Reikna skal lánstíma
frá því að lán var útborgað og
þar til það er endurgreitt, en
greiðslufrest kaupsamninigs frá
afhendingu hins selda.
d) Eigi má reka peningavið-
skipti með þeim hætti að endur-
lána með verðtryggingu fé, sem
fengið er með öðrum kjörum. Sé
um endurlán að ræða, skal það
vera meginregla, að verðtrygging
arákvæðin standist á í báðum
samningunum.
c) Verðtryggðar kröfur og
skuldfbindingar sikulu ætíð skráð-
ar á nafn. Ákvæði þessarar grein-
ar gilda ekki um endurlán er-
lends fjár samkv. 2. gr.
í ath'ugasemdunum er komizt
svo að orði um 4. gr.
í þessari grein er að finna
Éfrundvallaratriði varðandi fram-
kvæmd verðtryggingar.
a) Ætla má að meginregla
verði sú, að vísitala fraanfærslu-
kostnaðar verði notuð sem
verðmælir í verðtryggðum
Þá afgreiddi efri deild frv.
um lausn kjaradeilu atvinnu-
flugmanna, og var því vísað til
neðri deildar með 11 atkv. gegn
9.
Gylfi Þ. Gíslason, mennta-
mlálaráðherra mælti fyrir frv.
um menntaskóla og gerði grein
fyrir helztu ákvæðum þess, en
áður hefur verið frá þeim sagt
í blaðinu.
Björn Jónsson kvað flesta
fagna því, að með þessu frv.
væru gefin fyrirheit um stór-
átök í málum menntaskólanna á
næstu árum. Benti hann á, að
ekki væri nægilegt að ráðast I
byggingu nýrra menntaskóla;
einnig þyrfti að búa betur að
þeim menntaskólum, sem fyrir
væru í landinu. Ræddi hann síð-
an um Menntasikólann á Akur-
eyri og þörfina á að bæta hús-
næðismál hans, en í þeim efnum
kvað hann ekkert átak hafa ver-
ið gert síðan á dögum nýsköpun-
arstjórnarinnar.
Gylfi Þ. Gíslason sagðist skilja
vel umhyggju Björns fyrir M.A.,
sem væri ein af allra beztu
menntastofnunum landsins.
Sagði hann
þegar í upp-
hafi hafa ver-
ið ljóst, að ekki
væri sanngjarnt
að ráðast í bygg
ingu nýrra
menntaskóla án
þess að jai'n-
framt yrðu
bætt starfsskil-
yrði þeirra, sem fyrir væru.
Upplýsti ráðherrann jafnframt,
að hann hefði átt viðræður við
samningum og skuldbindingum.
Vísitala framfærslukostnaðar er
nú algengasti verðlagsmælirinn,
enda er kaupgjald tengt breyting
um á henni.
b) Ákivæði þetta er m.a. til
verndar skuldara til þess, að
verðtrygging út aÆ fyrir sig, geti
ekki orðið til þess að stefna fjár-
hag hans í hættu. Ennfremur
felst í greininni það undirstöðu-
atriði, sem sett er fram til leið-
beiningar fyrir Seðlabankann,
að verðtrygging eigi fyrst og
fremst við, þegar um er að ræða
lántökur, sem opna leið til öflun-
ar eigna, sem hækka í verði við
almennar verðlagsbreytingar. Af
eftirlits- og öryggisástæðum er
sett fram sú krafa, að verðtryggð
lán skuli vera með veði í hlut-
aðeigandi eignum eða öðrum
verðtryggðum kröfum, þegar um
endurlán er að ræða.
c) Með þessu áfevæði er sett sú
meginregla, að takmarka verð-
tryggingu við samninga til langa
tíma og mörkin dregin við þrjú
ár. Mikilvæga undantekningu er
þó heimilt að gera um sparifé,
sbr. 5. gr. Takmörkun þessi er
sett til þess að koma í veg fýrir
að „vísitölukrónan“ geti rutt sér
til rúms í almennum peningavið-
skipum. Með þessu er þó ekki
dregið úr þýðingu verðtrygging-
þar sem þörfin á verðtrygg-
íngu stuttra samninga er mik I u
minni en langra, og fyrirhöfn og
kostnaður og ýmis vandamál
samfara verðtryggingu svipuð,
hvort sem samningurinn er til
langs eða skamms tíma. Vafa-
samur ávinningur væri því af
verðtryggingu stuttra samninga.
d) Hér er stefnt að því a3
hindra misnotkun verðtrygg-
ingar og óábyrg peningavið-
skipti.
e) Ákvæði þetta er sett til þess
að únnt sé að koma við nauðsyn-
legu eftirliti með verðtryggðum
krafum og tryggja framkvæmd
laganna.
í athugasemdum me*ð frum-
varpinu segir enn fremur í upp-
hafi:
Meðfylgjandi frumvarp hefur
verið samið 1 Seðlabankanum 1
frambaldi hinnar almennu vaxta
breytimgar, sem tók gildi í upp-
haifi ársins, en þá beindi banka-
stjórn hans þeim tilmælum til
ríkisstjómarinnar, að undidbúin
yrði almenn löggjöf um notkun
verðtryggingarákvæða í aamn-
ingum, eftir því *em heðbrigt
væri talið á hverjum tíma og
umdir traustu eftirliti.
Framhald á bls. 25