Morgunblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 3
Laugardagur 1. maí 1965 M0RCUM3LAÐIÐ 3 ## ísl. fatnaður '65" bandi við sýningar, J>ar sem ekki væri til heppilegt sýn- •ingarpláss, og sagði hann í því sambandi að innan skamms yrði hlutafé sýnenda, er stæðu að byggingu íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugar- dal, tvöfaldað, ef það mætti verða til þess að flýta bygg- ingunni svo þar mætti hefja sýningar á næsta ári. Jóhann Hafstein, iðnaðar- málaráðherra, opnaði sýning- una formlega og kvað það ánægjuefni að sjá framleiðslu íslenzkra iðnrekenda, er þeir þyrftu nú að berjast við hina frjálsu samkeppni í heimin- um. Óskaði hann sýnendum til hamingju með sýninguna. Hér eru tvær myndir af sýn ingardeildum. Alls sýna þarna 21 fyrirtæki hvers konar föt, allt frá undirfötum til yfir- hafna. Sýningarklefunum er kom- ið smekklega fyrir í samkomu sal Lídó, en sögusýningin er bæði í fordyri og víða um salinn. Sýningin er opin fyr- ir almenning frá kl. 15.00— 22.00 daglega, en fyrir inn- kaupastjóra fyrirtækja frá kl. 10—15. — Kaupstefnan Gunnar Friðriksson, for- maður Félags ísl. iðnrekenda, flutti ávarp og ræddi m.a. þá nýju sölutækni er fælist í þess ari sýningu. Þá drap hann á vandamál iðnaðarins í' sam- í GÆR var opnuð kaup- stefna og fatnaðarsýning á vegum Félags íslenzkra iðnrekenda í Lídó. Bjarni Björnsson, formaður sýn- ingarnefndar, lýsti undir-- búningi og tilhögun sýn- ingarinnar, sem áuk þess að vera kaupstefna og sýn- ing á íslenzkum fatnaði er * jafnframt sögusýning um fatnað og íslenzka þjóðbún inga. Til þess hluta hafa lagt lið Þjóðminjasafnið og Þjóðdansafélag Reykjavík- ur. Svisslendingur slasast LAUST eftir miðmætti aðfara- nótt laugardags s.l. varð mjög harður árekstuf á mótum Laug- ornesvegar og Sundlaugavegar. Skullu þar saman Volkswagen- bifreið og strætisvagn, og slas- aðist ökumaður þeirrar fyrr nefndu, sem er Svisslendingur, fékk m.a. heilaíhristing. Árekstur þessi varð með þeim Eins og sjá má á myndinni stor sK.oiniiKli.st Voikswagen-biUinn á árekstrinum í fyrri nótt. hætti, að Volkswagen-bifreið var ekið norður Laugarnesveg, allhratt að því er sjónarvottar bera. Ökumaður hennar var Svisslendingur sem fyrr segir, og ók hann viðstöðulaust inn á Sundlaugaveginn. Þar bar i sömu svifum að strætisvagn á vesturleið, og lenti Volkswagen bíllinn framan á honum og sner ist í hálfhring og skemmdist jmjög'mikið, auk þess sem öku- ! maður meiddist nokkuð sem fyr segir. E Hafnaa*firði HAFNARPIRÐI. _ 1, maj j,á- tíðahöldin hefjast með því að safnast verður saman við Verka mannaskýlið kl. 1:30 og sdðan gengið í kröfugöngu um nokkrar götur. Útifundur verður að henni lokinni og tala þar Gunnar S. Guðmundsson formaður fulltrúa ráðs verkalýðsfélaganna; Hanni- bal Valdimarsson, Guðjón Bald- j vinsson ritari B.S.R.B. og Stefán ! Júlíusson les kvæði. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur undir stjórn Hans Ploders. — Klukkan fimm verður barnaskemmtun í Bæjar- bíói og dansleikur í Alþýðuhús- I inu um kvöldið. LúSmsveit Beykjavíknr leikur í dag f DAG, 1. maí, er Valborgar- messa. Þá er sumri víða fagn- að erlendis og efnt til mikill- ar gleði. Mun sá siður æva- forn að fagna hækkandi sól á þessum degi. Þegar þetta er skrifað, 30. apríl, er sólskin og blíða í Reykjavík. Vonandi viðrar eins vel í dag, og er ekki að efa, að margir borgarar, ungir og gamlir, muni leggja leið sína niður í Miðbæ eftir síð- dégiskaffið. Þá, eða klukkan hálfsex, ætlar Lúðrasveit Reykjavíkur að leika „eitt- hvað fyrir alla‘* við styttu Jóns Sigurðssonar á Austur- velli. Stjórnandi hornaflokks- ins er Páll Pampichler Páls- son. STAKSTNWAR Hvenær á að s’.cerast í leikinn? VIÐ umræður um lausn defla flugmanna og Loftleiða hélda kommúnistar og . framsóknar- menn því fram, að ríkisstjórnin hefði gengið á bak orða sinna frá 1960 um að blanda sér ekki í kjaradeilur launþega og vinnu- veitenda. Ingólfur Jónsson, sam- göngumálaráðherra, benti á, að ríkisstjórnin hefði haldið sig við þá stcfnu, sem mörkuð var við upphaf viðreisnar atvinnuveg- anna, að vinnuveitendur og laun- þegar semdu um lausn mála sinna sjálfir. Hins vegar hefði rikisstjórnin að sjálfsögðu skor- izt í leikinn, þegar tvímælalausa nauðsyn hefði borið til. Ráðherrann ræddi um þaa skipti, sem ríkisstjórnin hefur gripið í taumana og færði rök fyrir því, hver nauðsyn hefði verið á því á hverjum tíma. Tók hann sem dæmi, hvað gerzt hefði þegar verkfræðingar lögða niður vinnu á sínum tíma, ef ríkisvaldið hefði ekkert aðhafzt. Þá hefðu engar brýr verið byggð ar í landinu það sumarið. Erfitt hefði orðið um vegaframkvæmd- ir, því að ekki hefði fengizt mælt fyrir nýjum vegum. Ekki hefða fengizt teikningar af húsum, sem byggja þurfti. Ekki hefði verið unnið að neinni hafnar- gerð í landinu. Þannig hefðu allar framkvæmdir ríkisins lagzt niður. Almenningur í landinu hefði þá gert skýlausa kröfu til ríkis- stjórnarinnar um að hún leysti þetta alvarlega mál. Hvort sem það væru verkfræðingar, læknar eða flugmenn, sem í hlut ættu, væri það skylda rikisstjórnarinn ar að firra vandræðum og vernda hagsmuni alls almennings í land- inu, áður en alger voði hlýzt af fyrir þjóðarbúið. Kann Eysteinn úrræðin? Það hefur orðið hlutskipti framsóknarmanna eftir að þeir komust í stjórnarandstöðu að beita sér í sífellu fyrir þvi á Alþingi, að dregið verði úr skatt- lagningu og hvers konar annarri tekjuöflun ríkissjóðs og að sam- tímis því verði allar framkv. á vegum hins opinbera stórauknar. Utan þingsala hafa þessir sömu menn síðan verið hinir áköfustn talsmenn hvers konar kröfugerða um hækkað kaupgjald í landinu. Nú fyrir skömmu var gerð nokkur hækkun á launum opin- berra starfsmanna og er aðeins gott eitt um það að segja. Sú kauphækkun hafði hins vegar það í för með sér, að draga varð nokkuð úr þeim framkvæmdum, sem fyrirhugaðar voru á þessu ári. Hefði það ekki verið gert, var ekki annað ráð tiltækt en að leggja á nýja skatta til að standa straum af auknum útgjöldum rik issjóðs af þessum sökum. í Degi á Akureyri er þessi á- byrgðarlausi áróður lapinn upp í forystugrein nýlega. Þar segir m.a.: „Islenzka ríkisstjórnin er jafnvel svo ósvífin að hóta nýrri skattlagningu ef menn vilja ekki fallast á niðurskurð opin- berra framkvæmda um 20%“. Það væri fróðlegt að sjá þau úrræði, sem framsóknarmenn hafa í fórum sínum til þess að gera allt í senn: Stórauka opin- berar framkvæmdir, stórhækka laun opinberra starfsmanna og lækka alla skatta. Eysteinn Jóns- son, höfundur þessarar „umbóta- stefnu** geymir úrræðin væntan- lega í erminni, enda hefur hann lengi verið fjármálaráðherra við mikla frægð, þótt raunar af endemum sé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.