Morgunblaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 14
MORCUNBLAÐIÐ
14
Sunnudagur 3. október 1965
Um gæði TRABANT BÍLA
þarf ekki að efast. Spyrjið eigendur bíl-
ana. Hér getið þið. lesið ummæli nokk-
urra þeirra.
Ágúst Jóhannesson, kaupmaður.
Átti áður amersíkan bíl og Trabantinn minn gefur honum
ekkert eftir.
Árni Guðjónsson, lögfræðingur Tryggingarstofnunar ríkisins.
Ég hef átt Trabant fólksbifreið í hálft annað ár, með ágætum
árangri Fyrir utan hvað bíllinn er ódýr í innkaupi er hann ódýr
í rekstri og gerir það mér kleift að eiga bíl, sem væri mér annars
ofviða.'
Brandur Jónsson, skólastjóri.
Fór um alla Vestfirði á honum í fyrrasumar. Finnst bíllinn
ákaflega þægilegur í keyrslu, vinnslan er ágæt.
Gunnar Júlíusson, vélvirki.
Trabant hefur reynzt vel að öllu leyti. Aðalkost bílsins tel
ég hve vél og allt gangverk er einfalt og sterkt. Ef ég keypti
nýjan bíl þá myndi ég hiklaust velja aftur Trabant.
Högni ísleifsson, viðskiptafræðingur.
Trabant bíllinn hefur reynzt mér lipur, sparneytinn og þægi-
legur í alla staði. Hvort sem var úti á landi eða í borginni.
Verðið á bílnum ætti að hjálpa fleirum en ella til að eignast
nýjan, ágætan bíL
Helgi Valdimarsson, húsameistari.
Ég hef átt marga bíla og Trabantinn gefur ekki öðrum bílum
neitt eftir.
Jóhann Vilhjálmsson c/o Prentfell, Hörpugötu 14, Reykjavík.
Trabant er einhver sá þægilegasti og liprasti bíll í umferð-
inni, sem ég hefi átt í>að veit enginn að mínum dómi um gæði
hans og kosti, nema sá. sem hefur átt hann og reynt.
Jón Múli, útvarpsþulur.
Trabantinn minn er búinn að fara 25 þús. km án meiri háttar
viðgerða. Hann hagar sér yfirleitt eins og traktor á vondum vegi
og tryllitæki á góðum.
ALDREI ÁÐUR
hafa myndir af TRABANT 601 station birzt
hvorki hérlendist né erlendis. Fyrstu bílarnir koma í nóvember
og eru það fyrstu Trabant 601 station bílarnir, sem fluttir eru
út frá A-Þýzkalandi.
í nóvember koma líka TRABANT 601
sendiferðabílar, en eru uppseldir, koma aftur í marz 1966.
Alger breyting frá eldri árgerðum. Bíllinn er mikið breiðari og
hærri. Aðrar breytingar eru á mótor, gírkassa, rafkerfi, stýrisút-
búnaði, fjöðrum, allri byggingu bílsins. Breytingar eru samtals
eitthvað á annað hundrað svo ómögulegt er að lýsa þessu ná-
kvæmlega hér.
Lárus Ólafsson, forstjóri.
Er búinn að keyra um 70 þús. km. á rúmu ári. Hef ekki keyrt
betri bíl úti á vegum! Engar bilanir.
Lárus Pálsson, leikari.
Líkar hann því betur, sem ég kynnist honum betur.
Ævar Kvaran, Ieikari, Rauðalæk 13 Reykjavík.
Bílar eru of dýrir á íslandi. Trabant er svarið. Góður? Ég fæ
mér annan fyrir jóL
Vegna verðhækkana á
flutningsgjöldum á öll-
um bílum,
h æ k k a
TRABANT
bílar, sem koma eftir ,
áramótin um að
minnstakosti kr.
8.000,00.
Eigum í dag fáeina
fólksbíla árgerð 1966,
hvíta með rauðum
sætaáklæðum og króm-
uðum stuðurum.
Verð kr. 88.900,00.
ÞIÐ GETI0 EKKI GERT BETRI KALP
Einkaumboð: Ingvar Helgason, Tryggvagötu 8, sími 19655. Söluumboð Guðmundar, Bergþórugöt u 3, sími 20070