Morgunblaðið - 30.04.1965, Side 10

Morgunblaðið - 30.04.1965, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 30. apríl 1965 Ásmundur Eínarsson framkvæmdastjóri Minning Asmundur Einarsson, fram-1 kvæmdastjóri, var fæddur 13. júlí 1929. Hann var sonur hjón- anna Jakobínu Þórðardóttur og Einars Ásmundssonar, forstjóra. Ásmundur stundaði nám í Verzl- unarskóla íslands og brautskráð- ist þaðan 1948. Hann hóf þá þeg- ar störf í fyrirtæki föður síns, hlutafélaginu Sindra, sem hann síðan hefur átti drýgstan þátt í að efla og byggja upp ásamt föð- ur sínum. Ásmundur kvæntist árið 1954 Margréti Kjartansdóttur. Synir þeirra eru: Kjartan 13 ára, sem Margrét átti ^rá fyrra hjóna- bandi, Einar 10 ára, Magnús 9 ára, Ólafur 7 ára og Svavar 6 ára. Hvernig sem á því stóð, þá varð Ásmundur Einarsson strax á Verzlunarskólaárunum bezti vinur okkar félaganna í bekkn- um á undan honum. Þeim .vin- áttuböndum verður ekki lýst með neinum orðum, en eitthvað ætti að mega segja um hugmynd- ir Ásmundar, gerðir hans og af- stöðu til lífsins. Síðasta gleðistund mín með Ásmundi Einarssyni var að morgni föstudagsins langa. Hann hafði hringt á skírdagskvöld, eins og svo mörg kvöld önnur, og boðið mér á hestbak morgun- inn eftir. Við áðum við Elliðavatn í dýrð legu veðri. „Sjáðu hvað fjöllin eru himnesk; en hvað lífið getur verið dásamlegt". Eitthvað á þessa leið endurtók hann hvað eftir annað, og þegar ég lít til baka yfir allar okkar gleðistund- ir, þá minnist ég þess ekki að í annað skipti hafi Ásmundur ver- ið hamingjusamari. — Leyfist manni á stund sorgarinnar að hugga sig við það, að hann hafi þarna horft inn í himnana og það fyrirheitna land, sem hann átti eftir að sækja heim rúmri viku síðar? Við riðum áfram og i fylgd með okkur var Magnús, níu ára sonur Ásmundar, sem sat Sólon eins og herforingi. Hann var kom inn langt á undan, því að okkur Ásmundi lá ekki á •— ekki þessa stundina. Hann hafði stöðvað klárinn og við sáum hvar Sólon prjónar og ólmast undir honum. Ég hrópa upp yfir mig, slæ í klárinn og ætla að þeysa í átt til drengsins. „Láttu strákinn eiga sig“, kall'ar Ásmundur, „hann dettur ekki af baki“. Og mikið var stoltið og gleðin í hlátrinum, þegar sá litli hafði sjálfur róað Sólon. Þetta var Ásmundur Einars- son. Hann trúði alltaf á hið góða, á farsæl endalok. Dirfskan og á- tökin voru hans líf. „Það er bara að gera það“, sagði hann, þegar einhvér hreyfði jafn fáránlegri athugasemd og þeirri, að erfitt gæti verið að koma upp veitingahúsi, því að enginn okkar ætti eiginlega neina peninga, en við vorum 7 ungir menn, sem ætluðum að reyna að koma upp veitingastað, sem Halldór Gröndal stjórnaði. Hann var þá nýkominn frá há- skólanámi í þessari grein. Og hversu oft síðan höfum við ekki heyrt þessi sömu orð: Það er bara að gera það! Lífsskoðun Ásmundar lýsir sér í samtali, sem ég átti við hann tveim dögum áður en hann hvarf. Ég var að reyna að vinna ungum manni fylgi til trúnaðarstarfs. Hann sagði eitthvað á þessa leið: „Á nú að fara að búa til einn atvinnupóltíkusinn i viðbót, er ekki hægt að finna einhvern sem eitthvað hefur afrekað, sem hef- ur sýnt í verki að hann sé traustsins verður. Geturðu tekið ábyrgð á því að hann sé ekki hálfgerður sósíalisti?" Ásmundur var einstaklings- hyggjumaður. Enginn var góð- viljaðri og hjálpsamari en hann, en enginn gerði eins miklar kröf- ur og hann um það, að menn væru sjálfstæðir og ábyrgir gerða sinna. Þeir eru áreiðanlega ekki margir, sem starfað hafa í Sjálf- stæðisflokknum og fyrir hann jafnmikið og Ásmundur Einars- son, án þess að ætlast til nokk- urs annars en þess, að áhrif Sjálfstæðisstefnunnar ykjust. En þeir eru heldur ekki margir, sem ákafar hafa gagnrýnt það, innan flokksins, sem þeim þótti miður fara. Ásmundur sagði alltaf sína skoðun umbúðalaust og hann kom ætíð til dyranna eins og hann var klæddur. Hann kunni hvorki fals né blekkingarlist — og fyrirleit hvort tveggja. ★ Það er mikið sem á sumt fólk er lagt, og þeir eru margir, sem ; nú drúpa höfði. 34 ára gömul eiginkona með fimm syni er orð- j in ekkja öðru sinni, og þriðja : stóráfallið hefur dunið yfir fjöl- skyldu Einars Ásmundssonar á skömmum tíma. Það er líka skarð fyrir skildi í fyrirtæki fjilskyldunnar, þar sem Ásmundur vann á þann veg, sem honum var lagið. Athafn- irnar og afrekin voru líf hans og yndi. Það var þess vegna ekki nema eðlilegt að það skyldi ein- mitt vera hann, sem byggði hér á landi upp deild alþjóðlegra samtaka ungra athafnamanna, Junior Chamber. í þeim félags- skap kom líká glöggt í ljós lagni hans við að laða menn til sam- starfs og fá þá til að vinna góðu máli gagn. Þótt Ásmundur hefði gleði af athöfnunum sjálfum, vissi hann líka að þær höfðu þann tilgang að bæta og fegra mannlífið. Það lýsti þessum skiln ingi hans vel, að einmitt hann skyldi háfa forustu um það, að samtök ungra athafnamanna beittu sér fyrir miklum blóð- gjöfum til blóðbankans og hafa undirbúið gjöf nýrra tækja til þeirrar stofnunar. Ásmundur var lífið og sálin í þessum samtökum, sem höfðu það meginmarkmið að þjálfa at- hafnamenn, þannig að þeir yrðu færari um að veita fyrirtækjum sínum forustu á þann hátt, sem heildinni væri fyrir beztu. Þar naut Ásmundur sín vel, og starfa hans og þess anda, sem hann inn- æiddi í þessi -samtök, munu þau lengi njóta. ★ Góði drengur. Jú, við vorum í Húsinu, við vorum á Borginni, við vorum á Hverfisgötunrii og Blönduhlíð, við brugðum okkur úr bænum, og svo kom Naust. Við gengum stundum hratt um gleðinnar dyr, og lái okkur hver sem vill. Þín sál var að minnsta kosti hreinni en flestra annarra, og því höfum við grátið vinir þínir þessa daga, syrgt þig eins og þú varst — sannur. „Þetta eru vinirnir", var við- kvæðið hjá þér, þegar valda- skiptingin í „klíkunni", sem sum ir nefndu svo, var á þann veg að við stríddum þér. Engir nema við skildum hreiminn í þessum orðum þínum. Og þótt þú byggir þig undir það að hefna þín á næstu andránni, þá nauztu gam- ansins jafnt, þótt á þinn kostnað væri. Þá hafðir þann eiginleika, sem alltof fágætur er í okkar mis jafna heimi, að geta verið barns- legur, þótt þú aldrei værir barna- legur. Kannski er það þess vegna, sem sorg færðist yfir and- lit sonar míns átta ára, þegar hann spurði mig: Er hann Ás- mundur virkilega dáinn? Þú hafðir að vísu boðið honum að vera með í næsta reiðtúrnum, og hann gerði sér grein fyrir því, að hann yrði aldrei farinn. En það var eitthvað meira og dýpra sem snart barnssálina. Og nú er sæti þitt autt í Nausti, og nú eru kvöldin döpur, þegar þú aldrei hringir — í er- inaiqipvm. Nú hevrist aldrei sagt eitthvað á þessa leið: „Og ert þú heima; hefði ég vitað það, hefði ég ekki verið svo vitlaus að hringja, ég ætlaði að tala við Bubbu, en ekki leiðindaskrögg eins og þig“. Nú er þetta græsku- lausa gaman minningin ein. Við finnum það félagarnir, að þessi tími er liðinn. Ein bylta, og allt var búið. Hvernig er hægt að trúa þessu, hvernig er hægt að sætta sig við þetta? Við spyrj- um, en fáum ekki svar. Og við, sem héldum að við gætum allt, á meðan þú lifðir, finnum nú að við getum ekkert. Jú, við getum eitt, við getum beðið Guð að þna sorgir og þján- ingar Möggu, drengjanna, for- eldra þinna, systkina og ann- arra vina, og það gerum við í bænum okkar. Vertu sæll, góði, tryggi vinur. Ey. Kon. Jónsson. ÞEGAR við nú, sem með þér störfuðum, verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að þú, okkar kæri Ásmundur Einarsson, sért horfinn frá okkur, drúpum við höfði i virðingu og þakklæti fyrir þann góða vilja, skilning og hlýhug, er þú ætíð sýndir okkur samstarfsfólki þinu. Og við biðj- um þér bænar um styrk og bless un í hinum æðri heimkynnum ljóss og birtu. Ásmundur stóð styrkan vörð við hlið föður síns um alla vel- gengni, hag og uppbyggingu fyr- irtækisins. Þar er því stórt skarð höggvið, sem og í hinn mannvæn lega barnahóp þeirra hjóna, sem nú með tveggja ára millibili verða að sjá á eftir tveim góðum drengjum yfir móðuna miklu. En dýpst hefur verið sorfið að eiginkonunni og sonunum fimm, sem nú verða að sjá á eftir góð- um eiginmanni og föður. Með Ásmundi Einarssyni er góður drengur genginn Guðs síns á fund, og það langt um aldur fram, en þannig er víst okkar jarðneska líf, hverfult og valt. En eins og það er staðreynd, að árstíð vor er að breytast úr skammdegi vetrarins í sól og birtu sumarsins, eins trúum við því, að sú breyting sem hér hef- ur orðið sé aðeins flutningur yfir á bjartara lífssvið, þar sem við munum fyrr eða síðar hittast aft- ur. Megi það vera huggun ást- vinanna í hinum þungbæra harmi. Á. J. Á. \ VIÐ hittumst þegar þú varst að Ijúka námi og hefja ævistarf þitt. Ég hafði þá nýlega hafið starf mitt hér á landi, Þrátt fyrir töluverðan aldursmun varð með okkur sú vinátta, samvinna og gagnkvæmt traust, sem mér og mínum aldrei gleymist. Hæfileikar þínir voru margir, til forustu, til starfa og til að taka skjótar og réttar ákvarðan- ir. Þú hafðir auk starfa þinna ætíð mikinn áhuga á félagsmál- um og varst vel til þess fallinn. En minnisstæðast verður mér ætíð þitt hlýja viðmót og vilji til að leysa allra vanda. Góður vinur er farinn, en ég veit að þaó er í þínum anda að við hin lifum áfram í bjartsýni, þrátt fyrir hverfulleika lífsins. Eiginkonu þinni, böranum, for eldrum og systkinum votta ég innilega samúð. Ólafur Pjetursson. ÞENNAN dag fyrir 17 árum — 30. apríl 1948 —^gekk að venjij hópur ungs fólks frá lokaprófi í Verzlunarskóla íslands. Námsár- in höfðu knýtt þessi óskyldu ung menni undarlega sterkum bönd- um, svo að gangan frá skólanum þennan dag, var likt og þegar systkin yfirgefa foreldrahús og halda sína brautina hvert til sjálfstæðra lífsstarfa. Á þeim vordegi ríkti gleði og hópurinn allur leit lífið framundan í rós- rauðum gyllingum. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. í dag, 17 árum síðar, göngum við bekkjarsystkinin aðra og daprari göngu. Við fylgj- um ástsælum bekkjarbróður til grafar. Það fer ekki hjá því, að við svo sviplégt fráfall sem Ásmund- ar Einarssonar, reiki hugir okkar bekkjarsystkinanna til skólaár- anna og þeirra tengsla, sem þar bundust okkar í milli og síðar hjá sumum hafa þróazt og elfzt, en hjá öðrum slaknað eins og gengur. En daginn, sem við gengum burt frá prófinu 1948, vorum við eins og blöð sömú rósar, þar sem skólinn var stilkurinn. Vonirnar voru glæstar. Margt hefur rætzt, annað brugðist, og á tæpu ári höfum við bekkjarsystkinin tvi- vegis verið minnt á fallvaltleik lífsins og mitt í gleði þess og vel- gengni fundið, að enginn þekkir sitt skapadægur. Með Ásmundi eru tveir bekkjarbræðranna horfnir. Ásmundur Einarsson var hvers manns hugljúfi í árganginum 1948. Ég hygg að hann hafi aldrei átt óvildarmann á skólaár- unum, en ævinlega stóran og tryggan vinahóp. Hann var alltaf hrókur alls fagnaðar, glaðvær, góðlyndur og einstaklega trygg- lyndur. Hann var viðkvæmur að eðlisfari og mátti aldrei neitt aumt sjá, án þess að reyna úr að bæta. Er tímar liðu og skólakynnin tóku að dofna, hafði Ásmundur öðrum fremur forgöngu um að ekki slitnaði vináttan, og einn forystu stundum. Fáum dögum fyrir lát hans, lét hann svo um mælt við einn bekkjarbræðranna, að nú yrði árgangurinn að fara að hittast. Vonandi rætist sú ósk hansv Við bekkjarsystkinin 1948 kveðjum í dag ástsælan bekkjar- bróður og minnumst margra gleðiríkra samverustunda. —. Við söknum vinar í stað. Hugir okkar reika til eiginkonu hans og sona, foreldra og syst- kina, sem eiga um sárast að binda. Við samhryggjumst. En huggun er að eiga fagrar minn- ingar um góðan dreng. Atli Steinarsson. Kveðja frá félögum í Junior Chamber ÁSMUNDI Einarssyni voru töm þessi einkunnarorð: „Mestu verð- mæti jarðarinnar eru fólgin í persónuleika einstaklingannæ Þjónusta við mannkynið er bezta lífsstarfið“. Það mun mörgum okkar erfitt að skilj"a að við séum í dag að fylgja Ásmundi Einarssyni síð- asta spölinn að sinni, ekki unnt að trúa því, að hann sé horfinn úr hópnum svo ungur að árum, með öll sín áhugamál, óþrjót- andi starfsorku og gleði. Ef við hinsvegar rifjum upp endurminningarnar um hann og fjölskyldu hans eru þær svo margar og ánægjulegar að við finnum að við höfum ekki rétt til að krefjast meira. Gleðistundirnar eru gjarnan litríkastar í hugum okkar, enda svo margar. En samstarf við Ás- mund að félags- og einkaáhuga- málum er okkur öllum ógleym- anlegt, sem störfuðum með hon- um, þar naut sín bezt hans góða skap og hæfni til að laða aðra með sér til átaka. Ásmundur lauk aldrei svo viðfangsefni að hann væri ekki býrjaður að tala um tvö ný, erfiðleikar væru að- eins til að sigrast á og svona eins og til tilbreytingar. Það var í fullu samræmi við lífsskoðanir Ásmundar, að hann hreifst að stefnu alþjóðafélags- skaparins Junior Chamber Inter- national, sem hefur mannhelgi, frelsi einstaklinga og frjálst framtak að einkunarorðum, og eitt höfuðmarkmið að þjálfa unga athafnamenn, svo þeir verði hæfari í starfi sínu og traustari þjóðfélagsþegnar. Ásmundur var einn af aðalhvatamönnum að stofnun slíks félags hér og fljót- lega valinn til forustu. Of langt yrði upp að telja öll hans störf þar, en eftir að hann hafði lokið glæsilegum ferli sem formaður, vildi hann ekki slaka á heldur tók að sér forustu um líknar- störf er félagið gengst fyrir. Hann gekkst fyrir söfnun hundr- aða blóðgjafa til blóðbankans I Reykjavík, og til síðasta ævidags vann hann að fjársöfnun til kaupa á tækjum, sem gefa átti til sömu stofnunar. Við félagarnir eigum engum meira að þakka en Ásmundi og enginn unni félaginu meir. Það er nú okkar að gera áhugamái hans að athöfnum. Við vottum fjölskyldu, for- eldrum og systkinum Ásmundar innilegustu samúð. Konu hans og sonum biðjum við Guðs blessun- ar og trausts. Við kveðjum með þakklæti einlægan.vin og góðan dreng, sem í svo mörgu var ung- um mönnum til fyrirmyndar. Ágúst Hafberg. Aðalfundur Samvinnutrygginga verður haldinn í Keflavík, föstudaginn 21. maí 1965, kl. 2 e.h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.