Morgunblaðið - 30.04.1965, Page 16
1S
MORGUHBLAÐ1D
Föstudagúr 30. apríl 1965
T landsfundarræðu sinni vék
Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra, meðal annars
að Fríverzlunarbandalagi Ev-
rópu. Hann sagði:
„Hvarvetna umhverfis okk-
ur sækja þjóðirnar eftir
stærri stjórnarheildum. Eftir
því sem tímar líða verðum
við íslendingar að vera við
því búnir að vinna nokkuð
til, ef við viljum ekki dragast
aftur úr, en þó standa einir,
Einnig í þessum efnum verð-
um við að kunna og þora að
velja og hafna. Allar hinar
Norðurlandaþjóðirnar eru
með einum eða öðrum hætti
aðilar að hinu svonefnda
EFTA — Fríverzlunarbanda-
lagi Evrópu. Á Norðurlanda-
ráðsfundinum hér í vetur
mátti heyra að þær töldu sér
mikinn hag í því að vera í
þeim samtökum. Hið eina,
sem á bjátaði, var að öflug-
asta bandalagsríkið fylgdi
ekki settum reglum. Nú er sú
misklíð úr sögunni, og er
tímabært að við athugum
hvort hagkvæmt sé að við ger
umst aðilar, ef við eigum
kost á, eins og líkur benda
til. Samkeppnisaðstaða okkar
verður til lengdar örðug, ef
við stöndum alveg utan við.
Aðild að þessu bandalagi er
allt annars eðlis en að Efna-
hagsbandalagi Evrópu og
koma þær deilur, sem á sín-
um tíma risu um hugsanlega
aðild að því, þessu máli ekki
við“.
í ályktun landsfundar Sjálf
stæðisflokksins er einnig vik-
ið að þeim vanda, sem steðjar
að okkur íslendingum vegna
viðskiptaheilda þeirra, sem
eru að myndast, og í ályktun-
inni segir:
„Nauðsynlegt er að íslend-
ingar fylgist sérstaklega með
aukinni samvinnu þjóða á
milli í viðskipta- og tollamál-
um, og geri á hverjum tíma
þær ráðstafanir er tryggi
landsmönnum sem hagkvæm-
ust viðskiptakjör“.
Viðskipti okkar við
lörid Fríverzlunarbandalags-
ins hafa farið mjög vaxandi,
og á síðastliðnu ári fluttum
við út til þessara landa 43%
af heildarútflutningnum.
Gylfi í>. Gíslason, viðskipta
málaráðherra, víkur að þess-
um málum í viðtali við Al-
þýðublaðið í gær, og segir að
stöðugt sé af ríkisstjórnarinn-
ar hálfu fylgzt með þróun
þessára mála.
Þess er að gæta, að nú þeg-
ar er orðið verulegum ann-
mörkum háð, að standa ut-
an Fríverzlunarbandalagsins.
Þanniger t.d. 10% innflutnings
tollur af freðfiski til landa
bandalagsins, en hinsvegar
greiða þau, sem innan banda-
lagsins eru, eins og t.d. Nor-
egur, aðeins 3% ■ toll, og á
hann alveg að falia niður eft-
ir nokkur ár. Þá er og um að
ræða tolla á lýsi, fiskimjöli
rig niðursoðnum sjávarafurð-
um.
undanförnum árum hef-
ur innflutningur til landsins
orðið stöðugt frjálsari, sem
gerir það að verkum, að
miklu auðveldara er fyrir
okkur að taka þátt í alþjóð-
legu samstarfi á sviði við-
skipta- og tollamála en áður
var.
Fullkomlega virðist því
tímabært að umræður hefjist
um það, hvort Islendingar
eigi að æskja aðildar að Frí-
verzlunarbandalaginu. Draga
þarf fram rök með og móti, og
taka síðan ákvörðun í þessu
mikilvæga máli. Við getum
ekki látið allt reka á reiðan-
um meðan ör þróun er í átt
til frjálsari viðskipta í ná-
grannalöndunum.
Á meðan útlit var fyrir það,
að öll Vestur-Evrópa samein-
aðist í-einu bandalagi, hlut-
um við íslendingar að ræða
hvort við ættum með einum
eða öðrum hætti að reyna að
nálgast það bandalag. Um það
urðu hér harðar deilur, eins
og menn minnast.
Aðild að Fríverzlunarbanda
lagi Evrópu yrði auðvitað allt
annars eðlis en aðild að'Efna-
hagsbandalagi Evrópu. Deil-
urnar, sem spruttu um afstöð
una til þess bandalags, eiga
því ekkert skylt við umræður
um hugsanlega aðild að Frí-
verzlunarbandalaginu, eins og
dr. Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherr a, vék að í ræðu
sinni.
Á MÓTI LAUSN
DEILUNNAR
TJæði Framsóknarmenn og
*' kommúnistar hafa nú
tekið afstöðu til frumvarps-
ins um lausn kjaradeilu flug-
manna, og eru báðir stjórnar-
andstöðuflokkarnir andvígir
því að deilan verði leyst með
gerðardómi.
í sameiginlegri greinargerð
kommúnista og Framsóknar-
manna er talað um „árásir á
mannréttindi flugmannastétt-
arinnar“ og annað í þeim
dúrnum. Vita þó allir, að eng-
um hefur dottið í hug að beita
flugriienn neinu harðrétti,
heldur er tilgangurinn sá einn
að leysa deilu, sem komin
virðist í algjöran hnút og
gæti riðið Loftleiðum að
fullu — og þar með haft ó-
.
Polowski (sá, sem er lengst t. h. Bandaríkjamannanna), var fyrsti bandariski hermaðurinn, sem
heilsaði Rússum með handabandi, er herir þeirra mættust við Torgau 25. apríl 1945. Jhá brostu
Rússar gleitt, og fögnuðu honum.
Fagnað
Hund-
saður ‘65
MÓTTÖKUR Rússa hafa
sannarlega breytzt frá því
sem var 1945, sagði Joe
Polowski, bandarískur
leigubílstjóri frá Chicago,
við blaðamenn í V-Berlín
sl. sunnudag. — Polowski
tókst á hendur ferð frá
Bandaríkjunum til Þýzka-
lands til þess að heilsa sov-
ézkum hermönnum — ná-
kvæmlega á sama hátt og
hann gerði fyrir réttum 20
árum. En nú var honum
fálega tekið.
Polowski var fyrsti
bandaríski hermaðurinn;
sem heilsaði rússneskum
hermönnum með handa-
bandi eftir hina hörðu bar-
Framh. á bls. 31
SI. sunnudag varð Polowski að láta sér nægja að standa vestan
gaddavírsins í Berlín. Rússar vildu ekkert með hann hafa.
fyrirsjáanlegar afleiðingar
fyrir framtíð íslenzkra flug-
mála.
Áreiðanlegt er líka, að þeir
eru margir í stétt flugmanna
sem óska lausnar deilunnar.
Þótt landsmenn allir hafi á-
huga á velgengni íslenzku
flugfélaganna, þá er það víst,
að flugmennirnir vilja gengi
þeirra mest, og þeir eru því
uggandi yfir þeirri þróun,
sem málin tóku.
Ríkisstjórnin á þakkir skild
ar fyrir að láta málið til sín
taka, og nýtur stuðnings alls
þorra lándsmanna í þeim að-
gerðum, en hinsvegar mun
verkalýðurinn taka eftir því,
að stjórnarandstæðingar snú-
ast gegn lausn þessarar deilu,
þótt tekjur flugmanna séu
auðvitað miklu hærri en laun
þega almennt, og meiri þörf
sé á að bæta kjör þeirra, sem
verst eru settir, en hinna, sem
betri afkomu hafa.
Það er að vísu svo, að flug-
menn hafa hvarvetna há
laun, og liggja til þess ýmis
rök. En þeir geta ekki fremur
en aðrir miðað launakjör sín
við það, sem t.d. gerist í
Bandaríkjunum, þar sem þjóð
félagshættir eru allt aðrir en
hér. Hið íslenzka þjóðfélag
veitir þegnum sínum marg-
háttaða þjónustu umfram það
sem annars staðar gerist. Er
það t.d. ekki lítils um vert, að
hér skuli skólaganga ókeypis,
og margháttaðar tryggingar
veittar þegnunum. Slíkt borga
menn að ’miklu leyti af laun-
um sínum í Bandaríkjunum,
en hér er þetta tekið af sam-
eiginlegu fé.
Þetta skilja flugmenn eins
og aðrir, og þessvegna vilja
allir góðviljaðir mennað deila
þeirra við Loftleiðir verði
leyst. Ur því að ekki var um
annað að ræða, þá á að gera
það með löggjöf.
UMRÆÐUR UM EFTA
jfaggmifrlafeffr
1 Útgefandi:
Framkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Á'-kriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.