Morgunblaðið - 27.07.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.07.1965, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. júlí 1965 Ovænt frammistaða ísl. unglinga- landsliðs í leiknum gegn Rússum Jafntefli í hálfleik en leiknum lauk með sigri Rússa 2:1 AP: — Halmstad, 24. júlí: — ÍSLENZKA unglingalandsliðið kom sannarlega á óvart i leikn um gegn Rússum, sem fram fór hér í Halmstad á laugardag sl. Máttu þeir þakka sínum sæla fyrir að fara með sigur af hólmi, Eyleifur — skoraði mark fslands. ' því þeir skoruðu sigurmarkið, er aðeins tæplega 15 mínútur voru til leiksloka. íslenzka liðið sýndi nú allt annan og betri leik, en á móti Dönum á fimmtudag sl., er þeir töpu&u með fimm mörkum gegn engu, því nú börðust þeir allan leikinn út í gegn. Uppskera erfiðisins varð 2—1 Rússum í vil, en það verður að teljast mjög góður árangur hjá piltun um, þegar þess er gætt, að Rússar eru ein af helztu knattspyrnu- þjóðum heimsins í dag. Það hafði rignt skommu áður en leikurinn hófst og var völlur- inn því mjög háll. íslendingar léku varnarleik og lá því heldur meira á þeim allan leikinn. Af og til gerðu þeir skyndiáhlaup á rússneska markið og rétt fyrir miðjan fyrri hálfleik náði Eyleif ur Hafsteinsson að skora mark íslands. Þetta tóku Rússarnir ■ heldur óstinnt upp og gerðu nú harða hríð að íslenzka- markinu og tókst að jafna örskömmu síð- ar. Hélzt leikurínn nokkúð jafn það sem eftir var hálfleiksins og voru fleiri mörk ekki skoruð í honum. f seinni hálfleik endurtók sama sagan sig, íslendingar mynduðu sterkan vamarvegg, sem rússnesku framherjunum tókst ekki að rjúfa. íslenzku framherjarnir gerðu svo öðru hverju skyndiáhlaup á mark Rússanna, og um miðjan síðari hálfleikinn varð mikil hætta við rússneska markið, þeg ar einn íslenzku framherjanna komst í þauðafæri, en honum mistókst skotið. Svona hélt leik j urinn áfram og voru menn hálft í hvoru búnir að ganga út frá því j sem vísu að hann endaði með j jafntefli, er Vladimir Naomow j skoraði sigurmarkið með faliegu i skoti, þegar tæplega 15 mínútur voru til leiksloka. Eins og áður segir, sýndu fs- lendingar mjög góðan varnarleik en Rússar höfðu þó alltaf undir- tökin í leiknum, þrátt fyrir frek ar slakan leik af þeirra hálfu. Með ósigri sínum gegn Rússum hefur islenzka liðið misst alla möguleika á sigri í mótinu en í þessum riðli keppa Danir og Rússar til úrslita. í hinum riðl- inum hefur Finnland misst alla möguleika á sigri í mótinu en þar leika Norðmenn og Svíar til1 úrslita. Sigurliðin í hvorum riðli munu svo leika til úrslita í mót- inu. Akureyri jafnar reikn- inginn viö Val Hörkuspennandi barátfuleikur VEÐUR var ekki gott til knatt- spyrnu á Akureyri sl. sunnudag, bvass norðaustan og kalt og völl- urinn blautur og háll eftir mikla rigningu. Það var því að vonum ekki mikið um fína knattspyrnu Valsstúlka skorar bjá ÍBA. (Ljósm. Bj. Bj.) Valsstúlkurnar urðu Islandsmeistarar 1965 Á SUNNUDAG lauk á Ak- ureyri íslandsmeistaramóti í ihandknattleik kvenna utan- húss, í mfl. og 2. aldursflokki. Vals stúlkurnar sigruðu í Mfl. en Keflavík sigraði í 2, fl. Mótið þótti takasi ved, en mótsstjóri var Svavar Otte- sen. Vals stúlkurnar sigruðu F.H. í fyrsta leiknum 8:7 og Í.B.A. sigruðu Valsstúlkurn- ar einnig og nokkuð auðveld- lega méð 9:3 Valur á nú báða titlana í handknattleik kvenna, utanhúss og innan, í Mfl. Keflavíkur sbúlkurnar urðu meistarar í 2. fl. og voru vel að sigrinum komnar. Á með fylgjandi mynd er ein Vals- stúlkan að skora. eða nákvæman samleik, en þeim mun meira af liörkubaráttu og spennandi augnablikum, þegar ingnum, og ekki voru liðnar endur býsna margir. Dómari var Magnús Pétursson. Akureyringar unnu hlutkestið og kusu að leika undan strekk- tækifæri sköpuðust á báða bóga. Þrátt fyrir kalsann voru áhorf- nema svo sem tvær mínútur, þeg- ar þeim tókst að skora. Einar kast ar frá marki langt fram á völl, Valsvörnin missir boltann yfir sig, Kári brunar upp og skorar með fallegu skoti, sem hinn á- gæti markmaður Vals réð ekki við. Síðan er stórtíðindalítið um sinn, Valsmenn fá ítrekað tæki- Staðan í 1. deild KR Akranes Valur Akureyri Keflavík Fram Staðan í 2. deild A-riðill Þróttur 6 Siglufj. 6 Haukar 6 Reynir 6 B-riðill ÍBV 7 ÍBÍ 8 Breiðablik 8 FH Víkingur Úr leik Akureyrar og Vals. Þrír fætur á lofti. (Ljósm.: (Bj. Bj.) I færi, þegar 18 mín. eru af leik, I en ekkert verður úr. Akureyring- ar eru mun meira í sókn, og eftir hálftíma taka þeir fimmta horn- ið, en hornspyrnurnar nýtast þeim ekki. Tveim mínútum síðar kemur fyrsta horn Val. Nokkrum mín. síðar ver Sigurður ágætlega hættulegt skot frá Kára og undir lok hálfleiksins hörkuskot frá Magnúsi með enn meiri glæsi- brag. 1:0 í hálfleik, og þykir mönnum sem sigurmöguleikar Akureyringa séu ekki meiri en svo með svo litlu forskoti við þessar aðstæður. Valsmenn halda uppi nær lát- lausri sókn fyrsta þriðjung síðari hálfleiks, og eftir 10 mín. mun- aði minnstu, að þeim tækist að jafna. Þeir fá hornspyrnu — eina af fjölmörgum í hálfleiknum —• Hermann skallar vel, og boltinn sleikir ofanverða þverslána. f þessari hryðju ver Einar oft vel mark ÍBA. Nú ná Akureyringar frum- kvæðinu og nokkrum sóknarlot- um. í einu upphlaupinu er Kári hindraður innan vítateigs. Magn- ús dæmir vítaspyrnu, og Skúli skorar örugglega. Miðjuna úr hálfleiknum eiga svo Akureyring ar, en þegar síðasti þriðjungur- inn er eftir, tekst Einari ekki sem bezt í útkasti, Bergsveinn Alfons- son nær boltanum og sendir þrumuskot í markið, áður en Ein ari hefur haft ráðrúm til að bú- ast til varnar. Valsmenn tvíeflast Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.