Morgunblaðið - 20.10.1965, Blaðsíða 13
MiSvfltudagur 20. október 1965
MORCU N BLADID
13
j orlofi húsmæðra aö Sæl-
ingsdalslaugum í Dalasýslu
| HELMINGUR
1 MANNKYNS SVEI.TUR
1 j ■: 5í)U »;:.»> ) }'((;*
/ VIÐ vorum 26 húsmæður
frá Suðurnesjum sem lögðum
af stað í „orlof“ 10,—20. ágúst
el. að Saelingsdalslaugum í
Dalasýslu. Þetta var ánægður
hópur á öllum aldri, og flest-
ar okkar höfðu ekki komið á
Iþessar slóðir fyrr, svo ekjd
leyndi sér eftirvæntingin í
evipnum, enda var þetta al-
gert frí okkar og engin bönd
eem fjötruðu okkur við heim-
ilin eða annað. Þetta var í
blíðskaparveðri eins og alltaf
hefur verið á þessu sumri. Þeg
ar komið var yfir Bröttu-
brekku og allar brýrnar á
þessari leið að baki (einhver
taldi 34) var komið í Sokk-
ólfsdalinn. Þar sýndist okkur
mokkrir bæir vera í eyði, en
j þarna var einn sem sjáanlega
6tóð á gömlum merg, þó húsa-
| feynni væru gömul, þar var
j Breiðabólsstaður. BíUinn hélt
éfram niður í Miðdali, fallega
og blómlega sveit, þar sem áð-
ur fyrr bjuggu stórbændur
*neð nm 20 manns í heimili,
imeð börnum, því bændur áttu
i þá daga mörg böm, „kýr
*neð hverju bami“, sögðu þeir,
„og svo fjölgaði öllu“. Okkur
var Sagt að einn þeirra hefði
étt 23 börn með sömu konu,
og þá fannst sumium okkax
wóg um. Þarna var Fellsendi,
eem stóð undir fallegu fjalli
©g áin (Miðdalsá) rann rétt
fyrir neðan túngarðinn. Einka
eonur bóndans vildi ekki taka
við jörðinni og búa, hann
gerðist heldur kaupmaður í
Reykjavik. En áður en hann
<dó, barnlaus og ógiftur, arf-
Jeiddi hann hreppinn að jörð-
inni fyrir elliheimili, og þarna
var að rísa stór bygging.
f>arna kcami þrir bæir, sem all-
ir hétu Skógur. Svo það virð-
ist einhvern tíma hafa verið
um mikinn skóg að ræða, þótt
iþess sjáist engin merki nú.
ÍÞessi dalur hefur kannski í
tfyrndinni verið barmafullur af
6kógarilm, en það hefur ver-
ið gott að sækja hríslur í skóg-
inn að vetrinum til að ylja upp
köld húsakynni. Og svo hefur
ekógurinn máske í frostavetr-
um bjargað búpeningnum frá
íelli.
Bíllinn rennur áfram niður
Laxárdal, við sjáum kirkju,
það er Hjarðarholt. Presturinn
sem þar bjó fyrir mörgum ár-
um og Ólafur hét, hélt ung-
mennaskóla í nokkur ár fyrir
ungu mennina í sveitinni. Nú
er þar enginn prestur lengur.
Þarna er Asgarður. Var það
ekki þar sem 23 börn fæddust
ef sömu móður? Og þarna sjá-
um við skáldabæinn Ljár-
ekóga, og nú blasir skólinn við,
þar sem við eigum að dvelj-
ast í 10 daga. Við rennum í
hlaðið. Jú, þarna stóðu Kópa-
vogskonurnar í tröppunum og
heilsuðu okkux með söng „1
feyrrláta lognblíða biænurn".
Það er fagurt í kvöldskininu
og kyrrðinni á kvöldin að
horfa yfir dalinn. Hann er
tfrekar krappur og hátt fjallið
löðru megin. Á rennur eftir
miðjum dalnum og hár og
eterklegur stapi trjónar beint
upp úr sléttri grundinni. Þ?r
bjuggu tröll í gamla daga. 1
þjóðsögum Jóns Árnasonar
er löng saga um þennan Stapa
og tröllin, en það er ekki rúm
að segja hana hér. Nú eru
víst öll tröll löngu dauð, þau
lifðu í hugum fólksins þá eins
og veruleiki.
Skólahúsið er virðulegt og
tðlaðandi, enda nýlega byggð-
*r annax éndinn. Svo er sund-
laugin og skólastjórabústaður-
inn rétt fyrir ofan. Svo förum
við sumar í laugina á hverjum
morgni, vatnið er svo sérstak-
lega mjúkt og létt. Það rennur
í hana frá heitri uppsprettu og
okkur fannst við vera eins og
geimfárar, svo léttar vorum
við í vatninu. Svo skemmtu
konurnar sér sjálfar með ýmsu
móti, upplestri, söng og svo
náttúrlega með handavinnu og
rabbi. Ein okkar var svo hug-
ulsöm að komá með sbugga-
myndavél og sýndi okkur
myndir af ýmsu tagi nokkur
kvöld ,stundum var farið til
berja, en það er talsvert á fót-
inn að ganga upp fjallið, þar
sem eru bláberin. Dagamir liðu
ótrúlega fljótt. Það var líka
dásamlegt að ganga að góðu
matarbórði, og þurfa hvorki
að elda eða vaska upp. Það
fannst þeim, sem gert hafa
það yfir 40 ár.
Sunnudaginn, sem við vorum
þarna kom presturinn frá
Hvammi, ungur rnaður, sem
er kvæntur ískri konu. Hann
prédikaði í setustofunni og tal
aði alla ræðuna bókalaust, og
svo sungum við, því það var
enginn söngflokkur til staðar.
Þetta var allt svo frjálst, okk-
ur fannst bara ófært að hann
skyldj ekki vera í hempu.
Einn daginn var farið í kynn
ingarferð kxingum nesið, en
það er Hvammssveit, Fells-
strönd, Skarðsströnd og Saur-
bær. Bíllinn var fenginn frá
Stykkishólmi og það var há-
talari í honum, en kynnir var
skólastjórafrúin að Laugum. Á
hæðinni út með sjónum er dá-
lítið fell. Þar stóð krossinn
hennar Auðar djúpúðgu land-
námskonu og sómdi sér vel.
Óskirnar rætast stundum, og
ég vildi að litla sonardóttir
mín, sem heitir hennar nafni,
yrði trúuð og mikil kona eins
og hún var. Það eru margir
Breiðfirðingar komnir út af-
henni,
í dag er ég eitthvað svo
sjálfsglöð, það er máske vegna
þess að nú er ég komin á
slóðir forfeðranna. Þama er
bærinn Knarrarhöfn, sem fað-
ir minn átti í mörg ár, og
erfði eftir afa sinn. Bóndinn,
sem þar bjó þá, hét Þorgils,
vel vitiborinn og mætur mað-
ur. Afkomendur hans em
margir menntamenn og konur.
Þama er Staðarfell, húsmæðra
skóli. Margar stúlkur af Suð-
urnesjum hafa dvalizt vetrar-
langt í þessum skóla. Það var
slæmt að geta ekki farið þang-
að heim og skoðað staðinn.
Ofckur var sagt að stæði yfir
viðgerð á skólanum. Og þarna
er bóndabær niður við sjóinn,
og menn að bera lax út í rút-
una, sem var á undan okkur.
„Héx býr oddviti sveitarinnar"
sagði kynnir og hér mundi ein
okkar geta fengið ráðskonu-
stöðu, því hér búa 4 bræður
ógiftir og ráðskonulausir.
Þetta vakti kátínu í bilnum.
Svo er haldið áfram að Vogi,
fæðingarstað Bjarna alíþingis-
manns. Þama er allt í eyði, en
stytta af honum er þaxna úppi
í hlíðinni. Hún hefði notið sín
betur ofar, en einhver sagði,
að það hefðu verið gamlir
menn, sem voru að stritast við
að koma henni upp, og hefðu
ekki getað komið henni lengra!
Áfram er haldið og þarna
blasir við augum allur eyja-
klasinn á Breiðafirði, sem voru
blómlegar og byggðar áður
fyrr, en eru nú allar í eyði.
Það er sagt að eyjabændur
hafi verið efnaðir og miklir
fjárbændur, því féð hafi geng-
ið sjálfala í eyjunum á vetr-
um. Nú glampar á tórp húsin.
Ósjálfrátt spyr maður út í
bláinn: „Verða þessar eyjar
nokkurn tíma byggðar aftur?“
Það er haldið áfram gegnum
klofninginn, sem eru háir klett
ar eða björg, sem klofr.að haia
í sundur og vegurinn liggur
milli þeirra. Og nú komum'við
að Skarði,. hinum umtalaða
stað, þar sem sama ættin hef-
ur búið í 400 ár Hingað hefur
mig alltaf langað til að koma,
hér var móðuramma mín elin
upp og ég ber hennar nafn.
Móðir hennar hafði venð
vinnukona hjá sýslumanns-
hjónunuin, og hér hafði anima
fæðst. Seinna giftist móðir
hennar- einum vinnumanninum
sem Ólafur hét, og þau bjuggu
á einni hjáleigunni. Hún eign-
aðist aldrei annað barn, en
hversvegna fékk hún aldrei
telpuna sína? Hjónin áttu þó
fjölda barna. Eina vísu kann
ég eftir ömmu mína, hún er
svona:
„Ef ég væri orðin fær
að skapa
forlög manna hér í heim
hefði ég annan taum á
þeim.“
Margar vísur orti hún, en
ég heyrði bara þessa. Hér á
að stoppa, því hér verður
nestið borðað sem meðferðis
var frá Laugum. Bóndinn kom
á móti okkur fjörlegur og ferð
mikill, þó hann væri orðinn
75 ára gamall. Hann heilsaði
okkur öllum með handabandi,
og bauð okkur velkomnar á
staðinn. Þarna er kirkja, sem
er eign staðarins og jafn göm-
ul ættinni, en hefur verið end-
uibyggð með hverjum bónda.
Þarna er mjög merkileg alt-
aristafla, sem er opnuð með
vængjahurðum. Hún er útskor-
in úr tré og allslags myndir
úr lífi fólksins á dögum Krists.
Þarna eru líka fjórir höklar,
sá elzti 400 ára. Merkilegt
hvað þetta hefur varðveitzt
öll þessi ár í sveitakirkju.
Þessi staður er ættaróðal hús-
freyjunnar, og virðist ætla að
ganga í erfðix í kvenlegg, þvi
þeirra dætur tvær eru teknar
við ásamt mönnum sínum, svo
það er útlit fyrir að þessi jörð
íari ekki úr ættinni í bráð.
Ferðinni er haldið áfram og
nú sjáum við glampa á húsin
í Flatey, langt úti á JJreiða-
firði. Langafi minn var bóndi
í Flatey, hann hét Árni Páls-
son og hefur Lúðvik Kristjáns
son, rithöfundur, minnzt hans
í Vestlendingum, og meinar að
hann hafi skrifað ekki færri
en 70' ritgerðir í Bréflegafélag-
inu, svo hann hefur verið skrif
andi gamli maðurinn. Eftir að
hann missti konuna hafði hann
ráðskonu, sem Guðbjörg hét.
Einu sinni þegar hún ætlaði að
fara að sækja hann í háttinn,
(því hann hefur víst verið
iheldur ölkær) er haft eftir hon
um að hann hafi sagt: „Farðu
til skrattans, Gudda, og ég
kem á eftir“. Eina visu kann
ég eftir hann, hún er svona:
„Ég ætlaði mér að eiga hana
Guddu,
en ekkert varð af því,
sérhver skoðar í sína buddu,
sem hann á eitthvað 1“
En hann hefur verið talsvert'
efnaður, þvi faðir minn erfði
eftir hann 3 járðir, enda heyrði
ég hann einu sinni segja: „Það
er sama hvexnig ég skrattast
og læt, ég get aldrei eytt arf-
inum írá honum afa mínum.“
En nú ,er ég kominn út í aðra
sálma. Ég var að tala um or-
lofsferðina. Billinn rennur á-
fram. Þarna sjáum við Kaup-
félag Saurbæinga, nýbyggt lit-
ið hús uppi á lágum mel.
„Stoppaðu þar“, kölluðu kon-
urnar til bílstjórans. „Hvað á
að fara að gera þangað?" hugs
aði ég. „Gefðu mér gott“,
segja börnin, þegar þau sjá
verzlun, en það gat ekki ver-
ið. Skýringin kom fljótt, þeg-
ar komið var inn úr dyrun-
um. „Fást bérjafötur eða köku
box“, sögðu þær allar í kór.
Það skipti engum togum, það
voru keyptar allar plastfötux
og kökubox sem til voru. Ég
held að bílstjórinn hafi verið
feginn, þegar hann komst af
stað, þetta var meiri eldraunin
það er alltaf svo líflegt í kring
run húsmæðurnar.
Það var dálítill krókur upp
að Ólafsdal, en okkur langaði
til að sjá gamla bændaskólann
hans Torfa Bjarnasonar. Þar
er lítið eftir af gamalli frægð
nema grjótveggurinn, en tún-
ið er stórt og slétt. Engan sá-
um við úti, enda komin rign-
ing, en stytta var þarna af
hjónunum, hann hélt svo ó-
sköp innilega utan um hana.
Einhver sagði: „Þetta er efeki
konan hans, það er frænka
hennar. Það var engin mynd
til af henni.“ Gat það verið að
hann Rikharður hafi látið
gamla manninn taka svona
herfilega framhjá. Bíllinn
rennur áfram, þarna sjáum
við Hvítadalsbæina tvo, sem
Stetfán skáld átti heima einu
sinni, þar býr frændfólk hans
ennþá.
» Vhl*l»»r')bÁim» júkjbiu. !*>'. |n in.í J»»áM »f 'Æ
i HbíiuU .»ft <>«•■ H »> ><«.*».
B « i!<skj»rum >!«».:<
uái.) i>ki» rik» hiuh< •
.•:
91 Ji»)>tí»» mj»nkv<!i»:i <!g»» '»»■
!««». \yíf> :»*»•» '0>Í'í» • >,'*m**$
H5 »{!»>» ír.
VIÐ GETIIM HJÁLPAÐ
B i> ;>ÍS MWb! i\ iiuú^ri <»(; v;inöt<-f
Uiiitx, <1 >»i.;,i J>j<:'xv,u <;>í; i :<l.< kí»»- Uk*
»>:: i'»i fbíi'f í»»V uud-
uukifi'umU'tfSÍK Ut ;»»i»s i\rír ú>'ií» ;*«>)).
M.«< v a i'.> >:::VÍ3»}>J <>jiSV;> , ik.}-> }»:>f f ,;|S
:«> < i>»
Ss5< «<íi>::;.»' » lii hí«v»:> i’lkfl: 1‘joiSa. .^
HkkHr ix-í si»>» líiWri: xjjtó® iil
.}> (::)}.•;> iiKl»»5 ,> V<k.M t» |, MÚÍÍS ^
;
»■»(<>;<;' !i»is> v: >»«v sbwt Í A»n{)>■>>
..'>«<:» :>k }><:». , ír
>M iii’l.fiii gíóN ÍfiiNixiil íviiar vitif
{.xMJófcx aiisa » HÍix ÓHNnt'VkHo
<:::.!, l.<xX:«<» okkjJÍ' ,jé «>«<'■',»!» *<t
Þá er bara eftir að keyra
heim að Laugum, og við erum
orðnar hálf þreyttar, en bótin
er þó sem oftar að þreytan
fer fljótt úr þeim sem enn eru
ungir og það vorum við allar
í dag, en minningarnar eiga
eftir að blika eins og skærar
stjörnur.
Tíminn líður áfram eins og
áin í dalnum, og þessir dagar
eru brátt á enda og nú flytj-
um við hjartans þakkir frá
okkur til þeirra kvenna, sem
barizt hafa fyrir því að hús-.
mæður fengju orlofsfé eins og
aðrar stéttir í landinu.
En bezt af öllu er þó eins
og ætíð, að koma heim.
Sigríðux Árnadéítir
Ytri Njarðvik.
(VÖRUURVAL.)
----- ----
ORVALSVÖRUR
Ö. JOHNSON & KAABER HF.