Morgunblaðið - 06.10.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.10.1965, Blaðsíða 26
26 MORGU N BIAÐIÐ Miðvikudagur 6. október 1965 Sex landsleikir í hand- knattleik á vetri komanda Handknattleiksfólkið hefur sjálft aflað eða greitt 700 þús. eða helming utanfararfjárs frá upphafi ÞAB er mikið fyrir stafni hjá handknatUeiksmönnum. Auk þátttöku i heimsmeistarakeppni, þar sem fslendingar mæta Dön- um og Fólverjum í keppni karla heima og heiman á þessum vetri, og þar sem kvennalandsliðið mætir Dönum í undankeppni i Danmörku, eir þegar ákveðinn landsleikur við Frakka 14. apríl í Reykjavik. Verða því landsleik ir í handknattleik að minnsta kosti 6 á þessum vetri. Auik þess hafa handknattleiks- sambandinu borizt óskir um að mæta mörgum öðrum löndum í 50 milljón ísl. kr. íyrir sjón- vorpsrétt LOKAKEPPNI um heims- meistaratitilinn í knattspyrnu, sem fram fer í Englandi í júní næsta ár, birtist á sjónvarps- ikermum allra Vestur-Evrópu landa. Samningur um þetta befur verið undirritaður milli alþjóða knattspyrnusambands ins og alþjóðasambands og Evrópusambands sjónvarps- stöðva. Gjaldið sem sjónvarps- stöðvamar greiða fyrir sjón- varps-réttinn er "00 þúsund sterlingspund eða 36 millj. ísl. króna. Sir Stanley Rous form. al- þjóðasambandsins í knatt- spymu sagði á blaðamanna- fundi nýlega, að sambandið byggist við að fá sem svarar um 20 millj. kr. til viðbótar fyrir sjónvarpsrétt í löndum er standa utan Evrópusam- bands sjónvarpsstöðva, svo og að fá greiðslu fyrir útvarps- lýsingar frá úrslitaleikjunum. Meðal landa er þegar hafa sótzt eftir slíkum rétti er Brasilía og mörg A-Evrópu- landanna. landsleikjum á þessu ári og hinu næsta. Sýnir þetta öðru fremur hversu ísl. handknattleiiksfólk er virt á alþjóðlegum vettvangi, en hvergi standa fslendingar eins framarlega á alþjóðamælikvarða en í handknattlcik. if Fieiri boð (Handknattleikssamlbandinu hafa 'borizt boð frá Bandaríkjunum um að karlalandsliðið komi í keppnisför þangað og leiki auk annarra leikja, tvo landsleiki á þessu árL HISÍ hefur ekki svarað ákveðið enruþá, enda er heims- meistarakeppnin aðalmál sam- bandsins um þessar mundir. Þá hafa Danir og Svíar óskað eftir landsleikjum við íslendinga veturinn 1006-1067. Norðmenn hafa og farið fram á landsleikja- skipti svo og Svisslendingar. Allt eru þetta þjóðir sem áður hafa leikið við landslið íslands og kunna að meta skiptin og vilja viðhalda þeim. Upplýsingar þessar er að finna í ársskýrslu HSÍ, en ársþing sam bandsins var haldið sl. laugardag. Sóttu það 25 fulltrúar frá 4 sam- böndum og ráðum og má reyndar segja að léleg þátttaka í þinginu og daufar umræður þar, séu eini veiki punkturinn í starfi HSÍ. En í röðum handknattleiksmanna virðást starfið jafn lifandi og frjótt og áður. Ásbjörn Sigurjónsson sem ver- ið hefur form. sambandsins um margra ára skeið flutti skýrslu stjórnarinnar og bar hún vott um umfangsmikið starf BSÍ. Reikn- ingar sambandsins sýndu 35 þús. kr. hagnað af starfi sL árs: ★ Enn eitt metið Meðal þess er fram kom í skýrslunni var að síðan HSÍ var stofnað hefði verið varið 1,4 millj. kr. til utanferða handknattleiksfólks. Af því fé hefur handknattlciksfólkið sjálft aflað eða greitt sjálft um 700 þúsund kr., eða hélm- ing kostnaðarins. ■Hefur hand- . knattleiksfólkið algera sér- stöðu á þessu siviði — eins og á ýmsúm öðrum. 1 stjórn HSÍ fyrir næsta ár voru kjörnir Ásbjörn Sigurjóns- son, formaður með dynjandi lófa taki og með honum, Valgeir Ár- sælsson, Axel Sigurðsson, Björn Olafsson. og Rúnar Bjarnason. Axel Einarsson sem átt hefur sæti í stjórninni um mörg und- anfarin ár baðst eindregið undan endurkjöri og voru honum þökk- uð mikil og góð störf. RannsÖknir fyrir næstu Olympiuleiki UM þessar mundir ieggja all- ar stórþjóðir á íþróttasviðinu mikla áherzlu á rannsóknir á keppnisaðstöðu íþróttamanna w Armann vann hikar KKI í fyrstu bikarkeppninni Akureyringar Vsfirðingar og Selfyssingar í úrslitum FYRSTU bikarkeppni Körfu- knattleikssambands Islands lauk að Hálogalandi á sunnudags- kvöldið. AIls tóku 16 lið þátt í keppninni og fór fyrst fram út- sláttakeppni á vissum ákveðnum svæðum landsins. Til úrslita- keppninnar mættu 4 lið, sigur- vegararnir á hverju svæði. Voru það 1. flokks lið Ármanns, sem sigraði í Reykjavíkurriðlinum, en 1. deildarlið Reykjavikurfélag anna höfðu ekki keppnisrétt, lið Þórs frá Akureyri, lið Körfu- knattleiksfélags ísafjarðar og lið Umf. Selfoss. Frá hinum fræga leik Akumesinga og JCR. Akurnesingar sækja. Bjöm Lárusson útherj; harðar viðtökur hjá Kristni. Sex KR-ingar raða sér í markið. — Ljósm. Sv. Þorm. fær ýt Úrslitakeppnin Bregið var um það hvaða lið skildu fyrst leika saman, en ákveðið að sigurvegarar í leikj- unum fyrra kvöldið skyldu keppa um bikarinn en þau lið er töpuðu fyrra kvöldið ,skyldu keppa um 3. sætið. Á laugardag léku fyrst Ár- menningar og ísfirðingar. Ár- mann vann með 77 stigum gegn 36. 1 síðari leiknum vann >ór (Akureyri) lið Selfyssinga með 56 stigum gegn 49. Til úrslita um bikarinn léku því Ármenningar og Þór frá Ak- ureyri. Ekki varð _ um mikla keppni að ræða — Ármenningar höfðu leikinn í hendi sér frá upp- hafi og sigruðu með 47 stigum gegn 26. Ármenningar fengu í sitt lið tvo garrialkunna körfuknattleiks garpa, þá Hörð Kristinsson fyrr- um landsliðsmann og Árna Sam- úelsson og með þá sem driffjaðr- ir bar lið Ármanns ekki 1. flokks svip. í keppni um 3. sætið sigruðu Selfyssingar lið ísfirðinga með 53 stigum gegn 27. Samvinnutryggingar höfðu gef ið bikarinn sem um er keppt og er farandgripur. Gunnar Stein- dórsson fulltrúi félagsins afhenti verðlaun og jafnframt vegg- skjöld er Ármann hlaut til eign- ar. Hin félögin þrjú er unnu sér rétt til úrslitakeppninnar hlutu oddfána KKÍ. í Mexico, en þar fara næstu Olympíuleikar fram 1968. Mexico City stendur á há- sléttu, sem er hærri en hæstl fjalltindur Islands. Þar er því loft þynnra en fólk almennt á að venjast og veldur erfiff- lcikum íbúm þar, hvaff þá þeim er óvanir eru og eiga að reyna á sig til hins ítrasta. Fjölmennir hópar íþrótta- manna og vísindamanna eru nú í Mexico viff æfingar og rannsóknir. Hér sezt japanski hástökkvarinn Osamo Shim- izu í 800 m. hlaupi. Hai.n ber andlitsgrímu, sem tengd er viff stóran loftpoka. Myndin er tekin á Zacatemco leikvangin- um í Mexico City sl. miff- vikudag. Tilraunin er gerff til aff mæla súrefnisneyzlu hlaup ara í 2255 m. hæff. M0LAR Júgóslavía vann landskeppni * í frjálsum íþróttum viff Norff- ! menn meff 120,5 stigum gegn 90,5. Fór keppnin fram í Timisoara í Júgóslavíu um helgina. Norffmenn eru mjög vonsviknir yfir úrslitum. Fyr- ir 2 árum unnu Júgóslavar meff 4 stiga mun. Bezti árang- ur Norffmanns í keppninni var árangur Carls Fredrik Bunæs sem sigraffi bæffi í 100 og 200 m. hlaupi, 200 m. vann hann á 21.0 sem er bezti ár- angur Norðmanns í þeirri grein í ár. Rússar unnu yfirburffasigur í landsikeppni í frjálsíþróttum viff Frakka sem lauk í París á sunnudag. Rússar hlutu 120 stig gegn 92. Eftir fyrri dag höfðu Rússar 4 stiga forystu. 50 þús. manns sáu keppnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.