Morgunblaðið - 30.04.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.04.1965, Blaðsíða 28
28 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 30. apríl 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ 1 Honura datt í hug, að ef til vill yrði hún ekki svo mjög vond yfir þessu, ef hann gæti fundið upp á einhverju til að létta undir með henni við ljósareikninginn. Hann hleypti brúnum. Henni hafði ek*i líkað skóburstarakass- inn forðum. En hann gæti ef til vill fundið upp á einhverju öðru, sem henni líkaði betur. Loksins sofnaði hann og var þá enn að hugsa eitthvað út, sem hann gæti grætt aura á. Um sama leyti, sem Bub var að sofna gekk Lutie inn í for- salinn í Casino, þar sem allt ilm aði af gólfvaxi og ryki, áfengi og ilmefnum, sem blandaðist sam- an og gerði loftið þarna þykkt. Á þessum tíma var stóri dans salurinn tómur og líflaus. Frekju legu stelpurnar í fatageymslunni skröfuðu saman letilega. í>ær gutu í sífellu augunum til hvítu postulínsdiskanna sem lágu á hillunum- fyrir framan þær, rétt eins og þær væru farnar að hlakka til smáauranna, sem kynnu að bætast við þá fáu sem þarna voru fyrir. Raðir af snög- um og’ herðatrjám uku á þessa bið, sem þarna ríkti yfir öllu. Þegar Lutie ýtti kápunni sinni til einnar stúlkunnar, datt henni í hug, hvort Bub mundi nú ekki verða hræddur að vera einn heima og skammaðist sín fyr ir að viðurkenna það, því að hún mundi hræðslusvipinn á honum þegar hún vakti hann með því að opna dyrnar í gærkvöldi. Hún tók eins og ósjálfrátt við hvítu plötunni hjá stúlkunni og stakk henni í veskið sitt. Það var ósegjanlega daufur blær yfir Cas ino,- þegar það var manntómt, fannst henni. Þá var nefnilega hægt að sjá það eins og það var í raun og veru, og það var ekki heppilegt. Rauða ábreiðan á gólf inu í forsalnum var slitin. Á henni voru svartir blettir, þar sem stigið hafði verið ofan á vindlirlga. Gervipálmarnir, sem voru í stórum pottum við inngang inn, voru gráir af ryki. Jafnvel breiði stiginn, sem lá upp í dans- salinn, hefði haft gott af svolítilli málningu. SHHMHD 27 Síða svarta pilsið flaksaðist um fætur henni, þegar hún gekk upp stigann. Hún varð hissa er hún fann, að hún var ekkert tauga- óstyrk eða spennt og eiga að fara syngja með hljómsveitinni hans Boots Smith. Nú þegar að því var komið, hafði hún öðlazt þetta sjálfstraust, sem hún hafði áður haft, og hún gekk hratt og háleit og raulaði um leið. Gljáfægða dansgólfð sýndist geysistórt. Enda þótt enn væri klukkustund þangað til gestir kæmu þarna til að dansa, beind- ust öll ljósin þegar að því — ljós blá, daufrauð og gul . . . regn- bogalitir, sem kviknuðu og breytt ust þangað til allt gólfið var bað að mjúkum kvikum ljósrákum. Þegar Lutie gekk yfir gólfið og að hljómsveitarpallinum, þar sem hljómsveitin lék veikt, sá hún að Casino-útkastararnir voru þegar til taks og stóðu í hóp öðrum meg in í salnum. Smókingjakkarnir gátu ekki hulið langa handlegg- ina og hrottalegar axlirnar. Þeir voru greinilega uppgjafa-hnefa- leikamenn, með skemmd andlit og hræðileg eyru og svo settu NYJAR BÆKUR Ólafur Jóh. Sigurðsson: LEYNT OG LJÓST Tvær sögur eftir höfund, sem bókmennta- vinir veita óskipta athygli. Jón Helgason: UR LANDSUÐRI Þriðja útgáfa klassískrar bókar. NÝ FELAGSBOK MALS OG MENNINGAR: Alphonse Daudet: BRÉF ÚR MYLLUNNI MINNI í frábærri þýðingu Helga Jónssonar. m MÁL O G MENNING Laugavegi 18. þeir undir sig hausinn, rétt eins og þeir væru að verjast höggi. Boots hljóp niður af pallinum þegar hann sá hana, og hitti hana á miðju gólfi. — Svei mér ef ég var ekki farinn að halda að þú ætlaðir ekki að koma. Ekki veit ég hversvegna. Augun horfðu á hana, allt frá hrokknu hárinu uppi á höfðinu, niður í rauðu skóna á fótunum á henni. — Þú lítur svei mér vel út, krakki, sagði hann lágt. Hann tók hana undir arminn og dró hana til mannanna á pall inum. — Hérna er Lutie Johnson, piltar. Hún ætlar að syngja með okkur í kvöld. — Á hverju viltu byrja? spurði hann hana. — Ég veit ekki. Hún hikaði og reyndi að hugsa sig um. — Ég held ég vilji byrja á „Darling". Það var einmitt lagið, sem hann hafði heyrt hana syngja í Junto og orðið hrifinn af. Hún forðaðist að líta á menn- ina í hljómsveitinni, því að það var óþarflega greinilegt, hvað þeir voru að hugsa. Feiti slag- hörpuleikarinn glotti. Einn lúður blásarinn sendi trumbumannin- um augnagotur, en hinir gáfu hverir öðrum olnbogaskot, í- byggnir á svipinn. Einn saxofón leikarinn lyfti hljóðfæri sínu, eins og til viðhafnakveðju til hljóm- sveitarstjórans. Það var alveg greinilegt, hvað þeir voru að segja við sjálfa sig og sín í milli: „Þarna hefur Boots náð sér í eina nýja og lætur eins og hún eigi að syngja“. En Boots lét eins og hann sæi þetta ekki. Hann sló taktinn méð fætinum og hljómlistin hófst. Húrt gekk að hljóðnemanum og beið þess að lagið væri éndurtek ið. Hún snerti hljðnemann og greip hann síðan báðum höndum, því að silfurgljáandi málmurinn var kaldur, en hendurnar á henni snögglega heitar. Þegar hún hélt á hljóðnemanum, fannst henni rétt eins og öll röddin í henni hyrfi niður í þessa mjóu málm stöng og hún varð hrædd. Hljómlistin færðist í aukana að baki henni og hún tók að syngja fyrst véikt, en svo færðist rödd in í aukana og varð skærari, því að smám saman gleymdi hún al- Borgarnes UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins í Borgarnesi er Hörð- ur Jóhannsson, Borgarbraut 19. — Blaðið er í lausasölu á þessum stöðum í bænum: Hótel Borgarnesi, Benzínsölu Huld við Brákarbraut og Benzínsölu Esso við Borgar- braut. Stykkishólmur Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Stykkishólmi er Víkingur Jóhannsson, Tanga götu 13. Ferðafólki skal á það bent að í lausasölu er blaðið selt í benzínsölunni við Aðalgötu. ' Afgreiðslur blaðsins hafa með höndum alla þjónustu við kaupendur blaðsins og til þeirra skulu þeir snúa sér, er óska að gerast fastir kaupendur Morgunblaðs- ins. veg mönnunum og jafnvel því, að hún var í Casino og í hvaða er- indum. Enda þótt hún færi rétt með textann, var hún að hugsa um allt annað og túlka það í söng — hún var að yfirgefa leiðinlegu í búðina með dimmu göngunum, ruslaralegu herberginu þar; hún var að fara með Bub á annan stað, þar sem engin frú Hedges var, engar vonsviknar og uppgefn ar sútlkur, engar hálfmennskar skepnur eins og húsvörðuriiin. Hún og Bub voru að sleppa burt og skyldu aldrei koma þangað aftur. Síðustu tónarnir af laginu dóu út, og hún stóð þarna kyrr, og hélt á hljóðnemanum, hreyfingar laus. Að baki henni var fullkom in þögn, og hún sneri sér að hljómsveitinni, snögglega efa- blandin og óskaði þess, að hún hefði heldur hugsað um það sem hún var að gera, um textann í söngnum, í stað þess að sleppa sér út í dagdrauma. Mennirnir í hljómsveitinni, stóðu upp. Þeir hneigðu sig fyrir henni. Þetta var dálítið ýkt hreyf ing, því að þeir hneigðu sig svo djúpt, að sem snöggvast sá hún ekki nema bökin á þeim, keng- bogin. Hún varð hreykin við þessa sjón, því að hún vissi, að þessi hlægilega aðferð til að láta í ljós hrifningu var þeirra að- ferð til að segja henni, að þeir tækju hana gilda sem söngkonu, en ekki bara sem nýjustu vinkon una hans Boots. — Ég . . . Hún sneri sér að Boots. — Allt í lagi, barnið gott. At- vinnan er þín og eins lengi og þú, sjálf vilt. Eftir að hann hafði sagt þetta, gat hún ekki munað neitt. Hún mundi bara, að hún söng eitt- hvað fleira — nýja og gamla söngva, og að við hvert lagið, sem hún söng, breikkaði ánægjubros- ið á Boots. En allt þetta sá hún í einhverjum hillingum, ánægju og feginleika, af því að nú hafði hún fengið möguleika á að losna úr strætinu. Þegar vísarnir á stóru klukk- unni tóku að nálgast hálftólf, fór stóra gólfið að fyllast af danspör um. Það kom í átta til tíu manna hópum. Stúlkurnar við hliðina á dansgólfinu yfirfylltust af fólki — ungum stúlkum, hermönnum, sjóliðum og miðaldra körlum og konum. Smókingklæddu útkastar arnir voru á ferli innan um fólk ið, en höfðu hægt um sig og eins og liðu kring um hópinn og inn í hann. Skenkiborðið við vegginn var næstum horfið í manngrúann sem kring um það var. Barþjón- arnir voru allir á hjólum og af- hentu full glös í stað tómra. Mjúk, regnbogalituð ljósin léku um dansfólkið. Þarna voru konur í kvöidkjólum, stúlkur í þröngum pilsum og peysum, sem féllu þétt að ungum brjóstunum. Piltar í þröngum buxum og mjó um um öklánn, dönsuðu eins og vitfirrtir við ungu stúlkurnar. Sumt dansaði alla hugsanlega dansa eða bjó til nýja. Fólkið í stúkunum drakk úr litlum pappa bikurum og át steikta kjúklinga og þykkar samlokur með fleski. Lutie söng með þéttum hléum. í hvert skipti var ákaft klappað, en jafnvél meðan hún var að syngja, mátti heyra sóninn í fólk inu, sem tók undir með henni. Þjónar í hvítum jökkum þutu fram og aftur inn í stúkurnar, berandi bakka, klyfjaða ísfötum, stórum sódavatnsflöskum og stór um bjórkrúsum. Og alltaf vagg aði mannfjöldinn fyrir augum hennar, og sumir sungu með henni. Loftið var þungt af hitanum frá líkömum fólksins, af lyktinni af bjórnum og viskíinu, sem ver ið var að drekka og vindlinga- reyknum, sem lá yfir öllu eins og þokubakki. Og hún hugsaoi með sjálfri sér: Það skiptir minn. u máli, hver syngur, eða hvort vel eða illa er sungið, því að engi.in hlustar á það, hvort sem er. Fólk ið hugsar um ástaratlotin, drykkj una og dansinn. í hléinu sagði Boots við hana: — Hvernig væri að fá sér einn gráan — Ágætt, sagði hún. Nú fyrst fann hún raunverulega, hve þreytt hún var. Hún hafði komið heim úr vinnunni og síðan verið að verzla í yfirfullum búðum, eldað mat handa sjálfi sér og Bub, þvegið og strokið skyrtur handa honum og blússu handa sjálfri sér. Svo var spenningin við að koma hingað og syngja og svo vissan um að fá hér atvinnu — allt þetta fyllti svo hug henn ar, að hún gleymdi allri þreytu. .En nú er hún settist niður, var hún uppgefin og mátlaus. — Já, ég hefði gott af að fá eitthvað að drekka, sagði hún, og var þakklát fyrir boðið. . Hann gaf barmanninum bend- ingu og þau settust við eitt litla borðið utan við dansgólfið. Hvít klæddur þjónn setti lítið glas fyr ir framan Boots. Síðan opnaði hann bjórflöskú á bakkanum hjá sér, hellti í þykka krús og setti hana svo nákvæmlega fyrir fram an hana á borðið, að hún tók að geta sér til um, hvort hann hefði mælt vegalengdina. LEVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.