Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 17
1 Sunnudagur 15. Sgðst 1965 MORGUNBLAÐID 17 Umbætur í gatna gerð, en skortur á göngustígum Mikil ánægja ríkir yfir þeim ufnbótum í gatnagerð, sem orðið faafa hér í bæ síðari árin. Á skömmtun tíma hafa ótrúlega xnargar götur verið malbikaðar og eru þær nú allt aðrar yfir- ferðar og miklu þrifalegri en áður var. Hins vegar er ljóst að ekki er talið, að margir séu fótgangandi a.m.k. í úthverfum. Fyrir nokkrum árum var t.d. gangstígur lagður suður með Reykjanesbraut en náði aðeins upp að Shellstöðinni, og eru þó alltaf býsna margir, sem koma fótgangandi úr Fossvogskirkju- garði. Þá hefur á ný verið lokað leiðinni út með Fossvogi, sem um skeið opnaðist, þegar verið var að leggja ræsið mikla þar út með voginum. Stundum ætla menn eér langt yfir skammt. Nýlega var t.d. auglýst, að nýútkominni ferðáhandbók fylgdi leiðarvísir um gönguleiðir. Við athugun eést, að leiðarvísirinn f jallar mest um gönguleiðir í óbyggðum, en ekki í nágrenni Reykjavíkur — S umars temning. (iLjósm. Sn. Sn.) REYKJAVIKURBREF t* um þær er vitnað tii annars rits. Mætti þó ætla, að mest væri þörf á, að benda mönnum á fjöl- xnargar ágætar gönguleiðir ein- xnitt í nágrenni bæjarins. Flestum ofboðið Enginn vafi er á því, að toll- gæzla hefur verið mun frjáls- legri hér á landi en víðast hvar ennars staðar. Séð hefur verið gegnum fingur við menn um ýmis konar innflutning langt umfram það, sem nokkur laga- heimild er til. Allir vita að ýmsum, sem að staðaldri eru á ferðalagi til útlanda, hefur orð- *ð að þessu veruleg búbót. Hefur ekki verið við því amast. Nú er hins vegar gengið fram af flest- um eða öllum. Almenningi virð- ist óhugsandi, að hið mikla smygl, sem nú er komið upp faafi getað verið undirbúið liema með vitund atlra skips- xnanna, og þó sennilegt, að ein- hverjir fieiri hafi verið með í ráðum, a.m.k. um það, hvernig ráðstafa átti vörunni, ef flutn- jngur hennar hefði tekizt svo, sem til var stofnað. Að sjálf- sögðu hlýtur þetta mál að verða rannsakað ofan í kjölinn og trú- legá verður það til þess, að strangari reglur verði um toll- gæzlu og innflutning en fylgt hefur verið hingað til. Stundum hefur heyrzt að sektarinnheimta væri linleg hjá þeim, sem sekir íinnast um áfengissmygl. En þar er þess að gæta, að skipafélögin faera ábyrgð á sektargreiðslunni. Riíkið innheimtir þær því hjá eig- endum skipsins. Aftur á móti kann að vera undir hælinn lagt, *ð þeir fái sektirnar greiddar frá sökudólgunum. Skipseigendur hafa ekki 1-étt til að beita vara- refsingunni, þ.e. fangelsun, ef ekki er greitt eins og ríkið get- «ir gert. Er því óneitanlega harka lega að skipseigendum búið og tjón þeirra af þessum brotum xnun meira en almenningur í ÍJjótu bragði áttar sig á. Trún- aðarbrot skipverja gagnvart vinnuveitendum sínum er marg- þætt, og áhætta lögbrjótanna í framkvæmd minni en flestir mundu ætla. Smygl og skattsvik Sumir mundu þó segja, að hneykálUhin eiri ýfif'þéssu fram- férði kömii að litlU haldi, held- ur verði að gera ráðstafanir, sem léiði til umbóta. Sjálfsagt er, að •iíkt sé reynt, svipað og leitast •r við að hindra skattsvik með •trangara eftirliti, m.a. skatta,- Laugaxd. 14. ágúst lögreglu. Menn spyrja þá, hvort hún hafi orðið að því gagni, sem vera þyrfti. Sennilega er enn erfitt að gera sér grein fyrir því. Skyndibreytinga í þessum efn- um er trauðlega að vænta. Þegar heilar stéttir, og jafn- vel allur almenningur er stað- ráðinn í því að hafa reglur að engu, þá er ætíð erfitt að fram- fylgja þeim. Uppi eru fullyrð- ingar um ýmis konar yfirborg- anir, sem samkomulag sé á milli aðila um að halda leyndum. Slíkt er ætíð erfitt að sanna. Án stuðn ings almenningsálits og hneyksl- unar sem fordæmi slíkt athæfi, verður sannast að segja litlu fram komið í þessum efnum. Yfirlætislaus heið- ursmaður horfinn á braut Um síðustu helgi fór héðan af landi brott von Hartmansdorff, sem verið hefur sendiherra Svía hér undanfarin ár en lætur nú af embætti sökum aldurs. Von Hartmansdorff er yfirlætislaus heiðursmaður, sem skapaði sér velvild og virðingu þeirra er honum kynntust. Hann lagði gott til allra þeirra mála, er upp komu í samskiptum landanna í hans sendiherratíð. Von Hartmansdorff hafði víða verið og skoðaði aðstæður hér með glöggu gestsauga. Að sjálf- sögðu blandaði hann sér ekki í okkar innanlandsdeilur, en í sam tali, sem hann átti við Morgun- blaðið skömmu áður én hann hvarf af landi burt, sagði hann tvennt athygilsvert. Hann benti á, að til langframa væri íslend- ingum nauðsynlegt að fá fleiri stoðir undir efnáhagskerfi sitt en við nú höfum. Óvissan af því að treysta svo mjög á fiskifang eins og við nú verðum að gera, er of mikil fyrir heilt þjóðríki. Því athyglisverðara var það, sem sendiherrann sagði um „ís- lenzka undrið“, er hann taldi sambærilegt við þau efnahags- undur sem orðið hafa frá stríðs- lokum, bæði í Þýzkalandi og Ítalíu. Á Ítalíu er sendiherrann nákunnugur, því að hann var ár- um saman aðalræðismaður í Genúa. Sannleikurinn er sá, að állir skyni börnir ménn, sém hingað kottia, verða uhdrandi á því við hversu góð lífskjör menn búa í okkar harðá og norðlæga Iandi. Órækar tölur sattna og, að iífs- kjarabætur hafa hin síðari ár orðið ámóta miklar hér eins og þar sem bezt hefur til tekizt erlendis. En ef svo er, af hverju tala menn þá um of mikinn ó- stöðugleika efnahagskerfisins? Getur brugðið til beowja vona Frá því að áhrifa viðreisnar- stefnunnar fór verulega að gæta, hefur framþróun hér verið örari og stöðugri en nokkru sinni fyrr. Á þessu er mikill munur eða var t.d. á áratugnum 1950 til 1960. Játa verður, að hér eru margar samverkandi orsakir. Það er ekki efnahagsstefnan ein, sem leitt hefur til farsældar, heldur og góð aflabrögð og hagstætt verð- lag. Á árunum 1950 til 1960 var minni festa í stjórnarfari, afla- brögð misjafnari frá ári til árs, og verðlagsþróun öðru hvoru óhagstæð. Alger barnaskapur er að kenna eða þakka stjórnar- völdum á hverjum tíma allt, sem í þessum málum gerist. Þau hafa sín áhrif, en ytri aðstæður setja þeim áhrifum sínar takmarkanir til góðs eða ills. Fyrir nokkrum árum hefðu menn sennilega verið ánægðir með þann síldarafla, sem nú er kominn á land, enda er hann margfaít meiri en gerðist á síldar leysisárunum. En þegar litið er til alls þess skipafjölda, sem nú er að veiðum og hins mikla til- kostnaðar, sem hafður er til að afla síldarinnar, þá verður að játa, að fengurinn er enn held- ur rýr. Öll tæknin veitir meira öryggi en við áður höfðum, en við sjáum, að hún er ekki ein- hlýt. Meðan við erum slíkri ó- vissu háðir, getum við ekki til langframa búist við að kjör okk- ar fari jafnt og ört batnandi á sama veg og þroskaðra iðnaðar- þjóðfélaga. r Ovissa um samn- ingsgerð við Sviss- lendinga Af þessum sökum eigum við að ráðast í stórvirkjun, sem geri upphaf sfcóriðju hér mögulega, ef hægt er að ná aðgengilegum samningum. Slík samniingagerð er nú undirbúin, en enginn veit með vissu, hvort samningar tak- ast áður én yfir lýkur eða ekki. Fullkominn misskilningur er að halda, að þótt menn geri sór grein fyrir og útskýri æskileik stóriðju á íslandi, þó ofurselji þeir sig þar með viðsemjanda sínum. Hvorugur aðili mundi reyna samninga, nema því að- eins að hann hefði von um að úrslitin yrðu sjálfum honum hagkvæm. Samninganna er þörf af því, að þeir leiða í ljós, hvort slík úrslit séu fáanleg eða ekki. Þetta er svo auðsætt, að óþarft ætti að vera að taka það fram, en skrif Tímans um þessi efni hafa verið svo fáránleg, að jafn- vel svo augljósra sanninda sem þessara er ekki gætt. Sjá svart Á umbrotatímum eins og nú, þegar örari framfarir verða en áður hafa þekkst, gengur margt óhjákvæmilega úr skorðum. — Engu að síður bjátar meira en lítið á hjá þeim, sem sjá nú helzt upplausn og mann- vonzku í íslenzku þjóðfélagi. Tíminn hefur t. d. tekið sér fyr- ir hendur að sanna, að aldrei hafi verið meira um verkföll á íslandi, heldur en eftir að Bjarni Benediktsson varð for- sætisráðherra. Hingað til hefur blaðið þó talið þessar hörmung- ar tvera ráðaleysi hans og skammsýni að kenna, en ekki mannvonzku. Sl. fimmtudag sækir blaðið enn í sig veðrið. Segir í forustugrein: „Nú fara menn að skilja vegna hvers Bjarni JJenedikts- son er mesti verkfallsráðherra íslendinga. Menn hafa hingað til álitið, að það stafaði af ráða- leysi og stefnuleysi hans, en ékki ásetningi. Aðalmálgagn hans gefur annað til kynna." Þarna er Tíminn búinn að espa sjálfan sig upp í það, að Morgunblaðið telji Bjarna vís- vitandi keppa að því að koma verkföllum af stað! Fyrir hverja er slík vitleysa skrifuð? Hverj- um er ætlað að trúa þvi, að nokkur maður sé svo illgjam, sem hér er gefið í skyn, að aðalmálgagn Sjálfstæðisflokks- ins telji formann flokksins og forsætisráðherra þjóðarinnar vera? Eitthvað má á milli vera Sömu dagana, sem Tíminn lý ir þeim „ásetningi" Bjarni Benediktssonar að spilla vinnu friði, segir Þjóðviljinn, þ e. hinJ 9. ágúst: „Raunin hefur samt orðið st3 að engin stjórn hefur verið jafi íhlutunarsöm um gerð kjara samninga og Viðreisnarstjórnir og hefur á því sviði kveðið lani mest að Bjarna Benediktssyni í nýgerðum samningi kom ham í senn fram Sem fulltrúi Vinnu veitendasam.bands íslands o sáttasemjari ríkisins, þannig ai jafnt Kjartan Thors sem Tori Hjartarson urðu atvinnulausi með öllu. Og Bjarni Benedikts son lét sér ekki nægja að ver. með nefið niðri í hverju kjara atriði, smáu og stóru; hann hef ur einnig samið við verkalýðs hreyfinguna um hina mikilvæg ustu þætti löggjafar og hag stjórnar, húsnæðismál, atvinnu mál, félagsmál og fjármál." Og ekki nóg með þetta. A sögn Þjóðviljans þennan sam. dag kom Bjarni ekki einungis stað Kjartans Thors og Torf Hjartarsonar, heldur ‘líka verk lýðsfélaganna. í forustugreii blaðsins stendur: „Svo sem kunnugt er va hernaðaráætlun ráðherrans si að koma verkalýðsfélögunun sunnanlands og austan í sjálf heldu, dæma upp á þau kjör ái nokkurra raunverulegra samn inga. Færði ráðherrann sér í ny neyðarástand það í atvinnumál um, sem rfkisstjórnin hefur leit yfir byggðárlög á Norður'and til þess að ná þar sérsamning um, þar sem slakað var á kjara kröfum til þess að ná hinun brýnustu umbótum í atvinnu málum, og síðan ætlaðist ráð herrann til að aðrir staðir ; landinu yrðu að sætta sig vii sömu kosti“. Tíminn sjálfur hefur raurvat haldið svipuðu fram, t. d. s! sunnudag að Bjarni Benedikts- son hafi ráðið samningsgerð verkalýðsfélaganna á Norður- og Austurlandi. Eitthvað má nú á milli vera, að sami maðurinn annist bæði alla vinnusamninga, sem gerðir eru, og sé jafnframt önnum kafinn við að koma á verkföllum. Enn annað er, að það var einmitt Þjóðviljinn sem barðist fyrir því, að verkalýðs- félögin gerðu enga samninga, og skammir hans beinast raunveru lega að forustumönnum félag- anna fyrir að láta ekki verða úr þeirri „hernaðaráætlun", þó að í orði kveðnu sé látið svo, að það sé Bjarni Benediktsson," sem verið sé að skamma en ekki þeir er samningana gerðu. r I myrkri um miðjan dag Eyðimerkurganga stjórnarand stæðinga hefur auðsjáanlega haft þau áhrif á þá, að þeir vita ekki lengur sitt rjúkandi ráð. Þeirra heitasta ósk er að koma stjórninni frá völdum. Þess vegna er samin ráðagerð ■ eftir ráðagerð, en allt kemur fyrir ekki. Þessir menn ráfa um eins og í svarta myrkri sé, þó að þjóðin öll horfi upp á hábjartan dag. Eins sælutíma minnast þess ir herrar þó, það er vinstri stjórnar dýrðin á árunum 1956 til ’58. Samkomulagið þeirra í milli var þó ekki upp á marga fiska þegar leið að lokum þeirra dýrðardaga. Nú segir Tíminn, að vinstri stjórnin hafi farið frá af þvi, að Framsókn hafi látið sker ast í odda, og viljað stöðva verð bólguna. Enn á miðju ári 1965, hefur hún þó ekki flutt neinar tillögur, sem að gagni mættu koma, tál stöðvunar verðbólg- unnar. Þau úrræði, sem faún öðru hvoru nefnir, horfa til aukningax, þessum vanda en ekki til lækningar hans: Lægri vext- ir, meira láaisfé, aukinn greiðelu- halli ríkissjóðs. (1 vetur vildu Framsóknarmenn gera hag hans h.u.b. 1000 millj. krónum lakari en hann þó varð). Allt mundi þotta leiða til vaxandi verð- bólgu en ekki minnkandi. Einfaldlega gáfust upp Sannleikurinn er sá, að 1958 létu Framsóknarbroddarnir ekki skerast í odda um neitt, heldur einfaldlega gáfust upp, hlupu frá þeim vanda, sem þeir höfðu að sér tekið. Þeir höfðu lofað að leysa vandamálin í samráði við Alþýðusambandið. Á Al- þýðusambandsþingi bar Heé- mann Jónasson ekki fram neina tillögu um efni málsins, heldur fór einungis fram á frest, þannig að þinginu væri slitið og full- trúarnir komnir heim áður en stjórnin kæmi með tillögur sin- ar, sem enginn vissi þá né veit enn hverjar hefðu átt að verða. Þegar þessúm fresti var neitað, gáfust Framsóknarmenn upp. Þeir lögðu engar tillögur fyrir Alþýðusambandsþing og engar tillögur fyrir Alþingi íslendinga. Eftir að þeir höfðu gefizt upp urðu þeir hræddir við sína eigin nppgjöf, og reyndu að endur- reisa stjórnina. Þegar það mis- tókst, fóru þeir að tala um að nú ættu allir flokkar að vinua saman. Þá vildu þeir nota að- stoð Sjálfstæðisflokksins, sem þeir fyrir fáum mánuðum höfðu hælzt um yfir að búið væri að „setja til hliðar". Framsókn bar ekki neinar málefnalegar tillög- ur fram við Sjálfstæðisflokkinn eða aðra. Einungis átti að setjá nefnd til að athuga málin, en jafnframt tryggja að engin kjör dæmabreyting yrði gerð án vilja Framsóknar. Skiljanlegt er, að forustumenn Framsóknar óski eftir að þessi saga væri öðruvísi heldur en hún er. En sagan breytist ekki við það að skrökva til um samhengi atburðanna. Það eykur einungis á vesældóm- inn að reyna að bjarga sér með ósannindum frá þeim glapræð- um, sem eftir verður munað á meðan stjórnmálasaga íslend- inga verður sögð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.