Morgunblaðið - 03.09.1965, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.09.1965, Qupperneq 28
28 MORCUNBLAÐIÐ I Fostudagur 3. sept. 1965 PATRICK QUENTIN: GRUNSAMLEG ATVIK — Ég er sannfærð um að þér hafið sökkt skipinu viljandi til þess |i að verða einn með mér. í>að var framorðið þegar ég kom heim til min, en ég var bara alls ekki þreyttur. Enda þótt ég færi í rúmið, sofnaði ég alls ekki, og hinn lævísi, kalí- forniski hugsanagangur tók að ásækja mig aftur. En hann var neikvæður, vissi ég, og skyldi kæfður niður. En gallinn á þessari ást minni á mömmu var sá, að fyrir mörgum árum hafði ég komizt að þeirri niðurstöðu, að hún væri fær í allan sjó. Mamma, hugsaði ég með mér .... Ronnie ..... Norma að detta.....Ninon de Lenclos. Svefninn, sem ég féll í, var órólegur. Monika kom næsta morgun til að útbúa morgunverð handa okk ur. Það var enn einn kosturinn, sem hún hafði til að bera. Hvaða amerísk stúlka, jafnvel öndveg- is, kalifornísk rauðkolla, mundi láta sér detta í hug að fara yf- ir þvera Parísarborg í dögun, til að útíbúa hálfmána með hun- angi og kaffi, jafnvel þótt kaff- ið væri stundum kalt og egg hefði verið soðið í því? Meðan ég var að fara í volgt steypibað og anda að mér ind- ælum ilminum af eggjakaffinu, var barið harkalega að dyrum. Ég heyrði Moniku vera að karpa við einhvern, en svo kom hún inn aftur um leið og ég var kom inn í baðsloppinn, og rétti mér símskeyti. Ég opnaði það. Það hljóðaði þannig: KOMDU STRAX HEIM mamMa. Ég leit á skeytið og Moniku á víxl. Ég var gripinn allskonar til finningum, en þó fyrst og fremst reiði. Að fara að yfirgefa Mon- iku? Strax! Einmitt þegar ég var að byrja að lifa. Ég fleygði skeytinu til Moniku, hljóp fram að dyrum og öskraði niður stig- ann, og náði þannig í símasend- ilinn. Hann var með eyðublað á sér. Ég krotaði á það í bræði minni: ÓMÖGULEGT AÐ KOMA HEIM SAGAN Á HÁMARKI Svo hljóp ég aftur til Mon- iku. — Vertu róleg. Ég læt hana ekki komast upp með þetta. Við köstuðum okkur hvort í annars fang. Öll kæti var horf- in, en eftir var ekki annað en eitthvað sætt, súrt og róman- tískt — og sorglegt. Við stein- gleymdum kaffinu. Það gufaði upp og hálfmánamir, sem Mon- ika hafði verið að hita upp í ofn- inum, brunnu til ösku, og fylltu allt með reyk. Við hölluðum okkur hóstandi út um gluggann, nokkrum klukkustundum síðar, þegar aft- ur var barið að dyrum og annað skeyti kom. Það hljóðaði þann- ig: ÞVÍ MIÐUR ELSKAN OF FLÓKIÐ AÐ ÚTSKÝRA EN ÁRÍÐANDI AÐ ÞÚ KOMIR HEIM. KVEÐJA MAMMA. Ég sendi aftur auðmjúkt ALLT í LAGI og tók flugvél heim sama kvöld. Við Mon- ika föðmuðumst í óvistlega bið- salnum á Les Invalides. — Elskan! — Elskan min! — Monika! — Nikki! — Ó, Monika, ég skal koma aftur. Ég sver það. Eg skal ein- hvernveginn koma því í kring. Einhvernveginn! — Ó, elskan! — Ó, elskan mín! “ Þá var kallað á lestina. Alla leiðina til Orly var ég eltur af hinu innblástursrika andliti Mon iku, sem ég sá gegn um ó- hreina gluggann á vagninum. En þegar ég var uppi yfir miðju Atlanzhafi, eða því sem næst, fór hún að gerast fjarlæg en mamma hræðilega nálæg. Mamma hefði aldrei farið að senda þessi skeyti nema eitt- hvað mikið væri á seyði. Norma og hrapið hennar! Snögglega var allt, sem tengdi mig mömmu, orðið efst í huga mínum. Mamma var í vandræð- um. Hún þarfnaðist min. Og hugsanir mínar urðu æ meir og meir „þreytandi“. 2. kafli. Enginn kom að taka móti mér á flugvellinum í L.A. — engin mamma engin Pam, ekki einu sinni Gino, sem þó hét að vera bílstjórinn hjá okkur. Ég beið órólegur nokkra stund en tók síðan leigubíl til Beverley Hills, >ar sem við áttum þá heima í húsi í ítölskum stíl, með þjón- um, sem mamhia hafði fengið lánað hjá einhverjum kvik- myndaframleiðanda, sem var að taka mynd af ævisögu Nehru eða Marco Polo eða einhvers Austurlandaskarfs austur i Burma. Árum saman hafði mamma verið að hugsa um að kaupa sér hús sjálf, en aldrei komirt í framkvæmd, af því að hvert sem við fórum, voru ein- hverjir elsku vinir að neyða upp á hana höllum og villum og strandhúsum, og henni fannst alltaf hún mundi móðga þá ef hún þægi þetta ekki. 3 Á leiðinni í bílnum gleypti ég í mig dagblaðið, sem ég hafði keypt á flugvellinum, en þar virtist ekkert að hafa, annað en það, að jarðarför Normu færi fram þá síðdegis með allri við- höfn, klukkan fimm og svo var klausa eftir Lettie Leroy, svo- hljóðandi: „Hvaða hneyksli gæti komizt upp um hvaða heims- fræga persónu?“, og það gæti verið ískyggilegt, en það gæti líka eins vel bara verið dálka- fylli. Þegar ég kom „heim“, fann ég, að ég hafði ekki nóg fyrir bílnum, af því að ég hafði gleymt að selja ferðamannaávís- un á flugvellinum. Ég sagði bíl- stjóranum að bíða og þaut inn. í marmaraforsalnum, sem hafði sennilega verið fluttur frá Evrópu í mörgum kössum, sat stúlka, sem ég hafði ekki séð áður, upp við styttu af ein- hverjum nöktum herramanni, með alskegg, en hjá honum var líka gullfiskatjörn. Hún var að tala í sima, sem var á langri framlengingarsnúru. „Nei“, var hún að segja, „ég er hrædd um, að ungfrú Rood sé ekki viðlátin eins og er .... Já, já, auðvitað ætlar hún að fara. Norma Delaney var bezta vinkona hennar. Já, auðvitað er hún alveg úrvinda, Ég gekk til hennar. Hún var mjög ung og mjúk og með mjög græn augu og skjannarautt hár, sem féll niður um axlir hennar á Carole Lombard-vísu, sem ein hver hafði vakið upp að nýju. Ég tók eftir öllum þessum ein- kennum hennar með kaldri gagn rýni kunnáttumannsins því að hvað voru mjúkar, kalíforniskr- ar rauðkollur í mínum augum nú orðið? Ef nokkuð var, þá var ég reiðubúinn til að hafa óbeit á henni fyrir að vera að drasl- ast með tízku, sem var löngu dauð og grafin. Þegar hún skellti niður sím- anum, sagði ég: — Láttu mig hafa fimm dali! Hún beindi grænu augunum að mér, lengi og rólega. — Hvað á þetta að þýða? Er það ráns- árás? — Ég er með bíl, sem bíður. Hún benti á styttuna. Fyrst þú hefur eigið farartæki, hvers- vegna rænirðu ekki honum Jósep gamla þama? Þú gætir prakkað honum upp á MGM | fyrir tólf og fimmtíu Ég vissi þá, að ég hafði óbeit á henni. — Það er ekkert meira þreytandi en kjaftfor stelpa, sagði ég. — Þurfum við að halda þessum skemmtilegu viðræðum áfram? Ég er sonur hennar Anny Rood. — Nú? Ef svo er, þá get ég fært þig undir vasapeninga. Hún tók svo fimmdalaseðil úr veskinu sínu Síminn hringdi aft ur. Ég gerði upp bílinn og kom inn með töskuna mína. Stúlk- an var búin með símtalið og var nú að fóðra fiskana á einhverj- um fiskmat. Hún leit upp aftur og mældi mig með sýnilegri gagnrýni og * tortryggni, sem hefði getað verið ögrandi, en svo var Moniku fyrir að þakka, þá var mér alveg sama um hana. — Svo að þú ert þessi guð- dómlegi sonur, sem er að skrifa guðdómlegu bókina í París? — Ég leiddi þetta hjá mér. — Hvar er allt fólkið? sagði ég. — Ef allt fólkið er sama sem hún mamma þín, eins og hlýtur að vera, þá er hún uppi. Hún brosti glaðlega. — Og fyrst þú ert svona yfir þig forvitinn, verðurðu sjálfsagt hrifinn að heyra, að ég er nýjasta viðbót- in við hópinn. Ég heiti Lukka Sohmidt og er ritari ritaranna og vinur gullfiskanna. — Lukka? — Árið sem ég fæddist var Lukkunafnið afskaplega móðins hjá lægri stéttunum í San Bem- ardino, þar sem við áttum heima. Finnst þér það ekki full- gott? Þegar ég fór að heiman hafði stúlkan, sem hjálpaði Pam, ver- ið gigtveik og átt rúmliggjandi föður og heitið Bernice. — Hvað varð af Bernice? sagði ég. — Bernice fékk spark fyrir hálfum mánuði. Ég er nýjasti vöndurinn til að sópa með. Síminn hringdi. — Góðan daginn, sagði hún, — þetta er heima hjá ungfrú Rood .... Nei, ég er hrædd um, að hún sé ekki ....... Nei, ég veit ekkert. Alls ekkert. Hún lagði símann og horfði á mig aftur: — Ég dáist að þessu heim ili. Mig hefur alltaf langað til að segja, að ég vissi ekki neitt í síma. Ég vissi auðvitað, að allar þessar hringingar snerust um Normu, en ég ætlaði ekki að fara að bera hugsanir mínar á torg fyrir kvenpersónu, sem kem ur í dag og er farin á morgun, en þannig voru flestar stúlkurn- ar í okkar þjónustu. Og sízt af öllu við þennan stelpugopa, sem var „er ég ekki sæt“ yfir allt andlitið. Það -var tilsvarandi gullfiska- ker hinumegin í forsalnum. Lukka stóð upp, en hélt enn á símanum og framlengingasnúran dróst á eftir henni, og gekk á- leiðis að hinu kerinu. — Æ, fæturnir á mér! sagði hún og andvarpaði. — Alveg ganga þessir fiskar af mér dauðri! Mér er fjandans sama, kelli mín, hugsaði ég. Ég greip tösk- una mína og hlóp upp stigann. Við skiptum svo oft um hús, að mér hætti til að villast í þeim. En ég rataði samt ein- hvernveginn á herbergi mömmu, af því að þar var hurðin í hálfa gátt, og ég sá í ljósrauðan vegg. Það var sama í hvers húsi við vorum og hve skamman tíma, þá lét mamma það alltaf verða sitt fyrsta verk að mála allt herbergið sitt ljósrautt. í stuttu máli sagt varði hún alltaf þús- undum daga, af þessu örlæti, er hún var fræg fyrir, til þess að lappa upp á húsin, sem hún var að fá lánuð, og líklega hefur það verið þessvegna, sem vinir hennar voru svo æstir í að lána henni húsin sín. Ég stanzaði andartak við dyrn ar, og eins og jafnan, er ég hafði verið fjarlægur mömmu, sem nokkrum tíma nam, þá hafði ég þessa tilfinningu æs- ings og órór, rétt eins og ég væri níu ára og hefði gert ein- hverja skömmina af mér. Þegar ég kom inn, lá mamma á rúminu. Að minnsta kosti hét það vera rúm. Það var að flat- armáli á stærð við badminton- völl, og allt þakið dagblöðum, bréfum, símatólum, blómvönd- um og svo morgunverðarbakka. En svo mitt í öllu þessu drasli, lá mamma. Hún var alklædd í svartar síðbuxur, með gleraugu í rauðum umgerðum, sem voru alsettar steinum, og var að lesa kvikmyndahandrit. Hún leit upp, eins og dálítið önug, þegar hún heyrði til mannaferða, en svo þegar hún sá, að það vár ég, tók hún af sér gleraugun og sendi mér blíðubros. — Nikki .... elskan! Hún teygði út báða handleggi til mín. Rúmið var svo breitt milli okkar, að ég varð að teygja mig eftir föngum, til þess að komast svolítið nærri henni. Ég skellti mér uppá rúmið og hún greip mig og faðmaði mig að sér, en ýtti mér síðan frá sér með sterklegu taki í axlirnar á mér, og athugaði mig með þess- um dreymandi arnaraugum. — Æ, auminginn minn! Þú gazt ekki til þess hugsað að koma heim! Þú sagðir, að sagan þín væri á hámarki. Hvað var það? Einhver lagleg stelpa? Ég hefði nú mátt vita, að mamma hefði getað þefað annað eins uppi, en svo frá mér sem ég var, hafði ég þó nægilegt vit til að sjá, að það gæti verið stór- hættulegt, ef hún næði í Moniku á þessu stigi málsins. Því bjóst ég til gagnárásar. — En hversvegna sagðirðu mér ekki, hvað um væri að vera? Hvað er eiginlega á seyði? — Já, en, Nikki! Mamma glennti upp augun, svo að hvít- an sást allt kring um sjáaldrið. — Vita þeir ekki um veslinginn hana Normu í Frakklandi? Hún verður jörðuð í eftirmiddag. Og ekki máttu missa af jarðarför- inni! Ég horfði á hana og reyndi að finna út, hvað það væri, sem byggi í huga hennar. Ég veit nú ekki til hvers ég var að því, af því að slíkar tilraunir höfðu jafnan verið árangurslausar. Hafði ég verið dreginn úr örm- um Moniku, bara vegna þess, að mamma vildi hafa mig til að puntá upp á jarðarförina? „Anny Rood, úrvinda af sorg, styðst við arm sonar síns við gröf vinkonu sinnar“. —Var það allt og sumt? spurði ég og mér létti, en ég reiddist nú samt samtímis. — Allt og sumt? Mamma var stórhneyksluð. — Svo að það heitir það á þínu máli? Hvem- ig geturðu verið svona kaldr- analegur? Þið unga fólkið, eruð ekki betri en dýrin í fenjaskóg- unum. Norma var vinkona okk- ar. Gömul og góð vinkona. Og þegar hún dettur niður stigann og hálsbrýtur sig, þá er það ekkert „allt og sumt“. Það er sorglegt. Mundu það, þinn til- finningalausi unglingur! — Ég hélt bara .... reyndi ég að segja. — Hélzt .... hvað....? — Að þetta gæti orðið regin- hneyksli. Ég á við, að ef slúð- urdálkahöfundarnir og saurblöð- in færu að setja þetta í sam- band við hitt að Ronnie er alveg vitlaus í þér og .... Ég hafði búizt við annarrl sprengingu, en eins og vant var, misskildi ég mömmu alveg. Hún brosti bara, hugsandi. — Vitlaus! En það orð! Þú hefur auðvitað lært það í þess- um enska skóla, sem var svo þreytandi! Kannski hefur það verið vitlaust að vera að senda þig þangað. Þessar hræðilegu svartrauðu húfur! Brosið var viðkvæmt. — Góði minn, hann Ronnie er alls ekkert vitlaus í mér. Ef þú værir eldri mund- irðu skilja, að samband karls og konu þarf ekki alltaf að vera saurugt og leiðinlegt. Það sem Ronnie ber til mín, er ekkert annað en eðlileg og vingjarnleg velvild. — Heldur þú, að slúðurdálk- arnir líti þannig á það? sagði ég. — Og þakklæti, bætti mamma við með hæverskusvip. — Fyrir að spilla milli hans og þessarar Sylviu eða hvað hún heitir? — Fyrir að bjarga honum, væni minn. Sannast að segja, var veslings Ronnie alveg hætt- ur að vita sitt rjúkandi ráð. Við vitum öll, að sjálfur heldur hann sig vera einhvern meiri- háttar Casanova, bara vegna þess, að hann hefur stundum komizt yfir einhverja smá- stjörnu, sem er nægilega heimsk og þegar Norma var nú eins og allir vissu, þá er varla hægt aS lá honum það. En þarna var hann eins og lamb í klónum á tígrisdýri. Þessi Sylvia La Mann — hún er hættulegasta kven- persóna í Hollywood, einkum þó nú, þegar allir samningarnir hennar eru útrunnir og engir milljónarar frá Texas að hoppa í kring um hana, þá lepur hún bókstaflega dauðann úr skel. Ef ónefnd kona hefði ekki hafzt neitt að, hefði Sylvia þveitt hon- um gegn um skilnaðarréttinn og upp að altarinu, eða til næsta umboðsmann upp á tíu ára samning, sem hún hafði haft í brúðarvendinum sínum, tilbúinn til undirskriftar. Nei, vænl minn. Þú veizt hvað mér er meinilla við að vera að skipta mér af fólki, en einhver varð eitthvað að gera. Það ótrúlegasta við allar þess ar göfugu hugsanir var það, að þær voru állar fullkomlega ó- sviknar. Mamma — eða að minnstakosti meirihlutinn af henni, var óeigingjarnasta manneskja, sem nokkurntíma gekk á þessari jörðu. Hún gat gengið furðulega langt, til að hjálpá beztu vinum sinum. Ef þeir voru veikir, ætlaði hún al- veg að drekkja þeim í kjötseyði sem hún hafði bruggað með eig- in lagtæku hendi, ef þeir áttu í peningavandræðum, rigndi á- visunum yfir ef þeim kom illa saman við konuna sína, dundi yfir þá samúðin og heppilegar ráðleggingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.