Morgunblaðið - 22.05.1965, Page 15

Morgunblaðið - 22.05.1965, Page 15
Laugardagur 22. maí 1965 MORCUNBLAÐIÐ 15 Poul P. M. Pedersen: HAFSINS OG STJARNANHA VINUR William Heinesen og skáldskapur hans ÞEGAR það var tilkynnt í út- varpinu fyrir nokkrum vikum, •ð hinn mikli Færeyingur, Willi- •m Heinesen, hefði hlotið bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs voru fjölmargir Norður- landabúar, sem glöddust vegna Heinesens. (Þessi virðulegu heið- urslaun urðu upprunalega til vegna frumkvæðis danska stjórn- málamannsins Helge Larsens). í rúm 40 ár hefur hann náð til huga og hjarta manna með skrif- um sínum. Um árabil hafa skáld- •ögur hans og frásagnir verið vel metið lesefni á Norðurlöndum, ekki sízt á íslandi, þar sem hann á f.jölmarga góða vini. Hann heimsótti landið árið 1954 og hefur skýrt frá því, að hann hlakki til að heimsækja ísland • ftur í maímánuði næstkomandi, þegar hann hefur lokið við nýtt verk, minningabók. Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs, sem veitt eru fyrir nýtt, einstakt skáldverk, voru sem kunnugt er úthlutuð hinu mikla færeyska skáldi fyrir skáldsöguna „Hin góða von“, sem var gefin út á dönsku á síðastliðnu hausti. Um þessar mundir er verið að þýða söguna á fjölmörg tungumál, þar á meðal íslenzku, og mun hún síðar verða gefin út á vegum Helgafells. Bæði á Norðurlöndum og víðar um heim er William Heinesen þekktastur fyrir skáldsagnagerð sína, en hann er samt sem áður einnig eitt af mestu Ijóðaskáld- um heimsins og af þeim sökum mun ég lýsa stuttlega ljóðagerð hans. Margir af lesendum Morg- unblaðsins munu minnast hins fagra og stórbrotna kvæðis hans um lát Einars Benediktssonar, sem Lesbókin birti á færeysku og í þýðingu Matthiasar Johann- essens sunnudaginn 7. febrúar siðastliðinn. Það var með Ijóðasafni, sem William Heinesen kom fyrst fram á sjónarsviðið sem skáld, en það var með bókinni „Sorgarljóð norðursins", sem kom út árið 1921. Þá var hann sjálfur aðeins tvitugur að aldri. Þá þegar er hann meistari í hnittilegu orða- lagi og með þeim hæfileika sín- um að skapa myndlikingar, sem ná tökum á huga lesandans. í ljóðasafninu er meira um kulda en harmatölur, eins og einn af gagnrýnendum hans hefur sagt á svo hnittilegan hátt, en mann grunar að á bak við kuldann sé hinn ákafi hugur hugsuðarins og draumóramannsin^. Skáldið kýs að þegja um sjálft sig og láta höfuðskepnurnar tala. Náttúran og landslagið í þessari Ijóðabók og ljóðasöfnum hans sem á eftir komu eru hin hrjóstrugu fjöll Fæfeyja. Mörg af náttúruljóðum hans eru inngangstónar hugleið- inga. Hann nær blæ eilífðarinnar, sem hvílir yfir hinu hrjóstruga landslagi. „Hann dýrkar hina gullnu stund andartaksins, þar sem fortíð og nútíð renna saman ©g sjálfið er þrungið tilfinning- unni um að vera hluti af eilífð- inni....... í mörgum Ijóðum Heinesens verður vart þeirrar hugsunar, að maðurinn og nátt- úran eigi sín samofin örlög. Hin sömu öfl, sem stjórna rás árstíð- anna og vatxarþroskanum, ráði lífi og dauða." (Ole Jacobsen í formála að úrvali mínu á færeysk um ljóðum: „Milli bergs og brimróts.“) í fyrstu ljóðabók Heinesens er náttúran óumbreyt- anlegt og miskunnarlaust afl sem hrekur manninn til og frá í blíðu og stríðu. Fæðing og dauði blikna í samanburði við þetta ógnarafl. En í síðari ljóðum hans hafa orð- ið sættir milli náttúrunnar og mannsins, „hugsunin um útskúf- unina hefur misst skelfingu sína og stjörnurnar lýsa heiminum af tryggð.“ Skáldið finnur til tengsla sinna við hið gróandi líf, við hlýju sólarinnar og hlýjunnar manna á meðal — eins og í hinu sérlega sefjandi kvæði um dauð- ann „Vetrardraumur". þar sem þetta stef kemur fyrir aftur og aftur: „Altid sejred den, der svor til dþden“. („Ætíð sigrar sá, sem er trúr til dauðans.") Kvæðið hefst með vísunni: Er det nat med afgrundslys bag vilde skyer? Eller er det allerede morgen? Her hos os er alt sá stort og stille. Thi det er som var vi begge döde, stivnet i et ismarks-pust frá nord, klædt í kuldevævet hvid krystal- dragt. (Er nótt með stjörnuskini bak við skýjasveim? / Eða er þegar Poul P. M. Pedersen kominn morgun? / Hér hjá okk- ur er allt svo stórt og kyrrt / Því það er sem við báðir værum dauðir, / stirðnaðir í ísstormi norðursins / klæddir kuldaofnum fötum ískrystalla.) Síðar í kvæðinu er spurt, hvort hér sé ekki eftirsóknarvert og gott að vera — án óska eða þrár, aðeins að sofa. Svo kemur svarið: Men der er jo det, at vi er döde. Du kan ekki rödme, ikke le, bare ligge hvid og kold, bare sove i al evighed. Dog her er jo trygt og godt at sove. Altid sejred den, der svor til döden. Rim har sat sig i dit hár som trætte stjerner. Snehvid er af död din klare pande, hvid din barm som fjerne vinter- bjerge. Dine unge sunkne arme — sádan hviler vinterskumringen bag fjerne bjerges rande. Dine lukkede öjne — sádan slumrer aftensneen pá de frosne vande. Vi har fáet ro til evig hvile. Vi har sejret, thi vi svor til döden. (En það er nú það, að við er- um dauðir. / Þú getur ekki roðn- að, ekki hlegið, / aðeins legið hvítur og kaldur, / aðeins sofið um alla eilífð /................. Þó er jú hér öruggt og gott að sofa. / Ætíð sigrar sá, sem er trúr til dauðans. / Hrím hefur sezt í hár þitt sem þreyttar stjörnur. / Þitt bjarta enni er ná- hvítt, / barmur þinn hvítur sem snæviþakin fjöll í fjarska. / Þínir ungu handleggir, sem hvíla í skauti þínu — þannig hvílir / vetrarrökkrið bak við brúnir fjar lægra fjalla. / Þín luktu augu — þannig blundar kvöidsnjórinn á ísilögðum vötnunum. / Við höf- um öðlazt kyrrð til eilífrar hvílu. / Við höfum sigrað, því við vor- um trúir til dauðans.) Kvæðið snýst svo upp í kröft- ug mótmæli, ákafa viðurkenn- ingu á lífinu: Nei! Fyg ind, du vilde storm fra verden! Sval os rædsel i dit væld af liv! Vágne vil vi vandre pá den mörke kolde jord og under strenge stjerner! (Nei! Blást þú inn, ólmi ver- aldarstormur! / Eyddu ótta okk- ar í lífslind þinni! / Vakandi vilj- um við reika um hina myrku / köldu jörð og undir harðneskju- legum stjörnum!) líinar köldu stjörnur himin- geimsins taka á sig hlýlegri blæ í hinum síðari ljóðum Heinesens: Stjerner, mine venner i de dybe grunde! Stolte og sejrrige stjerner höjt i stormen! Jeg mærker jeres varine — en sitren gennem sindet hver gang jeg ydmygt fatter om min skærv af evighed. (Stjörnur, vinir mínir í geim- djúpinu! / Stoltu og sigursælu stjörnur hátt í veðrahjúpi / Ég finn hlýju ykkar — hugur minn hrærist / hvert sinn sem ég í auðmýkt skynja hlut minn í eilífðinni.) Veraldareldinum eru gefnir móðurlegir eiginleikar „bag nat og dag og död“ („á bak við nótt- ina, daginn og dauðann"). í hin- um köldu, myrku hlutum „bor funker af dens glöd“ („eru neist- ar af glóð hans“. Næstsíðasta ljóðabók Heinesens heitir „Hin dimma sól“ og kom hún út árið 1936. Hér nálgast hann nútíma ljóðagerð, sem verður enn ljósara í siðustu ljóðabók hans til þessa: „Lofsongvar og harmljóð“, sem kom út árið 1961. Sátt hans við lífið er fullkomn- uð: Jeg takker dig, höstgrá hav, for dit store suk. Og dig, verden, for venskab. (Ég þakka þér / haustgráa haf / fyrir þitt mikla andvarp / ... . .... Og þér, / veröld, / fyrir vináttu.) Skáldið finnur til skyldleika síns við manninn, sem í siðustu viku málaði hina litlu uxamynd á hellisveggiinn í Altamira, við hann, sem í fyrradag tók þátt í því að_slípa makkann á sfinxinu mikla í Gizeh, við hann, sem í gær sat uppi í trénu og horfði á Jesús, við hann, sem fyrir stundu sigldi fyrir brim og boða Boja- dor-höfða og með þér, sem á þessu andartaki: i skabende henrykkelse forbéreder din förste rumfart! Og som máske allerede i aften er et henvejret sagn — et bundlöst sus i vissent græs — et smuldrende smil i mörket. (í skapandi hrifningu / undir- býrð þína fyrstu geimferð! .... ..... Og sem ef til vill þegar í kvöld / er liðin saga — / þytur í visnuðu grasi / hverfandi bros í myrkrinu.) í þessari ljóðabók er hið stór- brotna kvæði um lát Einars Bene diktssonar, sem minnzt var á hér að framan, og í henni eru einnig eftirmælin um hina miklu fær- eysku listakonu, sem batt enda á sitt eigið líf: Altid vil vi i brændingen se dit stærke fortabte ansigt. Altid vil vi i mörket höre dit stridige hjerte banke. Altid skal Syvstjernens rolige funklen fortælle os om den fred du fandt. (Ætíð munum við í briminu sjá / þitt svipmikla, glataða andlit. / ........... Ætið munum við í myrkrinu heyra / þitt stríðandi hjarta slá. / ...... Ætíð mun hið kyrrláta blik Sjöstjörnunnar / segja okkur frá þeim friði er þú fannst.) Annað af ljóðum bók'arinnar er helgað hinum látna bernskuvini, skáldinu Jörgen-Frantz Jacob- sen: Gamle himles unge lys! Gamle træers nye löv! Evighed i bestandigt opbrud! Lytter du til min sang fra din seng i mörket? Hörer du horn og hanegal fra en mozartsk symfoni? (Unga ljós hins aldna himins! Brumknappur gamalla trjáa! / Eilífð sem stöðugt heldur áfram í framrás sinni! ....... Hlustar þú á söng minn / frá hvílu þinni í myrkrinu? / Heyrir þú horna- blástur og hanagal / frá einni af symfóníum Mozarts?) William Heinesen gerir banda- lag við tíma og rúm í ljóðum sín- um, við hið löngu horfna og nú- tímann, við hið eilífa og við haf- ið og stjörnurnar, lýsir sig bund- inn manninum og hinni miklu William Heinesen endurlausn. En þrátt fyrir að ljóðagerð hans teljist til hinnar mestu í veröldinni er það samt sem afburða rithöfundur, sem hann hefur öðlazt alþjóðlega við- urkenningu. Fyrsta skáldsaga Williams Heinesens heitir „Stormur aftur- eldingarinnar“ og var gefin út árið 1934. Margar persónur koma fyrir í sögunni, en aðalefni henn- ar eru átök hins gamla og hins nýja í hinu litlu þjóðfélagi At- lantshafsins. I henni eru snilldar- legir kaflar eins og hótelbruninn og samtalið á eftir um nóttina milli farandsalans Vitusar og hins heimspekilega „lögfræð- ings“, en sá siðarnefndi gerir þetta tveggja manna tal að ein- tali og því er haldið fram, að ýmsir persónudrættir söguhetj- unnar dragi dátn af hinu þekkta færeyska ljóðskáldi J. H. O. Djurhuus. Skáldið hefur náð fastari tök- um á skáldsagnagerðinni í bók- inni, sem kom næst á eftir, „Nóá- tún“, en hún kom út árið 1938. Þetta er heilsteypt verk, en með sterkum persónulýsingum á ein- stökum meðlimum hópsins, sem í baráttu við höfuðskepnurnar, í örbirgð og ódrengskap, umbreyta hinum eyðilega Dauðsmannsdal í gróðurstað mannlegs lífs. „Grýt- an svarta“, sem kom út árið 1949 fjallar um ákveðin styrjaldar- fyrirbrigði í samfélagi Færey- inga. Skáldsagan er bitur ádeiia á hina spilltu einstaklinga, sem í skjóli ákveðinna verðlags- ástæðna féflétta og notfæra sér meðbræður sína, er í senn mjög sorgleg og mjög skemmtileg bók. Þótt grýtan sé um margt bund- inn staðháttum og skáldið hafi verið ásakað af nokkrum sam- borgurum sínum fyrir að hafa notað „lifandi fyrirmyndir“ hef- ur skáldsagan mikið almennt gildi, bæði vegna ádeilu sinnar og samúðar og vegna hinna sjálf- stæðu hæfileika skáldsins. Þetta er mjög mikilvæg bók. Eitt af helztu verkum hins merka skáldskapar Heinesens er einnig „Glötuðu hljómlistarmenn irnir“, sem kom út árið eftir skáldsöguna um grýtuna, eða ác- ið 1950. Sagan hefst upp úr alda- mótunum og lýkur árið 1914, sama árið og heimsstyrjöldin fyrri hófst. Þetta er lúmsk og glettnisleg skáldsaga um þrjá músikalska bræður, syni grafar- ans og orgelsmiðsins. Þeir elska listina og dýrka hana með hæfi- leikum sínum? Þeir bera skarð- ann hlut frá borði í lífsbarátt- unni og það fer illa fyrir þeim. En „Glötuðu hljómlistarmenn- irnir“ er þó alls engin sorgar- saga. Hin mikla kímnigáfa skálds ins og hinn ríki hæfileiki hans til að skapa frumlegar persónur valda þvi þvert á móti, að hug- hrifin verða ekki dapurleg. Slíka kynlega kvisti átti hið litla sam- félag í Þórshöfn enn á bernsku- árum höfundarins fyrir rúmri hálfri öld. Skáldið virðist þá líta allt öðr- um og ástúðlegri augum á bæ bernsku sinnar en hann leit hinn svarta suðupott síðari heims- styrjaldarinnar. Svo sannarlega voru einnig til vafasamar sálir í upphafi aldarinnar, en ávirðing- ar þeirra voru fjörlegri og skáld- legri tegundar en braskaranna í „Grýtan svarta“. „Sjöstjörnumóðir", sem kom út arið 1952, er auk þess að vera skáldsaga stórbrotinn og Ijóð- rænn lofsöngur til hins nýborna og gróandi lífs, til þeirra afla í heiminum, sem endurnýja og varðveita lífsneistann, en tákn þessa er „Sjöstjörnumóðir". Fimm árum síðar fylgdi á eftir smásagnasafnið „Töfraljósið“ og aftur árið 1961 sagnabindið „Djöfulæði Gamaliels“. Hið auð- uga og sérstæða hugmyndaflug Heinesens nýtur sín einnig vel í smásögunni og hæfileiki hans til að skapa ógleymanlega og frum- lega persónuleika, hvort sem þar er um að ræða þrælmenni eða þá, sem hafa að meira eða minna leyti orðið fyrir barðinu á örlög- unum. Nýjasta verk Heinesens er, eins og áður hefur verið minnzt á, hin mikla skáldsaga „Hin góða von“, sem gefin var út haustið 1964. Hann hefur unnið að bók- inni í um það bil 30 ár, lagt hana á hilluna, umskrifað hana og lagt hana frá sér aftur vegna annarra verka sinna — og loksins skrifaði hann hana í síðasta skipti. Hann hefur skýrt frá því, að hann hafi langað til að skrifa gott skáld- verk, sem jafnframt væri alþýðu- saga á breiðum grundvelli. Þetta hefur tekizt. Þegar sagan kom fram á sjónarsviðið var hún þeg- ar talin þess verð að hljóta Nóbelsverðlaunin. Sagan gerist um það bil árið 1670, sem var hið versta af árum Framlh. á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.