Morgunblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 1. maí 1965 ANN PETRY: STRÆTID 1 Boots fyllti glas sitt úr flösku sem hann tók upp úr vasa sín- um. Svo ýtti hann glasinu fram og aftur á borðinu, og hélt því ná kvæmlega milli tveggja fingra. Hann leit á hana og brosti. Langa mjóa örið á kinninni náði alveg upp að auga, þegar hann brosti. — Sérðu til, elskan, ég gæti hæglega orðið bálskotinn í þér, sagði hann og hugsaði um leið. Þetta er ekki nema satt. Og ef hann kæmist ekki yfir hana öðru vísi, gæti hann alveg giftzt henni og hann hló, af því að þessi giftingar tilhugsun skemmti hon um. Hann ýtti glasinu sínu enn fram og aftur og brosti til henn- ar. — Virkilega? sagði hún. Þetta byrjaði full fljótt. En það gerði ekkert til úr því að hún átti at- vinnuna vísa, og það var fyrir mestu. Hún leitaði í huga sínum að svari, sem gerði hann ekki al veg afhuga, en héldi honum hins vegar í stilli. — Ég hef einu sinni elskað og ef maður elskar af öllu hjarta einu sinni, verður ekki mikið eftir handa fleirum, sagði hún varkárlega. — Áttu við manninn þinn, — Já, það var ekki honum að kenna, að það fór út um þúfur. Og líklega heldur ekki mér að kenna . . , Við vorum bara of fátæk. Og við vorum of ung til þess að þola að vera fátæk. Þær eru allar eins, hugsaði hann. Peningarnir eru það, sem dugar við þær, jafnvel þessa, sem er svo ung og sakleysisleg, Og hann var næstum farinn að mala og hugsaði sem svo, að líklega væri ekki þörf á neinu hjóna- bandi. Þetta tæki bara tíma, dá- lítinn tíma, það væri allt og sumt. Hann laut yfir borðið og sagði: Þú þarft ekki að vera fátæk leng ur. Ekki eftir kvöldið í kvöld. Borgarnes UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins í Borgarnesi er Hörð- ur Jóhannsson, Borgarbraut 19. — Blaðið er í lausasölu á þessum stöðum í bænum: Hótel Borgarnesi, Benzínsölu Huld við Brákarbraut og Benzínsölu Esso við Borgar- braut. Stykkishólmur Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Stykkishólmi er Víkingur Jóhannsson, Tanga götu 13. Ferðafólki skal á það bent að í lausasölu er blaðið selt í benzínsölunni við Aðalgötu. Afgreiðslur blaðsins hafa með höndum alla þjónustu við kaupendur blaðsins og til þeirra skulu þeir snúa sér, er óska að gerast fastir kaupendur Morgunblaðs- ins. I Það skal ég sjá um. Þú þarft I ekki annað en vera dálítið góð við mig. Hann hafði vonazt eftir, að hún mundi sýna þess einhver merki, að hún ætlaði að verða góð við hann. En þess í stað stóð hú,n upp frá borðinu. Hún hnyklaði ofurlítið brýrnnar. Þykka krúsin á borðinu var meira en hálffull af bjór enn. 28 — Hæ, þú ert ekki búin með bjórinn þinn, kallaði hann. — Ég veit það, sagði hún og benti á hljóðfæraleikarana. — Strákarnir eru tilbúnir að byrja aftur, sagði hún. Klukkan vat orðin þrjú þegar regnbogalitu ljósin hættu að leika um gólfið. Þá var blásið hvellt í alla lúðra og mennirn ir tóku að koma fyrir hljóðfær um sínum. Fólkið tíndist út úx salnum, hægt og treglega. Skraut legi stiginn var fullur af fólki, og það þrengdi sér saman, rétt eins og endurminningin um dans ínn og tónlistina, héldi því enn í faðmlögum. Fatageymslustúlkurnar brostu meðan þær tóku yfirhafnir af snögum og teygðu sig upp á hill ur eftir höfuðfötum. Skildingarn ir glumdu í hvítu diskunum. Karl mennirnir þyrptust að speglun um og settu á sig sterklita háls trefla, hnepptu að sér frökkum, löguðu hattana sína til og settu Boots sneri sér að Lutie. — Á ég að skutla þér heim, elskan? — Það væri ágætt, flýtti hún sér að svara. Kannski mundi hann segja henni, hversu hátt kaupið yrði. Og kannski mundi hann líka gerast nærgöngull til að undirbúa næsta skrefið, og það væri ekki eins gleðileg til- hugsun. En nú fann hún sig svo sterka og örugga, að hún mundi geta staðizt hvað sem væri og snúið hann af sér með lagi, að minnsta kosti þangað til samning urinn væri undirritaður. Þegar þau komu fram í forsal inn, voru þar ekki nema fáar eft irlegukindur enn. Og jafnvel þær voru með fararsniði; karlmenn irnir að troða sér að speglunum til að laga sig til, en konurnar sitjandi á bekkjunum í miðjum salnum. Þær tróðu fótunum á sér niður í ábreiðuna, til þess að finna, hve mjúk hún væri, og dáð ust að því, sem þær sáu af sjálf um sér í speglunum. Fyrir neðan stigann var einn af stórkarlalegustu útkösturun- um og lagði hönd eins og kálfs- krof á öxlina á Boots. Lutie starði á hann, því að afmyndað andht ið, aflöguðu eyrun og sterklegar axlirnar undir sléttu efninu i smokingjakkanum, gerðu hann svo ægilegan ásýndum. — Hæ, Boots. Komdu við hjá Junto. Hann vill tala við þig. Orðin komu út úr munnvikinu, án þess að varirnar virtust hreyf ast. — Hringdi hann? — Já, fyrir um það bil klukku tíma. Sagði, að þú yrðir að koma við hjá sér. — Allt í lagi. Boots náði í kápu Lutie í fata geymslunni, færði hana í og ýtti svo upp stóru hurðinni og hjálp aði henni loks upp í bílinn, en var samt ekki að hugsa um hana, heldur urh Junto gamla, og hvað það gæti verið svona áríðandi, sem þyldi ekki að bíða til morg- uns. Hann ók þegjandi eftir Sjö- undu tröð og velti þessu fyrir sér. Þegar hann loksins mundi að Lutie var þarna með honum var hann kominn að 125. götu. — Hvar á ég að láta þig út? spurði hann. — Við hornið á 116. og Sjö- undu. Hann stöðvaði bílinn þarna á horninu og seildist yfir hana til að opná dyrnar. — Við sjáumst annað kvöld, elskan? sagði hann. Æfum á sama tíma? — Sjálfsagt, sagði hún, og varð hálfhissa, að höndin á honum skyldi vera komin aftur á stýrið og vera þar kyrr. Hann horfði upp eftir götunni og var sýnilega annars hugar, og allt annarsstað ar en hjá henni. Hún horfði á bílinn þangað til hann hvarf fyrir horn, og reyndi að hugsa sér, hvað það væri, sem hefði gert hann svona utan við sig og annars hugar, að hann hafði gjörsamlega gleymt henni þá upp vel og vandlega. Vindurinn stóð í víða pilsið hennar og ætlaði að blása stuttu kápunni af henni. Hún yppti öxlum. Það var tilgangslítið að standa hér úti í kuldanum og velta fyrir sér hugrenningum Boots Smith. Á leiðinni heim, hitti hún ekki nema örfátt fólk. Það var allt að flýta sér. Að öðru leyti var allt með kyrrð í götunni. í fæstum húsanna sást ljós. Mú. gæti kuldinn ekki náð henni, enda þótt hún væri þunnt klædd, hugsaði hún. Af því að nú þyrfti hún ekki lengur að búa í þessu ömurlega stræti og sú hugsun var sterkari en þykk- ustu föt til að halda frá henni kuldanum. Hún tók að leika sér að tölum. Kannski mundi hún fá fjörutíu . . . fimmtíu jafnvel allt upp í sjötíu dali á viku. Allt var þetta svimhátt. Að minnsta kosti hvert sem kaupið yrði, var það ríkidæmi móti núverandi kaupi hennar. Maður kom allt í einu út úr húsdyrum, nokkru fyrir fram- an hana og hvarf á spretti út í myrkrið á götunni. Þegar hún kom að þessum húsdyrum, kom kona slagandi út úr þeim og öskr aði: Hann stal veskinu mínu, helvízkur fanturinn. Gluggar þutu upp á gátt víðs- vegar í götunni. Hausar komu út úr gluggunum — þögul, hvim- andi höfuð, sem voru eins og of urlitlir dílar í gluggunum. Kon an stóð enn á miðri götunni og öskraði af öllum lífs og sálar kröftum. Lutie leit gaumgæfilega á hana um leið og hún fór framhjá. Hún var með karlmannshatt, sem var dreginn næstum niður fyrir augu og karlmannsskó á fótum. Kápan var fest aftur með lásnælum. Hún steytti hnefa og æpti .blóts yrði á eftir manninum, sem var löngu horfinn sjónum. Ruddaleg köll bárust úr glugg unum: — O, haltu þér saman. Fólkið þarf að sofa. — Hvern fjandann þóttist þú hafa haft í veskinu? Var það húsaleigan? — Farðu heim, kelling, áður en ég skvetti nokkru í hausinn á þér. Eftir því sem röddin í kon- unni lækkaði og varð að tauti og umli, • hættu köllin og glugg- arnir lokuðust og strætið varð aftur þögult. Og Lutie hugsaði með sér: Enginn gæti átt heima í svona götu og haldið áfram að vera álmennileg manneskja. •— Strætið mundi grípa fólkið fyrr en siðar, því að að sogaði allt manneðli út úr fólki — hægt, ör uggt, óumflýjanlega. Hún horfði upp í skuggalegu gluggana, þar sem hausarnir höfðu verið. Þarna voru raðirn ar af mjóum gluggum — hæð eft ir hæð, troðfullt af fólki. Hún leit á strætið sjálft. Fram með því voru ruslatunnur. Hálfsveltir ket.tir voru þar á ferli — sk^jáf uðu í pappír og nöguðu bein. Og aftur varð henni hugsað til þess, að það væri ekki eins og þetta stræti væri neitt einstakt í sinni röð. Svona var allsstaðar í Harl- em, þar sem leigan var lág. En hún og Bub skyldu yfirgefa svona götur.' Og hugsunin um það, að hún hefði getað afrekað þetta hjálparlaust, án þess að neins annars aðstoð kæmi til, kom henni til að ýta upp hurð inni á íbúðinni harkalega. Það kom henni til að stanza innan hurðarinnar, andartak, þar sem hún sá ekki dimma ganginn, held ur sá hún fyrir sér Bub og sjálfa sig, búandi í stórri, rúmgóðri í- búð þar sem Bub óx upp og dafnaði og varð fallegur og sterk ur. Loftstrokan utan af götunni feykti pilsunum hennar upi löngu fótleggina, þar sem hún stóð þarna brosandi, og andlit hennar og líkami allur glóandi af sigur- hrósi, svo að það var næstum eins og hún væri að dansa. 10. KAFLI Eftir að Min hafði hengt kross inn yfir rúmið, hafði Jones farið að sofa í stofunni. Þar gat hann ekki lengur séð krossinn, en hann gerði hann samt órólegan. Loksins fannst honum hann allt af sjá krossinn, hvert sem hann sneri sér. Augu hans bættu lá- réttri línu við strenginn, sem hékk úr loftlampanum og jafn- skjótt dinglaði þar kross fyrir augunum á honum. Hann leit- aði að krossi og fann hann í glugg anum, í. stólunum og teinunum í búri kanarífuglsins. Þegar hann horfði á Min, gat hann séð móta fyrir honum, rétt eins og hann hefði verið lagður á sköpulags- lausan, feitan líkama hennar. Hann dró hugsað strik eftir henni endilangri og bætti svo öðru þvers, svo að hvenær sem hann leit á hana, sá hann enn krossinn. Þegar hún talaði við hann leit hann ekki lengur á hana, af hræðslu við að sjá ekki hana sjálfa heldur stóran, gyllt- an kross, sem hékk yfir rúminu. Hann vatt sig allan til og frá á legubekknum og hugsaði um þetta. Loksins stóð hann upp. Min • hraut í svefnherberginu. Hann gat næstum séð neðrivörina á henni blása sig úit við andardrátt inn gegn um opinn munninn. Stofan fylltist öll af þessu hljóði Og þungur andardráttur hunds ins var einskonar undirleikur. ,Honum gramdist það, að Min og hundurinn skyldu sofa svona þægilega meðvitundarlaus, en hann vaka — vaka og kveljast. Honum varð hugsað um íbúð Lutie uppi á efstu hæð. Hún var rétt eins og segull, sem verkaði alla leið niður til hans sjálfs og dró hann stöðugt að sér og ómót stæðilega. Hann flýtti sér að klæða sig í myrkrinu. Hann yrði að fara upp og sjá hvort hún væri heima. Hún mundi bjóða honum inn og þau mundu kynn ast almennilega. Það brakaði í tröppunum undir honum, þegar hann gekk upp stigann. Það sást ekkert ljós undir hurð inni að íbúð hennar. Hann hik- aði og vissi ekki, hvað gera skyldi. Honum hafði ekki dottið það í hug, að hún kynni að vera úti. Hann starði hugsunarlaust á hurðina og gekk síðan fram hjá henni, eftir ganginum og síð an upp lága stigann út á þakið. Þar stóð hann svo og horfði á dimmt strætið og skuggamyndirn ar af húsunum, sem bar við him inn. Smám saman tók hann að greina heila röð af krossum á húsunum. Og þá læddist hann hægt niður alla stigana og til í- búðar sinnar. Hann fór úr skón- um og settist niður og hlustaði á hroturnar í Min og andardrátt hundsins og hann hataði hvort tveggja. HDSGAGNAVERZLUN KRISTJANS SIGGEIRSSONAR HF LAUGAVEGI 13 SÍMI 13879 Dagstofuhúsgögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.