Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. águst 1965 EFTIR aðeins örfá ár munu Bandaríkjamenn og Rússar keppast um að hljóta það öndvegissæti í mannkyns- sögunni að hafa orðið fyrst- ir til að senda menn til tunglsins .Síðasta geimskot Bandaríkjamanna, geim- ganga Bandaríkjamannsins McDivitts og sovézka geim- farans Leonovs, benda ein- dregið til þess að nú sé farið að hitna í keppninni um tunglið. Svo sem kunn- ugt er voru hér margir geimfarar Bandaríkja- manna fyrir skemmstu, og æfðu sig í jarðfræðilegum athugunum o.fl. í Öskju og víðar. Þrír af þessum mönn Escape Tower Command Capsule Only this sec o_ Earth x Return ^ Rocket O Moonbug -i inside £ outer ^ rflsinn Third Stage Second Stage Hin risavaxna Saturn V eld- flaug, sem flytur fyrstu tungl- farana í Apollogeimfarinu. Tunglpaddan sézt neðst í trjón iinni, móðurskipið fyrir ofan. Þannig mun þriðji geimfarin n, sem bíður í móðurskipinu á b raut umhverfis jörðu, sjá tunglf arana tvo er þeir leggja að móð urskipinu í tunglpöddunni ef tir heppnaða tunglför. * Veldur aflþjóðleg samlteppni um tunglið því, að öryggisráðstafanir séu eliki nægar? — Yfirlit um „Project ApoSSo“ og fyrstu tunglför Bandaríkjamanna um munu verða fyrstu tunglfararnir, eða a.m-k. fyrstu bandairísku tunglfar- arnir. Þessir ungu menn ræddu blátt áfram við blaða menn hér um tunglið og fyrirhugaða ferð sína þang að, og virtist það eitt valda þeim áhyggjum, hverjir yrðu valdir til fyrstu far- arinnar. Greinin hér á eftir er að mestu hyggð á grein úr brezka blaðinu Daily Telegraph um kapphlaupið um tunglið, en þegar skal fram tekið, að ekki voru geimfararnir, sem hingað komu, hinu brezka blaði í öllu sammáa, einkum í þeim efnum er taka til ör- yggisútbúnaðar þeirra, sem virtist lítið áhyggjuefni. Bandaríkjámenn eyða nú lið- lega 360 milljónúm ísl. króna á dag til hinnar svonefndu Apollo-áætlunar sinnar, þ. e. að senda menn til tunglsins, og þeir eru sigurvissir í bar- áttu sinni. Rússar, þótt enn hvíli mikil leynd yfir öllum geimferðamálum þeirra, hafa fyrir löngu álitið geimferðir skipta gifurlegu máli áróðurs- lega séð í augum heimsins. FLJÓTFÆBNI? Hættan er sú, að kapphlaup ið milli stórveldanna neyði þau til fljótfærnisaðgerða, sem gastu leitt til ófarnaðar. >eg- ar hefur margt komið í ljós sem bendir til þess að slakað hafi verið á kröfum um ör- yggi. Þannig er það augljóst, að mest hætta steðjar að geirnför unum á tunglinu sjálfu. Ef geimfar þeirra skemmist í iendingu, eilegar að fiugtak misheppnast þar, ellegar að bilun verður á útbúnaði, sem ekki er hægt að gera við á staðnum, verða tveir menn eftir á tunglinu og þeir munu láta lífið innan fárra daga, vegna súrefnisskorts. Kringumstæður krefjast þess raunar, að annað geimfar, sér- staklega útbúið til björgunar, verði staðset á braut umhverf- is tunglið. En í áætlunum Bandaríkjamanna er ekki gert ráð fyrir neinu sliku, segir Daily Telegraph TVÖFALDUR ÚTBÍINAÐUR Við þetta má bæta, að frétta maður Mbl. átti langt samtal við einn bandarisku geimfar- anna hér í Reykjavík, einmitt um þessi atriði. Hann sagði að allur útbúnaður og tæki geim- farans, sem á tunglinu lenti, væri tvöfaldur. Bf einhver hlutur bilaði, væri annar til staðar að gegna hlutverki hans. Aðspurður sagði hann þó: „Það er hugsanlegt að bæði kerfi bili, en það er tiltölulega lítil hætta á því. Við gerom okkur það ljóst, að áhætta fylgir geimferðum. En hún er fylli- lega útreiknuð, og okkur kunn. Og í ljósi þess, að hundruðir þúsunda manna hafa fallið fyr ir föðurland sitt í bardaga um einn eða tvo kílómetra af víg- línu, getur það naumast talið fásinna að taka þessa áhættu á sig, svo hverfandi sem hún Á Merritt-eyju undan vestur strönd Flórída, getur að líta hverja áherzlu jBandaríkin leggja á tunglskotið. Heill her verkfræðinga og sérfræðinga er þar að störfum, og þegar hafa verið byggðir þar skot- pallar og gífurlegar bygging- ar til þess að setja saman hina risavöxnu Saturn V eldflaug, sem flytja á geimfarana til tunglsins. Eldflaug þessi er 362 fet á hæð — helmingi hærri en Nelsonsúlan á Trafalg artorgi. Satumflaugin vegur um 3000 smálestir við flugtak, og hreyflar hennar framleiða um 8.700.000 punda þrýstiorku við flúgtak. „FLUGPADDAN" Tunglfarið sjálft er í þrennu lagi. í nefi þess verður stjórn- klefi (command capsule) fyrir þrjá menn. Þá kemur sérstakt „þrep“, en í því eru eldflaugar hreyflar, sem einkum á að nota á heimleiðinni. Fyrir aftan þetta tvennt kemur svo sjálft tunglfarið (Lunar Excursion Module) — sem raunar er sjálf stætt geimfar í eðli sínu, og nota á til hinnar eiginlegu lendingar á tunglinu. Banda- ríkjamenn kalla tækið „tungl- pödduna“ — Moonbug. Ferðin mun hefjast með þvl að Saturn V eldflaugin flytur Apollo-geimfarið og þriggja manna áhöfn þess á sporbaug umhverfis jörðu. Þar verða öll tæki reynd til hins ítrasta með aðstoð stöðva á jörðu niðri. Ef allt er í lagi, getur ferðin hald ið áfram. Eftir að þriðja þrep eidflaug arinnar hefur hafið að flytja geimfarið í átt til tunglsina með um 25.000 mílna hraða á klst„ verður áliöfmn að búa sig undir erfiðasta hluta leið- Framhald á bts. 23. Þannig munu tveir geimfara nna flytja sig úr möðurskipinu yflr í tunglpödduna í 90 milna hæð yfir tungiinu. Þriðji geimfarinu varður efttr í Apo lio. er. Tunglpaddan í lendingu á tunglinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.