Morgunblaðið - 31.08.1965, Síða 30
90
MORGUNBLADID
I>riðjudagur 31. ágúst 1963
. + ...... ~'l...iW,w.,...,rv' ............................................. . .......... r |
Ungverjarnir heiltuðu með leik
unnu 4-1
Keflvíkingar komu á
óvart og áttu mörg færi
KEFL.VÍKINGAR mega sannarlega vel við una hvað frammistöðu
Islandsmeistara þeirra snertir í viðureigninni við ungverska meist-
araliðið Ferencvaros í fyrri leik liðanna í keppninni um Evrópu-
bikarinn. Keflvíkingar reyndu allan tímann að veita Ungverjunum
alla þá mótspyrnu sem þeir gátu og þeir gerðu aldrei — að undan-
skildum leikkafla í upphafi síðasta hálfleiks — þá skyssu að leggj-
ast allir í vörn.
Keflvíkingar voru alls ófeimnir við „snillingana" og gerðu marg-
ar heiðarlegar sóknartilraunir — komust oft í góð færi og skor-
uðu um síðir eitt mark. Því var vel fagnað að vonum og verð-
leikum.
Viðureigninni lauk með sio"-: Ungverjanna, 4 :1. Reginmunur
var á liðunum hvað knatttækni og alla knattspyrnulist snerti. —
Enginn hinna nær 7000 áhorfenda fór vonsvikinn heim. Ungverj-
arnir sýndu áhorfendum sanna list í knattmeðferð og tækni, og Kefl-
víkingar sýndu þann baráttuhug sem hreif áhorfendur.
Skemmtileg augnablik
Ungverjarnir gerðust þegar
nærgöngulir við mark Keflavík-
ur og á 4. mín. skall hurð nærri
hælum er skot Albert miðherja
small í stönginni.
En baráttuhugur Keflvíkinga
var mikill frá upphafi og þeir
voru ekkert feimnir við að gera
sóknartilraunir gegn Ungverj- j
unum. Það varð að vísu aldrei'
þungi í sókn Keflvíkinga en ein-
staklingsframtak eða samvinna
tveggja sást oft og oft komust
þeir í hættuleg færi.
Á 8. mín. óð Jón Jóhnansson
miðherji fram og komst innfyrir |
vörnina og átti markvörðinn ein
an eftir. Honum tókst að skjóta
fram hjá honum — en hitti stöng.
Litlu síðar var Karl í hajög góðu
færi, en mistókst herfilega —
skaut lausu skoti langt utan við.
í vörninni stóðu Keflvíkingar
sig vel — ekki sízt Kjartan mark
vörður, sem varði oft mjög vel
erfið og snögg skot Ungverjanna.
Þessi frammistaða Keflvíkinga
kom þægilega á óvart þó sú
staðreynd væri augljós að ung-
verska iiðið var miklu betra.
Það var augnayndi að horfa á
knattmeðferð liðsmanna, send-
ingar, samvinnu liðsmanna og
samvirkni liðsins í heild. Það var
eins og þeir hefðu ekkert fyrir
þessu — leikur þeirra var list og
listin var þeim eðlileg.
Þeir áttu mörg tækifæri til
marka, en Kjartan stóð sig vel
og þegar hann ekki náði að
verja var heppnin með í spilinu,
báðir bakverðir Keflavíkur
björguðu á marklínu og 5 sinn-
um í leiknum höfnuðu hörkuskot
Ungverja í markstöngunum.
Mörkin
Á 27. mín. kom fyrsta markið.
UNG-VERJ ARNIR tóiku úr
slitunium í leikniuim gögn
Keflarvílk beldur létt. Þeir
voru á þeirri skoðun að leikur
þeirra iheifði verið heidiur
slakiur.
Dofca, einn af fararstjórum
liðsins sagði að liðið myndi
ekiki leika svona, ef mótsitaða
vseri meiri. Sókmanmenin ihef ðu
gengið aiUit of lamgt fraim í því
1 að spila alveg upp í mark í
í stað þess að Skjóta úr góðum
feeruim, þó lenigra hefði verið
frá marfcinu .
En Doka sagði enrufremur,
að leiikurinn hefði að sínum
dómi verið skemmitilegur á að
horfa iþó ungverska liðið hefði
ekki leifcið a£ beztu getu.
Hann fór lofsiaimilegum orð-
um um Ketflvíkinga, sem
hetfðu sýnt ágæit tiiþrif á
ketfliuim.
Dómarinn í leiknum var
ánægður með leikinn og sagði
að frammistaða og mögiuleik-
ar Ketflvílkinga hefðu komið
sér á óvart. Leikurinin hefði
verið mjög prúðmanniiegur og
auðveldur að dærna hann.
Línuverðimir tófcu í sama
rtreng og fóru mifclum viður-
kemningar- ag aðdáunarorð-
um um tæfcni Ungiverjanna.
Hér sækja Ungverjarnir fast, sem oft í leiknum. Kjartan markvörður er á hnjánum t. hægri, en
Sigurvin bjargar í horn hinumegin. Myndir: Sveinn Þormóðsson.
Fenyvesi v. úth. lék upp og gaf
hátt og vel fyrir. Kjartan hugð-
ist grípa inn i leikinn en mis-
reiknaði sig og náði ekki til
knattarins. Nemeth innherji
fékk knöttinn fyrir opnu marki
og renndi í netið
Á 37. mín. kom annað markið.
Karaba h. útherji fékk knöttinn
rétt utan vítateigshorns. Hann
skaut þrumuskoti milli margra
varnarmanna og í netinu lá
knötturinn án þess Kjartan fengi
rönd við reist.
Ekki var mínúta liðin áður en
þriðja markið kom. Varga h.
innh. stóð á vítateig fyrir miðju
marki og úr kyrrstöðu skaut
hann þrumuskoti svo varla varð
eygt fyrr en í netinu lá.
Á 12. mín. síð. hálfleiks skor-
aði Albert eitt af sínum frægu
mörkum. Upphlaup hans byrja
við miðjuna og svo er spunnið
í gegnum vörn með aðstoð ann-
ars. Það var Varga sem nú að-
stoðaði og Albert skoraði af
stuttu færi.
Mark Keflavíkur var skorað á
22 mín. síð. hálfleiks. Karl sótti
upp og lenti í návígi við Novak
bakvörð. Novak náði knettinum
en með slíkum naumindum að
hann fékk aðéins ýtt honum til
Rúnars, sem lék inn í teiginn og
skoraði með laglegu jarðarskoti.
Keflvikingar áttu tvö beztu
tækifæri leiksins það sem eftir
var og var það Jón Jóhannsson
í bæði skiptin. Vann Jón einvígi
við Matrai bakvörð — en hættu-
legt skot hans lenti í stöng.
Rétt fyrir leiklok var Jón enn
í hörkubaráttu við Matrai og
markvörðinn — en fyrir frábæra
samvinnu þeirra tókst Matrai að
bjarga fallega.
Liðin
Samanburður
á liðunum
kemur alls ekki til greina þó
bæði eigi lof skilið fyrir leik
sinn. Ungverjarnir virtust
aldrei taka á — það var fremur
eins og þær væru á æfingu. En
þeir veittu áhorfendum góða
skemmtun og sýndu þeim undra
heim knattspyrnulistar. Um hver
beztur er er erfitt að segja en
leikur Varga og Fenyvesar gleym
ist seint svo og knatttækni Al-
berts. Samvirkni liðsins í heild,
og leikuppbygging var og öðru
vísi og skemmtilegri en önnur
lið hafa hér sýnt.
Keflvíkingar eiga hrós skilið
fyrir leik sinn, þétta vörn sem
lagði aðaláherzlu á að trufla —
en reyndi þó er færi gafst að
byggja upp og einnig fyrir
ótrauðan sóknarleik er færi
gafst og eiga Jón og Rúnar þar
mest lof skilið.
— A. St
Akurnesingar unnu Akur-
evringa og hafa forystu
Aðeins þeir og KR-ingar
geta sigrað
AKURNESINGAR sigruðu
Akeyringa 2—0 í keppni um ís-
Þau voru opin nokkur færi Keflvíkinga. Hér er Jón
urinn skoppar framhjá auðu markinu.
Jóhannsson (nr. 9) aðeins of seinn
knött-
landsmeistaratitilinn á laugar-
daginn og með þeim sigri hafa
þeir tekið forystuna í 1. deild.
Koma nú aðeins tvö félög til
greina sem sigurvegarar í mót-
inu, Akranes og KR. Bæði eiga
liðin eftir að leika við íslands-
meistara Keflavíkur, sem nú
hafa misst allar sigurvonir —
en undirbúa þess í stað för til
Búdapest til síðari leiksins við
Ferencvaros. Akumesingar hafa
stigi meira en KR, en leikir lið-
anna við Keflavíkinga, ráða úr-
slitum mótsins.
Vonzkuveður.
Það var vonzkuveður á Akra-
n-esi á laugardaginn er Akureyr-
ingar heimsóttu Sfcagamenn.
Spillti það mjög fyrir knatt-
spymu í leiknum, Ak-urnesingar
•vorú sterkari einkum er á leið
leikinn og sigur þeirra þótti
verðskuldaður.
Mörkin skomðu Skúii Hákon-
arson upp úr vítaspyrnu, er
hann framkvæmdi. Einar Helga-
son varði, en hélt efcfci knettin-
um og Skúli fékk annað tæki-
færi. Síðara markið skoraði
Bjöm Lárusson.
★
Staðan í 1. dei'ld er nú þannig
— og hafa þrjú félög Akureyri,
Valur og Fram iokið leikjuim
Akranes 9 6 1 2 23-14 13
KR 9 5 2 2 20-12 12
Akureyri 10 5 1 4 14-19 11
Keflavík 8 3 2 3 13-11 8
Valur 10 3 1 6 19-24 7
Fram 10 2 1 7 10-19 5
Fraimmistaða Akurnesinga er
mjög athyiglisverð. Liðið fór
verst allra af stað náði aðeina
1 stigi úr 3 fyrstu leikjum sín-
um í miótinu, en hefur síðan
unnið 6 leiki í röð. Hvort óslitin
sigurg^nga helzit áfram í 7. leikn
um ræður því hvort Akumesing-
ar fá í fyrsta sinn í hendur
„nýjia“ íslandsmeistarabikarinn.
Heimsmet
NÝTT heimsmet var sett í gær
í 3000 m hlaupi. „Undramaður-
inn“ Kipchonge Keino frá Kenyu
hljóp á 7:39.2 mín á móti í Hels-
ingborg.
Tími Keinos er 6.5 sek. betri
en rúmlega mánaðargamalt
heimsmet A-Þjóðverjans Sieg-
fried Hermanns 7:46.0.