Morgunblaðið - 22.05.1965, Síða 21

Morgunblaðið - 22.05.1965, Síða 21
Laugardagur 22. tnaf 1965. MORGUNBLAÐIÐ 21 Frá ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í London í síðustu viku. Myndin sýnir íslenzku sendinefndína á fundinum. Talið frá vinstri: Pétur Thorsteinsson, ambassador, Agnar Klemenz Jónsson, ráðuneytisstjóri, Guðmundur í. Guðmundsson, utan- ríkisráðherra, og Hendrik Sv. Björnsson, ambassador. Pegar Elisabet Bretadrottning fór í opinbera heimsókn til Vest- nr-Þýzkalands, brá systir hennar, Margrét prinsessa, sér til Hollands. Hér er mynd af því þegar Bernhard prins, eiginmaður Hollandsdrottningar, tekur á móti prinsessunni í Amsterdam sl. mánudag. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hélt fund með blaðamönnum í Ósló á þriðjudag, og var þá þessi mynd tekin. Við hlið forsætisráðherrans situr Hans G. Andersen, ambassador, en til hægri er Tor Myklebost, ambassador Noregs á Islandi. Elísabet Bretadrottning kom í opinbera heimsókn til Vestur-Þýzkalands í vikunni. Hér sjást mót- tökurnar í Bonn á þriðjudag þegar hún ók í Mercedes 600 bifreið til forsetabústaðarins. Nýlega komst upp um eitt umfangsmesta njósnamál í Sýrlandi. Fyrir njosnunum stóð Eliaho Cohen, fertugur Gyðingur, fæddur í Egyptalandi, og var hann dæmdur til dauða. Dómnum var svo fullnægt á þriðjudag að viðstöddu fjölmenni, og sést hér þegar vcrið var að hengja hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.