Morgunblaðið - 25.05.1965, Page 31

Morgunblaðið - 25.05.1965, Page 31
31 f i Þriðjudagur 25. maí 1968 MORGUNBLAÐIB t Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, heimsótti í Mó fyrsta offsetblað Noregs. Sem gamall blaða- maður hafði hann mikinn áhuga á þeim nýjungu m, sem þar var að sjá. í fylgd með forsætisráð- herra voru kona hans, sendiherrahjón íslands í Noregi og sendiherra Norðmanna á íslandi. Mynd in er tekin í prentverki „Rana BIad“. Frá heimsókninni í Rapp, sem liefur framleitt milli 200 og 300 kraftblokkir fyrir íslenzk síldarskip. Forsætisráðherra heilsar upp á norskan aflakóng, Sigurd Torrissen frá Melöy. Brot úr samtali þeirra fer hér á eftir: Bjarni Benediktsson: Þér komið oft til Islands? Hafið þér fiskað vel? Torrissen: Við höfum náð nokkrum tonnum af íslandssíld og væntanlega förum við aftur til íslands á vertíðina í sumar. Ég er mjög ánægður með að koma til íslands. En það væri mikill kostur, ef við fengjum að landa síld á íslandi. Þið íslendingarnir hafið leyfi til að landa síld í Noregi, og mér virðist í einlægni sagt, að Loki og Þór ættu að hafa jafnan rétt. Samtalið var þægilegt, segir í frétt frá Noregi. En fréttamað- urinn segist ekki þora að segja neitt um, hvort það muni bera þann árangur sem Torrissen viljL alllangt fyrir norðan Þránd- heim, var ekið um nokkra sögustaði. Þrátt fyrir búsæld fer fólkinu fækkandi í þess- um sveitum. Fylkismaður Norður-Þrændalaga sagði, að ástæðan væri sú, að þarna i væri land'búnaður rekinn á hagkvæmari hátt en áður, þ.e. býlunum fækkar stöðugt á út- skerjum Oig upp til fjalla, en samt hefur framleiðslan ekki dregizt saman, nema síður sé. Þá minntist forsætisráð- herra á, að Þrándheimur, sem fyrrum var nefndur Niðarós, væri einn þeirra staða, sem Noregs, og þar verið erki- biskupsdæmi, eins og kunn- ugt er. Hefði bærinn verið höfuðstaður Noregs fram um miðja 13. öld, eða þangað til Hákon gamli hefði gert Björg vin að höfuðstað. Niðarós- dómkirkja hefur að miklu leyti verið e'ndurbyggð, og reynt hefur verið að gera hana svo úr garði, að hún haldi sem bezt upprunalegu formi sínu. í Þrándheimi heimsófti for- sætisráðherra Tækniháskól- ann í bænum. Þar eru nú við nám um 30 íslenzkir stúdent- Loks má geta þess, að for- sætisráðherra heimsótti Vatns- og hafrannsóknarstofn unina í Þrándheimi, sem er rekin í nánum tengslum við Tækniháskólann þar í borg. Þar voru stór líkön af Þjórsá og neðsta hluta Úlfljótsvatns. Hafa Norðmenn tekið að sér að gera athuganir á ísmynd- unum við Þjórsá. í líkaninu er stöðugt rennsli, sem líkist því sem er við Búrfell, og eru rannsóknirnar á ísmyndunum gerðar með því að setja plast- kubba í vatnið, en plastið hef- ur sama eðlisþunga og ís og aðra þá eiginleika sem gera það hentugt í þessum rann- sóknum. Er með þessu móti hægt að gera athuganir á hinum ýmsu ísmyndunum og taka síðan ákvarðan- ir um, hvernig bregðast eigi við þeim. Dr. Torkild Carstens og Einar Tesaker, verkfræðingur, sjá um rann- sóknir þessar. Líkanið af Úlf- Ijótsvatni er til þess að rann- saka, hvaða ráðstafanir gera þurfi til að straumurinn sé «em jafnastur í pípurnar, sem fyrir eru við írafossstöðina, og einnig í þá nýju samstæðu, sem rágert er að bæta við. Þá gerir þessi stofnun einnig at- huganir á hafnargörðum, og er mjög fróðlegt að fylgjast með þeim. Forsætisráðherra gat þess, að líkanið af Þjórs- árvirkjun hefði þótt svo merkilegt, að það hefði verið eitt af þvi, sem Tító hefði verið sýnt á ferðalagi bans um Noreg. Að lokum sagði dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, að ýmsir hefðu minnzt á handritamálið við sig á ferðalaginu um Noreg: Allir sém ég talaði við, voru mjög ánægðir með afgreiðslu máls- ins og studdu okkar málstað. — Noregsför Framlh. af bls. 11 sagði hann. Norðmenn ha<íh reist kirkju, þar sem talið er að Ólafur konungur hafi fall- ið. Frá Stiklastöðum, sem er einna mest hefðu komið við sögu íslands, aðrir væru Þing vellir, Reykjavík og Kaup- mannahöfn. Á þeim tíma, sem íslendingar áttu hvað mest samskipti við Norðmenn, hefði Niðarós verið höfuðstaður ar og heilsuðu þau hjón upp á þá. Einnig heilsuðu þau mörgu íslenzku námsfólki í Osló. Þar í borg leggja íslenzk ir stúdentar einkum stund á dýralækningar, yeðurfræði og sagnfræði. Rektorinn við Tækniháskól ann í Þrándheimi fór mjög hlýlegum orðum um ís- lenzku stúdentana, kvað þá duglegan og áhugasaman hóp. Sagði hann að þeir fengju nú góða undirbúningsmennt- un í heimalandi sínu. Sjálfir létu stúdentarnir vel af dvöl sinni og báðu fyrir kveðjur heim. Cumby segir varðskips* menn hafa ógnað sér skipstjðri ASdersbot skýríjr máBavexti i Grimsby Einkaskeyti til Mbl. Grimsby, 14. maí. — (AP) LESLIE Cumby, skipstjóri brezka togarans Aldershot, sem ákveðið hefúr að á- frýja 4 mánaða fangelsis- dómi, sem nýlega var kveð- inn upp yfir honum á Norð- firði, hefur nú skýrt frétta mönnum í Grimsby frá málsatvikum. Segir hann varðskipsmennina 4, sem komu um borð í togarann, hafa hótað sér. Cumby segir, að hann hafi strax í upphafi skýrt Þór frá því, að hann hafi ekki verið að ólöglegum veiðum. Síðan hafi hann siglt á brott. Þá hafi varðskipið skotið lausum skot um, og síðan föstum, beggja vegna við togarann. Hafi hann þá stöðvað skipið, og leyft fjórum varðskipsmönnum að koma um borð. Allan þann tíma, sem Cumby sigldi Aldershot á fullri ferð til hafs, segist hann hafa verið fús að leyfa Þórs- mönnum að fara frá borði. Cumby segir ennfremur, a8 einn fjórmenninganna hafi hótað sér því, að hann skyldi fluttur til klefa síns í böndum. Segir Cumby, að þessi hótun hafi komið þegar hann hafi reynt að loka að sér loftskeyta klefanum ,er hann hafi verið að reyna að ná sambandi við eigendur Aldershot í Grimsby. Þá segir Cumby, að einn varð- skipsmanna hafi dregið neyð- arblysbyssu úr slíðrum, og sagt: „Hér er byssan mín.“ -— Cumby segir hins vegar, að maðurinn hafi lagt byssuna í slíðrin aftur. Hættuleg hafi hún heldur ekki verið, því að hún hafi verið óhlaðin. Loks skýrði Cumby frá því, hvernig hann hefði snúið aft- ur til Norðfjarðar, en brátt komizt að því, að hvergi var brezkt varðskip nærstatt, og því hafi hann enga aðstoð fengið. — Eldsumbrot Framhald af bls. 17 sprungustefnu á landinu, þá sé þetta hliðarsprunga, eins' og kom t.d. í Öskjugosinu. Ekki sáu þeir neitt óvenjulegt í Surtsey sjálfri, en Þorleifur benti á, að þó mönnum sýnist í fjarlægð vera gufustólpi, þurfi það ekki að vera annað en að sjórinn gengur hærra upp og nái að kæla vol,gt hraunið lengra uppi á eyjunni óg verði af því uppstreymi. Sigurjón flugmaður flaug svo aftur í gærmorgun með Sigurði og sagði að þá hefði bletturinn verið orðinn dekkri. í gærmorgun tilkynnti Vest- mannaeyjabáturinn Þórunn, þá stödd skammt austan við Surts- ey,. að þar sæust umbrot á svip- uðum slóðum og Surtla kom upp í desember 1963, og kæmi þar upp heitt grjót. Verður nánar sagt frá því í viðtali við skip- stjórann annars staðar. Sprengihvellur í Eyjum Jafnframt bárust fréttir af snöggum hvelli, sem Vestmanna- eyingar höfðu heyrt kl. 14.33 á sunnudag. Fréttaritari blaðsins í Eyjum tjáði blaðinu að þetta hafi heyrzt um allan bæinn. Það hafi ekki verið drunur, heldur skyndilegur hár hvellur, og sum- ir urðu varir við að rúður titr- uðu í húsum. Hafði hann talað við einn mann, -sem taldi sig hafa fundið þrýsting og heyrt hvin á undan hvellinum. Ekki settu menn þetta sérstaklega i samband við Surtsey, en datt I hug að verið væri að sprengja við flugvöllinn eða annars stað- ar, sem þó reyndist ekki vera. Brá sumum allmikið og ruku út úr húsum sínum. í gærmorgun flaug Agnar Kofoed Hanesen flugmálastjóri yfir staðinn með dr. Sigurð Þórarinsson, Osvald Knudsen, Hauk Clausen og Sigurjón Einar3 son. Var þá komin það mikil alda með brotum, að erfitt var að greina hvort önnur hreyfing væri á sjónum, en greinilegur grágrænn blettur sást yfir staðn- um. Taldi Sigurður þetta vera um 800-900 m. frá Surtsey eða mitt á milli þess staðar sem Surtla var á á sínum tíma og Surtseyjar. Síðast fréttist af staðnum kL 5-6 í gær og var þá enn við það sama, séð úr flugvél. Grióff vall upp úr brúnleitri ffjörn MBL. átti í gær símtal við Markús Jónsson, skipstjóra á Þórunni, sem kom að nýja gos staðnum í gærmorgun, er bát- urinn var á heimleið af veið- um. Hann sagði m.a.: — Þetta var kl. 6—7 í morg- un. Við sáum að kraumaði í sjónum og fórum þangað. Þetta var alveg eins og tjörn, brúnleitt á lit og vall þar upp grjót. Ég var me’ð góðan kíki og skoðaði þetta í honum. Það var töluvert af grjóti þarna, hraunmolar, sem komu nokk- uð jafnt upp, héldust á floti nokkra stund og sukku svo, áður en þeir bárust út fyrir dökka blettinn, svo við gátum ekki náð í nein sýnishorn. — Þetta sýndist vera svipað hraungrýti og í Surtsey. — Fóruð þið nálægt þessu? — Nei, það er varasamt að vera að hringla yfir svona. Maður veit ekki hvað þetta er, en við sigldum allt i kringum blettinn á 50—60 faðma dýpi. Surtseyjármegin vorum við þó á 30 m. dýpi. Þar fórum við í vetur og þá var þarna djúp- ur áll á milli, en nú fórum við ekki svo nálægt. Ég held nú að þetta sé bara sami tappinn og sá sem myndaðist þegar Surla gaus, en að Surtsey hafi bara stækkað svo mikið ,til austurs síðan. Þetta er sama miðið og á Geirfuglasker. Við höfum oft siglt yfir þar. Það getur verið varasamt grunn, sem þá myndaðist. — Hvað var bletturinn stór? — Það er erfitt að áætla það. Gæti trúað að hann hafi svona 150 m. radius. Þegar við fórum, var að byrja að kula, og það var eins og brotnaði á þessu. Það virtust vera að myndast straumar við það. í miðjunni var bletturinn dekkstur. Og það rauk upp af grjótinu, sem upp kom. Við sáum vel í kíkinum að þetta voru steinar. — Voruð þið ekki smeykir við það? — Nei, maður er svo vanur að hringla í kringum þetta nú orðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.