Morgunblaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.10.1965, Blaðsíða 23
yj Sunnudagur S október 1965 MORCUNBLAÐIÐ 23 Kristján Ásgeirsson I»EIM fækkar nú óðum, sem ; hafa verið með í förum að sækja i rekavið á hestum úr Djúpi yfir 1 jökul norður að Dröngum. j Einn fulltrúi þeirrar kynslóð- •r á íslandi, sem ólst upp við alík eða svipuð lífskjör, féll í i valinn háaldraður, 88 ára, föstu- ; daginn 24. sepHtmber. Þessi j heiðursmaður var Kristján Ás- geirsson frá FlateyrL j Kristján Ásgeirsson var fædd- mx á Skjaldfönn undir jökul- porðinum á Drangajökli við norð •ustanvert ísafjarðardrjúp þann 21. febr. 1877, en þarna við Djúpið hafa margir ættliðir Kristjáns búið. Um aldamótin byrjar hann lífsstarf sitt við hina alkunnu Ásgeirsverzlun á ísafirði, en þar i mr þá mikil gróska í atvinnulífi cg e.t.v. meiri en víðast annars •taðar á íslandi á þeirri tíð. Gerð út um 20 fiskiskip, — einn fyrsti póstbátur hér í förum þaðan, Ásgeir litli, en Ásgeir stóri í för- um til Spánar með fisk og vörur I iieim til vérzlunarinnar. j ' Ekki er ólíklegt, að ungmennið hafi þá þegar mótast af atorku cg dugnaði, sem einkenndi síðar ; lif hans. Varð hann verzlunar- 1 ftjóri Ásgeirsverzlunar á Arn- gerðareyrL en fluttist 1907 til Flateyrár, þar sem hann tók við stjórn sömu verzlunar og stjórn- aði henni og sameinuðu íslenzku verzlununum, sem við tóku 1. des. 1918, allt til 1927, er hann fluttist til Reykjavíkur. Ég minnist þess, að þegar Kristján Ásgeirsson varð sjötíu og fimm ára var hann enn eldheitur og fjörmikill þátttak- andi í starfi Fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. Þá var hann vel vakandi, þegar kosningahiti færðist í menn, gætti „síns fólks" og lét sig aldrei vanta á stjórnmálafund, eða þegar við þurfti. í stjórnmál- um stóð Kristján á gömlum merg, — tók strax á fyrstu árum aldarinnar þátt í sviptibyljum stjórnmálabaráttu, sem var víst ekkert blíðari þá ,en nú. Var aldrei neinn veifiskati, aldrei á báðum áttum, — eldheitur heima stjórnarmaður. Eins og líkum lætur hallaði undan fæit hjá gamla manninum síðari árin. En hann var svo lengi sem verða mátti hress og bratt- ur, og þá var alltaf gaman að hitta hann — og honum þótti gaman að hitta aðra, — ekki hvað sízt barnabörn og önnur ungmenni, sem virtu og glöddust með „Gamla Nóa‘-, eins og þau yngstu áttu til að kalla hann, en hann var til með að snúa á þau í „01sen-0sen“, ef svo bar undir. „Sú gamla kemui í heimsókn“ EIN af þeim sýningum fyrra leikárs, sem hvað mesta athygli vakti var sýning Leikfélags Reykjavíltur á „Sú gamla kem- ur í heimsókn“ eftir Friedrich Dúrrenmatt. Sýningin kom svo semt upp á leikárinu, eða um miðjan maí, að miklu færri en vildu, náðu að sjá hana í vor. Verða því hafnar sýningar að nýju nú um helgina, en hætt er við þær verði ekki mjög marg- ar, þar eð seinni hluta október hefjast sýningar á hinu nýja leikriti Jökuls Jakohssonar. Leikstjóri þessarar sýningar er, sem kunnugt er, Ilelgi Skúla son en leikmynd er eftir Magn- ús Pálsson. Talsverðar breyting ar eru á hlutverkaskipun nú í haust. Karl Guðmundsson leik- ur nú hlutverk lögreglustjórans, Sigríður Hagalín konu borgar- stjórans,-Sævar Helgason annan borgara og Erlendur Svavars- son hlutverk lesfarstjóraas. Þetta er annað leikru Diirren- matts, sem Leikfélagið sýnit á fáum árum; hitt var Eðlisfræð ingainir, sem sýniir voru við mikla aðsókn fyrir þremur ár- um. A meðfylgjandi m.ynd sjást þau Regína Þórðardóttir og Gesiur Pálsson, sem leika aðai- hlutverkin, milljónafrúna Cluire Zat hanassian og 111 kaupmann Gagnrýnendur luku miklu lofs- oroi í túlkun þeirra á þess.sum frægu hlutverkum, og voru þau en<’a bæði í hópi þeirra, sem atkvæöi hlutu, er úthiuta skyldi iilfuJ lampanum í voi sem ieið. Þvl miður varð Kristján að líða mikið upp á það síðasta. Hann fann að hann hafði tapað miklu, þegar sjónin var þrotin. Hann vissi að hann var aðeins að bíða — og biðin varð helzt til löng. Hann hefði viljað flýta meir förinni þangað, sem stefndi, og þráði þá konu sina Þorbjörgu Guðmundsdóttur frá Haukadal í Dýrafirði, sem hann hafði misst eftir 42 ára traust og farsælt hjónaband. Við kveðjum nú með klökkva góðan vin, traustan og staðfastan mann. Slíkir eru sómi sinnar ættar og landsins góðu synir. Jóhann Hafstein. Þessi mynd af Aline Olsen, átti að fylgja minningargrein, sem birtiist um hana í blaðinu í gær, en varð því miður viðskila við hana. Skólarnir byrja á Akranesi Akranesi, 1. október. SKÖLARNIR eru að hefja starf- semi sína. Barnaskólinn er sett- ur í dag, 1.. október. Iðnskólinn er settur í dag og tónlistarskól- inn er settur í dag. Allt gerist þetta 1. okt., svo og ungbarna- skóli Nínu og ungbarnaskólinn á Geirsstöðum. — Oddur. Léttar sumarkápur stórar stærðir. JERSEYKJÓLAR — SKÓLAKJÓLAR JAKKAKJÓLAR stórar stærðir. SVARTIR ORLONTREFLAR F atamerkaðurinn Hafnarstræti 3. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Aðalstræti Kleiíarvegux Bdrugata Meistaravellir Höfðahverfi Laugarnesv. H Austurbrún Lindargata Vesturgata I Njörvasund Fossvogsblett Skipholt II Lynghagi Sörlaskjól Eskihlíð Meðalholt Suðurlandsbraut Stórholt Tómasarhagi Þingholtsstræti Skúlagata Freyjugata SÍMI 22-4-80 ENGINN VÖKVI,' TEKUR ÓDÝR AFRIT Á SVIPSTUNDU, BÝR TIL SPRITT STENSIL Á AUGABRAGÐI. MJÖG HENTUG FYRIR SKÓLA OG FYRIRTÆKI SEM MIKIÐ ÞURFA Á AFRITUM OG TEIKNINGUM AÐ HALDA. UPPLÝSINGAR HJÁ Otto A. Michelsen Klapparstíg 25—27. — Sími 20560.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.