Morgunblaðið - 27.07.1965, Blaðsíða 19
Þriðjudaguf 27. júlí 1965
MORGUNBLAÐID
19
Rómantík í kartöfiurækt
Þser glitruðu eins og perlur í tunglskininu
VIÐ L.ITUM inn á heimili
Svövu Kristjánsdóttur að
Samtúni 26, ti'l þess að fá að
sjá fyrstu uppskeruna af kart-
öflunum hennar. Okkur fannst
hún taka óvenju snemma upp
úr garðinum sínum, en þdð
var ekki að sjá á kartöflunum,
þær voru fullþroskaðar.
Svava ljómaði af ánægju,
þegar hún sýndi okkur kart-
öflurnar sínar, og við spurð-
um hana fyrst hvort langt
væri síðan hún byrjaði að fást
við kartöflurækt.
— Já, við höfum gert það í
mörg ár, segir Svava. Fyrsta
árið höfðum við garð upp í
Kringlumýri, síðan fengum
við garð í túriinu við gömlu
Sundlaugarnar. Þar var veru-
lega góð uppskera. En núna
höfum við garð upp í Skamma
dal. Við vorum svo heppin að
fá einn bezta staðinn þar í
dalnum. Meira að segja er þar
lítill lækur, og í honum lítill
foss, sem mér þykir einstak-
lega vænt um. Ég er búin að
skíra hann og kalla Kristalls-
foss. Það er mjög fallegt
þarna og gaman að horfa yfir
dalinn á kvöldin.
— Ég man sérstaklega eftir
einu kvöldi í Laugardalnum.
Það er langt síðan. Þá fórum
við eftir kvöldmat til að taká
upp kartöflur og vorum þar
fram í myrkur. En það var
samt ekkert dimmt það
kvöldið — heldur bjart af
tunglsljósi. Það var svo gam-
an að taka upp hvítar kartöfl-
ur á svo fögru kvöldi. Þær
voru eins og perlur, sem glitr-
uðu í dökkri moldinni. Það
var svo rómantískt — ein
efiirminnilegasta kvöldstund,
sem ég hef lifað.
Svava brosir, og við getum
ekki annað en brosað líka.
Hún bókstaflega ljómaði, þeg-
ar hún minntist þessa kvölds.
Og þegar við sögðum henni
að við ætluðum einhvern
að fara upp í Skammadal og
skoða fosinn hennar, glaðnaði
enn meir yfir henni.
— Notaðrðu einhverja sér-
staka aðferð til þess að fá
kartöflurnar svona góðar og
fallegar?
— Ég hef dekrað mikið við
kartöflurnar, sem ég setti nið-
ur nú í ár, segir hún. Ég
blandaði saman mold og hús-
dýraáburði og setti svo allt í
mjólkurhýrnur og geymdi
þær í kassa á svölunum hjá
mér í u.þ.b. þrjár vikur áður
en ég setti þær niður. Svo fór-
um við upp í Skammadal og
gerðum fyrst grunnar raufir
í moldina með garðhrífu, og
stráðum blönduðum garð-
áburði í raufirnar. Síðan röð-
uðum við útsæðinu í þessar
raufir og rökuðum yfir þetta
og þá myndast hryggur yfir
kartöflurnar. Með þessu móti
nýtist áburðurinn betur
vegna þess að rætur kartöfl-
unnar ná strax í áburðinn.
Ég álít, sagði Svava, að það sé
mikilvægt að kartöflurnar nái
áburðinum sem allra fyrst.
Og þegar við tökum kartöfl-
urnar upp, notum við aldrei
skóflu. til þess að stinga upp,
við bara kippum í grasið og
rótum svo í moldinni, þangað
til við höfum fundið allar
kartöflurnar undir því.
— En hvernig geymirðu
kartöflurnar?
— Árið 1942, þegar við
byggðum hérna í Samtúninu,
var kolakynding í öllum hús-
unum, og við byggðum kola-
geymslu við húsið. Þegar olían
kom, þurftum við hennar ekki
lengur með, en ákváðum að
nýta plássið og einangruðum
geymsluna með einangrunar-
plasti, og bjuggum til kart-
öflugeymslu þar, Við fengum
loftpressu til að brjóta göt á
þakið og settum lofttúður á
það og fengum þannig loftrás.
Þarna höfum við geymt kart-
öflurnar okkar í trékössum,
og hefur það reynzt ljómandi
vel.
Svava gengur með okikur út
í garðinn, og þá kemur í ljós
að hún hefur áhuga á fleiru
en kartöflurækt, því að í garð-
inum hefur hún ósköpin öll af
alls konar káli. Þar er salat
spínat og óteljandi blóma- og
trjátegundir. Svo hefur hún
líka hug á að opna smurbrauð-
stofu í kjallaranum í húsi
sínu, en undanfarin 20 ár hef-
ur verið þar bakarí og mjólk-
urbúð undir eftirliti heilbrigð-
isnefndar. Hún sýnir okkur
- húsið sitt, sem gefur garðin-
um lítið eftir hvað blómadýrð
snertir, og lýkur kynnisferð
um húsið í eldhúsinu, en þar
bíða kartöflurnar á fati, stórar
og fallegar.
— En þó ég hafi nú áhuga
á mörgu öðru en kartöflu-
rækt, segir Svava, þá er
áhuginn nú einna mestur þar.
Það er svo gaman að taka
þær upp, að ég tali nú ekki
uril í tunglsljósi, það er sva
rómantískt ......
„Mauosynleg
áminning44
UNDIR þessari fyrirsögn birt-
ir stærsta blað Noregs, Aften-
posten, eftirfarandi ritstjórnar-
grein á laugardaginn var, um
ræðu Gylfa Þ. Gíslasonar
menntamálaráðherra, við setn-
ingu norræna kennaramótsins,
sem nú er nýlega afstaðið og var
hið fjölmennasta Norðurlanda-
mót, sem haldið hefur verið hér
á landi. Rétt þykir að birta hér
ummæli Aftenposten um ræðu
Gylfa, og fer greinin hér á eft-
ir, aðeins lítið stytt:
„Á maður að dirfast að segja
að það hafi veríð þarfleg að-
vörun sem íslenzki menntamála-
ráðherrann, Gylfi Gíslason, kom
fram með er hann drap á
„blindu hjátrúna á það, hve
miklu fræðsluþjóðfélagið gæti
komið til leiðar“. í öllum nor-
rænu löndunum hafa menn nú
— Tollar
Framhald af bls. 8
um útgefendum gert að greiða
háa tolla af pappír og bókbands-
vörum. Augljóst er, að þessi
ekipan tollamála stendur ís-
lenzkri útgáfustarfsemi verulega
fyrir þrifum, þar sem hún leiðir
til hærra verðs en ella þyrfti
að vera á bókum og neyðir ís-
lenzka útgefendur til ójafnrar og
óréttlátrar samkeppni við er-
lenda aðila, sem njóta sérstakra
fríðinda umfram íslenzka útgef-
endur. Þess vegna skorar fund-
urinn á ríkisstjórnina að beita
sér nú þegar fyrir endurskoðun
á tollum á efni til bóka- og
blaðaútgáfu, svo að íslenzkir
útgefendur hafi ekki lakari að-
stöðu í sínu eigin landi en er-
Jendir keppinautar þeirra.“
Kjörin var ný stjórn Bóksala-
félags íslands og skipa hana nú:
Olíver Steirm Jóhannesson form.,
Gunnar Einarsson varaformaður,
Steinar Þórðarson gjaldkeri, Arn
björn Kristinsson ritari, Gísli
Ólafsson vararitari, Guðmundur
Jakobsson og Gunnar Þorleifssin
meðstjórnendur.
ritað og rætt af hrifningu um
gönguna miklu inn í menntun-
arþjóðfélagið, og svo er að sjá
sem ýmsir hafi komizt á þá skoð
un, að ef að sem flestir fái þá
fræðslu og menntun sem unnt
er að veita, verði afleiðingin að
vera: farsæl veröld, byggð ein-
tómu farsælu og ágætu fólki. Ef
unnt sé að veita uppvaxandi kyn
slóð nógu mikla þekkingu, muni
flest vandamál láðast til betri
vegar af sjálfu sér.
Eins og íslenzki menntamála-
ráðherrann 'hélt fram, mun vissu
lega víða hafa þróazt blind hjá-
trú á það, hvað þekkingin geti
veitt og hve miklu hún geti kom
ið til leiðar. Margir hafa auð-
sjáanlega orðið þeim mikla mis-
skilningi að bráð, að þekkingin
ein geti skapað gott og hamingju
samt fólk. Ómelt þekking er
þungabyrði, sagði Gylfi Gísla-
son. Skólanám getur því aðeins
gefið þroska að það skapi grund
völl fyrir sjálfsuppeldi síðar á
æfinni. Nútímaþjóðfélag verður
að efla skólakerfi sitt, en skól-
inn er ekki virkt hjól í þjóðfé-
lagsvélinni.
Markmiðið má ekki vera það,
að gera nemandann að maur
sem aðeins getur notað hæfileika
sína í framleiðslu þess; sem mag
inn þarf á að halda. Hérna er
aðalhættan í þróun fræðslumála
Norðurlanda í dag, sagði íslenzki
menntamálaráðherrann.
Nú álítur vitanlega hvorki ís-
lenzki menntamálaráðherrann
né aðrir, að eigi beri að segja
neitt fallegt um skólanámið og
þekkinguna. Allir eru sammála
um að nútíma þjóðfélag í vexti
verði að efla skólakerfi sitt.
Skólinn verður að mótast eftir
þjóðfélaginu, sem hann er að
búa borgarana undir að starfa í,
aukin þörf er fyrir fleiri og
fleiri einstaklinga með fullkomn
ari menntun, og aðra mennt’.ui
en þá, sem veitt var fyrr á tim-
um. Hraðvaxandi vitneskja í
raunvísindum er í dag notuð til
þess að miðla öðrum af henni,
eins fljótt og kostur er, og eigi
önnur lönd að fylgjast með,"
verða þau að taka afleiðicgun-
um af þeirri þróun sem er að
gerast, og m.a. haga skólamálum
sínum eftir henni. Mennirnir
verða að vera „kvalifiseraðir1*
upp á allt annan máta en áð-
ur þótti na iðsynlegt.
Og þá er þjarmað að skólun-
um. Kröfurnar til þeirra sækja
að, á svo að segja öllum sviðum
þjóðlífsins, og það er ekki lengi
gert, eins og Gylfi Gíslason drep
ur á, að vilja reyna að gera skól-
ann að virku hjóli í þjóðfélags-
vélinni, og nemendurna að maur
um, sem aðeins geti beitt starf.s-
orku sinni í þarfir munns og
maga.
Það er sagt að skólarnir okk-
ar í dag gegni tvöföldu hlut-
verki. Þeir eiga að gefa nemend-
unum sem fjölbreyttasta og
bezta þekkingu, og þeir eiga um
leið að vera þjónn og fóstri hins
sanna mánneðlis. í skólanum á
æskan að kynnast nýju viðhorf-
unum, sem náttúruvísindin hafa
opnað útsýn til, en í skólanum
á æskan líka að kynnast hinum
varanlegu verðmætum, að notað
sé orðalag norska lektorasam-
bandsins. Það eru þessi verð-
andi verðmæti (undirstr. þyð-
anda) sem á breylilegum tímum
hafa verið og ávalt munu verða
ráðandi um dýimætt manniif.
Það er full ástaða til bess að
undirstrika nú í dag, eins og ís-
lenzki menntamálaráðherr.mn
gerir, að þekkingin, ein út af
fyrir sig, er aidrei neitt mark-
mið. Hún é aí vera tæki í sí-
framhaldandi fræðslu- og menn-
| ingarþróun. Þekkingin verðui
að fá að meltast og þro ’kasr,
verða lifindi og {era emstaki
inginn íæran um að mynda sér
sjálfstæða skoðun. SlTólinn á að
gefa nauðsvnicgt fcaksvið beztu
! þekkingu, scm fcægt er að gefa,
— en har.n vtiður, jafnframt
því að hjáipa til ;ð þroska hæfn
ina til efniiiegs msts, að þroska
hana til að greina á mifci ekta
og óekta, ti! að sl<i]ja samht.,gi
■ g útsýni í sia.-finu og qjóðfé-
laginu, en o.'nr.ig iika mále num
menningarinnar og siðfiæðúm
ai.
Skólinn á að hjálpa nemend-
um til að lifa andlegu lífi sínu
eftir beztu getu, segir Gylfi
Gíslason. En eigi þetta að takast,
verðum við að vara okkur á
kerfum, sem mynda einstefnu-
skóla .... Skóla, þar sem hjá-
trúin á þekkinguna er einráð, er
dauður skóli. Það er gott og
nauðsynlegt að vera minntur á
þetta, hvor heldur manni er gef
ið vald til að semja skólareglu-
Reif vörpuna
á skipsflaki ?
Akranesi, 26. júlí.
Skipaskagi fékk um .1200
kg af slitnum humri seint í
dag og 7 tonn af fiski. Hefði
hann þó aflað meira, ef varp
an hefði ekki festst í flaki á
botninum, að því er skips-
menn héldu, og hengilrifnað.
,Báturinn var að veiðum við
Eldey.
Oddur.
Hyllingar
á Faxaflöa
SKÖMMU fyrir hiðnætti hringdi
margt fólk til Mbl. og kvaðst sjá
óvenjumiklar hyllingar yfir
Faxaflóa um sólarlagið. Sögðu
sumir að þetta liti út eins og
Vestmannaeyjar hefðu flutzt inn
á flóann.
— Grikkland
Framh. af bls. 1
seint í gærkvöldi, að stjórnin í
Grikklandi hefði gripið til víð-
tækra gagnráðstafana gegn verk-
fallsmönnum og kallað alla í her-
inn, sem gegndu þýðingarmikl-
um störfum í þágu hins opin-
bera, þannig að þeir gætu ekki
tekið þátt i verkfallinu, án þess
að eiga yfir sér herrétt. Tilkynn-
ing þessi kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti, en Novas for-
sætisráðherra hafði fyrr um dag-
inn skýrt frá því, að engin slík
ráðstöfun yrði gerð.
Þá skýrði AP enn fremur frá
því, að Konstantín konungur og
systir hans, Sophie prinsessa,
sem er kona Juan Carlos, tilvon-
andi ríkisarfa Spánar, hefðu
bæði veikzt skyndilega af maga-
veiki (Gastroenteritis) og hefði
orðið að sækja líflækni konungs
þegar í stað til eyjarinnar Korfu
þar sem konungurinn og systir
hans dveljast.
gerðir, eða maður er að kenna,
æða maður bara á börn, sem
mann langar til að fái „betri
skólamenntun en maður fékk
sjálfur**. Þeim, sem teljast til
síðastnefnda flokksins, er
kannske ekki sízt nauðsynlegt
að vera minntur á þetta.“----
(Sk. Sk. þýddi)
Síld til Akraness
Akranesi, 26. júlí.
TÍU þúsund og tuttugu og níu
tunnum betur af síld lönduðu 14
bátar hér síðastliðinn sunnudag.
Sumir bátanna veiddú síldina á
Vestmannaeyjamiðum, aðrir und
ir Jökli. Blíðuveður var á mið-
unum. Síldin var blönduð, hrygn
andi sild og smásíld innan um.
Síldin fer öll í bræðslu í Síld-
ar- og fiskimjölsverksmiðjunni,
nema 277 tunnur af Skarðsvík,
sem voru hraðfrystar.
Aflahæstur bátanna var Frið-
rik Sigurðsson með 1220 tunnur,
þá Mars 1100, Gullborg 1038,
Höfrungur III 918, Ófeigur II 914,
Sigfús Bergmann 910, Húni H
790, ólafur Sigurðsson 760 Hug-
inn II 666, Fagriklettur 543, Blíð-
fari 465, Skarðsvík 315, Halkion
233 og Höfrungur I 157 tunnur.
— Oddur.
— S-Vietnam
Framhald af bls. 1
helzta vandamál bandarísku
stjórnarinnar í því efni mun vera,
hvernig það megi framkvæma,
án þess að styrjöldin í Viet Nam
færist út. Fjöldi bandarískra
hermanna í Suður Viet Nam
mun nú vera nærri 80.000 manns
en herforingjar stjórnarinnar þar
hafa lagt til, að þeim verði fjölg
að upp í nær 180.000.
Útvarpið í Hanoi hefur full-
yrt, áð sex bandarískar flugvél-
ar hafi verið skotnar niður s.l.
laugardag. Ekki var minnzt á
það, að nein þeirra hafi verið
skotin niður með flugskeyti. Þá
hefur fréttastofa Viet Cong hald
ið því fram, að hlutar Suður
Viet Nam væru á valdi skæru-
liða kommúnista og að meira en
10 millj. íbúa þess væri nú undir
stjórn þeirra.