Morgunblaðið - 06.10.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.1965, Blaðsíða 14
14 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 6. október 1965 (ítgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. SÍLDIN, TÆKNIN OG VÍSINDIN Cíldaraflinn fyrir Norðaust- ^ ur- og Austurlandi á þessu sumri er þegar þetta er rit- að orðinn um 2,5 milljónir mála. Síldaraflinn sunnan- larids mun hins vegar nema tæplega 800 þúsund málum. Engum, sem eitthvað þekk- ir til þessara mála, blandast hugúr um að þessi mikla síld- veiði er fyrst og fremst árang- ur stóraukinnar tækni, full- kominna veiðiskipa og mikils dugnaðar og kunnáttu sjó- mannanna í að beita hinum nýju tækjum. Á þessu sumri hefur síld naumast nokkru sinni sézt vaða, þannig að hægt hefði verið að kasta nót á vaðandi síld. Miðað við þau veiðarfæri og tækni, sem þekktist fyrir aðeins örfáum árum, hefði þess vegna sára- litla eða enga síld verið hægt að veiða í sumar. En annað kemur hér einn- ig til. Það er þáttur vísind- anna, fiskifræðinganna og tækja þeirra og aðstoðar- manna. Vísindamennirnir segja nú fyrir um göngu síld- arinnar með miklu meira ör- yggi en áður. Er óhætt að fullyrða að aðstoð þeirra og leiðbeiningar í þágu síldveið- anna séu ómetanlegar. Allt ber þetta að sama brunni. Tæknin og vísiridin verða að haldast í hendur, og þau eru þegar í dag orðin frumskilyrði þess að íslenzkir bjargræðisvegir verði stund- aðir með góðum árangri, sem tryggi fólkinu góð og þroska- vænleg lífskjör. Engin ríkisstjórn á íslandi hefur haft eins glöggan skiln- ing á þessum grundvallar- atriðum og Viðreisnarstjórn- in. Undir hennar forustu hef- ur hvers konar rannsóknar- starfsemi og vísindastarf ver- ið stórlega eflt. Skipulag rannsóknanna hefur verið bætt, og auknu fjármagni varið til þeirra. Vitanlega má segja, að ennþá meira fjár- magn hefði þurft og ennþá stærri skref hefði þurft að stíga til uppbyggingar vís- inda- og rannsóknarstofn- ana í þágu bjargræðisveg- anna. En allir heilvita menn vita, að þessi litla þjóð hefur yfir takmörkuðu fjármagni að ráða. Hún hefur í ótal horn að líta, og þarf að sinna upp- byggingu á fjölmörgum svið- um þjóðlífs síns. Kjarni máls- ins er, að stjórn landsins og forráðamenn bjargræðisveg- anna hafa fullan skilning á gildi vísinda og tækni og vinna ötullegar en nokkru sinni fyrr að hagnýtingu beirra. FJÖLGUN MANN- KYNSINS OG MATVÆLA- FRAMLEIÐSLAN Fhtt mesta vandamál jarðar- ^ búa í dag er hin gífur- lega hraða fjölgun mann- kynsins. Á þessu ári er talið að íbúar jarðarinnar séu um 3,3 milljarðar talsins. Af þeim búa 214 milljónir í Norður- Ameríku, 245 milljónir í Suð- ur-Ameríku, 678 milljónir í Evrópu, 309 milljónir í Af- ríku, 1800 milljónir í Asíu og 18 milljónir í Ástralíu. Árið 2000, eða eftir 35 ár er hins vegar gert ráð fyrir að jarðarbúar verði orðnir um 6 milljarðar. íbúum Norður- Ameríku mun þá hafa fjölg- að um 64%, íbúum Suður- Ameríku um 157%, íbúum Evrópu um 15%, íbúum Af- ríku um 151%, íbúum Asíu um 89% og íbúum Ástralíu um 68%. Tölur þessar eru byggðar á upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Sú staðreynd blasir þess vegna við, að íbúar jarðar- innar muni allt að því tvö- faldast á næstu 35 árum. Það þýðir að þörfin fyrir matvæli mun jafnframt tvöfaldast á þessum sama tíma. Þá rís sú spurning, hvort það sé mögulegt að auka mat- vælaframleiðsluna svo stór- kostlega, og ef þeir möguleik- ar eru ekki fyrir hendi, hvort þá sé hungursneyð framund- an? Alvarlegasta staðreyndin í sambandi við hina gífurlegu fólksfjölgun er, að. fólkinu fjölgar langsamlega mest meðal fátækustu og frum- stæðustu þjóðanna, þ.e.a.s. meðal þjóða Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. Stór hluti þessara þjóða býr við tilfinn- anlegan matvælaskort. Þjóðjx Norður-Ameríku, Evróþu og Ástralíu geta auð- veldlega aukið matvælafram- leiðslu sína stórkostlega og fullnægt þar með sínum eigin þörfum. -Allt veltur á því að nægi- leg samvinna takist milli þeirra og hinna frumstæðari þjóða í baráttúnni gegn hungrinu. Því miður virðist fjölmennasta þjóð heimsins, Kínverjar, enga samvinnu vilja við vestrænar þjóðir, hvorki á sviði matvælafram- leiðslu, heilbrigðismála eða 80 milljónaborgir á jöröinni ManiikYninu íjölgar um þriðjung á mannsaldri JARÐARBÚUM fjölgaði um þriðjung á einum mannsaldri, þ.e. frá 1930 til 1963. Rúmur helmingur þessarar fjölgun- ar átti sér stað í Asíu. í>ar fæddust rúmlega 63 nýir íbúar á hvern ferkílómetra. Aðeins á fyrstu þremur ár- um þessa áratugs fæddust í heiminum 170 milljónir barna, segir í yfirliti yfir síð- ustu rannsóknir Sameinuðu þjóðanna á þessum vett- vangi. Árbók Sameinuðu þjóð- anna 1964 um fólksfjölda í heiminum hefur að geyma skýrslur frá 140 löndum og 80 landsvæðum um land- rými, fólksfjölda, fæðingar, dánartölu, brúðkaup, hjóna- skilnaði og efnahagskjör íbúanna. 80 milljónaborgir í heiminum eru nú 80 milljónarborgir. Fyrir 20 ár- um var tala þeirra aðeins 30. Sextán borgir hafa meira en 3 milljónir íbúa. í Kína eru 14 milljónarborgir, en í Evrópu eru þær samtals 17. Borgir með meira en 3 milljónir íbúa eru: Tókíó, New York, Sjanghai, Moskva, Chicago, Lundúnir, Bombay, Peking, Kaíró, Rio de Jan- eiro, Tíentsin, Sao Paulo, Osaka, Mexíkóborg og Kal- kútta. Kaíró er nú stærsta borg Afríku með 3,5 milljónir íbúa. Tókíó er enn stærsta borg heims, með 8,7 milljónir íbúa. París hefur enn ekki náð þriggja milljóna mark- inu, en þar búa nú 2,7 millj- ónir manna. Barnadauði minnstur í Svíþjóð Á síðustu árum hefur tala fæðinga aukizt í 15 Evrópu- löndum, m.a. í Danmörku, Noregi og Sviþjóð. Barna- dauði hefur minnkað í 113 af 180 löndum og landsvæðum. >ó deyja enn um 200 af hverjum 1000 nýfæddum börnum í löndum eins og Malí, Miðafríkulýðveldinu, Kongó (Brazzaville) og Níg- er. f Svíþjóð er dánartala barna lægst, )5 á hver 1000 nýfædd börn. Konan lifir lengur í öllum löndum nema fjór- um — Ceylon, Kamibódju, Indlandi og Efri-Volta — get ur konan vænzt lengri líf- daga en karlmaðurinn. I Bandaríkjunum á nýfætt stúlkubarn að jafnaði 73 ævi- ár fyrir höndum, en svein- barn 67 æviár. . í Indlandi getur nýfætt stúlkubarn hins vegar vænzt þess að lifa aðeins um 41 ár, en sveinbarn 42 ár. Hins ber þó að gæta, að hinn mikli barnadauði lækkar meðalald- urinn til muna. Þannig er t.d. meðalaldur karlmanna í E1 Salvador 45 ár, en sé reiknað með þeim sem lifa fyrsta æviárið hækkar meðal aldurinn upp í 52 ár. Færri brúðkaup Hæsta tala brúðkaupa á hverja 1000 íbúa er í Evrópu og Sovétríkjunum. í 75 lönd- um hefur hlutfallstala brúð- kaupa lækkað síðan 1960, t.d. í nálega öllum löndum Mið- og Suður-Ameríku. í Banda- ríkjunum og Kanada hefur talan aftur á móti hækkað. Tala hjónaskilnaða í Evrópu sveiflast milli 2 og 10 á hverja 5000 íbúa. í Banda- ríkjunum koma 11 hjóna- skilnaðir á hverja 5000 íbúa, en í Mið- og Suður-Ameríku aðeins 1—2 skilnaðir. 1000 milljónir jarðar- búa ólæsar Um 40 riki áttu fulltrúa á alþjóðaráðstefnu menntamála ráðherra sem UNESCO gekkst fyrir í Teheran dag- ana 8.—19. sept. að frum- kvæði Íranskeisara. Sam- kvæmt síðustu skýrslum UNESCO eru nú 700 milljón- ir jarðarbúa ólæsar, en séu hinir hálfólæsu teknir með verður talan 1000 milljónir. Ráðstefnan fjallaði um vandamál ólæsis í heiminum. i i i i Kynþáttaóeirðir hafa staðið a ð undanförnu í bænum Crawf ordville í Georgiufylkl i Banda ríkjunum. Þessi mynd var tekin þar fyrir fáeinum dögum, og sýnir hún lögreglumenn skilja hvítan ungling (t. h.) og mannréttindabaráttumann e inn. menningarmála. Það er hinn ofstækisfulli boðskapur hins alþjóðlega kommúnisma, sem er erfiðasti þröskuldurinn í baráttunni gegn skorti og vannæringu meðal hundruð milljóna manna í heiminum í dag. ÓPÓLITÍSK ÚTGÁFUSTARF- SEMI fpíminn í gær fárast yfir því að Almenna bókafélagið hefur gefið út rit Bjarna Benediktssonar „Land og lýð- veldi“ og segir m.a. að bein- ast lægi við „að Almenna bókafélagið gæfi út í.bók ræð- ur Hermanns Jónassonar“. — Þetta er mjög athyglisverð og góð hugmynd hjá Tímanum og mundi Mbl. fyrir sitt leyti stuðla að því, að ræður Her- manns yrðu gefnar út á veg- um Almenna bókafélagsins eða einhvers annars útgáfu- fyrirtækis — auðvitað að því tilskildu að Hermann Jónas- son tæki saman eftir sig í slíka bók efni, sem honum fyndist sér samboðið. Að því leyti getur Mbl. tekið undir ummæli Tímans. Almenna bókafélagið er ópólitískt útgáfufélag og sitja í bókmenntaráði þess, Stjórn og fulltrúaráði menn úr ýmsum flokkum, með ólík- ar skoðanir, þ. á m. Fram- sóknarmenn. Útgáfustarfsem- in mótast af ýmsum sjónar- miðum, en auðvitað leggja forráðamenn fyrirtækisins á- herzlu á að gefa út þær bæk- ur sem erindi eiga á markað, án tillits til þess hvort stjórn- málamenn eiga í hlut eða aðrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.