Morgunblaðið - 25.05.1965, Blaðsíða 30
30
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 25. maí 1965
COVENTRY
SIGRAÐI
FYTISTI leikur hinna ensku
knattspyrnugesta, Coventry City,
sem allir eru atvinnumenn, bauð
upp á allmjög skemmtileg augna
blik. Bæði liðin áttu góð upp-
hlaup og sköpuðust við bæði
mörkin hættuleg tækifæri. Eng-
lendingar unnu með 4 mörkum
gegn 1 og höfðu yfirburði í hraða,
staðsetningum og boltameðferð.
K.R.-ingar komu þó á óvart, ef
miðað er við fyrri leiki liðsins
í sumar og börðust vel meðan
úthald entist.
Því er ekki að leyna, að flestir
munu hafa búizt við betri leik
atvinnuliðsins, en raun varð á.
Þeir reyndust hafa yfirburði á
mörgum sviðum, sérstaklega stað
setningum og hreyfanleik. Allir
leikmennirnir taka þátt í leikn-
um, jafnvel þótt knötturinn sé
ekki nálægur. >ó virtist liðið
stundum taka of létt á hlutunum,
sérstaklega í síðari hálfleik. Má
vera að þeir hafi talið sigurinn
vísan og ekki talið ástæðu til að
leggja mjög hart að sér.
Fyrri hálfleikur.
Fyrstu 30 minúturnar voru
nokkuð jafnar hvað marktæki-
færi snertir. Englendingarnir
fundu ekki þann takt í leik sinn
sem reiknað var með að kæmi
fram hjá liði, sem hefur á að
skipa landsliðsmönnum frá
Wales’ og Irlandi.
K.R.-ingar skoðuðu fyrsta
markið í ieiknum og var það á
25. mín. Eftir gott upphlaup
komst Gunnar Felixson í sæmi-
legt færi, en markvörðurinn
varði, en hélt ekki knettinum,
sem rann til Guðmundar sem
skoraði af stuttu færi.
Fjórum mínútum síðar tókst
Englendingum að jafna, eftir
gott upphlaup á hægri vallar-
helmingi var knötturinn gefinn
hátt fyrir markið, miðherjinn
Hudson skallaði fyrir fætur
hægri innherjans Haje, sem stóð
óvaldaður á markteig og skoraði
óverjandi.
Á 40. mínútu tóku Englendiríg-
arnir forystu. Hægri útherjinn
Rees tók aukaspyrnu út við hlið-
arlínu, gaf á innherjann Hale,
sem lék framhjá vamarleikmönn
um KR og gaf vel fyrir til mið-
herjans Hudson, sem skoraði með
skalla.
Síðari hálfleikur
í síðari hálfleik fór að bera á
þreytu hjá KR-ingum og tóku
ensku leikmennirnir því leikinn í
sínar hendur. >ó áttu KR-ingar
nokkur tækifæri, m.a. átti Ell-
ert þrumuskot, sem lenti í þver-
slá.
>riðja markið skoruðu Eng-
ændingarnir á 25. mín. í síðari
hálfleik.
Smith vinstri innherji gaf háa
sendingu yfir vöm KR og inn-
herjinn Hale tók vel á móti og
skoraði auðveldlega.
Fjórða markið skoraði fram-
vörðurinn Farmer með þrumu-
skoti nokkrum metrum fyrir ut-
an vítateig. — Glæsilegt skot.
Liðin.
Enska liðið er nokkuð jafnt,
þó bar mest á innherjunum Hale
og Smith, sem unnu vel allan tím
ann. Miðvörðurinn Curtis var
mjög traustur og byggði oft
skemmtjlega upp.
Lið KR sýndi betri leik, en
fyrr í sumar. Leikmennirnir börð
ust vel. Eílert og Örn voru beztir
ásamt Heimi, sem oft varði snilld
arlega.
Dómari var Magnús Pétursson
og dæmdi'mjög vel.
Akureyri —
AKU5REYRJNGAR og Fram léku
fyrsta leik sinn í íslandsmótinu,
(1. deild) á sunnudag. Leikurinn
fór fram á Akureyri í dálítilli
norðan golu og sólalausu veðri,
hófst kl. 4 síðdegis og lauk með
sigri Akureyringa 2:1.
Leikurinn var í heild fremur
lélegur og mun hvorugt liðið
hafa sýnt hvers það er megnugt.
Yfirleitt lá þó meir á Fram og
Akureyringar fengu öllu fleiri
tækifæri, en gerðu sig æ ofan í
æ seka um svo furðulegan klaufa
skap, bæði í vörn og sókn að
þeir geta sannarlega vel við úr-
slitin unað. Tilviljunin réð meiru
um stefnu og feril knattarins um
völlinn (og út af vellinum) en
vilji leikmanna og ráðsályktun.
Nú er þess skylt að geta áð
öil mörkin voru mjög falleg,
ótvíræð og óverjandi fyrir mark-
verðina. Fyrsta markið kom á
14. mín., er Sævar Jónatansson
þrumaði af miðjum vallarhelm-
ingi Framara gegnum alla vörn-
ina í bláhorn marksins, við
jörðu. Geysifallegt og afdráttar-
laust mark. Eftir þetta skiptust
liðin á um góð tækifæri, sem
nýttust ekki þangað til Hallgrím
ur Scheving jafnaði fallega fyrir
Fram á 28. mín. eftir einvígi við
Jón Stefánssop
Fram 2-1
>rem mín. síðar hremmdi Hall
kell >orkelsson markvörður
Fram boltann af tám Kára Árna
sonar, sem kominn var í ágætt
færi á markteigshorninu og hafði
leikið af sér tvo varnarmenn.
Áhorfendur klöppuðu duglega
fyrir snarræði markmannsins.
Það sem eftir var hálfleiksins,
komu nokkrir góðir sprettir sem
enduðu yfirleitt með heldur ófim
legum aðgerðum leikmanna.
Sami blærinn hélzt fram eftir
síðari hálfleik, en þegar 15 mín.
voru eftir kom nokkurt fjör í
leikinn og leikmenn náðu nokkr
um snörpum upphlaupum, sem
fengu markvörðunum nokkur
erfið verkefni, sem þeir leystu
vel af hendi.
Á 37. mín. kom náðarhöggið
í sóknarlotu Akureyringa. Skúli
Ágústsson gaf knöttinn vel fram
var í þröngri aðstöðu en skoraði
til Steingríms Björnssonar, sem
þó ákveðið og viðstöðulaust af
markteig.
Þett'a mark gerði út um leik-
inn og færði nýliðunum í 1. deild
tvö dýrmæt stig. Allgott fjör
héist til leiksloka en án stór-
tíðinda.
Dómari var Valur Benedikts-
son, sem hefði gjarnan mátt vera
öllu atkvæðameiri.
Fyrsta mark enska liðsins. HAL E, innherji, fékk knöttinn á markteig og skorar auðveldlega.
Keflavlk —
SIGUR íslandsmeistaranna í
Keflavík .yfir Akranesi var sann-
gjarn og hefði tveggja marka
munur gefið betri hugmynd um
gang leiksins. Ennþá er Ríkharð-
ur sterkasti maður Akraness og
hinn ungi markvörður Jón Ingi
sýndi góð tilþrif.
Leikur ÍÐK og Akraness á
grasvellinum í Ytri-Njarðvík
þófst í blíðskaparveðri. á sunnu-
dáginn, en brátt tók að rigna og
gerðist völlurinn háll og knöttur-
urinn þungur.
Þegar á fyrstu mínútu hófu
Keflvikingar sókn, Jón Jóhanns-
son gaf laglega fyrir markið til
nafna síns Ólafssonar, sem skaut
og Kristinn Gunnlaugsson bjarg-
aði á línu.
Skagamenn voru ekki lengi að
snúa vörn í sókn og 30 sek. síðar
lá knötturinn í netinu hjá Kefl-
vikingum.
Markið bar þannig að, að vörn
Keflavíkur „gleymdi“ Skúla
Hákonarsyni á hægri kanti, sem
fékk knöttinn óvaldaður og hafði
nægan tíma til að miða á koll-
inn á Eyleifi, sem stóð fyrir
markinu og skallaði óverjandi í
netið. Eyleifur mun þannig hafa
skorað fyrstá mark íslandsmóts-
ins um það einni og hálfri mín.
frá upphafi leiksins.
Þetta mark virtist koma eins
og reiðarslag yfir Keflvíkihga og
næsta stundarfjórðung voru þeir
Ríkharður og Jón Leosson ein-
ráðir á vallarmiðju og mötuðu
framherja sína. Leikur Keflvík-
inga var allur í molum og sam-
leikstilraunir • runnu allar út í
sandinn.
Er líða tók á hálfleikinn fóru
Keflvíkingar smátt og smátt að
ná meiri tökum á leiknum og á
35. mín. tókst þeim að jafna, er
Rúnar Júlíusson sneiddi knöttinn
í netið eftir 40 metra spyrnu
Sigurvins bakvarðar. Við markið
lifnaði yfir Keflvíkingum og
sóttu þeir án afláts, fengu marg-
ar ho^nspyrnur, en án frekari ár-
angurs. Hálfleiknum lauk með
jafntefli.
Síðari hálfleikur fór að mestu
fram á vallarhelmingi Skaga-
manna. íslandsrrjeisturnum tókst
nú að ná skemmtilegum sam-
leiksköflum og léku alveg inn á
vítateig, en þeir voru ragir við
að skjóta og eyðilögðu þannig
Akranes 2:1
mörg ágæt tækifæri.
Er líða tók á hálfleikinn og
bæði liðinn voru kominn á vall-
arhelming Akraness, gekk knött-
urinn fram oig til baka milli
mótherja svipað og í borðtennis.
í einni slíkri tennislotu tókst
GTétari Magnússyni framverði
ÍBK* að finna smugu á varnar-
vegg Akraness og senda jarðar-
bolta í markið.
Fleiri urðu mörkin ekki og geta
Akurnesingar þakkað hinum
unga markverði sínum, sem sótti
sig er á leikinn leið og oft bjarg-
aði mjöig skemmtilega, t-d. er
hann hirti knöttinn af tánum á
Jóni Jóhannssyni, sem kominn
var inn fyrir vörnina fyrir opnu
marki.
Ef undan eru skildar fyrst 15
mínúturnar, átti lið Akurnesinga
heldur slakan leik. Framverðirn-
ir, Ríkharður Jónsson og Jón
Leosson, ásamt markverðinum
voru beztu menn liðsins. Sóknar-
tilraunir framherjanna voru til-
viljanakenndar og fengu þeir þó
margar snilldarlegar gjafir frá
Ríkharði. Eyleifur týndist al-
gjörlega I gæzlu Sigurðar Al-
bertssonar.
Síðari hálfleikur var oft
skemmtilega leikinn af Keflvík-
ingum og samleikur þeirra
Rúnars og Karls Hermannssonar
var ágætur. Með meiri skothörku
hefðu þeir átt að sigra með meira
en eins marks mun.
Vörnin heffr oft verið mikið
vandamál hjá Keflvíkingum og
virðist svo, sem þeim hafi ekki
tekizt að leysa þann vanda enn-
þá. Staðsetningar varnarleik-
manna, einkum í fyrrihálfleik
voru oft fáráanlegar og hefðu
Skagamenn einhverntíma not-
fært sér að smjúga í gegn um
þau göt er þar mynduðust.
Takist Keflvíkingum að stoppa
i götin á vörninni, þá virðist lið
þeirra geta orðið ýmsum skeinu-
hætt í sumar, ekki síður en 1
fyrra. Hinsvegar er of snemmt
að koma með spádóma eftir einn
leik, margt getur gerzt í knatt-
spyrnu og það er löng og erfið
leið á Laugardalsvöllirm í úr-
slitaleikinn.
Leikinn dæmi Magnús Péturs-
son af miklum myndugleik.
Áhorfendur voru margir.
BÞ.
31 AGÉ 23
212 WEIGHT HEIGHt 6 ft, 1 6 fi 210 . 3 i».
8EACH 84 *n. CHEST NOR 44»ft. cmsi ÍKPA 79íft MAL 43 i ft mded
Yi in. WAIST 33 m, fOkíAH 14 % 1 45 tft. 34 in.
FIST 1 $*/*}«. NECK I7V n 13 m.
BKEPS 17 VSi« 74 ió •■
I kvöld fer fram hnefaleikakeppni milli Cassius Clay og Sonny
Listons um heimsmeistaratitilinn í þungavigt. Keppnin átti upp-
haflega að fara fram í Boston, en þar var lagt bann við að hún
færi fram, og var því ákveðið að keppa í borginni Lewiston í
Maine. Keppnin fer fram á leiksvæði fyrir unglinga, sem tekur
5,500 áhorfenur í sæti. Verð á aðgöngumiðum er 100, 50 og 25
dollarar. Keppninni er sjónvarpað í fjölmörgum kvikmyndahús-
um í Bandarikjununo.