Morgunblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐID Laugardagur 1. maí 1965 £3200331 Verötrygging fjárskutdbindinga -Lántaka vegna vegaframkvæmda 1 GÆR voru mörg- mál rædd eink um í Neðri deild. Þar mælti Gyifi Þ. Gíslason, viðskiptamála- ráðherra, fyrir frumvarpi um verðtryggingu fjárskuldbindinga, ea í umræðum um frumvarpið kvaðst Eysteinn vilja mega skilja tunmæli ráðherrans á þann veg, að frumvarpið ætti ekki að af- greiða sem lug nú. f Efri deild mælti Ingólfur Jónsson, samgöngumálaráðherra, fyrir frumvarpi um lántöku vegna vegaframkvæmda. Var skýrt ýtarlega frá þessu frum- varpi hér í blaðinu í gær. NEÐRI DEILD: Verðtrygging fjárskuld- bindinga Eitt helzta málið á dagskrá Neðri deildar var frumvarp rík- iastjómarinnar um verðtryggingu fjórskuldbindinga, og mælti Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráð- herra, fyrir því. í upphafi ræðu sinna rakti hann þróun verðbólg- unnar sl. aldarfjórðung bæði hér á landi og annars staðar og sagði, að frá lokum síðari heimsstyrj- aldar mætti segja, að verðbólgu- þróunin hefði verið alþjóðlegt vandamáL Verðbólguþróunin á íslandi væri flók ið fyrirbæri, sem hann kvaðst telja, að ætti sér djúpar rætur í gerð íslen2Íks efnahagslíls og þróun þess síðan á styrjaldarár- um. Ein alvar' legasta afleiiíng verðbólguþróunarinnar væri, að raunverulegt verðgildi peninga skuldbindinga væri sífellt að breytast. Þetta frumvarp miðaði einmitt að því að verðtryggja fjárskuldbindingar og væri þann- ig einn þáttur þeirra ráðstafana, iem nauðsynlegar væru til þess að eyða skaðlegum og ranglátum afleiðingum verðbólguþróunar og vaeri þannig í raun og veru mikil ráðstöfun gegn áframhaldandi verðbólguþróun. Gerði ráðherrann síðan grein fyrir efni frumvarpsins, en frá því var skýrt hér í blaðinu í gær. Sagði ráðherrann að lokum, að ríkisstjórnin teldi, að með lagaákvæðum eins og þeim, sem frumvarpið gerði ráð fyrir, væri stórt spor stiigið í baráttunni við verðbólguþróunina og til aukins réttlætis í efnahagsmálum. Eysteinn Jónsson (F) kvaðst vilja mega skilja þetta frumvarp þannig af ummælum ráðherrans, að ekki ætti að afgreiða það nú sem lög, heldfur ætti mönnum að gefast tóm til þess að ræða frum- varpið og átta sig á því. >á sagðist Eysteinn vilja leggja áherzlu á, að breyta þýrfti með- ferð mála á Alþingi þannig, að samband yrði haft fyrirfram við stjórnarandstöðuna um þýðingar- mikil mál sem þetta. >á tók hann það fram, að hann óttaðist, að með þeim leiðum, sem frumvarp ið gerði ráð fyrir, þá yrði einung- is mjög skammt náð i því að koma verðtryggingu á sparifé. Var frumvarpið síðan tekið út af dagskrá og umræðum um það frestað. Önnur mál Gylfi Þ. Gíslason gerði grein fyrir stjórnarfrumvarpi um breyt ingu á lögum um Listasafn ís- lands og var því vísað til 2. um ræðu og menntamálanefndar. Ennfremur mælti ráðherrann fyrir stjórnarfrumvarpi um bankavaxtabréf, sem síðan var vísað til 2. umræðu og fjárhaigs- nefndar. Frumvarp um rannsóknir í þágu atvinnuveganna var sam- þykkt samhljóða til Efri deildar. Birgir Finnsson (Alþfl.) gerði grein fyrir nefndaráliti um frum varp um breytingu á lögum um ráðstöfun erfðafjárskatts, og var því vísað til 3. umræðu. Guðlaugur Gísiason (S) gerði grein fyrir nefndaráliti um frum varp um lánasjóð sveitarfélaga, sem visað var til 3. umræðu. Frumvarpi til Ijósmæðralaga var vísað til 3. umræðu. Einar Ingimundarson (S) gerði grein fyrir frumvarpi um eftir- laun alþingismanna, sem vísað var til 2. umræðu og nefndar. Frumvarpi um dráttarbrautir og skipasmíðastöðvar var visað til 3. umræðu. Afgreldd mál >á fór fram I Neðri deild síð- asta umræða um þrjú frumvörp, sem síðan voru afgreidd sem lög frá Alþingi. >essi frumvörp voru um breytingu á umferðar- lögum, frumv. um breytingu á lögum um brunatryggingu í Reykjavík og frumv. um breyt- ingu á lögum um hundahald. EFRI DEID Frumvarp rikisstjórnarinnar um heimild til lántöku vegna vegaframkvæmda var til 1. um- ræðu í efrideild Alþingis í gær. Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðherra, fylgdi frv. úr hlaði og igerði grein fyrir helztu atriðum þess. Helgi Bergs kvað frv. bera það með sér, að hin nýja vegaáætl- un væri þegar orðin úrelt, þar sem gert væri ráð fyrir miklu hærri lántöku í frv. til byggingar Reykjanesibrautar, en vegaáætlun gerði ráð fyrir. Ingólfur Jónsson kvað fráleitt að telja vegaáætlun úrelta, þótt frv. gerði ráð fyrir breytingu á einu atriði hennar. Hin aukna fjárveiting til Reykjanesbrautar væri tilkomin vegna þess, að á kveðið hefði ver ið að steypa slit- iag brautarinnar. Kvað ráðherr- ann vegaáætlun ina vera ályktun' Alþingis, og á henni væri hægt að gera breyting ar með lögum, eins og frv. fæli í sér. >á var frv. um dýralækna vís- að til 2. umræðu og landbúnaðar nefndar. Frv. um atvinnu við sigl inigar var samþykkt og sent neðri deild og frv. um veitingu ríkis- borgararéttar var afgreitt sem Iög frá Alþingi. Frv. um Hús- mæðrakennaraskóla íslands var afgreitt til 3. umræðu og frv. um alþjóðagjaldeyrissjóðinn var sam þykkt og sent neðri deild. Eggert G. Þorsteinsson gerði grein fyrir frv. um eftirlaun ráð herra. Gert er ráð fyri, að stofn aðu verði lifeyrissjóður ráðherra sem verði hliðstæður lífeyris- sjóði alþingismanna, en báðir verði þeir deildir úr lifeyrissjóðl rí'kisstarfsmanna. Sagði Eggert að málið hefði verið rætt í öll- um þingflokknum og nyti ein- róma stuðnings allra alþingis- manna. Var frv. visað til 2. um- ræðu og fjárhagsnefndar. Auður Auðuns mælti fyrir á- liti menntamálanefndar á frv. um náttúrurannsóknir. Frv. hefir til umsagnar, og hefðu skoðanir þeirra verið nokkuð skiptar. >vi hefðu sumir nefndarmanna ósk- að eftir að kynna sér málið nán- ar, en samstaða hefði orðið urn að mæla með frv. við 2. um- ræðu, en nefndarmenn áskildu sér rétt til að bera fram við þa3 breytingartillögur við 3. um- ræðu. Væri þetta gert vegna þess að mjög væri liðið á starfs- tíma alþingis til þess að flýta afgreiðslu málsins. Stjórn F.I.A. svarar greinargerð Loftlei&a >ÓTT allmikið hafi þegar ver- ið skrifað af hálfu deiluaðilja í kjaradeilu Loftleiða og FIA, sér FIA ástæðu til að svara greinar- gerð stjórnar Loftleiða, sem birt- ist í nokkrum dagblöðum 29. apr il s.l. >að, að birta tölur um laun flugstjóra og lægst launaðra byrjenda hjá erlendum flugfé- lögum gefur eitt út af fyrir sig ekíki rétta mynd af því, hve launakjör viðkomandi flug- manna eru, heldur hitt hrver laun þeirra eru í samanburði við aðrar stéttir þjóðfélags og hvað eftir er sem hreinar tekjur, þeg- ar skattayfirvöld hafa seilzt eft- ir sínu. Slíkur samanburður er óhagstæðari fyrir íslenzka at- vinnuflugmenn en nokkra starfs bræður þeirra, sem eru frjálsir að því að semja um kjaramál sín, en það munu flugmenn vera það FIA veit, nema í einræðis- ríikinu Portúgal og í löndum austan járntjalds, en nú bætist ísland við. Samkvæmt upplýsingum, sem FIA hefur aflað, eru laun jap- ansks flugstjóra 4 þús., sterlings pund, um það bil 9-12 föld laun skólamenntaðs verzlunarmanns eða skrifstofumanns þar í landi. Samanburður á launum flug- manna hjá SAS og launum sam- kvæmt kröfum FIA er sem hér segir: Kröfur FIA (miðað við hæstu laun): Flugstjóri 514,400 kr. á ári, aðstoðarflugmenn kr. 331,000 Hjá SAS hins vegar: Flugstjóri Bandariski isbrjóturinn Edist o ASB-2, sem á að sækja visindamenn og tæki á íseyna Arlis II, af þykkum og samanþjöppuðu m ís rumlega 100 km. fyrir sunnan íseyna. Bandariska upplýsinga lofti í gær. ísbreiðan nær { ár næstum alla leið suðttr undir íslandsstrendur. Á venjulegu árl mundi íseyj um 10 dögum, en eins pg áður «r sagt Uggur isbrjóturinu um 100 km. sunnar í knum. liggur nú og bíður átekta í breiðu þjónustan lét taka þessa mynd úr aa vera komin í auðan sjó fyrir kr. 568,059, aðstoðarflumenn kr. 392,108. Auik þess má geta þess að SAS menn hafa unnið að þvi að fá kauplhæikkun, og fyrir ea. tveimur vikum var gert ráð fyrir því að hún yrði 6 %. Upplýsingar Loftleiða um laun aðstoðarflug- manna hjá BOAC, BEA og JAP- AN Airlines eru hrein fölsuiu Tölur þær, sem upp eru gefnar eru gefnar eru laun byrjenda (seoond officers) á fyrsta ári. Laun fyrir þann flugmannahóp hér eru 123,000 kr. (Samsvarandi hjá SAS 181,988). Starf aðstoðar- fiugmanns er allt annað. Hann er aæst æðsti maður um borð i fiugfari og laun slíks manns i hæsta launaflokki, t.d. hjá BOAC eru 430,000 kr. Fulilyrðing Loftleiða um tregðu FIA til að semja fellur um sjálfa sig, með því að upplýsa að Loft- leiðir vildu leggja miálið fyrir gerðardóm, því að það sannar einmitt fullyrðingu FIA um samningatregðu Loftleiða, þar sem að um samninga er ekki lengur að ræða, hafi kjaradeila verið lögð fyrir gerðardóm. Loftleiðir kannast, með tregðu við það að vinnutími flugmanna geti komizt í 22 klst., en tala hins vegar um, að lengsta flug á flugleiðum þeirra sé 7 klst. og sé flugtími lengri en 12 klst., sé flugmönnum séð fyrir hvíl- um. Með vinnutíma er átt við vakttíma flugmanna, þ.e. tímanu frá því að þeir hefja starf, und- irbúa flugið, flugið sjáift, og þann tíma, sem líður eftir lend- ingu, þar til flugmenn hafa sikil- að af sér öllurn gögnum og eru lausir við starfsskyldur. Slíkur tími fyrir og etftir flug getur orðið jafnlangur og jafn- vel lengri en flugtíminn sjálf- ur. >að heyrir til undantekninga að áætlaður flugtími hafi á síð- ustu árum farið yfir 12 klst. >ann er óraunhæft og ómaklegt, seiu Loftleiðir gefa í skyn, að flug- menn liggi í hvílum hluta af vinnutíma sínum. >að er þvi ekki úr vegi að biðja stjórn Loft leiða að benda flugmönnum og öðrum, sem vilja, á hvílurnar í Rolls Royce-400; þær eru ekkl tu. Óheilindi stjórnar Loftleiða sjást ldika á upplýsingum urn laun amerískra flugstjóra félags- ins. >essir flugmenn fljúga jafnt og íslenzkir, allt að 105 klst. á mánuði. Stjórn Loftleiða ætti a8 uPPlýsa í blöðum, hvað félagið greiðir þessum mönnum fyrir hverja flugstund um fram 19 Loftleiðir upplýstu samninga- nefnd FIA um að það væru nær 800 kr. >annig geta laun þess- ara manna orðið yfir kr. 80.000 á mánuði fyrir að fljúga DC 6t» en yrðu eðlilega mun hærri fyr- ir að fljúga Rollg Royoe - 400i ,j Stjórn F.Í.A. --- Bragi Norðdahl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.