Morgunblaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 3
Sunnudagur 3. oktíber 1965 MORGU N BLAÐIÐ 3 Útlitsteikning að safnaðarbeimili Crensássóknar. Grensássöfnuður byggir safnaðarheimili Rætt við Felix Ölafsson, sóknarprest MIKILL stórhugur ríkir nú meðal safnaðarfólks innan Grensássóknar, þvi að það hefur nú lagt í það stórvirki að reisa mikið og glæsilegt safnaðarheimili. Til þess að fræðast nánar um þessar væntanlegu fram- kvæmdir náðum við tali af sóknarprestinum í Grensás- sókn, sr. Felix Ólafssyni. Hann skýrðí okkur frá því, að Grensássókn væri eina sókn- in í Reykjavík er ekkert safn- aðarhús hefði. Hún hefði frá byrjun haft inni með starf- semi sína í Breiðagerðisskóla og hefðu forráðamenn safn- aðarins sýnt þessum heimilis- lausa söfnuði ætíð mikla lip- urð. En það hlyti þó öllum að vera ljóst að óæskilegt og ó- hentugt væri, að öll starfsemi safnaðarins færi fram utan sóknarinnar. f*ví hefði sóknar- nefndin haft einlægan áhuga á að leysa þetta vandamál eins skjótt og vel og frekast væri auðið. . Felix sagði, að í fyrstu hefði hugmyndin verið að reisa að- eins bráðabirgðahúsnæði, en við nánari athugun hefði þótt skynsamlegra að láta safnað- arheimilið vera fyrsta skrefið í byggingarframkvæmdum. — Væri nú lokið við að teikna heimilið, það væri teiknað á teiknistofu Gísla Halldórsson- ar en það starf hefði Jósep Revnis haft með höndum. Væri undirbúningur verksins vel á veg kominn og væri byggingin að sínum dómi, mjög hentug og snotur, sem leysa myndi vel úr brýnustu þörf safnaðarins, því safnaðar heimilið myndi fyrst um sinn , vera um leið notað sem kirkja en síðar einungis félagsheim- ili. Felix sagði ennfremur, að í húsinu yrðu tveir salir, sá stærri taki 200 manns í sæti en hin minni 40—50 manns. Á milli þeirra yrði svo renni- hurð, þannig að sameina mætti þá, þegar þess gerðist þörf. Inn af litla salnum yrði eldhús og einnig yrði í bygg- ingunni rúmgóð skrifstofa fyrir sóknarprestinn. Hann kvað það vera von safnaðarnefndarinnar, að verk þetta gæti hafizt þegar í haust og að því yrði lokið helzt á næsta ári, en til þess að svo mætti verða, þyrfti að vera fyrir hendi góður vilji og á- hugi safnaðarfólksins og að takast mætti að útvega nauð- synlegt fjármagn. En það mætti líka gæta þess, að mikil bjartsýni væri innan sóknar- innar og væru þegar starfandi tvær nefndir, fjármálanefnd og bygginganefnd, sem hvor hafi tekið á sig sinn hluta ábyrgðarinnar. Felix kvaðst að lokum vilja minna á það, að í kvöld kl. 20.30 væri aðalsafnaðarfundur Grensárssóknar og væri á- stæða til að vekja athygli sóknarfólks og annarra vel- unnarra safnaðarins á fundi þessum, það að þar yrði þetta þýðingarmikla mál til um- ræðu. Myndi formaður sókn- arnefndar gera grein fyrir gangi málsins til þessa og fyrirhuguðum framkvæmdum, en útlitsteikningar og upp- drættir myndu liggja frammi á fundinum. Um dagskrá fundarins væri það að segja að öðru leyti, að þar myndu verða sýndar myndir frá Bandaríkjunum, kirkjukórinn syngi nokkur lög, og að sóknarpresturinn fyndi að lokum segja fáein orð um starfsáætlun vetrarins. Felix sagðist vilja hvetja alla Grensársbúa til þess að fjöl- menna á þennan fund, því að all-t væri undir því komið að safnaðarfólk léði máli þessu lið. - Örin visar á staðinn þar sem safnaðarheimilið á að stanða. 8r. Jón Auðuns, dómprófastur: SORG GUÐSPJALUE) sýnir oss ekkj- una í Nain, — sorgina, tárin. Hver er dauðinn? Sú spurn verður oft á vegi mínum og þín- um. Hvert fölnað laufblað, sem fýkur um jörðina þessa haust- daga, vekur þér i .ssa spurn. 1 bamalærdómskverinu var mér kennt, að dauðinn væri refs- ing fyrir syndina. í sköpunarsög- unni er kennt, að vorir fyrstu foreldrar hafi verið syndlausir en síðan brotið bann Drottins og etið af skilningstrénu þvert ofan í ætlun hans. Þá hafi hann látið dauðann koma sem refsingu fyr- ir þá synd. Hvers eiga þá laufin að gjalda, blöðin, blómin, sem þessa dagana eru að deyja? Ekki hafa þau syndgað. Líklega trúa því fæstir lengur, að Guð hafi ekki í upphafi ætlað dauðanum stað en gxipið til hans til að refsa börnum sínum fyrir það, að þau vildu eignast eitt- hvað af skilningi hans. Moxn upp hafleg ætlun Guðs hafa verið sú, að maðurinn lifði endalaust sem alsæl vera í Eden óvitans? Ætl- aði hann börnum sínum aldrei annað hlutskipti en það? Ég held að engin gömul trúar- hugmynd stangist eins á við nú- tímaþekkingu og hugsun og syndafallssagan, — og þá um leið sú kenning, að dauðinn hafi komið inn í mannlífið sem refs- ing fyrir syndafall Adams og Evu. ferjustað. Hann sá nýjar ferjw, ný líkamsskipti sálaririnar, ný og ný tilveruform hennar í nýjum og nýjum heimum. Á þeirri svim andi háu og löngu leið er dauð- inn hlið, og þeim mim dýrðlegra hlið, sem sálin er oftar búin að „deyja.“ Sú er frumstæð hugmynd, «6 telja dauðann kominn innn í mannlífið sem refsingu. Gömul trúfræði, sem enn er verið að burðast með, kennir að hann aé refsing fyrir synd vorra fyiatu foreldra. En það væri jafnrangt, þótt stæði í hundrað helgum bókum. Lítum til Krists. Guðspjall þessa sunnudags sýn ir oss hann við likbörur ungs manns. Hann var sjálfur í fegursta blóma manndómsáranna, þegar honum var með blóðugu ofbeldi hrundið úr jarðneskum heimi. Dauði hans var ekki refsing fyr- ir neitt, en hann var glæpsamlegt ofbeldisverk vondra manna. En Kristur kom aftur, kom upprisinn frá þeirri veröld, þar sem hið unga líf, er jörðina kveð ur, heldur áfram í nýju heim- kynni, unz það deyr þaðan til að fæðast inn í enmþá annan heim, til ennþá annarra lærdóma, ann- arrar reynslu. Hann neitt. er ekki refsing fyrir begar Guð sá fyrstu mannssál- ina í réifum, sá hann fyrir sér allt hennar ráð, í syndum, sorg- um og þraut. Og hann horfði út fyrir jarðlíf hennar á vegferð hennar um aðra heima o» himna. Þá setti hann dauðann í þjónustu lífsins, eins og ferjustað, þar sem þreyttur vegfarandi kemur að kveldi til að fá flutning og fylgd til næsta áfangastaðar. Og Guð horfði út yfir þann Fegurð þeirra fögru haustdaga, sem vér höfum nú lifað, með allri þessari þúsundlitu déyj- andi dýrð, knýr oss til að spyrja um dauðann. Hver er hann? Ekki ömurleg, sorgleg endalok, heldur hlið að nýjum heimi, eða ferjustaður, þar sem þreyttur maður kemur á kveldi til að fá flutning og fylgd. Ekki refsing, heldur heilög þjónusta. Ekki grimmlyndur, þungfoúinn gestur, heldur heilög þjónusta. Ekki og náðar. _ Hann fylgdi vini þínum héðan. Á sínum tíma kemur hann, tekur hlýtt og þétt í þína hönd og leiðir þig hinn sama veg. Raddir vorsins þagna — Ný bók írd Almenna bókafélaginu ÚT er komin hjá Almennta bóka félaginu bók, sem nefnist „Radd- ir vorsins þagna“ eftir Rachel Carson. Nefnist hiún á • frummál- inu „Silent Spring“ og fjallar um hættuna, sem öllu lífi á jörðu stafar af notkun ýmisskonar eit- urefna. Prófessor Niels Dungal ritar inngangsorð að bókinni fyr- ii íslenzka lesendur, en formála hefur Julian Huxley skrifað. Höfundur bókarinnar tileinkaði hana Al'bert Srhweitzer. Bókin fjallar um annars vegar hið mikla ósamræmi, sem er á milli framfara þeirra, sem hafa orðið á svo mörgum sviðum, t.d. í viðureigninni við skordýr, sem eyðileggja akra, aldintré og stundum jafnvel húsdýr eða ali- fugla í stórum stíl, og sýnir hins vegar hve lítið hefur verið sinrit hættunni, sem mönnum getur stafað af eyðingu þeirra með eiturefnum. Hér á landi eru einn ig mörg slík eiturefni notuð, eins og t.d. DDT við lús á skepnum, parathion og malathion gegn skordýrum í gróðurhúsum og ennfremur bladan, sem notað er í svipuðum tilgangi. í formála segir Niels Dungal: „Þessi bók á erindi til allra þeirra, sem gera sér ljóst, að mennjngarframfarir 20. aldarinn ar hafa ekki aðeins gert okkur lífið hagkvæmara og heilsufoetra, heldur einnig skapað nýjar hætt- ur, sem hingað til hafa verið óþekktar. Og hún ætti að láta okkur skiljast hve nauðsynlegt er að fylgjast vel með öllu, sem maðurinn fer að neyta eða vera í snertingu við, og kunna að forðast það, ef 'nauðsyn krefur.“ Raöhel Carson lagði stund é dýrafræði og erfðafræði, en þær greinar ásamt ritstörfum voru helztu áhugamál hennar, sem hún síðan sameinaði með því 'að rita fyrir almenning um náttúru fræðileg efni. „Raddir vorsins þagna“ var síðasta bók hennar og vakti mikla athygli, og kom víða af stað öflugum samtökum þeirra, sem vinna að náttúru- vernd. Hún lézt á sl. ári 57 ára að aldri. Bókina, sem er 220 bls., hefur Gísli Ólafsson þýtt. Bókin er prentuð í Prent- smiðju Jóns Helgasonar h.f., en bókband hefur Sveinabókbanaið h-f. annazt. Kápu og titilsíðu hefur Kristín Þorkelsdóttir teikn að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.