Morgunblaðið - 27.07.1965, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 27. Júlí 1965
MORGUNBLAÐID
15
75 ára í dag:
Skúli Skúlason riístjdri
Skúli Skúlason, ritstjóri, á 75
ára afmæli í dag. Skúli er les-
endum Morgunblaðsins að góðu
kunnur fyrir fjölmargar grein- ;
ar, sem hann hefur skrifað í
blaðið á undanförnum áratugum, |
og má raunar segja að hann ;
hafi aldrei miðlað lesendum eins
ríkulega af blaðamennskuhæfi-
leikum sínum og hin síðustu ár.
Skúli Skúlason er í hópi elztu
og virtustu blaðamanna ís-
lenzkra, og er óhætt að fullyrða
að hann hafi með starfi sínu og ^
persónuleika varpað ljóma á ;
stétt sína og þau margvíslegu j
störf, sem hún innir af hendi í ,
þjóðlífinu. Enda þótt Skúli
Skúlason hafi dvalizt langdvöl- [
um erlendis, hefur hann ávallt .
haldið trúnað við íslenzka |
tungu, og reynt að iðka hana af
þeirri ást og virðingu, sem hon-
um er í blóð borin. Fyrir þenn
an mikla og mikilvæga þátt hans
í menningarlífi samtíðarinnar
voru honúm nú ekki alls fyrir
löngu veitt verðlaun úr Móður-
málssjóði Björns Jónssonar, fyrr
um ritstjóra og ráðherra. Hefur
Skúli komizt svo að orði, að fátt
hafi glatt sig eins og sá heiður.
Þá má ennfremur geta þess, að
Skúli Skúlason hefur fyrir starf
sitt i þágu íslenzkra blaðamanna
verið gerður heiðursfélagi í
Blaðamannafélagi íslands. Hann
hefur lengistum haft góð og heilla
drjúg afskipti af félaginu og
fylgzt með störfum þess, þó
löngum hafi það orðið að vera
úr fjarlægð. Skúli Skúlason hef-
ur ekki verið blaðamaður „til að
hafa ofan af fyrir sér“, hann
hefur verið blaðamaður af köll-
un.
Skúli Skúlason hóf blaða-
mennsku árið 1912, og tók þá við
af Jóni Sigurðssyni frá Kaldað-
arnesi að skrifa frá Höfn yf-
irlit erlendra frétta í ísafold.
Hann hugðist leggja stund á
jarðfræði, en hvarf frá námi, og
tók að rita í Morgunblaðið að
staðaldri. Var hann starfsmaður
blaðsins að mestu leyti næstu
10 ár. Þá var Morgunblaðið ungt
að árum, og ekki fjölskipuð sú
fylking, sem vann að því að
koma blaðinu út hvern morgun.
>á varð blaðamaðurinn að
kunna skil á mörgum efnum og
ólíkum, og kom það í hlut Skúla
að skrifa bæði um hljómleika,
knattspyrnu, málverkasýningar,
innlendar fréttir og önnur efni,-
Vorið 192S stofnáði Skúli viku
blaðið Fálkann méð Vilhjálmi
Finsen og Svavari Hjaltested.
Var Skúli um margra ára bil rit
ítjóri blaðsins að mestu leyti,
en áður hafði hann um þriggja
ára skeið dvalizt í Noregi og
skrifað um íslandsmál í ýmis
hglzju blöð Norðurlanda.
1 nálega 20 ár skrifaði hann
foruStUgreinar í Fálkann undir
fyrirsögninni „Skraddaraþank-
*r“. >ar ræddi hann yið les-
endur sína um landsins gagn og
nauð,synjar frá sínu sjónarmiði.
Lýsti því sem afjaga fór og
benti á margt sem betur mætti
fara. IComu þar oft frám sjónar-
fnið., sem nýlunda var að. En
óvgljt yar penni Skúla Skúla-
■onar laus við nöldrið, sem oft
sétúr leiðinlegan svip á slíka
dálka. Drengskapur fylgdi þar
einurð, og stíll og efni fóru sam
ah á þann hátt, að hlaut að
vekja athygli, Hann þurfti ekki
£ð hrópa. Skúli hefur ávallt
verið prúður riddari á brösóttum
vettvángi blaðamennskunnar.
;>ár hefur hann aldrei farið með
ópum ' eða ; illum látum til að
vekja. á sér athygli. Honum er
kurteisi og drengskapur runnin
{ merg og blóð.
'' Skú'li1 1 Skúláson var búsettur
hér í Heykjavik á árunum 1927-
*36. Hann hvarf þó aftur til
Nor'egS, ög settist að í Nesbyen í
Hallingdal, en þaðan er teona
hans ættuð. Hún heitir Nelly,
fædd Mjölid, hámenntuð ágæt-
is kona. Hafði Skúli enn sem
fyrr ritstjórn Fálkans á hendi,
en kom heim með hinni nafn-
toguðu Petsamoferð Esju haust-
ið 1940. Fluttist hann síðan aftur
til Nesbyen að stríðinu loknu, og
hefur verið búsettur þar síðan.
Hefur hann allan tímann verið
fréttaritari Morgunblaðsins í
Noregi og skrifað fjölda frétta
og greina, bæði þaðan og víðar
að úr heiminum. Hafa greinar
Skúla hér í blaðinu ávallt notið
mikilla vinsælda, enda er al-
kunna að hann er traustur blaða
maður og vandur að heimildum.
>á hefur hann einnig ritað fjöl-
margar greinar um íslenzk efni
í blöð á Norðurlöndum og hafa
þær verið góð landkynning fyr-
ir ísland. Væri betur að allir
þeir, sem því ábyrgðarmikla
starfi sinna, að rita um íslenzk
hún hefur freistað hans
frá fyrstu tíð, eða frá því
hann ungur drengur sleit barns-
skónum á heimili foreldra sinna
á prestsetrinu Odda, Rangár-
völlum. Hekla hefur
einnig veitt honum margar un-
aðsstundir, ekki aðeins þar sem
hún rís úr blárri móðu fjarlægð-
arinnar, heldur einnig þegar
hann hefur staðið á tindi Heklu
hám og horft yfir landið fríða.
Og nú freistar hún Skúla enn.
Hann hefur ekki verið einn um
það. Vonandi verður honum enn
einu sinni að ósk sinni, að sjá
yfir víðáttumiklar sveitir æsku
sinnar, horfa yfir sagnarík hér-
uð, þangað sem hann dró að sér
veganestið, áður en hann lagði
út í lífið. Þetta veganesti hefur á
vallt komið sér vel. Að Skúla
standa góðar ættir og menning-
arlegur bakhjarl. Mímisbrunn
æsku sinnar hefur hann notað
Nelly og Skúli Skúlason.
efni 1 erlend blöð, væru jafn
hlutlausar og traustar heimildir
og Skúli Skúlason hefur ávallt
reynzt. Með þessu starfi sínu
hefur Skúli unnið landi og þjóð
ómetanlegt gagn, sem við mun-
um lengi að búi.
Valtýr Stefánsson, ritstjóri,
skrifaði grein um Skúla Skúla-
son sextugan, og segir þar m.a.:
„Á fjarvistarárum hans héðán
hefur hann kynnzt fjölda fólks
víðsvegar á Norðurlöndum. Var
ég sérstaklega var við það á nor
ræna blaðamótinu í fyrra mán-
uði, hve ákaflega vinsæll og vin-
margur Skúli or meðal ritstjóra
og annarra starfsmanna biaða á
Norðurlöndum. Að heita mátti
allir sem mótið sóttu, þekkiu
Skúla Skúlason af góðu einu.
Þekktu góðvild hans og fram-
úrskarandi greiðvikni, og þekktu
áhuga hans við að kynna Norð-
urlandaþjóðunum það sem
mestu máli skipíi um hag ís-
lands".
Skúli Skúlason er fróður máð-
ur um lönd óg sögu, ög hefur
ferðazt mikið. Hann er einn
þeirra manna, sem ávallt notar
hvert tækifæri til að auka við
fróðleik sinn. Hann hefur alla
tíð verið mikill ferðagarpu.r,
gengið á mörg fjöll og firnindi —
ekki til að geta sagt: Sjáið tind-
inn, þarna fór ég, heldur til að
tala við náttúruna, anda að sér
sögu og landi. Þegar hann kpm
hingað niður á Morgunblað til
okkar ekki alls fyrir löngu,
barst þessi fjallaþrá Skúla í tál.
Þá Sagði hann okkur, að hann
vonaðist til að geta öðru hvoru
megin . við 75 ára, gfmæli kbfið
Heklu í 23. sinn, en
eins og sönnum Oddaverja sæm-
ir: látið fólkið í landinu fá hlut-
deild í arfinum með því að sam-
tvinna hann nútímafrásögnum
úr lífi samtímans — og ávallt
tekizt að gera lesendur sína að
áhugasömum þátttakendum
störfum sínum.
Valtýr Stefánsson lýkur fyrr-
nefndri grein sinni með því að
segja, að Skúli hafi lengst allra
núlifandi íslendinga, eða sam
fleytt í 38 ár, unnið að blaða
mennsku. Nú má bæta 15 árum
við þá tölu. Á þeirri leið sem
framundan er, á hann að vega-
nesti óskipta vináttu allra stétt
arbræðra sinna, og annarra sem
til hans þekkja. Morgunt laðið
hefur sérstaka ástæðu til að
senda honum hlýjar fri.aðar
óskir á þessum merku tíma-
mptum í ævi hans, ög þakkar
honum langt og heilladrjúgt
starf í þágu blaðsins og léséhda
þess. Með orðum Yaltýs Stefáns-
sonar, sem eru enn í fullu gildi,
sendir Morgunblaðið þess.um á-
gæta starfsmanni sínum hugheil-
ar afmæliskveðjur. /altýr seg-
ir:
| „Ég hef fáum mönnum kynnzt
sem á jafnlöngum tima hafa
breytzt eins lítið og hann. Hvar
eða hvenær sem maður hittir
I hann, hefur hann alltaf sama
glaðlega og hlýlega viðmótið og
yerður aldrei ánægðari, en þegar
hann getur leyst einhvers manns
erfiðleika eða g'reitt götu ná
ungans“.
Morgunblaðið veit, að það mæl-
ir fyrir munn ailra íslenzkra
blaðamanna, þegar það óskar
[ Skúla Skúlasyni gæfu og geng-
is í framtíðihníj
llla gengur að dæla
gamalli síld
ÍSiglufirði, 18. júlí 1965.
STÓR og mikil síldardæla
hefur verið sett upp hjá
SR á Siglufirði. Áætlað var að
hún dældi 1200—1400 málum
síldar á klukkustund. Og ætl-
unin var að nota þessa dælu
til að landa upp úr síldar-
flutningaskipum. Uppsetningu
dælunnar stjórnaði norskur
tæknifræðingur.
Síðastliðinn fimmtudag kom
svo flutningaskipið Westberg
með tæp 4000 mál bræðslu-
síldar frá Seyðisfirði. Þá
þegar var gerð tilraun til
að dæla upp úr flutningaskip-
inu, og var það Svisslending-
urinn sjálfur hugvitsmaður-
inn að þessari dæluaðferð,
sem stjórnaði dælunni.
á 2—3 klukkustundum, en sá
galli er á að blanda þarf svo
miklu vatni saman við síld-
ina að ekki er viðunandi. Ekki 1
er hægt að losna við vatnið
úr henni aftur, því síldin úr
flutningaskipinu er yfirleitt
það meyr, að vatn samlagast
henni að meir eða minna
leyti, og þá er þetta orðin
mjög léleg vara.
Hætt var að dæla að svo
komnu máli, og skipið losað
á venjulegan hátt.
1 morgun fóru svo hinir er-
lendu menn áleiðis til Noregs
til að ná í viðbótar útbúnað,
sem þeir telja að verði til
fullkominna úrbóta, svo hægt
verði að dæla þessari gömlu
síld.
☆
Fyrstu 10—15 mínúturnar,
sem dælan snerist, var af-
kastageta hennar mjög mikil,
á að gizka 300 tonn á klukku-
stund en svo var eins og
drægi úr þrótti hennar og af-
köstin minnkuðu niður í lítið
sem ekki neitt, sennilega
vegna þess að gömul og illa
farin síldin úr skipinu mynd-
aði of mikla mótstöðu vegna
„límkenndra" eiginleika, En
hvað sem þeirri ágizkun líður
fór alltaf að sömu leið. Eftir
hvert start gekk vel, en dró
síðan úr. Til gamáns má geta
þess, að eftir eitt startið „lyft-
ist“ skipið á sjónum um 5
tommur á um 10 mínútum.
Þegar dælt hafði verið um
2000 málum úr skipinu, var
hætt að dæla og skipið losað
á venjulegan hátt, undir
krana.
Ekki þótti árangur dælunn-
ar eins og ætlazt var til, Voru
gerðar á dælubúnaðinum smá-
breytingar, og í liótt sem leið
kom annað flutningsskip að
austan, Westby. Hófust nú til-
raunir á ný, sem sýndu að
sennilega mætti losa skipið
Þessi dælutegund mun vera
sú fyrsta, sem sett er upp í 7
Evrópu, en þær reynast mjög 4
vel á ansjósur í Perú og telur í
sá svissneski að hún muni
einnig skila 1200—1400 mál-
um í afköst á ferskri síld.
Svipuð dæla var sett um ,
borð í sildarflutningaskipið
„Gulla“, nú á dögunum á
vegum „Raúðku", en það mun
vera stærsta síldárdæla, sem
sett hefur verið um borð í
síldarflutningaskip, áætluð um
1000 mála dæla.
☆
Sl. fimmtudag fengu Rauðkú
menn að „æfa“ sig með því
að dæla upp úr síldarflutn-
ingaskipinu Westberg, og má
segja að það hafi gengið vel,
svo langt sem það náði, því
ekki er gott að dæma um af-
kastagetu, þar sem dælt var
aðeins stutta stund. En von-
andi gengur þetta að lokum
allt að óskum, því þessi lönd-
unaraðferð er það sem koma
skal, þrátt fyrir alla byrjunar
örðugleika.