Morgunblaðið - 06.10.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.10.1965, Blaðsíða 28
Helrningi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað \ Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins Hlýlegar mdttökur í Grimsby Grimsby, 5. okt. AP. HINGAÐ kom sendinefnd frá íslandi undir forystu Geirs Hall- grímssonar borgarstjóra Reykja víkur snemma dags í sex daga vináttu'heimsókn til Grimsby. Borganstjóri Grimsiby tó'k á móti sendinefndinni við borgar- hiiðin ásamt hinni íslenzku konu sinni Kristínu, en sendinefndin kom þangað ekki .fyrr en eftir miðnætti að loknum akstri frá flugveliinum í London. Heim- sókn þessi er m.a. til þess gerð áð sýna að ekkert eimi eftir af kala þeim er myndaðist í þorska stríðinu svonefnda, þegar togarar frá Grimsby og skip íslenzku Jandhelgisgæzlunnar áttu í á- tökum. Kristín borgarstjórafrú Petc- i heil, sem fædd er á Akranesi | mun aðstoða mann sinn í kynn- ingu hinna íslenzku fulltrúa og | brezkra togaraeigenda í Grims- by; Islenzka sendinefndin mun sitja ýmis boð í Grimsby og skoða | þar mörg fyrirtæki og stofnanir j og sitja boð borgarstjórnarinnar. Togaraeigendur í Grimsby héidu í kvöld boð fyrir borgar- stjóra Reykjavíkur og fvlgdarlið- . hans og flutti borgarstjóri Grims by, Denyis Petehell við það tæki færi ræðu og sagði m.a. „brezk- ur sjávarútvegur á íslandi á ómietanlegar þakkir að gjalda fyrir hjálp þeirra við brezka sjómenn á hættustundum. Við munum aldrei gleyma þeim fórn um er íslendingar hafa fært né því sem þeir á sig hafa lagt til bjargar brezkum sjómönnum við mörg tækifæri og á stundum ekki hirt um eigið Mf þeim til hjálpar". Á morgun mun Geir Hallgríms son borgarstjóri færa borgar- stjórn Grimsby málverk er sýn- ir íslenzka sjómenn að verki. Enn góð veiði fyrir austan ENN er góður síldarafli fyrir í austan og mörg skip með yfir 1000 tunnur og mál sl. sólar- hring. Dalatangi sagði í gær- kvöldi að sama blíðan væri á miðunum og skipin farin að kasta síðari hluta dags í gær og mikið kastað með kvöld- inu. Leit út fyrir góðan afla. Gert er ráð fyrir að með nótt- inni fari mörg skip norður til Raufarhafnar til að losna við aflann þar sem löndunarstöðv un er á flestum Austfjarða- höfnum. Ekki er enn kostur að vita raun verulega hve mikið er búið að salta, því síðustu daga hafa stöðv arnar haft svo mikið að gera að þær hafa ekki getað gefið síldar- útvegsnefnd upp tölur. Hitt er ljóst, að mjög nálgast nú það, að saltað verði upp í samninga, en þeir voru allt að 440 þúsundum tunna. Vitað er að búið er að salta meira en 350 þúsund tunn- ur, en markaðsmál síldarkaup- enda okkar hafa breytzt við til- komu hins mikla haústafla. Sóiarhringinn fram að gær- morgni fengu 52 skip samtais um 55 þúsund mál og tunnur og fengu þessi skip yfir 1000 mál og tunnur. Garðar GK 1500 tn., Heimir SU 1400, Gjafar VE 1450, Pétur Sigurðsson RE 1300, Haustmót TafE- félagsins HAUSTMÓT Taflfélags Reykja- víkur hefst föstudaginn 8. októ- ber n.k. kl. 8 síðdegis í sam- komusalnum að Þingholtsstræti 27. Keppt verður í Meistara-, I. og II. flokki. Sigurvegara móts- ins mun að öllum líkindum verða boðin þátttaka í alþjóð- legu skákmóti, er fram fer í Reykjavík eftir næstu áramót. Jörundur II RE 1400, Jörundur III RE 2000, Bjartur NK 1800, Huginn II VE 1000, Skagfirðing- ur OF 1100, Fróðaklettur GK 1600, Guðrún Þorkelsd. SU 1000, Margrét SI 1000, Ásþór RE 1500, Viðey RE 1100 mál, Hólmanes SU 1000, Þórður Jónasson EA 1500, Guðbjartur Kristján IS 1000, -Gullver NS 1400, Barði NK 1200, Oddgeir ÞH HOO, Arnar RE 1200, Gullfaxi NK 1300, Ögri RE 1200, Helgi Fló- ventsson ÞH 1150, Loftur Bald- vinss. EA 1200, Björgúlfur EA 1100, Ingiber Ólafss. H GK 1500, Sigurborg SI 1350, Sig. Bjarnason EA 1200, Fagriklett- ur GK 1000, Halkion VE 1800. Á Eskifirði hefur verið saltað í 35.573 tunnur alls, sem skiptist svo niður á 4 stöðvar: Auðbjörg 15.808, Askja 5.500, Bára 7.500 og Eyri 6.765 tunnur. Tekið hefii1 verið á móti 183 þúsund málum í bræðslu og nokk uð hefir farið í frystingu. Ekkert var tekið til móttöku í gær nema hvað Guðrún Þorkels dóttir kom með véibilun og 1000 tunnur síldar, sem reynt verður að losa úr skipinu. Á Vopnafirði var heildarsöltun í gær á einstökum stöðvum þessi: Hafblik 3.882 tunnur, Austur- borg 2.683, Auðbjörg 6.024 og er hætt söltun, og loks söltunar stöð Kristjáns Gíslasonar með 3.628 tunnur. Á rúmum hálfum öðrum síðasta sólarhring hafa komið 26 skip þar inn í höfnina með bræðslusíld og hafa nokkur skip beðið löndunar. Á Bakkafirði er bræðsla hinn ar litlu bræðslu, sem þar er, í fullum gangi. Á verksmiðjan nú 6400 mál í þróm og eru þær fullar, sem þýðir 10 daga vinnslu fyrir verksmiðjuna. Þar eru til 6—800 tómtunnur og ætl unin að taka á móti síld til sölt- unar. Skortur er á tómtunnum á Vopnafirði og er verið að flytja þær þangað frá Raufarhöfn. Að ganga yfir götu MARGIR halda að það sé eng- inn vandi að ganga yfir götu, og margir halda enn, að ekki þurfi að fara eftir neinum regl um, þegar gengið er yfir götu. Hve margir hafa gert sér í hugarlund öll þau slys, sem hlotizt hafa af því einu, að ganga vitlaust yfir götu, eða ana út á götu, út í umferð, þar sem bílar koma frá háðum hliðum, eftir tveimur akrein- um frá hvorri hlið? Gangandi fólki er nauðsyn, að gera sér í hugarlund hverju það kann að valda í ■ umferðinni. Allir halda að það séu bilstjórarnir, sem slysunum valda. En stand ið við götuljósin, og sjáið hvernig fólkið álpast yfir á rauðu ljósi! Sjáið, hversu lít- ils það metur merktar gang- brautir yfir götu. — Sjá bls. 3. Bancsslys i Ófeigsfirði ÞAÐ slys varð norður í Ófeigs firði á Ströndum sl. mánudag að 16 ára piltur, Guðmundur Guðmundsson Péturssonar, bónda í Ófeigsfirði, varð und- ir bjargi, er féll á hann ofan, og beið hann bana. Nánari tildrög slyss þessa eru þau, að fjórir menn fóru á báti að huga að reka í Ófeigsfirði fyr ir bóndann þar, Guðmund Pét- ursson. Var þetta gert í þann mund er Guðmundur hugðist flytjast á brott úr Ófeigsfirði vest ur til Bolungarvíkur til að setj- ast þar að. Flugráð mælir gegn beiðni Alberts SVO sem frá hefir verið skýrt í fréttum hefir Albert Guðmundsson heildsali sótt um leyfi til yfirstjórnar flug mála hér á landi til að hefja flug með þotum milli íslands og Bretlands. Flugráð fjallaði um leyfis- beiðni þessa á fundi sínum í fyrradag og hefir blaðið fregn- að að það hafi mælt gegn henni. Hinsvegar liggur það f hendi flugmálaráðherra, hvort leyfið verður veitt, þar sem ráð- ið er aðeins ráðgefandi um slíkar leyfisveitingar. Mbl. átti í gær tal við flug- málaráðherra, Ingólf Jónsson, og innti hann eftir því hvaða afstöðu ráðuneytið myndi taka í málinu og vildi hann ekkert um það segja, þar sem ráðu- neytinu hefði ekki borizt erind- ið um afgreiðslu málsins hjá flugráði. í hópi rekamanna voru tveir synir Guðmundar þeir Pétur og Guðmundur. Komu þeir í vík eina norður í svonefndum Básúm í Ófeigsfjarðarlandi. Ætlaði Guð mundur Guðmundsson að ráðast til uppgöngu úr víkinni á bakka nokkurn, sem þar er fyrir ofan, og ekki er mjög hár. Héldu fé- lagar hans á brott í sama mund og hann gekk upp. Þurfti hann að klifra hjá bjargi einu upp, sem svaraði rúmri mannhæð. í þann mund er hann fer með bjarg inu mun það ^hafa fallið yfir hann og hann orðið undir því. Félagar hans voru þá komnir i aðra vík og heyrði Pétur bróðir hans skruðninga, er hann átti ekki von á og kallaði til Guð- mundar, en hann svaraði ekkn Skeði það í sama mund og bjarg- ið féll yfir Guðmund. Sneru þeir félagar þá þegar til baka og sáu hvað orðið hafði, en gátu þar ekki að gert. Fengu þeir hjálp frá Eyri 1 Ingólfsfirði til þess að ná bjarginu ofan af Guð mundi. Tókst það með krafttalí- um, en járnum varð ekki við komið. Talið er að bjargið, er féll ofan á Guðmund, hafi verið um hálft tonn að þyngd. Sem fyrr segir var Guðmund- ur Péturssop að flytja brott úr Ófeigsfirði og var ,ætlunin að kanna rekann áður en hann færi. Guðmupdur og kona hana áttu 5 syni og 3 dætur. Var Guð- ’mundur yngri næst elztur son- anna. Erling Bl. Bengtsson ■ tönleikaferð híngað arstjórans HannikaineiyS og ennfremur mun hann halda tvenna tónleika með Árna Kristjánssyni við píanóið og eru öll verk Beet- hovens fyrir cello og píanó á efnisskránni, þar á meðal fimm sónötur. Þá mun hann einnig halda tón- leika á ísafirði og á Akur- eyri. „Ég mun leika á hverju kvöldi að heita má“ segir hann. — Rytgárd. CELLOLEIKARINN Erling ^Blöndal Bengtsson, prófessor við Konunglega tónlistar- skólann í Kaupmannahöfn, leggur af stað á laugardag flugleiðis í hálfsmánaðar tónleikaferðar til íslands. Hann mun m. a. leika C- dur konsert Haydrts fyrir cello og hljómsveit með Sin- fóníuhljó'msveit íslands, und- ir stjóm finnska hljómsveit- Ársneyzla smjörs liggur hér í birgðum HÉR liggja nú smjörbirgðir sem nema 1200 tonnum og svarar það til ársneyzlu ís- lendinga á smjöri, en hún er 11—1200 tonn eftir því sem Éramleiösluráð hefir gefið upp. Talið er að sala jurtasmjör líkis, sem kom á markaðinn á þessu ári, hafi haft nokkur áhrif á smjörneyzluna sam- fara því að dýrafeiti er af sumum sérfræðingum ekki talin heppileg fyrir þá, sem innivinnu stunda, og hafa litla líkamshreyfingu. Sala smjörlíkisins nemur sem svarar 2—300 tonnum á ári og veldur því mjög litlu um smjörbirgðirnar. Blaðinu er ekki kunnugt hvort reynt verður að selja smjörið á erlendum markaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.