Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 13
1 Sunnudagur 15. ágfíst 1965 MORGU N BLAÐIÐ 13 Ég get ekki neitað þvi, að mér þótti heldur miður, að yngri bróðir skyldi taka for- ustuna — og satt bezt að segja var ég grænn af öfund yfir mælsku ólafs. öfundin sú risti ekki djúpt, það gerði hún aldrei, hvorki þá né síðar. En ræða Ólafs í Bergen er sú íyrsta sem hann hélt, mér vit- aulega.“ VI. Ég spurði Kjartan Thors um Kveldúlf, sem var stofnaður 1911. „Fyrstu stofnendur hans Vórú faðir minn og Richard, broðir minn. NæstUr kom Ói- afur inn í fýrirtækið, og svo við Haukur. Thor átti einnig aðild að fyrirtækinu, en starf- aði þar lítið — var þó um tíma sölustjóri á Spáni. Þá lærði hann spænsku, og kom það sér vel fyrir hann síðar þegar hann varð sendiherra í Mexíkó og Suður-Ameriku- löndum. Kveldúlfur byrjaði með einn togara Skallagrím, sem keyptur var í Englandi, svo til nýbyggður. Hann var á- kaflega vel byggt og gott skip. Togaraútgerð var hagstæð í þá daga, svo togurum Kveldúlfs íjölgaði ört, flestir urðu þeir ejö; auk þessa átti Kveldúlfur fiskverkunarstöðvar til að vinna fiskinn eftir því sem þá gerðist, þ. e. þurrka hann úti og inni. Félaginu óx ásmegin. I»að var um tíma langstærst íslenzkra togarafélaga og töld- um við það umsvifamest þeirra fyrirtækja, bæði hér og erlendis, sem verzluðu með *a itfi.sk. Snemma tók að bera á því, að ýmsir höfðu horn í síðu þessa gróskumikla fyrirtækis, en þó náði óviidin, eða á ég heldur að segja öfundin — há- marki, þegar sá einstæði at- burður gerðist, að flutt var frumvarp á Alþingi þess etfnis að leggja bæri Kveldúlf nið- ur, Sósíaldemókratar stjórn- uðu þessari árás, og stóð vin- tir okkar Ólafs og bekkjar- bróðir, Héðinn Valdimarsson, i fylkingarbrjósti andstæð- inga okkar. Frumvarpið náði ekki fram að ganga, en var fellt á Alþingi. Upp úr þess- um átökum fékk Kveldúlfur heimild til að byggja Hjalt- eyrarverksmiðjuna, en láns- féð urðum við að sækja til útlanda. Héðinn var bekkjarbróðir okkar ólafs í Miðbæjarbarna- skólanum og þar til við lásum utan skóla í Menntaskólanum. Við vorum góðir vinir og höfð um mikið saman að sælda. Okkar fyrstu kynni voru méð dáiítið undarlegum hætti og táknræn fyrir það sem síðar varð: Við ólaÆur vorum nýfluttir í bæinn frá Hafnarfirði, og hér litu strákarnir á okkur eins og hverja aðra sveita- drengi. Það líkaði okkur illá. Eitt sinn vorum við á gangi í Þingholtsstrætinu og gerðu strákarnir þar hróp að okkur. Auðvitað fór svo að allt log- aði í slagsmálum. Héðinn var fremstur í fylkingu andstæð- inga okkar. Upp úr þessum átökum spratt vinátta okkar. Hún hélzt, þó rysjótt væri með köflum.* Árásirnar á Kveldúlf höfðu hvorki varanleg áhrif á föður okkar né okkur bræðurna; þó má vera að þeim hafi fylgt tímabundin gremja, en hún stóð ekki lengi.“ ★ Að lokum kom Kjartan Thors að þeim þætti í lifi sínu, sem nafni bans verður lengst tengdur, Vinnuveitenda sambandi íslands. Honum voru falin ýmis trúnaðarstörf fyrir atvinnuveitendur löngu áður en Vinnuveitendasam- bandið var stofnað. Félag ísl. Botnvörpuskipaeigenda er stofnað 191Ú. Thor Jensen var fyrsti formaður þess. Við því starfi tók ólafur, en síðar Kjartan sem var formaður fé- lagsins í rúm 30 ár. Þegar Vinnuveitendasam- band íslands var stofnað 1934, var Kjartan Thors kosinn for- maður þess og hefur gegnt því starfi til þessa dags. Hon- um er ljúft að 'minnast starfa sinna í þágu atvinnurekenda. „Ég hafði raunar fengizt eitthvað við samningagerð fyrir vinnuveitendur um kaup og kjör áður en FIB var stofnað. Líklega hef ég verið á þeim vigstöðvum lengur en nokkur annar hér á landi. Þessi langa reynsla hefur auð- vitað breytt viðhorfum mín- um mjög mikið. Fyrst þegar ég tók þátt í þessum samn- ingagerðum ungur maður vár keppikeflið um fram allt að vinna sigur. Nú hættir mér líklega til að sjá of margar hliðar á málunum. Áður var . ég einsýnni en reynslan hefur gert mig. Ég hef átt því láni að fagna að njóta aðstoðar ágætis starfsfólks, auk fram- kvæmdastjóra samtakanna, þeirra Eggerts Claessens og Björgvins Sigurðssonar, sem báðir hafa reynzt einstakir hæfileikamenn í starfi sínu. Oft hefur mér verið borið á brýn, að ég hefji allar samn- I ingaviðræður með þessum orð | um: „Atvinriuvegirnir þola ekki þetta álag“. En ég hef margoft sagt, og einnig upp á síðkastið, að ég hafi með þessum orðum ávallt sagt sannleikann eftir beztu vit- und. Hluturinn er nefnilega sá, að hér væri allt í kalda koli, ef alltaf hefði verið gengið að fyrstu kröfum verka lýðsfélaganna. Þessi aðtferð, að koma alltaf með toppkröfur í upphafi samninga, finnst mér orðin úrelt og ég fæ ekki bet- ur séð en hún hafi gengið sér til húðar. Ég lít á atvinnu- rekendur og iaunþega eins og samverkamenn, sem mega ekki undir neinum kringum- stæðum bregðast hver öðrum. í þeim anda var ég alinn upp frá blautu barnsbeini. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir báða aðila að átvinnuvegirnir beri sig. Það ætti ekki síður að vera hagsmunamál laun- þegans en atvinnuveitandans. Og um þjóðarhag þarf ekki að spyrja. Á þessu er vax- andi skilningur, — ja, að minnsta kosti vona ég það,“ sagði Kjartan Thors að lok- um. M. SUMARAUKINN með ÚTSÝH í Suðurlöndum SPÁNARFERÐ 10. sept. - 19 dagar ÍTALÍUFERÐ 14. sept. — 20 dagar Baðstrendur og skemmtilegasta ferða- mannaleið Spánar. tJrvalshótel. Ein vinsælasta ferð Útsýnar í mörg ór, enda er Spánn nú vinsælasta ferðamannaland Evrópu. Hér er aðeins hoðið upp á það bezta og hver dagur býður upp á ný ævintýr. Fáið ferðaáætlun og kynnið yður álit fólks á ÚTSÝNARFERÐllM, í stað þess að velja ferð af handahófi. Hin heillandi Ítalía böðuð septembersól. Við þræðum fegurstu leiðina meðfram vötnunum Norður-Ítalíu — Feneyjar — Florens — Rómaborg — Napolí — Capri — og síðast en ekki sízt ítölsku Rivieruna til Nice. FERÐASKRIFSTOFAN ijtsVm Austurstræti 17 — Sími 20100. * a Viðgerðaþléiciasta báacír!4Í5Ssum Allar viðgcr*ir á Regna búðarkössum annast SKRI FST0FUVÉLAR H.F. Vér biðjura eigendur Regna-búðarkassa að snúa sér til ofangreinds viðgerðaverk- stæðis ef þörf er á viðgerðaþjónustu. E. Th. Mathiesen hf. Vonarstræti 4 — Sími 36570. Atvinna Stúlkur óskast til afgreiðslustarfa. Vinnutími kl. 1—6 e.h. Uppl. frá kl. 1—2 (ekki svarað í síma). Lækjargötu 4. Saumastúlkur óskast Stúlkur vanar buxnasaum. Stúlka í strauingar. Sportver hf. Skúlagötu 51, Rvík. Dömur NÝ SENDING: Kvöldkjólar stuttir og síðir Kvöldhanzkar svartir og fleiri litir Kvöldtöskur — Kjólablóm Hin heimsþekktu Guerlain ilmvötn og steinkvötn. Hjá Báru Austurstræti 14. t I HRiNGVER VEFNAÐARVÖRUVERZLUN SMÁRÓSÓTT Diolen-Loft kjóla og blússuefni, svört og hvít í grunninum. austurstræti 4 SIM I 179 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.