Morgunblaðið - 27.07.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.07.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ÞrWJudfagur 27. Júlí 1965 Rúmlega þúsund manns á Lögbergi viö slit norræna skölamötsins Fiskaflinn minnkaði fyrstu mánuöi ársins NORRÆNA skólamótinu var slit- ið að Lögbergi á Þingvöllum kl. 4 síðdegis á laugardag. Þátttak- endur á mótinu óku austur í 25 langferðabifreiðum og þegar þangað kom var sólskin og blíða, sem jók á ánægjuna af þessari lokasamkomu mótsins. Erlendir og innlendir gestir tóku sér sæti í lynginu og mosanum og hlýddu á ræður þaer, sem fluttar voru við þetta tækifæri. Jónas B. Jónsson, fræðslu- stjóri, setti samkomuna og stýrði henni. Kynnti hann fyrst Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð, sem flutti ágrip af sögu Þing- valla. Gat hann helztu viðburða er þar hafa gerzt og áhrifa þeirra á sögu íslendinga. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, flutti ávarp við mótsslitin. Sagði ráðherrann, að skólafólkið stæði á helgastri jörð á íslandi, þar sem hjarta íslands hefði slegið um aldir. íslending- ar hefðu vegna frelsishugsjónar- innar stofnað Alþingi árið 930, Og vegna kærleiksboðskapar kristinnar trúar hefði hún verið lögtekin árið 1000. Sagðist ráð- herrann óska þess, að viðstaddir myndu í starfi sínu vinna í þágu frelsis og kærleika. Þá voru fluttar kveðjur frá hinum Norðurlöndunum. Af hálfu Dana talaði Stinus Nielsen, Þátttakendur á norræna skólamótinu á Lögbergi við mótsslitin á laugardag. Dr. Gylfi Þ. Gíslason slítur mótinu Aílinn fyrir nusfon 971,636 TREG síldveiði var fyrir austan sl. viku. Aðalveiðisvæðið var í Reyðarfjarðardýpi og um Gerp isgrunn 30—50 mílur undan landi. Einnig voru skip að veið- um 100—140 mílur SA frá Gerpi. Veður var yfirleitt gott en all þokusamt. Vikuaflinn nam 81.899 málum og tunnum en var 55.356 mál og tunnur í sömu viku í fyrra. — Heildaraflinn frá upphafi vertið ar til laugardagsins 24. júlí var orðinn 971.636 mál og tunnur og skiptist eftir verkunaraðferðum sem hér segir. Á sama tíma árið 1964 var heildaraflinn orðinn 1.295.226 mál og tunnur: 1965 1964 f salt upps. tn. 75.865 98.843 í fryst. uppm. tn. 4.512 19.323 í bræðslu mál 891.259 1.177.060 Nokkur skip voru komin á síld armið SA af Hjaltlandseyjum og var kunnugt um afla tveggja skipa af þeim slóðum. Er ætlunin að flytja síldina til vinnslu hér á landi með síldarflutningaskipum. (Frá Fiskifélagi íslands). Svía. Rómuðu þeir allir móttök- ur hérlendis og sögðu mótið hafa tekizt með ágætum. Lögðu þeir sérstaka áherzlu á mikilvægi þeirra persónulegu kynni, sem tekizt hefðu með íslenzku skóla- fólki og skólafólki frá hinum Norðurlöndunum. Martin Widén frá Svíþjóð bauð þátttakendur velkomna til 20. norræna skólamótsins, sem hald- ið verður í Stokkhólmi árið 1970. Nefndin, sem sá um skólamótið, frá vinstri: Jónas B. Jónsson, Stinus Nielsen, Danmörku, Mart- in Widén, Svíþjóð, Helgi Elíasson, R. H. Oittinen, Finnlnadi og Gorgus Coward, Noregi. R. H. Oittinen talaði fyrir hönd Finna, Gorgus Coward talaði af hálfu Norðmanna Og að lokum talaði Martin Widén fyrir hönd Jónas B. Jónsson, fræðslu- stjóri. þakkaði hlý orð í garð þeirra, er unnið hefðu að undir- búningi þessa móts, óskaði út- lendingunum góðrar heimferðar og sagði mótinu slitið. Flestir erlendu fulltrúanna fóru heimleiðis í gær með skipi eða með leiguflugvélum í dag. Þó munu allmargir dveljast hér um nokkurra daga skeið og ferðast um. Stóraukinn síldarafli Norömanna í Norðursjó Bræla við Hjaltland um helg- ina — um 30 ísl. skip þar Bræla var á síldarmiðunum við Hjalt'and um helgina og lágu ísienzku sk.pin í vari. í gærmorgun var hins vegar kom- ið sæmilegista veöur og héldu skipxn þá út aftur. Ekki var kunnugt um afia þeirra í gær. Alls munu um 30 íslenzk skip komin til Hjaltlands. í einkaskeyti frá AP í Berg- en segir, að norski síldveiði- flotinn í Norðursjó hafi í sáð- l ustu viku, samkvæmt upplýsing- um fiskimálastjórnar Noregs, veitt 283 þúsund mál fituhárrar síldar á miðunum við Hjaltland og suður í Norðursjó. Síðan 1. júlí hafa Norðmenn veitt um 950 þúsund mál í Norðursjó og frá því um áramót 2,260 millj. mál. Heildarsíldveiði Norð- manna í Norðursjó allt árið 1964 var hirvg vegar aðeins 1,4 miiljón máL Akranesaflinn Akranesi, 26 .júlí. HEIMASKAGI kom hingað í dag og landaði 1155 kg. af slitn- um humri, Sæfari 1250 kg., Sæ- faxi 1073 kg. og Skipaskagi 953 kg. Tveir bátar héðan fengu síld í nótt vestur undir Jökli, Ólafur Sigurðsson 100 tunnur og Höfr- ungur II 50 tunnur. Eitthvað af síldinni var hraðfryst. Haukur RE kom hingað í dag af handfæraveiðum út af Jökli og á .Breiðafirði og landaði 10 tonnum af ísuðum fiski. Þetta er 4. för hans á skakslóðir. Afla- magn Hauks á þessum tíma er 35 tonn. en aflaverðmæti um 250 þúsund krónur. Skipstjóri er Gísli Gunnarsson. 2 trilljr reru með línj s.l. töstudag. Btnsi fiskaði 1000 kg og Sæljón 500 kg. Aflinn var mest ýsa og smálúða. Oddur. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs varð heildarfiskafli íslendinga 306,427 tonn eða tæplega 40 þús. tonnum minni en á sama tíma í fyrra, en þá varð aflinn 345,283 tonn. Afli bátanna varð 284,343 .tonn en var á sarma tíma í fyrra 325,055 tonn og hefur því minnk að um rúmlega 40 þús. tonn. Hins vegar jókst afli togaranna nokk- uð. Hann var fyrstu fjóra mán- uði þessa árs 22.083 tonn en var á sama tíma í fyrra 20,227 tonn. Nokkrar helztu fisktegundir voru, (innan sviga afli fyrstu fjóra mán. 1964): Þorskur 155,799 tonn (219,196), ýsa 22.895 (22,983), ufsi 12,115 (11,515), langa 2,385 ( 2,635), steimbítur 5,412 (5,698), karfi 6,289 (5,049), síld 49,699 (65,028), loðna 49,131 (8,640), rækja 407 ( 89) og humar 3 (00). Eftir verkunaraðferðum skipt- its þorskaflinn þannig, innan sviga tölur frá 1964: ísfiskur 15,997 tonn (15,180). Frysting 90,366 (109,003). Herzla 35,944 (68,609). Niðursuða 31 (24). Söltun 59,294 (72,579). Mjölvinnsla 585 (1290). Neyzla innan lands 4,967 ( 4,837). Eftir verkunaraðferðum skiptist síldar- og loðnuaflinn sem hér segir: Frysting 11,206 (9,630). Söltun 3,137 (3,231). Bræðsla 84,487 ( 60,806). Næstum engin cfldveiði SÍLDARSKIPIN hafa verið mjög dreifð fyrir Austurlandi undan- farna daga. Veður hefur verið ágætt, en veiði næstum engin. Leitarskipin hafa heldur ekki fundið neina síld. Aðfaranótt laugardags fenga 4 skip 650 tunnur síldar og í gær morgun fengu 4 skip 2:570 mál og tunnur skammt frá Hrollaugs eyjum. Eftir það tilkynntu eng in skip um afla í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.