Morgunblaðið - 20.10.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.10.1965, Blaðsíða 3
MiSvffiruclagur 20. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ t VEÐRIÐ er unaðslegt, að vísu lágskýjað og fjöllin hulin þoku, en allt það er sést speglast í vatnsfletinum, rétt eins og undir ^firborðinu sé annar heimur, spegilmynd þessa heims. Við erum staddir við Þiðriks vallavatn fimmtudagsmorgun einn fyrir skömmu. Á vatninu synda álftahjón í tiginni ró og út úr þokunni heyrist him- briminn „hljóða 1 fótinn". Það Á vatninu syntu álftahjón með unga Fyrir miðju sést stiflan. Við Þiðriksvallavatn og Þverárvirkjun virkjuninni, þakklátir fyrir að hafa fengið að skoða hana eigum við enga ósk heitari, en allir landsmenn megi í ná- inni framtíð verða þeirra gæða aðnjótandi, sem raf- magnið er. m.f. er friðsælt og fallegt þarna sem við stöndum og njótum kyrrðarinnar ásamt Þórarni Ó. Reykdal stöðvarstjóra í Þverárvirkjun. Þórarirui Ó. Reykdal sýnir okkur stíflu raforkuversins, en frá henni rennur Þverá eftir stokk til orkuversins. Hann segir okkur að stíflan sé ein sinnar tegundar hér á landi. Hún er bogin og snýr boginn á móti vatnsþungan- um. Lítið vatn var í Þiðriks- vallavatni í haust, enda hafa miklir þurrkar verið í sumar. Þórarinn segir okkur að nú séu 16 bæir í Kirkjubóls- hreppi, sem fái rafmagn frá virkjuninni, þrír í Hólmavík- urhreppi ásamt Hólmavík, sem hefur um 400 ífoúa og 11 bæir í Kaldrananeshreppi. Við spyrjum Þórarin, hvenær Kollafjörður og Bitra fái raf- magn, svo og Bjarnarfjörður fyrir norðan. Hann segir: — Það er óvist, en unnið er að því af þingmönnum kjördæmisins. Hins vegar er komin lína yfir Tröllatungu- heiði í A-Barðastrandasýslu, rafmagnsmálum hér? — Framtíðin er sú að kom- ið verði á samveitum állra virkjana norðanlands, þ.e.a.s., að með tímanum verði allar virkjanirnar eitt rafveitu- kerfi. — Hafið þið orðið mikið varir við lax í Þverá? j, — Já mikil ósköp. í sumar þegar hann gekk hvað mest mátti iðulega sjá hann reyna að komast inn í hverflana, en þeir voru girtir með neti, svo að þeir komust að sjálfsögðu ekki inn í þá. — Hve margir vinna í raf- stöðinni hér? j — Það er nú ekki nema einn og hálfur maður, segir Þórar- inn og brosir. — Ég hef hér til aðstoðar mér mann, er vinn- ur hólfan daginn, segir hann til skýringar um leið og við kveðjum hann. — Þegar við höldum frá Þórarinn Ó. Reykdal, stöðvarstjóri virkjunarinnar. Stíflan. Stokkurinn neðst á mynidinnl liggur að stöðvarhús- inu og um hann rennur vatnið til hverftanna. Orkuverið framleiðir 1600 kílóvött rafmagns. Það var vígt í desember 1963 og var þá í því einn danskur rafall, 400 kílóvött að stærð. í fyrra var svo stöðin stækkuð, er keyptur var nýr rafall til við- bótar af tékkneskji gerð. Er hann 1200 kílóvött að stærð. 1 Reykhóla- og Geirdalshrepp, en þar eru um 50 bæir, er njóta rafmagns frá Þverár- virkjun. Þá er verið að ljúka við línu yfir Gilsfjörð, í Saur- bæ í Dalasýslu. Línan yfir Tröllatunguheiði mun ná að Stað á Reykjanesi. — Hver er svo framtíðin í Stöðvunarhús Þverárvirkjunarinnar. Göngurnar voru bara sumarfríið mitt — segir lögregluþjónninn, sem brenndist Mbl. átti í gær samtal við Ólaf ísólf Jónsson, lögregluþjón ó Selfossi, en það var hann sem brenndist á fótum í geinni göng um Hreppamanna óg fór þessar 8 daga göngur með 2. stigs forunasár á fótum. Hann sagði svo frá óhappinu: — Þetta gerðist fyrsta kvöldið sem við vorum á ferðinni, í gangnamannakofanum í Hóla- skógi. í þessum leitarmannakof um er bálkur innst, þar sem mennirnir hafast við, en hross- in eru þar fyrir framan. Við vorum uppi á pallinum og ég að elda súpu á prímus. Ég missti þá sokkaplögg eða eitthvað þess háttar fram af og fór að teygja mig í þau. Dró ég þá með mér ábreiðu, sem prímusinn stóð á, og sjóðheit súpan helltist úr pott inum yfir fæturna á mér. Ég var farinn úr stígvélunum, og reif mig strax úr sokkum og kældi fæturna í köldu vatni. En ekki var nægilega mikið vatn inni. Við bjuggum svo um þetta til bráðabirgða og þannig var það alla ferðina. — Var það ekki sárt? Datt þér ekki í hug að snúa við? — Jú, það var sárt, einkum meðan blöðrurnar voru ó- sprungnar, en þær sprungu á fyrsta degi. Að vísu datt mér i hug að snúa við, en taldi að ég þyrfti að vera verri til þess- Annars er ég á batavegi. Það var að byrja að koma vilsa úr sárunum, þegar ég kom heim. — Ekki átt þú, lögregluþjón- inn, fjallaskil? —Nei, þetta var bara sumar- fríið mitt. Ég hefi verið viðloða í Hreppnum og farið í göngur á haustin, þegar tækifæri hefur gefizt. Frændi minn býr í Skaft holti og ég fór fyrir hann. Við fengum ágætis veður og göng- urnar gengu vel. — En hvernig var með hross- in? Þau veiktust? — Já, það var fjandans fár í þeim einn daginn, þau hafa feng ið hrossasótt af heyinu. Sérstak lega var eitt hrossið fjársjúkt. Ég var með trússwhestana tvo þennan dag og kom á undan hin um í áningarstað. Ég dældi strax í þá lyfjum, sem við höfðum með okkur. Já, við höfúm alltaf lyf í göngum og þarna sýndi sig áð ekki er vanþörf á. Þetta lag- aðist svo. — Er ekki lítið fyrir 4 menn að hafa 6 hesta ef hestur forfall- ast? — Við höfum trúss á tveimur ’hestum. Ef einn fellur úr, þá er ekki um annað að ræða en skilja eftir dót. Það sem tak- markar hestana er húsrýmið í kofunum. í þessum göngum eru hestarnir alltaf geymdir inni. Síðan 1968 fara 4 menn í eftir- leit, áður voru þeir aðeins 3. — Og nú ertu kominn í vinnu og farinn að ganga aftur á göt- unum? — Já, ég er að lagast. Annars er ég ekki mikið úti við. STAKSTIINAR Ljót fregn Svo sem kunnugt er. hefur Þjóðviljinn tekið að sér að vera málsvari ofbeldis- og kúgunar- stefnu kinverskra kommúnista. Hefur blaðið haldið uppi hörðum vörnum fyrir kínverska komm- únista, og jafnvel þegar utanrík isráðherra þeirra flutti ræðu á blaðamannafundi fyrir nokkrum vikum, sem vakti óhug um heim allan, þótti Þjóðviljanum lítið til koma, og ekki tiltökumál, þótt ráðamenn í Peking „sýndu ekki verðuga kurteisi í orðavali“. Nú er hinsvegar komið í ljós, að þessi afstaða Þjóðviljans er ekki hin almenna afstaða kommúnista hér á landi til Kína. Annað mál- gagn kommúnistaflokksins, Verkamaðurinn . á Akureyri, sagði fyrir skömmu, að „ræða sú, sem utanríkisráðherra flutti i gær yfir blaðamönnum austur þar, er einhver ljótasta, sem út- varpið hefur frá greint um lang an tíma, ef rétt hefur verið með farið“. „Ósk um stórslátrun mannfólks" Og Verkamaðurinn heldur á- fram og segir: „Þegar forustumaður Kínverja iætur í ljós ósk um styrjöld, birt ir öðru mesta herveldi heims eins konar hólmgönguáskorun, þá fer hrollui' um venjulega menn. Það er í raun réttri verið að láta í ljós ósk um stórslátrun mann- fólks“. Og síðar í sömu grein, segir Verkamaðurinn á Akur- eyri: „Nei, það hefur enginn hvort sem hann er Kínverji eða Bandaríkjamaður, eða af hvaða þjóðerni sem hann er, leyfi tii þess að óska eftir stríði og tor- tímingu mannslífa, slikt er glæpamennska af verstu teg- und“. Greinilegt er af þessum um mælum Verkamannsins á Akur- eyri, að sá armur innan komm- únistaflokksins, sem Björn Jóns son tilheyrir, vill ekki fullkom- lega sætta sig við þá nýju stefnu, sem Þjóðviljinn, undir forustu Kínafarans, hefur markað í af- stöðu kommúnista hér á landi til RílTa. Þess vegna hefur málgagn Björns Jónssonar á Akureyri, talið ástæðu til að láta koma skýrlega í ljós afstöðuna til Kína, og þess sem þar er að gerast, sem gengur algerlega í berhögg við skrif Þjóðviljans um sama mál, og er raunar hægt að túlka á þann veg, að skrif Þjóðviljans um málefni Kína séu „glæpa- mennska af verstu tegund“. KommúnistŒr klofnir í afstöðu til Kína og Rússlands Nú er komið í ljós, að komm- únistar sem hafa verið algerlega klofnir vegna ágreinings um skipulagsmál Alþýðubandalags- ins síðustu árin, eru nú ekki lengur aðeins klofnir um þau mál, heldur speglast nú í flokki þeirra átök, sem fram fara um heim allan milli Sovétríkjanna og Kína um hylli kommúnista- flokka heimsins. Kínverjar hafa hcldur sótt á í þessum efnum, en að óreyndu töldu menn lík- legt, að kommúnistaflokkurinn hér á landi mundi halla sér að Sovétríkjunum af ýmsum áatæð um. — Nú hefur Þjóðvilj- inn hinsvegar markað skýra stefnu með Kína og Verkamaður inn á Akurteyri hefur markað skýra stefnu móti Kína. Kömm- únistaflokkurinn hér á landi er nú eins og aðrir kommúnista- flokkar í heiminum, algerlega klofinn í afstöðunni til Kína og Sovétríkjanna og mun það varla auðvelda sættir í þeim deilum, sem þegar hafa staðið nokkur ár, og verða sífellt djúpstæðari og erfiðari viðureignar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.