Morgunblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLADIÐ Laugardagur 1. max 1965 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: R its t j órnar f ull t rúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. HÁTÍÐISDAGUR VERKAL ÝÐSINS ¥|ögar íslenzkur verkalýður * heldur í dag 1. maí hátíð- legan, blasir sú staðreynd við í íslenzku þjóðlífi, að aldrei hefur verkalýðurinn búið við eins góð lífskjör og nú. Megin ást.æða þessarar gleðilegu staðreyndar er sú, að þjóðin á í dag betri, fullkomnari og afkastameiri framleiðsíutæki ew nokkru sinni fyrr. Mörgum hættir til þess að ofmeta þátt verkfalla og vihnudeilna í baráttu fólksins fyrir bættum lífskjörum. — Sannleikurinn erx sá, að ís- lenzkur verkalýður hefði náð skammt til umbóta á kjörum sínum, ef verkföllin ein hefðu átt að tryggja umbæturnar. Vitanlega hefur hækkað kaup gjald, sem knúið hefur verið fram með átökum, oft stuðlað að bættri aðstöðu og batn- andi lífskjörum launþega. En án tækniþróunar og upp- byggingar atvinnulífsins hefði ekki verið hægt að hækka kaupgjaldið. Það er af þessu auðsætt, að stefna Sjálfstæðisflokksins hefur verið raunhæfasta kjara bótastefnan, sem fært hefur íslenzkum verkalýð mestar umbætur og unnið stærstu sígrana í þágu hans. Það er sú stefna, sem í því er fólgin að fá þjóðinni stöðugt ný, full komnari og afkastameiri tæki til þess að auka með arðinn af störfum sínum. Sjálfstæðis menn hafa jafnan lagt áherzlu á það, að því meira sem þjóð- arbúið í heild aflar, þeim mun meira kemur til skiptanna í hlut hvers einstaks. Þess vegna verður sú kjarabóta- barátta raunhæfust og heilla- vænlegust öllum landslýð, sem tryggir aukna fram- leiðslu, efnahagslegt jafn- vægi og stöðuga þróun og upp byggingu í landinu. Það er vonlaust, að íslenzk- ur verkalýður fái bætt kjör sín á næstu árum, ef hér ríkir glundroði og upplausn í efna- hagsmálum. Það er þess vegna í dag stærsta hagsmuna mál verkalýðsins að efnahags legt jafnvægi haldist, að þjóð- In geti haldið áfram að auka afköst framleiðslutækja sinna og heilbrigð þróun haldið á- fram. Um þá stefnu verða all- ir þjóðhollir og víðsýnir ís- lendingar að sameinast. Morgunblaðið óskar öllum verkalýð og launþegum til hamingju með hátíðisdag þeirra. ATHYGLISVERÐ- AR TÖLUR Á rannsóknarráðstefnu þeirri, sem Norður- landaráð beitti sér fyrir og haldin var í Helsingfors dag- ana 25. og 26. maí sl., komu fram margar athyglisverðar upplýsingar. Þar var m.a. frá því skýrt, að árið 1963 hefðu 45 þúsund stúdentar útskrif- azt frá menntaskólunum á öll um Norðurlöndum. Árið 1950 voru stúdentarnir á Norður- löndum, sem útskrifuðust.það ár, aðeins 20 þúsund. En árið 1970 er gert ráð fyrir að f jöldi stúdenta, sem útskrifast á einu ári muni nema rúmlega 70 þúsundum. Þessi geysilega fjölgun stúdenta á Norðurlöndum er mjög athyglisverð. Og sú skoðun kom almennt fram á rannsóknarráðstefnunni að hún væri lífsnauðsynleg til þess að tryggja Norðurlanda- þjóðunum nægilega mikið af háskólamenntuðu fólki á næstu árum. Athyglisvert er einnig, að líta á tölurnar um fjölda þeirra, sem nám stunda í háskólum á Norð- urlöndum. Árið 1950 voru 60 þúsund menntamenn við nám í háskólunum á öllum fimm Norðurlöndunum. Árið 1963, 122 þúsund, og árið 1970 er gert ráð fyrir, að stúdentar við nám í háskólum Norður- landa verði um 204 þúsund. Þa&kom fram á ráðstefnunni, að hlutfallstala útskrifaðra stúdenta er lægst hér á ís- landi. Er það í samræmi við upplýsingar þær, sem Þórar- inn Björnsson, skólameistari, gaf í skólasetningarræðu á síðastliðnu hausti. Þarf eng- um að blandast hugur um það, að til þess ber brýna nauðsyn fyrir okkur íslend- inga að stúdentsmenntuðum mönnum fjölgi. Á þessu hef- ur núverandi ríkisstjórn og Alþingi einnig glöggan skiln- ing. Á þessu þingi, sem nú er að ljúka, mun verða sam- þykkt frumvarp, sem gerir ráð fyrir að menntaskólum verði fjölgað um þrjá, og að slíkar menningarstofnanir rísi í öllum landshlutum. Hreinsun í Bú Sfaiínistum rutt úr valdasföðum ENN hafa ekki verið gefin upp nöfn þeirra manna, er hanidteknir voru í átökunum innan búlgarska kommúnista- flokksins, sem í hámæli kom- ust fyrir u.þ.b. viku. Var þá loks skýrt frá því opinberlega —*■ eftir tiu dagia orðróm um að ekki væri allt méð felldu í búlgörskum stjófnarbúðum, — að handteknir hefðu verið nokkrir starfsmenn flokksins, sem gerzt hefðu sekir um pólitísk afglöp. Ekki er fyllilega Ijóst hvort þarna var um beina byltingar- tilraun að ræða eða hvort her inn átti einhvern þátt í átök- unum — en almannarómur sagði, að 7. apríl s.l. hefði skor izt alvarlega í odda með göml um Stalinistum í flokknum og stjórninni annars vegar og stuðningsmönnum og gömlum vinum Krúsjeffs hins vegar, undir forystu forsætisráðherr- ans, Todors Zhivkovs. Talið er, áð a.m.k. fimmtíu manns, flestir kunnir embættismenn og framámenn flokksins, hafi verið handteknir. Fregnir frá Sofíu herma, að jafnvel þótt stjórnin neiti að láta nokkuð að ráði uppi opin- berlega um þetta mál, hafi hún sízt reynt að bæla niður orðróm, að Stalinistar hafi reynt að auka áhrif sín á stjórn landsins. En eins og nú háttar um heimsástandið munu kommúnistaríkin ekki vilja vera of harðskeytt í garð Kínverja og stuðningsmanna stefnu þeirra innan hins kommúníska heims. Stjernin hefur nefnt þrjá menn, sem höfuðpaura sam- særisins. Eru það Tsolo Krust ev, forstöðúmaður Asíudeildar búlgarska utavríkisráðuneytis ins og fyrrverandi sendiherra í N-Kóreu; Tsvetko Anev, hershöfðingi, herbúðastjóri í Sofíu og Ivan Todorov-Gur- unya, fyrrverandi meðlimur miðstjórnarinnar. Var sagt, að tveir þeir fyrrnefndu hefðu verið handteknir en Gurunya hefði skotið sig, þeg ar upp komst um hann. Brezka blaðið OBSERVER birti s.l. sunnudag stutta grein eftir Lajos Lederer, þar sem hann sagði sennilegt, að valdabaráttan væri nú að mestu yfirstaðin í Búlgaríu a.m.k. um sinn. Zhikov hefði náð tangarhaldi á andstæðing um sínum — öðrum en þeim, er framið hefðu sjálfsmorð. Lederer sagði, að meðal hinna handteknu væru að öllum lík- indum tveir af átta manna framkvæmdastjórn búlgarska kommúnistaflokksins, þeir Ivan Mihai/lov, hershöfðingi og varaforsætisráðherra — og Boyar Balgarðnov, sem var atkvæðamikill á harðstjórnar- dögum Vulkos Chervenkos, fyrrverandi leiðtoga flokksins. Einnig taldi hann líkur benda til þess, að innanríkisráðherra landsins, Diko Dikov, hers- höfðingi og landvarnaráðherr ann, Dobri Dzurov hefðu einn ig verið viðriðnir samsærið. „Allir eru þetta gallharðir Stalínistar“, sagði Lederer, sem vitað er, að hafa verið mjög andvigir að „gömlu Stalínistunum“ væri bolað úr áhrifastöðum — en síðustu tvö árin hefur Zhivkov, for- sætisráðherra, unnið mark- visst að því að koma þéim úr flokksstjórninni, stjórn lands- ins og áhrifastöðum innan hersins. Zhivkov, sem ekki hafði enn komiz^t til_metorða í valdatíð Stalíns, tók að vinna að afnámi Stalínism- ans í Búlgaríu þegar eftir að Krúsjeff hélt leyniræðuna frægu um Stalín á 20. flokks- þinginu 1956. En fyrstu til- raunir hans í þá átt voru fálm kenndar og gerðar með hálf- um huga svo að þær báru ekki ýkja mikinn árangur. Stalín- istar höfðu öli tögl og hagldir í flokknum og voru hreint ekki á því að láta grafa und- an aðstöðu sinni. Zhivkov átt'i því óhægara um vik, sem flokksvaldið var þar með mesta móti öflugra en í nokkru öðru kommúnistaríki A-Evrópu, — og herinn gjör- samlega gegnsýrður Stalin- isma. En I fyrrasumar ákvað Zhivkov að tími væri kominn til að ganga hreint til verks. Hann sá hverju afnám stalin- ismans hafði komið til leiðar í nágrannaríkjunum, — og sá að Búlgaría var orðin þeirra eftirbátur. Hann fór tii Moskvu og ræddi málið við Krúsjeff. Hjá honum fékk hann loforð um stórlán og aðstoð, svo framarlega sem hann berðist afdráttarlaust fyrir afnámi stalinismans. — Eftir að Krúsjeff var bolað frá völdum veiktist staða Zhivkovs um hríð heima fyrir. Og andstæðingar hans voru fljótir að ganga á lagið — þeir höfðu sínar fyrirætlanir. Síðustu mánuði hefur því ólg að undir niðri og upp úr sauð í byrjun þessa mánaðar, á mið stjórnarfundi flokksins. Sem fyrr segir er ekki fylli lega ljóst, hvort stalinistar höfðu komizt svo langt að gera tilraun til stjórnarbylting ar eða hvort Zhivkov — vit- andi hvað þeir voru að bralla — greip tækifærið til að fella þá, áður þeir fngi rönd við reist. ÞESSA mynd tók ljósmynd- ari Mbl., Gísli Gestsson, af brezka gítarleikaranum Bert Weedon, er hann kom fram á miðnæturhljómleikum í Austurbæjarbíói fyrir skömmu. Hér er á feröinni snjallur listamaður, og eins og myndin ber með sér var líf í tuskunum, þegar hann lék „Guitar Boogie Shuffle", en það lag er raunar vel þekkt hérlendis. — En Bert Weedon getur einnig leikið alvarlegri tónverk, þegar svo ber undir. í því sambandi má geta þess, að hann hefur ann- azt undirleik fyrir söngvar- ann Beniamino Gigli. Hljóm- sveit Hauks Morthens aðstoð- aði Bért Weedon á hljómleik unum og stóð vel í sínu stykki. Sjálfur hefur gítar- snillingurinn lokið miklu lofs orði á hljómsveitina og þá einkum trommuleikarann, Benedikt Pálsson, en hann sést einnig á myndinni ásamt Erni Ármannssyni, bassaleik- ara. Bert Weedon hlaut fram úrskarandi viðtökur á hljóm- leikunum í Austurbæjarbíói og lék fjöldamörg aukalög af sýnilegri ánægju, en öll fram koma hans var hin skemmti- legasta. — Borgarbúum gefst kostur á að hlýða á leik Berts Weedon t Sigtúni næstu daga en hann mun dveljast hér- lendis um hálfs ntánaðar skeið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.