Morgunblaðið - 20.10.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.1965, Blaðsíða 20
r MORCU N BLAÐID Miðvikudagur 20. október 1965 20 Jóhann Siemen for- stjóri — Minningarorð VINUR minn, Jóhann Siemen, Liibeck, kvaddi þennan heim þann 27. ágúst sl., eftir stutta legu, þá 69 ára gamall. Minning- arathöfn fór fram í Liilbeck 31. égúst sl., en jarðneskar leyfar hans voru fluttar til Kappeln og jarðsettar þar við hlið konu hans, í ættargrafreit. Mig langar til að skrifa nokk- ur orð um Jóhann Siemen, sem í fyrsta iagi var sannur vinur minn, auk þess, sem mér var kunnugt um, að hann átti fjölda vina og kunningja á íslandi sér- staklega í Reykjavík, þar sem hann bjó og starfaði um 13 ára ekeið. Á fyrstu árum sínum í Reykjavík giftist hann Dorotheu Heserich, frá fæðingarbæ sínum Kappeln. Frú Dorothea Siemen dó eftir langvarandi vanheilsu í Liibeck hinn 31. okt. 1961, þá 61 árs að aldri. Þau eignuðust eitt ibarn meðan þau 'bjuggu í Reykja vík, son, Hans Jiirgen. Hann stundar nú land'búnaðarstörf skammt frá Lúbeck. Hjónaband Siemens var hamingjusamt og til fyrirmyndar, enda var Dorothea mikilhæf ágætiskona, stóð við hiið manns síns í blíðu og stríðu meðan þau fengu að vera sam- an. Jóhann Siemen ólst upp í Kappeln. Hann lærði skipstjórn í Eckernförde. Sigldi síðan um árabil á þýzkum barkskipum um öll heimsins höf. í byrjun fyrri heimstyrjaldarinnar var skip VITASKULD HEFURÐU EINHVERN TÍMA ORÐIÐ SVANGUR. VAR ÞÁ EKKI GOTT AÐ TAKA TIL MATAR SÍNS? Þú vilfr, að allir hafi nóg oð borða, — og sízfr af öllum mundirðu neifra hungr- uðu barni um brouð. Þriðjo hverfr barn, sem fæðisfr ó 20. öldinni, á þess engan kosfr að lifa eðlilegu lífi, af því oð brouðið vonfrar. FJÁRSOFNON I NÓVEMBER hans statt á Miðjarðarhafi á sigl- ingu til Þýzkalands og var þá tekið af brezku herskipi. Siemen var færður í fangabúðir á „Isle of Man“, þar dvaidi hann rúm 4 ár. Þann tíma notaði hann vel og lagði af kappi stund á mála- nám og kenndi einnig mál í fangabúðunum. Siemen var mik- ill málamaður, talaði auk þýzku, ensku, spönsku, frönsku, ítölsku, isienzku, norðurlandamálin, dönsku, sænsku og norsku, auk þess sem hann var nokkuð inn í ýmsum öðrum málum. Eftir fyrra stríðið fór Siemen aftur í siglingar og að því kom, að skip hans lenti í Reykjavík. Þá var Siemen sj'úkur og lá á spítaia í Reykjavík um hríð. Þegar hann aftur fékk heilsu réðist hann hjá Nathan & Olsen í Reykjavík og starfaði hjá þeim, þar til hann varð starfsmaður hjá H. Bene- diktssyni & Co og Bernhard Petersen, en eins og áður er sagt var hann i Reykjavík í rúm 13 ár. Siemen var starfsmáður mik- ill, naut trúnaðar yfirmanna sinna og var góð vinátta milii hans og þeirra ágætismanna, 'HallgTÍms Benediktssonar og Bernhard Petersens, meðan þeir voru á lifi. Siemen var þaui- kunnugur afurðasölumálum ís- lendinga, meðan hann var í starfi hér á landi og raunar meðan hann lifði, eins og ég mun koma að síðar. Hann íerðaðist mikið á árum sinum hér, útvegaði sam- 'bönd erlendis og sá um afurðar- sölumál. Sum þessara sambanda standa enn í daga og hafa reynzt þjóðinni vel. Siemen var mikiil hljómiistarunnandi, spilaði sjálf- ur og söng gjarnan undir. Hann starfaði nokkuð í „Germaníu“ í GtSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8. Sími 11171. tSrlpp - dropp Kðflótt barnaregnföt frá verksmitfjunni Vör Stærdirá 2ja-5ára. M Austurstræti Reykjavik, var alls stáðar hrók- ur alls fagnaðar, léttur og vel látinn af öllum, sem voru svo heppnir að kynnast hönum. Á ís- landi leið honum vel og sagði hann oft, að þar hefðu verið sín beztu ár. Hann talaði einnig oft um kunningja sína á Islandi og alltaf með sömu hlýjunni. Hann keypti Morgunblaðið og fylgdist með, er gömlu kunningjarnir voru að kveðja smátt og smátt. Einnig keypti hann fiskiritið „Ægir“ og reyndi að fylgjast með afurðarsölum héðan, en þar var hann með hugann. Á árum sínum hér varð Siem- en svo lánsamur að geta bjargað 9 ára dreng frá drukknun. Ekki veit ég hvar þetta var eða um hvern var að ræða, en þetta kem- ur fram í ágætu kvæði, sem ort var til hans af þýzku skáldi, sem hér var á ferð á þessum árum. Árið 1939 fluttust hjónin til Schleswig í Þýzkalandi, og tók Siemen þar við fyrirtækjum afa síns. Svo kom seinna stríðið og ailir erfiðleikar, sem slíkum hildarleik er samfara. Síðar varð Siemen svo heppinn að kynnast hinum ágæta manni, aðalræðis- manni hr. Árna Siemsen í Lu- beck og réðist hann til starfa hjá honum í tvö ár og komst þá að nýju í samiband við afurðarsölu- mál ísiands. Síðar varð hann for- stjóri í íslandsdeild hjá firmanu Hanseatie Trading Company f Hamburg og þar starfaði hann til 1961 að hann seftist í helgan stein. Þegar kona Siemens dó tók við heimilinu frænka hans frú. ína Schröder frá Kiel. Ég vil þakka henni ástúðlega umhyggju vinar míns og heimilisins þau ár. Þú fyrirgefur, vinur, hve þessi skrif mín eru fátækleg, en ég hefi sett þau fram vegna hinna mörgu kunningja þinna, sem enn lifa á fslandi, og sem e.t.v. vita ekki enn, að þú hefur kvatt. Svo vii ég þakka þér og þinni elskulegu konu allar ánægjustundir bæði á íslandi og heimili ykkar í Þýzkalandi. Mér datt ekki í hug að svo stutt væri eftir, þegar ég heim- sótti þig í Liibeck í ágúst sl. en tveim dögum síðar varstu horf- inn. Að endingu vil ég kveðja þig og þakka þér og konu þinni alla vináttuna, traustið, sem ég alltáf fann hjá þér en síðast en ekki sízt, hversu tryggð þín var mikil til íslands og allra ísiend- inga, sem þú náðir til. Ég veit að hér tala ég fyrir munn fjöl- margra manna. Þú og kona þín eruð komin heim og kunningar ykkar biðja velferðar syninum, sem hér dvel- ur enn. Óskar Sigurðsson. Herdís Jónsdóttir trá Þverhamri i Breiödal ÞAÐ hefur aldrei orkað tví- mæilis þeirra ,sem til þekkja, að Breiðdalur í Suðurmúlasýslu sé í tölu hinna fegurri og búsæld- arlegri sveita hér á landi. Utar- lega í Breiðdal er bærinn Þver- hamar í fögru umlhverfi. Þar hefur um langan aldur búið margt mætra manna og verið mikill rausnargarður. Alla jafn- an hefur verið margbýlt á Þver- hamri og ein þeirra kvenna, sem þar skipaði húsfreyjusess um langt árabil á fyrri helmingi þessarar aldar. Herdís Jónsdótt- ir, er nýlega látin í Reykjavík, 83 ára að aldri. Ekki er ég svo fróður eða minnugur að ég muni gerla um ætt Herdísar heitinnar, en það hygg ég, að hún hafi verið af austfirzku bergi brotin, en ég kynntisit henni ekki fyrr en hún var komin á miðjan aldur. Það er nú liðinn rösklega hálf ur fjórði áratugur síðan ég lítill drengur labbaði í fyrsta skipti inn til Herdísar á Þver- hamri. — Ekki er þvi að leyna að helzt til mun karlmennsku undirritaðs hafa verið áflátt hinn fyrsta dag í „kaupamennskunni“ á Þverhamri. Grét ég sáran yfir því ranglæti að vera sendur úr foreldráhúsum um langan veg I og skilinn eftir hjá ókunnu fóiki. En hér fór ,sem foreldra mína hafði grunað, að slíku ástríki umvafði mig þessi fjölskylda, að ég minnist þess ekiki, að aðr- ar stundir í lifi minu hafi veitt mér rneiri ánægju, en þau sum- ur sem ég dvaldi á Þverhamri, en þau urðu allmörg að lokum. Eftir . fyrsta sumarið mitt á Þvehhamri varð heimilið fyrir þeirri sáru sorg, að húsbóndinn, Ámi Guðmundsson lézt af völd- um lungnabólgu, mjög fyrir aid ur fram. Enda þótt ég væri barn að aldri man ég Áma heitin vel, hann var fríður maður og glaðvær, kallaði mig „kaupa" sinn og þótti mér mikið til þeirr ar nafngiftar krma. Eftir lát manns síns bjó Herdís heitin á- fram um mörg ár með börnum sínum tveim, se:n þá voru á . unglingsaldri. Sonur hennar Guðmundur býr ennþá á Þver- hamri, en dóttirin, Þórdis er gift í Reykjavik og hjá henni og Magnúsi manni hennar hafði Herdís heitin dvalið hin síðari árin. Lengi vel á meðan heilsan leyfði fór hún á sumrin austur í átthagana á fund ættingja og vina. Nú þegar Herdís á Þvehhamri er dáin, þá streyma fram í hutí- ann óteljandi minningar frá bérnskuáruhum, þegar þessi góðviijaða og gæzkurika kona gekk mér í móðurstað, sumar eftir sumar. Ég sé hana fyrir mér sívinn andi frá morgni til kvölds, inni og úti, hugsandi um það eitt, að láita fólki sínu líða vei, haf- andi þó engin þau þægindi, sem nú mega kallast sjáifsögð á hverju heimili. Af einskærum góðvilja hafði hún svo tekið að sér strákpatta, sem oft varð að stagla í skó og stoppa.í sokk af, en ekki var alltaf jafnþakklátur og hlýðinn, svo sem vænta hefði mátt. Mér er alveg Ijóst að ég stend í mikiiii þakklætisskuld við þessa góðu konu sem og börn hennar og ég varð aidrei var við annað en ég væri einn af þeim. Minnugur er ég þess, að 'þegar ég bar gæfu til þess að verða Hevctisi að einhverju liði þá hafði hún aðdáanlegt lag á að láta mig finna, að nú hefði ég vel gert. Ég er heldur alls ekki viss um, að mér hafi í annan tíma á ævinni fundizt að mér hafi verið sýndur meiri trúnaður, en þegar Herdís kall- aði á mig og bað mig að halda fyrir sig í halann á kusu á með- an hún mjólkaði. — Það er ó- mæld sú mjólk, sem hvarf ofan í mig í búrinu á Þverihamxi að loknum siíkum trúnaðarverkum. Margs er að minnast og af mörgu að taka og enn í dag er mér það mikill yndisauki, að rifja upp við lítinn son minn bernskuáx mán á Þvehha'mri og víst er um það að þessum syni minum er orðið harla minnis- stætt hvað þeir hétu hundarn- ir og hestarnir á Þvehhamri íyr- ir þrjátíu og fimm árum. Nú sem fyrr verður enginn héraðsbrestur þótt gömul og þreytt allþýðukona, hverfi á fund feðra sinna. En vel megum við minnast þess, að þetta hljóð- Játa og kyrrláta fólk, á líka sinn þátt í þvi að skrá sögu þessa lands og skila því byggilegra og lífvænlegra í hendur afkom- endum sínum en áður var. ____- Herdás Jónsdóttir var ein af þeim, sem vann sitt lífsstarf í í þessari hljóðiátu fylkingu. Nú skal hún kvödd hinztu kveðju og þakkað af alhug allt, sem bún var mér á þeim áruim, sem öllum börnum er nauðsynJegt að hJjóta hlýju og gott atlæti. Hún var sú kona, mér vandalaus, sem ég á 'mest að þakka. — Guð blessi minningu hennar. — Emil Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.