Morgunblaðið - 27.07.1965, Blaðsíða 17
ÞriSjudagur 2T fðií 1965
MORGUNBLAÐIÐ
17
Hfagiiús Víglundsson rædismaÖur:
Menntun og menning
er sitt hvaö
MAGNÚS Víglundsson, ræðis-
xnaður, flutti eftirfarandi ræðu á
Skálholtshátíðinni hinn 18. júlí
1965:
„Á hillunni er bók. Hún boð-
ar trú, sem blessar og reisir
þjóðir“.
Biskup íslands, herra Sigur-
björn Einarsson, kæru sveitungar
og aðrir háttvirtir áheyrendur!
f minnisstæðri smásögu segir
Guðmundur Friðjónsson rauna-
sögu, sem gerist á afskekktum
bóndabæ á eyðilegri sjávarströnd.
Þegar sagan gerist, var ekki ann-
að fólk á bænum, en bóndinn og
dóttir hans, 10 ára gömul. Skæð
landfarsótt herjaði á þessum
slóðum, og þar kom, að bóndinn
tók sóttina. Þegar honum varð
Ijóst að hverju stefndi, tók hann
að búa litlu stúlkuna undir hinn
óumflýjanlega skapadóm, og
mælti að síðustu:
„Og svo skaltu lesa faðir vor
og þessa vísU, sem ég hefi kennt
þér, og einkanlega er gott að
hafa hana y" á glugg-
ann:
Marísusonur, mér er „an,;
mjöll af skjánum taktu;
yfir mér alltaf vaktu.
Lánið bæði og lífið er valt;
Ijós og myrkur vega salt.
í lágu koti á ljósstýrunni haltu".
Og með þennan föðurarf að
kjölfestu fékk litla stúlkan hald-
ið fleyi sinu á réttum kili, þar til
hjálpin barst um síðir.
Þessi saga skal ekki lengra eða
frekar rakin hér, en ljóst er, að
skáldið segir þarna fyrst og
fremst sögu þjóðar sinnar á veg-
ferð um myrkan og grýttan veg
um aldabil, greinir frá raunum
hennar og raunabót. Við vitum
fullvel, að þegar líf þjóðarinnar
blakti sem á skari, var það ein-
mitt sá sannleikur, er á bækur
var skráður, sem varðveitti lífs-
Xieistann og glæddi.
Lærdómar trúar og sögu voru
íslendingum leiðarljós þegar
syrti í álinn, sólin sem jafnan
ljómaði þeim að skýjabaki á tím-
um hinnar þyngstu lífsreynslu.
Ljósið í lágreistu bæjunum
slökknaði aldrei, og að lokum
rann dagur.
— ★ —
Það er bjartara um að litast á
íslandi nú, en í þann tíma sem
saga Guðmundar á Sandi gerist.
Margir eru þeir, sem hafa greitt
okkur veg til þeirrar farsældar
og hagsældar, sem virðist vera
hlutskipti okkar nú. Ég hygg þó,
að í þessum efnum eigum við fá-
um stærri skuld að gjalda, en
Jóni biskupi Vídalín. Af öruggri
6annfæringu og frábærri mál-
snilld boðaði hann þjóð sinni jöfn
um höndum trúna á Guð, trú á
sjálfa sig, land sitt o- framtíð. —
Olnbogabörn þjóðfélagsins áttu
vissulega hauk í horni þar sem
Vídalín var, og „enginn íslenzkur
prédikari hefur sem hann náð
að gera prédikunarstólinn að
skjólgarði fyrir munaðarlausa og
íátæka“, eins og segir í merkri
ritgerð séra Páls Þorleifssonar
prófasts á Skinnastað, um Meist-
ara Jón og Postilluna. Á sama
etað eru tilgreind eftirfarandi
ummæli úr erlendri bókmennta-
sögu, og réttilega talið, að þau
gætu átt við Meistara Jón:
„Út úr raunverulegu listaverki
á að vera hægt að lesa eitthvað.
Það er ekki nóg, að það blasi við
augum í tign sinni og tómlæti og
geri kröfu til þess eins, að teljast
fagurt. Það verður að benda út
yfir takmörk síns sjálfs, á gátur,
sem hægt er að leysa, dauða
hluti, sem vaktir verða til lífs,
drauma, sem hægt er að ráða.
Lífið sjálft á að speglast í því,
seðasláttur þess að heyrast að
baki því. Hvenær sem er, og und-
ir öllum kringumstæðum á að
vera hægt að leggja eyrað við og
hlusta. Sérhvert listaverk stefnir
að vissu marki. í því liggur raun-
verulegt gildi þess, eða með öðr-
um orðum: Það stendur maður
að baki því, maður með spurn-
ingar og svör, hugmyndir og ást-
ríður“.
Með þessar ströngu kröfur í
huga ritaði Jón Vídalín Postillu
sína, og hann uppfyllti þessar
kröfur. Það er vissulega heill og
sannur maður að baki orða hans.
— ★ —
Á næsta ári eru liðin 300 ár frá
fæðingu Jóns Vídalíns; hann
fæddist að Görðom á Álftanesi
hinn 21. marz árið 1668. Sjálf-
gert má telja, að þessa afmælis
verði minnzt á eftirminnilegan.
hátt; svo mikið á ísland Meistara
Jóni að þakka, svo ótrauð fylgdi
þjóðin í slóð þessa óskeikula leið-
toga um aldabil.
Ég vil nú í örfáum orðum ræða
þær leiðir, sem mér virðast helzt
færar í þessu sambandi, þótt ég
geti ekki gert þessu efni full skil
í því stutta erindi, sem ég flyt
hér í dag.
í fyrsta lagi lít ég svo á, að rétt.
væri, að gefa út úrval úr Vídalins
postillu, handhæga og aðgengi-
lega bók, sýnisbók er gæfi glögga
mynda af orðlist og lífsskoðun
höfundarins. Jónsbók var ís-
lenzku þjóðinni hjartfólgnari en
nokkar önnur guðsorðabók, að
Passíusálmum Hallgríms Péturs-
sonar einum undanteknum.
Traustar kirkjulegar heimildir
greina frá því, að Postilla Vída-
líns hafi verið til svo að segja á
hverju einasta íslenzku heimili
ennþá á ofanverðri 19. öld. Orð
Meistara Jóns voru því sæðið,
sem sáð var í hjarta og huga alda
mótakynslóðarinnar. Vissulega
bar sú sáning ríkulegan ávöxt.
Nú er hér orðin breyting á: Jóns-
bók er yfirleitt ekki lengur í
bókahillunni á heimilum þjóðar-
innar.
Þjóðskáldið Einar Benedikts-
son hefur kveðið stórbrotið snilld
arkvæði um Meistara Jón, orð
hans, lífsskoðun og áhrif á þjóð-
ina. í þessu kvæði standa þau
orð, sem ég vitnaði til við upp-
haf þessara orða:
„Á hillunni er bók. Hún boðar
trú,
sem blessar og reisir þjóðir.
Þessi orð staðfesta einmitt það,
sem nú var sagt um útbreiðslu
Jónsbókar hér á landi. Skáldið
minnist bernskudaganna, þegar
prédikanir Vídalíns voru vígður
þáttur í líftaug þjóðar hans.
Freistandi væri, að ræða nánar
það sterka svipmót, sem er með
þessum tveim höfuðsnillingum ís
lenzkrar tungu, Meistara Jóni og
Einari Benediktssyni, þótt ekki
gefist að þessu sinni tækifæri til
þess.
Ég geri mér Ijóst, að mikill
vándi yrði þeim á höndum, sem
tæki að sér að velja kafla úr
prédikunum og e.t.v. öðrum rit-
um Jóns Vídalíns, þannig að orð
meistarans njóti sín fyllilega í
smækkaðri umgerð. Engum
myndi ég treysta eins vel til að
leysa þennan vanda og biskupi
íslands, herra Sigurbirni Einars-
syni, og ber þar margt til. Ég
vona, að þessi hugmynd komist
í framkvæmd, þjóðin má ekki
glata leiðsögu Meistara Jóns. Ég
held, að þessari sýnisbók yrði
tekið opnum örmum. Bókin, sem
boðar þá trú, sem „blessar og
reisir“ á ennþá brýnt erindi við
Islendinga, sem munu sannfær-
ast um, að meistaraorðin „eiga
þann eld og það vald, sem eilíft
varir í gildi“.
unnið stöðugt að þessum málum
síðan, með þeirri atorku og ein-
lægni, sem eru svo _ einkennandi
fyrir störf hans öll. Ég vil í þessu
sambandi minna á, að biskup gaf
út timarit, Víðförla, um 10 ára
skeið. Tilgangur þessa læsilega
tímarits var fyrst og fremst sá,
að vekja athygli þjóðarinnar á
málefnum og málstað Skálholts.
Ýmsum þeim málum, sem
hreyft var í Víðförla, þessum
góðvini margra okkar, héfur nú
verið hrundið í framkvæmd, en
oðrum þokað vel á veg. Ég veit,
að við óskum þess öll af heilúm
huga, að fá að njóta forystu bisk-
upsins okkar. um málefni Skál-
holts um mörg ókomin ár, og að
við munum þar skipa okkur fast
um merki hans.
— ★ —
Tímar harðréttis, þjáninga og
einangrunar heyra nú góðu heilli
sögunni til. Margir geta nú upp-
fyllt óskir sínar eins og hugur
stendur til. Vonandi er, að þetta
tímabil auðsældar og ytra ör-
yggis megi lengi standa. Hætt er
þó við að flest okkar fái, eins og
forfeður okkar, fyrr eða síðar að
reyna sannleik Hávamála, þann
„að svo er auður sem augabragílj
hann er valtastur vina“.
Við slíkar kringumstæðu*
verður okkur ef til vill fyrsÉ
ljóst, að við eigum frjálsan að-
gang að einum sjóði, sem aldreá
tæmist: hinn dýrmæti arfur trú-
ar, menningar og-bókmennta. ViS
skulum um fram allt varðveita
og styrkja þann sjóð, svo við 'get-
um sótt í hann farareyri' til
hverrar háskaferðar, sem atvik
og örlög kunna að hafa hverjuna
okkar búna.
— ★ —
Vitur og mikilsvirtur Árnes-
ingur sagði einhverju sinni þessi
athyglisverðu orð:
„Menntun og menning er sibt
hvað, þótt
oft fari saman, sem betur fer...
Vinnum saman að eflingu Skál
holts, með helgi staðarins og
sögu að leiðarljósi, þannig að
heilsteypt íslenzk menning skipi
þar öndvegi. Þá getur Skálholt
átt sinn rika þátt í, að mennt-
un og menning haldist jafnan i
hendur á ókomnum tímum.
Magnús Víglundsson.
Mót fyrir fiskmatsmenn
haldið á Sauðárkróki
Magnús Viglundsson.
Þá skal í öðru lagi á það minnt,
að íslendingar hafa ekki ritað
samfellda ævisögu Jóns biskups
Vídalíns. Við svo búið má tæp-
lega lengi standa, svo víða kom
biskup við sögu þjóðar sinnar,
svo mjög gætti áhrifa hafls á
mörgum sviðum þjóðlífsins,
einnig utan þess kirkjulega. í
þessu sambandi skal þess getið,
að Jón Vídalín hafði Hug á að
koma fram fjölmörgum umbót-
um í atvinnulífi þjóðarinnar, þótt
hið sviplega fráfall biskups, fyrir
aldur fram, bindi skjótan enda á
þau áform. Hinsvegar er engan
veginn ólíklegt að skoðanir hans
í þessum efnum hafi nokkuð
mótað afstöðu Skúla Magnússon-
ar landfógeta, Eggerts Ólafsson-
ar, Bjöms í Sauðlauksdal og ann-
arra, sem hófu viðreisnarbarátt-
una er skammar stundir liðu
fram.
Ég er þess fullviss, að vel rituð
ævisaga Jóns biskups Vídalíns
myndi ' verða uppbyggileg bók,
líkleg til áhrifa og langlífis í land
inu.
— ★ —
Þá kem ég að þriðja og síðasta
atriðinu í sambandi við þriggja
alda afmælið. Mér finndist vel
til fallið og maklegt að reisa
Meistara Jóni minnismerki hér í
Skálholti. Mætti sú mynd verða
stöðug áminning .um að fylgja
fordæmi hans, nema orð meist-
arans og læra af þeim. Ég veit
fullvel, að slík framkvæmd þarf
mikinn og margvíslegan undir-
búning; beztu listamenn þjóðar-
innar þurfa þar, ásamt mörgum
öðrum, að leggja hönd að verki,
ef vel á að fara. Ánægjulegt
‘væri ef Árnesingar, jafnt í hér-
aði sem annarsstaðar á landinu,
myndu með sameiginlegu átaki
reisa Jóni Vídalín slíkan bauta-
stein, og þakka þannig þessum
rismesta kennimanni íslenzkrar
kirkju frá upphafi vega. Hér í
Skálholti féllu orð hans „með
afli og hljóm" ævistarf hans er
upphaf glæsilegs tímabils í sögu
íslands, og sterkur hlekkur í við-
burðaríkri sögu Skálholtsstaðar.
— ★ —
Þá hefur verið drepið á þau
verkefni, sem mér virðast koma
til álits er heiðra skal minningu
Jóns Vídalíns í tilefni þriggja
alda afmælis. í þessum efnum
mun forystan falla í hlut biskups
Islands, svo sem í öðrum þeim
efnum, er tengd eru málefnum
Skálholts.
Það eru nú senn liðnir tveir
áratugir síðan, er biskupinn,
herra Sigurbjörn Einarsson, hóf
markvissa baráttu fyrir endur-
reisn Skálholts, og hann hefur
Sauðárkróki, 23. júlí —
ÞRIÐJ UDAGINN 22. júní var
haldið á Sauðárkróki, n.ót fyrir
fiskmatsmenn á svæðinu frá
Hólmavík til Húsavíkur. Fram-
kvæmdastjórar Ferskfiskeftirlits
ins mættu ásamt ferskfiskmats-
mönnum starfandj á þessu svæði.
Frá Fiskmati ríkisins mætti yfir-
fiskmatsmaðurinn í vesturhluta
Norðurlands og forstöðumenn eft
irlitsdeilda Sölumiðstöðvarinnar
og Sjávarafurðadeildar SÍS, enn-
fremur allmargir matsmenn
frystihúsa og framkvæmdastjór-
ar þeirra.
Aðal verkefni ráðstefnunnar
var að samræma gæðamat á flat-
fiski í byrjun dragnótavertíðar
innar og kynna viðhorf sölusam-.
taka frystihúsanna og erlendra
kaupenda, svo og að ræða fisk-
gæðamatið almennt, og meðferð
matvörunnar.
Þetta er fyrsta matsmannamót
sinnar tegundar sem haldið hef-
ur verið siðan Ferskfiskeftirlitið
tók til starfa og telja viðkomandi
aðilar að það hafi tekizt mjög
vel í alla staði og orðið til gagns.
— Jón
Húsmæðraskólinn aS Löngumýri í Skagafirði.
Miklar framkvæmdir
á Sauðárkróki
Fréttapistill úr Skagafirði
Sauðárkróki, 14. júlí.
MIKTL veðurblíða heifir verið
hér um slóðir það sem af er sumr
inu, og enda þótt vorið þætti
kalt, er grasspretta orðin góð
yfirleitt. Margir bændur hafa
þegar hirt tún sín af fyrri slætti.
Sauðburður gekk mjög vel, og
lítið hefir borið á kvillum í bú-
peningi. Meira mjólkurmagn hef-
ir borizt til mjólkursamlagsins
heldur en noklkru sinni fyrr.
Er hér um að ræða 9% aukning
frá áramótum til 1. júlí miðað
við sama tíma sl. árs.
Fiskafli
Fiskafli var bókstaflega eng-
inn frá áramótum þar til drag-
nótaveiðin hófst um miðjan júní-
mánuð, en 7 bátar ‘stunda þær
veiðar, en afli verið rýr.
Gatnagerð
Verið er að undirbúa malbik-
un Aðalgötu, en það er 360 m.
kafli. Auk þess verður sett s>lit—
lag á Skagfirðingabraut að Báru-
stíg undir yfirumsjón Leifs Hann-
essonar verkfr. Verkstjóri er Jó-
hann Guðjónsson.
Borun
Nú í sumar var borað eftir
heitu vatni við Áshildarholts-
vatn í landi Sjávarborgar. —
Boruð var 380 m. djúp hola sem
gefur um 20 sekúndulítra af rúm-
lega 70° heitu vatni; og síðan
hafin borun á annarri holu i
landi Sauðárkróks. — Borunin
fór fram á vegum Jarðborunar-
deildar ríkisins.
Byggingar
Allmiklar byggingarfram-
Framhald á bls. 18
iijiyH' $$$$