Morgunblaðið - 27.07.1965, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 27. júlí 1965
ívu Guðmnmdsson ylirmuður
upplýsingumiðst&ðvur SÞ
í Kuupmunnuhöfn
U Thant, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, hefur skip
að ívar Guðmundsson yfirmann
upplýsingamiðstöðvar samtak-
anna í Kaupmannahöfn, en það-
an er séð um dreitingu efnis tii
allra Norðurlandanna. ívar tek-
ur við af Hugh Williams, sem
sagði embættina iausu frá og
með 31. júlí. Hann hefur verið
yfirmaður upplýsingamiðstöðvar
innar í 19 ár, en heldur nú til
föðurlands síns Nýja Sjálands
til starfa þar.
ívar Guðmundsson, sem fædd-
ur er í Reykjavík 1912, hlaut
menntun sína héi á landi og í
Danmörku. 1934 gerðist hann
blaðamaður við Morgunblaðið
og starfaði þar til 1951, síðustu
árin sem fréttastjóri. 1951 réðst
hann til Sameinuðu þjóðanna
og starfaði sem Dlaðafulltrúi við
upplýsingadeild samtakanna.
Frá 1955-60 var hann aðstoðar-
yfirmaður upplýsingamiðstöðvar
innar í Kaupmannahöfn, en hélt
þá til aðaistöðva samtakanna,
þar sem liann var blaðafulltrúi
Ivar Guðmundsson
þáverandi forseta Allsherjar-
þingsins. Fredericks H. Boland.
Ári síðar for hann til Karachi í
Pakistan og hefur starfað þar
síðan, sem yfirmaður upplýsinga
miðstöðvar SÞ í fcorginni.
Tollar standa íslenzkri
bókaútgáfu fyrir þrifum
Frá aðalíundi Bókafélags Islands
NÝLEGA var haldinn aðalfund-
ur Bóksalafélags íslands, sem er
samtök íslenzkra bókaútgefenda.
Formaður félagsins, Olíver Steinn
Jóhannesson, flutti ýtarlega
skýrslu stjórnar, en gjaldkeri,
Steinar Þórðarson, lagði fram
endurskoðaða reikninga.
Á fundinum var rætt um þá
kvöð á íslenzkum bókaútgefend-
um að verða lögum samkvæmt
að afhenda Landsbókasafninu
endurgjaldslaust 12 eintök af
hverri útgefinni bók. Var þessi
lagaskylda talin í hæsta máta
ósanngjörn, en til samanburðar
var upplýst, að bókaútgefendum
í Noregi er gert að skyldu að
afhenda aðeins 3 eintök, í Banda-
ríkjunum 2 Svíþjóð 6, Englandi
6 og í Danmörku 3 eintök af
hverri bók. Vakin var athygli á
því, að með því að gera íslenzk-
um bókaútgefendum að skyldu
að afhenda 12 eintök af hverri
nýútkominni bók, væri þessi
aukaskattur á meðalstóru bóka-
forlagi um 30 þús. kr. Mótmæltu
fundarmenn þessari einstæðu of-
sköttun, þar sem bókaútgefend-
um er gert að afhenda íslenzka
ríkinu hluta af framleiðslu sinni
endurgjaldslaust, og töldu áríð-
andi, að þessum skyldueintökum
yrði fækkað stórlega til sam-
ræmis við hin Norðurlöndin.
Fundurinn samþykkti einróma
eftirfarandi tillögu:
„Aðalfundur Bóksalafélags ís-
lasds leyfir sér að vekja athygli
á hinni ranglátu skipan tolla-
mála, sem íslenzkir útgefendur
þurfa að búa við. Á sama tíma
og erlendar bækur og blöð eru
algjörlega tollfrjáls, er íslenzk-
Framhald á bls. 19
Um Geysi og
alla hina
Ungur franskur styrkþegi skrifar
um islenzka hveri
HÉR á landi er nú staddur
ungur Frakki, René Rupert,
ættaður frá Lyon, styrkþegi
Zellidja-stofnunarinnar og
hefur í hyggju að skrifa rit-
gerð um íslenzka hveri.
René kom hingað 5. júlí,
flugleiðis til þess að spara sér
tíma, og fer heim aftur
3. ágúst. Hann hefur þegar
ferðazt víða um landið, komið
á Snæfellsnes — sem Frakkar
þekkja flestir af sögu Jules
Vernes — til Hvalfjarðar að
skoða hvalveiðistöðina, til
ÍAkureyrar og til Mývatns og
suður yfir Kaldadal. Hann
hefur líka skoðað Gullfoss og
Geysi og við hinn síðarnefnda
byrjaði hann athuganir sínar
á íslenzkum hverum. Hann
I hyggst halda þeim áfram í
Hveragerði og fara svo til
Hveravalla, en notar þessa
dagana sem hann dvelst í
Reykjavík til þess að viða að
sér fróðleik og lesefni um hver
ina og ræða við kunnáttu-
menn í þessum efnum.
Aðspurður nánar um styrk-
inn sem hann fékk til íslands
ferðarinnar kom upp úr kaf-
inu eftirfarandi saga:
Einu sinni fyrir töluvert
mörgum árum var ungur mað
ur með mikinn áhuga á jarð-
fræði og framandi þjóðum, en
lítið fjármuna, sem lét skort
á hinu síðarnefnda ekki aftra
sér frá því að sinna hvorum
tveggja fyrrnefndra áhuga-
mála sinna. Hann lagði upp
frá Frakklandi á reiðhjólinu
sínu — og komst alla leið til
Tyrklands og yfir til Litlu-
Asíu.
Seinna, þegar téður reið-
hjólameistari var orðinn ögn
eldri og farinn að praktisera
sína sérgrein, jarðfræðina,
fyrir alvöru, fann hann blý-
námur einar allmiklar við
þorpið Zellidja í Marokkó.
Svo liðu ár og dagar og hann
var orðinn efnaður maður,
reiðhjólið eflaust löngu ryðg-
að — en áhugi hans á fram-
andi löndum og þjóðum og
jarðfræðinni samur sem fyrr.
Honum varð hugsað til allra
hinna mörgu æskumanna sem
langaði til að leggja land und-
ir fót eins og sjálfan hann
áður, en áttu hvorki fé né for-
stönduga leiðbeinendur sér til
fulltingis. Og M. Jean Walter
(sem látinn er nú fyrir nokkr-
um árum) var ekki einn
þeirra, sem bara hugsa um
hlutina — hann tók sig til og
setti á stofn sjóð einn mikinn
og kallaði Zellidja-sjóðinn,
etfir þorpinu sem námurnar
góðu voru við og veitti úr
honum ferðastyrki til handa
fróðleikssjúkum og ferða-
gjörnum löndum sínum undir
tvítugsaldri.
Styrkirnir eru að upphæð
400 frankar, styrktími a.m.k.
einn mánuður og styrkþegar
valdir með keppni sem fram
fer árlega í skólum í Frakk-
landi. Eru fyrst valdir 1000
beztu nemendur skólanna, sem
svo keppa sín á milli með því
að gera áætlun um fyrirhug-
að ferðalag sitt, ef þeim hlotn-
ist styrkurinn, og eru þá vald
ir úr 300 af þessum 1000 og
gerðir út af örkinni þangað
sem þeir sjálfir kjósa — en
þeir fá ekki eyri fram yfir
þessa 400 franka og verða að
vera a.m.k. mánuð í ferðalag-
inu, eins og áður sagði og
standast áætlun eftir fremsta
megni.
Styrkþegar eiga svo að skila
ritgerðum að lokinni reisunni
og fá þá 50 beztu ritgerðasmið
irnir annan ferðastyrk að laun
um, 450 franka, og þá með
sömu skilyrðum og hið fyrra
skiptið, en loks hlotnast 15
þeirra er fram úr skara hið
René Rupert
síðara skiptið sérstök heiðurs
verðlaun og fylgir nokkuð fé.
— Ég fór til Kiruna í Sví-
þjóð í hitteðfyrra, segir René,
var þar í einn og hálfan mán-
uð og vann í námunum nokk
uð af tímanum, því það mega
Zellidja-styrkþegar gera, ef
þeir vilja og geta. Fyrir rit-
gerðina sem ég skrifaði um
námurnar í Kiruna fékk ég
svo styrkinn öðru sinni og
kaus þá að koma hingað og
skrifa um hverina.
— En það verð ég að játa,
segir René og brosir, — að
það var töluvert hægara um
vik að safna efni til ritgerðar
innar um námurnar, en fróð-
leik um hverina hér. í Kiruna
var þetta allt á sama stað, en
hér verð ég að eltast við upp-
lýsingar og uppsprettur út um
hvippinn og hvappinn. Mér
leizt satt að segja ekki á blik-
una í fyrradag — en í dag
horfir þetta allt öðru vísi við
og ég er orðinn vongóður um
að vel takizt, með hjálp góðra
manna.
— Mig langar til að biðja
fyrir mínar beztu þakkir til
allra þeirra sem lagt hafa mér
lið á einn eða annan hátt,
segir René að lokum, — mér
er þröngt skorinn stakkurinn
meðan ég er hér núna og mér
finnst tíminn allt af naumur
til þess sem ég vildi skoða og
athuga nánar — en koma tím
ar, koma ráð og ég vona að
ég eigi afturkvæmt hingað
áður en langt um líður.
• F YRIRGREIÐ SL A
FYRIR FERÐAFÓLK
A AKUREYRI
Eins og ferðamönnum er
kunnugt, hefur Akureyrarbær
búið ferðafólki ágæta aðstöðu,
gert tjaldstæði o.fl., í bæjar-
landinu, en eitthvað virðist
skorta á umgengnismenningu
hjá ýmsum gestum eftir bréf-
inu hér á eftir að dæma.
„Kæri Velvakandi!
Á leið í sumarleyfi nor&ur
og austur í land kom ég og
kona mín við á Akureyri. Að
kvýld 14. júlí tjölduðum við
á tjaldstæðinu þar. Þarna er
komin mikil og góð aðstaða
fyrir ferðafólk. Byggt hefur
verið nýtt og vandað hús fyr-
ir umsjónarmenn og gesti, með
heitu og köldu vatni, handlaug-
um, tveimur salernum og stóru
og góðu herbergi með síma fyr
ir umsjónarmennina, sem eru á
svæðinu frá kl. 8 á morgnana
til kl. 11 á kv.öldin.
• SKRlLSLÆTI RASKA
NÆTURRÓ
Nóttin fór nú í hönd, og
svefninn sótti á fólk í tjöldun-
um, en svefnfriður var ekki
langur, því að milli kl. 2 og 3
um nóttina vöknuðum við hjón
in við hlátrasköll og söng. Lét-
um við þetta lengi vel afskipta
laust, en urðum svo þreytt á
látimum og fórum að athuga,
hverju þetta sætti. Þarna voru
þá á ferð karlmaður og kven-
maður, og var kvenmaðurinn
verr á sig kominn en karlmað-
urinn. Þau virtust vera á aldr-
inum 30-35 ára, og eftir klæða-
burðinum að dæma voru þau
að koma af dansleik. Voru þau
að valsa á milli salerna í hinu
nýja húsi, og er kvenmaðurinn
fór að fletta sig klæðum,
fannst mér keyra um þverbak.
Síðan veltist hún um tjald-
stæði milli tjaldanna á bikini
baðfötum einum klæða og söng
við raust.
Mér var þá nóg boðið, fór
í föt og hélt niður í l>æinn til
þess að ná í einhverja aðstoð
við að fjarlæga fólkið af staðn-
um. Þegar ég kom aftur upp
eftir í fylgd lögregluþjóna,
höfðu skötuhjúin komið sér í
burtu og horfið upp í hin nýju
og myndarlegu hverfi ofan til
í kaupstaðnum. Eftir þetta var
rólegt til morguns.
Dvöldumst við þarna aðra
nótt, og bar ekkert til tíðinda.
Héldum við svo áfram ferð
okkar austur í Hallormsstaðar-
skóg og gistum í Atlavík. Var
þar gott að vera. Til Akureyr-
ar komum við svo aftur 19. júlí
og tjölduðum á tjaldstæðinu.
Keyrðu skrílslæti unglinga á
svæðinu þá langt úr hófi, til
dæmis var þá ekið á tjald og
mesta mildi, að ekki hlauzt
slys af.
• DRYKKJULÆTI OG
ÁFLOG UNGLíNGA
Aðfaranótt 21. júlí vorum
við þar einnig, og var það okk-
ar versta nótt. Hefði ég ekkl
trúað því að óreyndu, að slíkt
gæti átt sér stað, sem þarna
fór fram. Get ég ekki skilið,
hvað unglingar eru að gera 1
svona ferðalög. Drykkjulæfin
voru yfirgengileg, og þeim
fylgdu meðal annars hótanir
um að aka tjöldin niður. Þegar
áflogin keyrðu um þverbak,
fóru þrír menn úr tjöldunurn
og sóttu lögreglu, en hún gerði
heldur lítið, þegar á staðinn
kom. Tvívegis komu lögreglu-
þjónar upp eftir og sussuðu á
unglingana, eins og smábörn.
Ég sagði eftirlitsmanninum,
að ég vonaðist til þess að eiga
eftir að fara margar ferðir til
Norðurlands, en ég mundi
aldrei gista á tjaldstæði á Ak-
ureyri oftar.
— Sigurður Jónsson",
Það er leiðinlegt, ef skríls-
læti ferðalanga eyðileggja
þessa ágætu þjónustu Akureyr-
arbæjar, og er ekki annað
sýnna en þarna þurfi að vera
gæzlumaður allan sólarhring-
inn, sem vísi óæskilegum gest-
um burtu af tjaldstæðinu.
Nýtt símanúmer:
38820
BRÆÐURNIR ORMSSON h.f.
Vesturgötu 3. — Lágmúla 9.